Draumalandið

Jón Steindór Valdimarsson segir að Viðreisn sjái sæg af tækifærum til að gefa framtíðinni.

Auglýsing

Öll viljum við geta horft bjart­sýn til fram­tíð­ar, eygt fram­farir og betri hag. Tæki­færin eru mýmörg en það verður að grípa þau. Það ætlar Við­reisn að gera.

Látum okkur dreyma

Gott er að láta sig dreyma um bjarta fram­tíð fjöl­skyld­unn­ar, fyr­ir­tæk­is­ins og sam­fé­lags­ins alls. Ég giska á að margir myndu nefna rýmri fjár­ráð, vissu um greiðslu­byrði lána, ódýr­ari mat­ar­körfu og stöðugan gjald­mið­il.  Aðrir myndu nefna sann­gjarnan hlut þjóð­ar­innar af nýt­ingu auð­linda og að umhverf­is- og lofts­lags­mál væru tekin föstum tökum og enn aðrir ábyrgð í rík­is­fjár­málum svo ekki sé talað um rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja. Margir myndu minn­ast á greiðan aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu, þjón­ustu sál­fræð­inga, sjúkra­þjálf­ara og tal­meina­fræð­inga. Enn aðrir jafnt atkvæða­vægi við Alþing­is­kosn­ing­ar.

Draumar geta ræst

Veru­leiki líð­andi stundar er oft annar en sá sem fólk lætur sig dreyma um. Hann breyt­ist ekki nema við gerum eitt­hvað sjálf til þess að draumar okkar ræt­ast. Kom­andi 25. sept­em­ber er nokk­urs konar óska­stund en þá göngum við til kosn­inga sem ráða miklu um fram­tíð okk­ar. Þá er nauð­syn­legt að átta sig á því hvað þarf til þess að draum­arnir geti ræst og hvaða stjórn­mála­flokkur talar fyrir þeim lausnum og leið­um. Óska­stund verður að nýta vel - óska­stundir sem koma bara á fjög­urra ára fresti. Þá er líka gott að rifja upp hvernig fór með ósk­irnar fyrir fjórum árum, átta árum eða lengra aftur í tím­ann. Hvernig fóru þeir stjórn­mála­flokkar sem stjórn­uðu land­inu með drauma ykkar og óskir sem þið trúðuð þeim fyr­ir?

Auglýsing

Sægur af tæki­færum

Fram­tíðin er handan við horn­ið. Þrátt fyrir allt getum við ráðið miklu um hvað hún ber í skauti sér. Við þurfum hins vegar að veita fram­tíð­inni nóg af góðum tæki­færum í vega­nesti. Við­reisn sér sæg af tæki­færum til að gefa fram­tíð­inni.

Tæki­færi á borð við að tengja krón­unnar við evru, sem leiðir til lægri vaxta og dregur úr sveiflum í verð­lagi inn- og útflutn­ings og eykur fyr­ir­sjá­an­leika í afborg­unum lána. Tæki­færi sem felst í bland­aðri leið í heil­brigð­is­kerf­inu þar sem þjón­ustan er sett í önd­vegi, en styrk­leikar bæði einka- og opin­bers rekstrar fá að njóta sín. Tæki­færi sem fel­ast í því að jafna atkvæða­vægi og jafna ábyrgð okkar allra á lands­byggðum og höf­uð­borg­ar­svæði. Tæki­færi sem felst í því að tryggja með óyggj­andi hætti að almenn­ingur njóti ávaxt­anna af auð­lindum sín­um, með leigu nýt­ingar þeirra til tak­mark­aðs tíma í senn gegn gjaldi sem ræðst á mark­aði. Tæki­færi sem felst í því að ákveða að Ísland ætli sér að stíga stór skref án mála­leng­inga í lofts­lags­málum og nýta til þess græna hvata og þá krafta sem búa í íslenskum fyr­ir­tækj­um.

Gefðu fram­tíð­inni tæki­færi - kjóstu Við­reisn.

Höf­undur er alþing­is­maður og skipar 2. sæti í Reykja­vík norður á lista Við­reisn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar