Hin leynda misnotkun

Matthildur Björnsdóttir segir að ekki allir fæðist sem góðir foreldrar – fræða þurfi fólk til þess.

Auglýsing

Margir virð­ast telja að það séu alltaf vitni að mis­notkun og nauðg­un­um, en stór hluti slíkra atvika ger­ist án vitna. Þær mis­með­ferðir ger­ast oft á heim­ilum þegar van­sælir for­eldrar fá útrás fyrir von­brigðum sínum um eitt­hvað í lífi sínu á börnum sín­um. Hegðun sem er ekki leið­bein­andi heldur rífur nið­ur.

En hér fer ég ekki í tján­ingu um nauðgun sem slíka, þó að hug­takið nauðgun sé hugs­an­lega teygj­an­legt yfir önnur atvik sem neyða fólk til að lifa það sem þau kusu ekki sjálf.

Mis­með­ferðir til dæmis ger­ast annað hvort í bar­smíðum á lík­am­an­um, eða ósýni­legu leið­inni með munn­legum árás­um. Orðum sem hellt er að barni í svekk­elsi og hatri. Hatri sem stundum er meira sjálfs­hatur sem barnið skilur auð­vitað ekki og tekur inn sem hatur for­eldris á sér. Orka sem tætir niður allt sjálf­virði þeirra. Um aldir var afneitun um þann veru­leika að orð gætu sært en það er sem betur fer að enda.

Auglýsing

Þegar ég heyrði orð manns sem kom fram í þætt­inum „Voice“ hér í Ástr­alíu þann 23. ágúst 2021 um mik­il­vægi þess að ein­stak­lingar ættu rétt á að fá að upp­lifa hverjir þeir væru. Þá kall­aði það á upp­lifun þeirra sem hafa farið ræki­lega á mis við það að fá að ákveða mik­il­væg­ustu atriði lífs síns.

Ég var svo sann­ar­lega ein af þeim sem varð að finna það út sem ég gerði eftir að yfir­gefa kring­um­stæð­urn­ar.

Prestar héldu oft fram afar barna­legum hug­myndum um hvernig fólk lað­að­ist að hvert öðru, og sumir for­eldrar hafa talið sig eiga að ráð­stafa börnum sínum í hjóna­bönd. Hlutir sem eru því miður enn að ger­ast hér og þar í heim­inum bæði í þeim svo­kall­aða þriðja heimi, sem og í hinum vest­ræna þegar for­eldrar trúa að slíkt sé í lagi, og telja að þau eigi rétt á að ráð­stafa lífi barna sinna út líf sitt og þeirra.

Það hefur verið vegna þess að sam­fé­lög sáu börn og ung­linga og aðra meira sem þjóna sem ættu að gera það sem aðrir vildu og ætl­uðu að væri rétt.

Það sem lét og lætur for­eldra kom­ast upp með slíkt er goð­sögnin sem trú­ar­brögð héldu að fólki. Það að for­eldrar væru eins konar ósnert­an­legar og allt að því guð­legar verur og ættu að vera settir á guðast­all fyrir að hafa fært þau í heim­inn.

Skortur á leyfi til að hafa mik­il­væga gagn­rýna hugsun á þeim tímum árið 1930 hafði því þær afleið­ingar að þau innri sár voru færð yfir á mig ára­tugum síðar af því að slík reynsla situr í kerfum fólks. Og sat og situr í þeim sem voru mót­aðir af því við­horfi og van­þekk­ingu á til­finn­ingum

Spurn­ingin er af hverju hafa þessar stofn­anir haldið þessu að þjóð­um?

Móðir mín sagði þessi orð við mig. Að það ætti ekki að gagn­rýna for­eldra af því að það hafði verið sagt við hana sem unga stelpu. Svo varð hún gáttuð þegar ég opn­aði mig um við­horf hennar til mín ára­tugum eftir að þær árásir áttu sér stað.

Ég var nær fimm­tugu þegar ég að lokum hafði þann per­sónu­lega styrk til að tjá henni áhrifin á mig sem pirr­ingur hennar yfir til­veru minni hafði gert mér. En ég hafði auð­vitað ekki getað opnað munn­inn um það fyrr en ég var búin að vinna mig frá því að sjá mig frá sýn hennar um mig, og skilja að ég var ekki það sem hún upp­lifði mig sem.

Sú upp­lifun hennar var því miður sú sorg­lega mynd sem varð til af því að til­koma mín í líf hennar eyði­lagði draum hennar um starfs­frama. Hún hafði ekki heldur við­ur­kennt að það mætti gagn­rýna for­eldra hennar fyrir að losa sig við hana og senda í burtu fimm ára gamla. Svo að eitt­hvað hið innra hafði skollið í lás við þá reynslu. Og bolti sárs­aukans varð að rúlla yfir á aðra af því að hún stopp­aði aldrei til að athuga það að hún gæti snúið því dæmi við.

Sú hegðun hennar var auð­vitað frá erf­iðri reynslu hennar sjálfrar sem barns sem hún gat ekki tjáð sig um á þeim tímum og lét sér aldrei detta í hug að gera það seinna.

Fræð­ingar sjá og gefa inn­sýn inn í dýpri hliðar mann­vera

Reynsla sem Deb Dana talar um í bók sinni „The Polyvagal The­ory in Ther­apy“ myndi ég segja að hafi sett vissa fleti tauga­kerfis og til­finn­inga móður minnar í lás á tímum þegar eng­inn mátti né átti að tjá sig um upp­lifun á höfnun né neinni annarri teg­und mis­með­ferð­ar. Og ég þá auð­vitað ekki held­ur.

Nú á tímum skilja alla­vega sumir sál­fræð­ingar og aðrir sem kafa inn í vanda­mál ein­stak­linga hvað slíkt gerir við tauga­kerfi. Og það ekki bara í börnum heldur líka ung­lingum og þeim sem telj­ast full­orðnir af því að afleið­ingar sitja í lík­ömum fólks þó að reynslan fær­ist til hið innra. Orðið að telj­ast full­orð­inn er ályktun um eins konar full­komnun sem er ansi afstæð og vafasöm full­yrð­ing.

Ég segi það af því að líf mitt hefur sýnt mér að það er eng­inn í raun það full­kom­lega full­orð­inn á öllum sviðum til­veru, rök­lega, and­lega, (og þá meina ég „spi­ritu­ally“ sem er orð sem vantar í mál­ið, því að orðið and­lega á oft tengt við rök­hyggj­una eina sam­an) svo einnig til­finn­inga­lega. Það sem þroskast í mann­verum – eða ekki fer – eftir því hvernig atlæti, áhuga og nánd við­kom­andi ein­stak­lingur hefur feng­ið.

Ef þeir sem verða for­eldrar fengu aldrei þá upp­bygg­ingu á sjálf­virði sínu frá for­eldrum sín­um, þá eru þeir ekki lík­legir til að veita börnum sínum það nema ef þeir vakna til með­vit­undar um að sjá að það sem þá skorti sé nokkuð sem þeir ætla ekki að láta fær­ast yfir á börnin sín en þurfa trú­lega hjálp til að vinna sig út úr slíku og yfir í betra ástand og við­horf.

Feður sem lúskr­uðu á sonum sínum í hádeg­is­hléinu, af því að þeir voru van­sælir með það hvar þeir voru staddir með líf sitt, eru líka í lið­inu með þeim sem hafa skilið börn sín eftir án þess sjálfs­ör­yggis sem við öll þurfum að fá sem börn með því að skilja líka van­kanta okk­ar.

Það eru millj­ónir ein­stak­linga í heim­inum sem hafa lifað við slíkt og alls konar aðra slæma mis­með­ferð sem aldrei var talað um fyrir nokkrum ára­tug­um. Og þögg­unin er þá um leið hluti af innri óunnu sárum sem myndu vera á við ótal háa pönnu­köku­stafla sem tákn um lang­tíma­bæl­ingar heilu þjóð­anna. Afleið­ingar slíks eru lík­legar til að verða sendar niður næstu kyn­slóðið á ein­hvern hátt nema fólkið fái hjálp sem virki.

Grein á Stund­inni í vik­unni var sú fyrsta sem ég hef séð um tjón vegna slæmra orða frá fólki, og það segir þá líka sög­una um skort á til­finn­inga­legum þroska.

Ég hafði aldrei heyrt orðið „til­finn­inga­legur þroski“ fyrr en að eftir að ég kom til Ástr­alíu og heyrði um bók sem hafði verið skrifuð um hvað það væri. En þegar ég sá Bob Hawk sem var for­sæt­is­ráð­herra þegar ég kom hingað árið 1987 tár­ast í sjón­varpi yfir eit­ur­lyfja­neyslu dóttur sinn­ar, þá var það svo mik­ill léttir að vera komin þangað sem fólk mátti vera það sjálft, og sýna til­finn­ingar í sjón­varp­inu.

Tárin og til­finn­ingar eru mál sál­ar­innar

Það sem ég heyrði á mínum tímum var að rök­hyggjan væri allt sem þyrfti í líf­inu en til­finn­ingar áttu að vera eitt­hvað spari sem væri ekki veif­að, né átti fólk að sýna tár í fjöl­menni né á fjöl­miðli. Mér var bannað að sýna tár.

Við það að hafa alist upp innan um þó nokkuð af háskóla­mennt­uðu fólki, fékk ég oft þá til­finn­ingu að þegar fólk færi í háskóla, yrði það að leggja til­finn­inga­sem­ina í box á tröpp­un­um, og að of margir gleymdu að hirða þær upp við útskrift.

Það að geta sett heilan hell­ing af fróð­leik í heila­búið á sér fyrir þá stöðu sem verið er að vinna að fyrir það fag sem valið er, er samt ekki alltaf nóg. Alla­vega ekki í mann­legum sam­skipt­um. Kennsla í háskólum er greini­lega ekki endi­lega með neina teng­ingu við að leggja áherslu á að nem­endur hafi til­finn­inga­legan þroska. Og án slíks þroska eru meiri líkur á óæski­legri tján­ingu.

Það hefur orðið mikið tjón af því að það hefur ekki verið nærri nógu mikil kennsla og leið­bein­ingar um upp­eldi. Það eru ekki allir ein­stak­lingar fæddir for­eldrar si svona.

Ég vitn­aði ömmu vin­konu minnar í æsku sem hafði fengið barna­barn sitt í hendur og heila­þvegið hana á slæman hátt. Með­ferð ömm­unnar og við­horf til lífs­ins og hlut­verks kvenna var afar und­ar­legt, og inni­hélt slæmt and­legt ofbeldi. Á þeim árum var þögnin alger um allt hið leynda munn­lega ofbeldi og ofstjórn sem for­eldrar og aðrir eldri fjöl­skyldu­með­limir beittu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar