Grundvallarágreiningur um stuðning við barnafólk

Frambjóðandi Samfylkingarinnar skrifar um stefnu flokksins í barnabótamálum.

Auglýsing

Stefna Sam­fylk­ing­ar­innar um að end­ur­reisa barna­bóta­kerfið þannig að fleiri fjöl­skyldur njóti þess hefur vakið sund­ur­leit við­brögð í her­búðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Nokkrum dögum eftir að stefna Sam­fylk­ing­ar­innar var kynnt sagði for­maður VG í lands­fund­ar­ræðu að það þyrfti að „halda áfram end­ur­reisn barna­bóta­kerf­is­ins og fjölga þeim sem eiga rétt á barna­bót­u­m“.

Það eru fréttir í sjálfu sér að for­sæt­is­ráð­herra við­ur­kenni þörf­ina á að end­ur­reisa barna­bóta­kerfið og að Vinstri græn skuli yfir höfuð tala á þessum nót­um.

Auglýsing

Á sama tíma telja sjálf­stæð­is­menn að stuðn­ings­kerfið sé fínt þarfn­ist ekki end­ur­reisn­ar.

Stað­reyndin er auð­vitað sú að slík end­ur­reisn er hvorki raun­veru­lega hafin né á dag­skrá þeirra flokka sem nú eru við völd á Íslandi.

Hvers vegna vill Sam­fylk­ingin end­ur­reisa barna­bóta­kerf­ið?

Sam­fylk­ingin vill bæta kjör barna­fjöl­skyldna og létta undir með fólki á því ævi­skeiði þegar baslið er mest. Þannig gerum við líf barna og for­eldra betra. Um þetta fjallar fyrsti og einn mik­il­væg­asti kafl­inn í kosn­inga­stefnu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Á Íslandi fær með­al­tekju­fjöl­skylda með tvö börn nær engar barna­bætur en ann­ars staðar á Norð­ur­löndum fengi sama fjöl­skylda allt að 50 þús­und krónur á mán­uði. Rann­sóknir hafa marg­sýnt að sterk almenn barna­bóta­kerfi með við­bót­ar­stuðn­ingi við ein­stæða for­eldra eru betur til þess fallin að draga úr barna­fá­tækt til langs tíma heldur en kerfi skarpra tekju­teng­inga og skerð­inga.

Frá árinu 1990 hefur stuðn­ingur með hverju barni minnkað um meira en helm­ing hér­lendis í hlut­falli við lands­fram­leiðslu. Til að snúa þess­ari þróun við dugar ekk­ert minna en end­ur­reisn barna­bóta­kerf­is­ins.

Kosn­inga­stefna Sam­fylk­ing­ar­innar felur í sér að með­al­tekju­fjöl­skyldan með tvö börn mun fá 54 þús­und krónur greiddar í hverjum mán­uði og upp­hæðin verður 77 þús­und krónur á mán­uði fyrir ein­stæða for­eldra. Þessi aðgerð kostar um 9 millj­arða og hana má fjár­magna með hóf­legum stór­eigna­skatti.

Um hvað snýst ágrein­ing­ur­inn?

Sam­fylk­ingin vill að barna­bætur séu almennt stuðn­ings­kerfi fyrir barna­fjöl­skyld­ur. Þetta er þver­öf­ugt við stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins og sitj­andi rík­is­stjórnar um að barna­bætur eigi nær ein­vörð­ungu að renna til hinna tekju­lægstu enda sé vel­ferð­ar­kerfið og hvers kyns bætur bara ölmusa fyrir þau allra fátæk­ustu í sam­fé­lag­inu.

Í augum Sam­fylk­ing­ar­innar er vel­ferð­ar­kerfið fyrir okkur öll og engin skömm af því að fá stuðn­ing. Við erum sterk­ari saman og það er löngu tíma­bært að Ísland taki upp barna­bóta­kerfi að nor­rænni fyr­ir­mynd.

Höf­undur skipar 2. sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar