Loks hægir á íbúðaverðshækkunum

Hagfræðingur Húsaskjóls skrifar um vendingar á húsnæðismarkaðnum.

Auglýsing

Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% í júlí og þar með lækkar árshækkunartakturinn úr 16% niður í 15,4% sem er nákvæmlega það sem aprílspá Greiningardeildar Húsaskjóls gerði ráð fyrir.

Mynd: Húsaskjól. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og greiningardeild Húsaskjóls.

Það að tekið hafi að hægja á hækkunum skýrist af auknu peningalegu aðhaldi og auðvitað líka einfaldlega af því hve miklar verðhækkanir hafa nú þegar orðið.

Auglýsing

Peningastefnunefnd tilkynnti um 25 punkta stýrivaxtahækkun 25. ágúst sl. þvert á væntingar greiningaraðila. Greiningaraðilum láðist nefnilega að hlusta á hlaðvarpsviðtal Snorra Björns við Seðlabankastjóra þar sem hann mældi með að heimilin fjármögnuðu sig á föstum vöxtum.

Þessi stýrivaxtahækkun beint ofan í mikla efnahagsóvissu vegna framgangs heimsfaraldursins sýnir að nefndin er tilbúin að gera það sem þarf til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið. Nú hafa vextir hækkað um 0,5% frá því í maí og því áhugavert að sjá hvaða áhrif vaxtahækkanir geta haft á greiðslubyrði óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum sem hefur verið langtum vinsælasta lánsformið undanfarið.

Heimild: Greiningardeild Húsaskjóls

Sé um 40 m.kr. óverðtryggt jafngreiðslulán til 40 ára að ræða þýðir hækkun vaxta um 0,25% aðeins um 6.000 kr. hækkun á greiðslubyrði á mánuði en sé um samskonar 60 m.kr. lán að ræða hækkar greiðslubyrðin um 10.000 kr.

Það kann ekki að virka mikið en stýrivextir standa nú í 1,25% og óhætt að gera ráð fyrir að þeir muni hækka þó nokkuð. Greiningardeild Íslandsbanka gerir t.a.m. ráð fyrir að meginvextir Seðlabankans verði orðnir 3,25% í lok árs 2023 sem er 2% hækkun frá núverandi vöxtum. Tvö prósent vaxtahækkun á 60 m.kr. láninu að ofan myndi hækka greiðslubyrðina um 77 þúsund kr. á mánuði.

Tvö prósent hækkun kann að hljóma svartsýn en sé litið á meginvexti Seðlabankans í gegnum tíðina má sjá að 3,25% meginvextir eru enn býsna lágir í sögulegu samhengi.

Mynd: Húsaskjól. Heimildir: Seðlabanki Íslands og greiningardeild Húsaskjóls.

Það er því ljóst að hækkandi stýrivextir munu draga úr skuldsetningargetu kaupenda og kæla markaðinn. Á móti kemur að eignir til sölu á höfuðborgarsvæðinu hafa aldrei verið færri og meðalsölutími aldrei verið styttri. Þessi undirliggjandi skortur kemur til með að styðja við fasteignaverð horft fram á við. Þar af leiðandi telur undirritaður að þrátt fyrir að hækkandi vextir muni hægja þó nokkuð á verðhækkunum séu verðlækkanir ekki í kortunum, a.m.k. ekki til skamms tíma litið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar