Loks hægir á íbúðaverðshækkunum

Hagfræðingur Húsaskjóls skrifar um vendingar á húsnæðismarkaðnum.

Auglýsing

Hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði um 0,7% í júlí og þar með lækkar árs­hækk­un­ar­takt­ur­inn úr 16% niður í 15,4% sem er nákvæm­lega það sem apr­íl­spá Grein­ing­ar­deildar Húsa­skjóls gerði ráð fyr­ir.

Mynd: Húsaskjól. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og greiningardeild Húsaskjóls.

Það að tekið hafi að hægja á hækk­unum skýrist af auknu pen­inga­legu aðhaldi og auð­vitað líka ein­fald­lega af því hve miklar verð­hækk­anir hafa nú þegar orð­ið.

Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd til­kynnti um 25 punkta stýri­vaxta­hækkun 25. ágúst sl. þvert á vænt­ingar grein­ing­ar­að­ila. Grein­ing­ar­að­ilum láð­ist nefni­lega að hlusta á hlað­varps­við­tal Snorra Björns við Seðla­banka­stjóra þar sem hann mældi með að heim­ilin fjár­mögn­uðu sig á föstum vöxt­um.

Þessi stýri­vaxta­hækkun beint ofan í mikla efna­hag­sóvissu vegna fram­gangs heims­far­ald­urs­ins sýnir að nefndin er til­búin að gera það sem þarf til að tryggja að verð­bólga hjaðni aftur í mark­mið. Nú hafa vextir hækkað um 0,5% frá því í maí og því áhuga­vert að sjá hvaða áhrif vaxta­hækk­anir geta haft á greiðslu­byrði óverð­tryggðra lána á breyti­legum vöxtum sem hefur verið langtum vin­sælasta láns­formið und­an­far­ið.

Heimild: Greiningardeild Húsaskjóls

Sé um 40 m.kr. óverð­tryggt jafn­greiðslu­lán til 40 ára að ræða þýðir hækkun vaxta um 0,25% aðeins um 6.000 kr. hækkun á greiðslu­byrði á mán­uði en sé um sams­konar 60 m.kr. lán að ræða hækkar greiðslu­byrðin um 10.000 kr.

Það kann ekki að virka mikið en stýri­vextir standa nú í 1,25% og óhætt að gera ráð fyrir að þeir muni hækka þó nokk­uð. Grein­ing­ar­deild Íslands­banka gerir t.a.m. ráð fyrir að meg­in­vextir Seðla­bank­ans verði orðnir 3,25% í lok árs 2023 sem er 2% hækkun frá núver­andi vöxt­um. Tvö pró­sent vaxta­hækkun á 60 m.kr. lán­inu að ofan myndi hækka greiðslu­byrð­ina um 77 þús­und kr. á mán­uði.

Tvö pró­sent hækkun kann að hljóma svart­sýn en sé litið á meg­in­vexti Seðla­bank­ans í gegnum tíð­ina má sjá að 3,25% meg­in­vextir eru enn býsna lágir í sögu­legu sam­hengi.

Mynd: Húsaskjól. Heimildir: Seðlabanki Íslands og greiningardeild Húsaskjóls.

Það er því ljóst að hækk­andi stýri­vextir munu draga úr skuld­setn­ing­ar­getu kaup­enda og kæla mark­að­inn. Á móti kemur að eignir til sölu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa aldrei verið færri og með­al­sölu­tími aldrei verið styttri. Þessi und­ir­liggj­andi skortur kemur til með að styðja við fast­eigna­verð horft fram á við. Þar af leið­andi telur und­ir­rit­aður að þrátt fyrir að hækk­andi vextir muni hægja þó nokkuð á verð­hækk­unum séu verð­lækk­anir ekki í kort­un­um, a.m.k. ekki til skamms tíma lit­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Nafnlausi tindurinn til hægri á myndinni. Efst eru Geirvörtur.
Vilja að nafnlausi tindurinn heiti Helgatindur
Nafnlaus tindur sem stendur um 60 metra upp úr ísbreiðu Vatnajökuls ætti að heita Helgatindur til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi, segir í tillögu sem sveitarstjórn Skafárhrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Kjarninn 1. desember 2022
Íslandsbanki segir ekki hversu margir fengu flokkun sem hæfir fjárfestar á meðan að á útboðinu stóð
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka kemur fram að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka gátu sótt um og fengið flokkun sem „hæfir fjárfestar“ á þeim klukkutímum sem útboðið stóð yfir.
Kjarninn 1. desember 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkti áframhaldandi styrkjagreiðslur til fjölmiðla en til eins árs
Áfram sem áður er ágreiningur innan ríkisstjórnar Íslands um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Styrkjakerfið verður framlengt til eins árs í stað tveggja. Um er að ræða málamiðlun til að ná frumvarpinu úr ríkisstjórn.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar