Skjótt skipast veður ...

Þröstur Ólafsson skrifar um stöðu mála í Afganistan og alþjóðamálum.

Auglýsing

Í sögu eftir Stefan Zweig segir frá göml­um, blind­um ­manni sem fær heim­sókn frá þekktum forn­bóka­sala. Gamli mað­ur­inn, sem verið hafði við­skipta­vinur föður hans, vill ólmur sýna honum frí­merkja­safn sitt. Hann fletti stoltur fjöl­mörgum möppum og sagði gest­inum frá frí­merkj­unum sem hann gjör­þekkti. Að lokum segir gamli mað­ur­inn að forn­bóka­sal­inn muni fá þetta mikla safn til sölu að honum látn­um. Það ein­stæða við þessa hegðun öld­ungs­ins var, að ekk­ert frí­merki var eftir í öllum möpp­un­um. Eig­in­konan og dóttir höfðu smám saman selt hvert ein­asta stykki til að eiga fyrir salti í graut­inn.

Mér datt þessi snjalla saga í hug þegar rifj­uð­ust upp fyrir mér allar þær heit­streng­ingar og full­yrð­ing­ar ­sem vest­ræn veldi létu frá sér fara á tutt­ugu ára tíma­bili, um góðan árangur við að byggja upp öfl­ugan her og traust lög­reglu­lið í Afganist­an. Þegar vest­rænir herir yfir­gáfu landið í skyndi, hvarf þessi vel þjálf­aði her eins dögg fyrir sólu. Þessar her­sveitir virð­ast aðeins hafa verið til á launa­skrá banda­ríkja­hers. Gamli blindi frí­merkja­safn­ar­inn vissi ekki að möpp­urnar voru tóm­ar, en þeir vest­rænu voru fangar eigin ósk­hyggju, hug­ar­kreddu eða barna­skap­ar. Allar þær NATO þjóðir sem tóku þátt í þess­ari afgönsku feigð­ar­för ber­a hér ábyrgð, við Íslend­ingar líka, en Banda­ríkin þó sýnu mest. Það er líka rétt að við komumst ekk­ert hjá því að fylgja banda­mönnum okkar til Afganistan, eins og það var heimsku­legt að fylgja Banda­ríkj­unum til Íraks.

Lýð­ræðið varð ekki til á einni nóttu

Banda­ríkja­menn ásamt banda­mönnum tóku sér fyrir hendur að breyta alda­gömlu rammíslömsku þjóð­fé­lagi í nútíma lýð­ræði á örskömmum tíma (Nation build­ing). Það var auð­vitað barna­skap­ur. Þeir hugðu ekki til þess, að það tók vest­rænar þjóðir margar aldir fullar átaka og aft­ur­kippa áður en starf­hæft lýð­ræð­is­kerfi fór að skjóta rót­um. Enn er það svo að lýð­ræðið á víða í vök að verj­ast og reynt er að tak­marka virkni þess við vél­rænar kosn­ingar á nokk­urra ára fresti. Það virð­ist einnig gleym­ast að for­sendur lýð­ræðis er skýr aðgrein­ing ver­ald­legs og trú­ar­legs valds. Keis­ar­anum það sem hans er og Guði það sem honum ber. Án aðgrein­ingar ver­ald­legs og trú­ar­legs valds, sem í vest­rænni kristni tók fyrst á sig praktíska mynd snemma á mið­öld­um, hefði þróun til vald­dreif­ingar í evr­ópskum sam­fé­lögum seint orðið að veru­leika. Ein­stak­lings­hyggja og fjöl­hyggja hefðu ekki orðið grunn­stef þjóðfélags­gerð­ar­inn­ar. Mik­il­væg­ust var þó Upp­lýs­ing­ar­stefn­an, sem vildi sjá mynd­uga, upp­lýsta og gagn­rýna borg­ara er síðar mynd­uðu grunn­múr lýð­frels­is. Hún vildi úti­loka trúna frá öllu ver­ald­legu vaf­stri. Þetta leiddi seinna til mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingar og nútíma rétt­ar­rík­is.

Auglýsing
Þessi aðskilnaður valds­ins átti sér aldrei stað hjá þjóðum sem mót­aðar voru af Islam. Lög Kór­ans­ins (Allah) eru jafn­framt ver­ald­leg lög rík­is­ins. Þess vegna er mót­staðan við vest­ræn gild­i svo sterk hjá þjóðum sem mót­aðar eru af Islam. Tali­banar berj­ast gegn nútím­an­um, sem er vissu­lega mark­aður vest­rænum gild­um, og draga fram Sharia úr Kór­an­in­um, túlka þau á eig­in ­veg og setja sam­fé­lagið í lás. Lýð­ræði er ekk­ert annað en dreif­ing sam­fé­lags­legs vald til sem flestra. Það er kjarni í trú islams að lög Allah séu jafn­framt lög mann­anna og lög­bók Allah sé Kór­an­inn. Fyrr á öldum var sums staðar einnig tekið mið af Bibl­íu­texta þegar kveða þurfti upp dóma. Sú mikla aukn­ing á útbreiðslu Islam sem við erum vitni að um þessar mund­ir, vekur ekki bjart­sýni um fram­tíð þeirrar opnu sam­fé­lags­gerðar sem byggir á frelsi ein­stak­lings­ins, umburð­ar­lyndi, mann­rétt­ind­um, almennri vel­ferð og óháðu dóms­vald­i. 

Hvað er framund­an?

Ófar­irnar þarna fyrir austan eru líka afleið­ing ótrú­lega grimmi­legra hern­að­ar­að­gerða banda­rískra mála­liða sem létu sprengjum rigna yfir landið í tíma og ótíma. Fjöl­skyldu­sam­komur, gift­ingar og afmæl­is­veislur voru eft­ir­sótt skot­mörk. Það tók banda­ríska stjórn­endur ekki nema rúm­lega þrú ár frá her­námi að snúa afgönsku þjóð­inni á móti sér. Allt í einu, sagði afganskur blaða­mað­ur, áttu Banda­ríkin enga for­mæl­endur leng­ur. Hrak­far­irnar í Afganistan eiga eftir að hafa áhrif á fram­tíð NATO og stöðu Vest­urs­ins í heim­in­um. Þetta er þriðja stríðið sem Banda­ríkin tapa eða hrökkl­ast nið­ur­lútir frá. Sú nið­ur­læg­ing mun smita út frá sér. Ófar­irnar munu draga úr áhrifum Vest­urs­ins á gang heims­mála, til­trú á mátt þeirra og sam­fé­lags­legt aðdrátt­ar­afl þess mun dvína. Í banda­rískum stjórn­málum eiga sér nú stað átök um hlut­verk Banda­ríkj­anna í heim­inum og fyrir hverju þau munu berj­ast. Þjóð­irnar í austri munu i vax­andi mæli líta á okk­ur, ríkar vest­rænar þjóðir sem hern­að­ar­lega og póli­tískt ótraust­verð­ar. Þær munu hika við að reiða sig mikið á Vestr­ið. Ver­ald­ar­sagan ein­kenn­ist af átökum og stríðum um völd og áhrif, ekki af vin­sam­legu frið­ar­spjalli yfir kaffi­bolla. Ef við viljum við­halda sam­fé­lags­gerð okkar verðum við að berj­ast fyrir henn­i. 

Full­veld­is­gildran og breytt umhverfi

Evr­ópu­þjóð­irnar sem verið hafa var­kár­ari í hrifn­ingu sinni á eng­il­sax­nesku hern­að­ar­brölti og líta for­ystu BNA gagn­rýnum aug­um, munu vilja styrkja varnir sínar á eigin for­send­um. Það gæti haft í för með sér breytta stefnu­mörk­un, jafn­vel upp­skipt­ingu NATO. Það gæti þýtt að ESB, eða stærri ríkin innan þess, tæki að sér að fylla í skarð­ið. Án sam­þykkis þjóð­þinga aðild­ar­land­anna er ESB nú mátt­lít­il, valdarír stofnun án boð­valds yfir nokkrum her­afla. Ef Evr­ópu­ríkin ætla að standa upp­rétt við mótun póli­tískrar umgerðar heims­mál­anna verða þau að efla ESB sem verk­færi með því að færa til banda­lags­ins fleiri vald­svið. Kannski það sé lexía átaka ald­ar­innar að alvar­leg deilu­mál verði fremur útkljáð á víg­vell­inum en í samn­inga­söl­um. Þjóð­fé­lags­gerð okkar verður ekki var­in bara við kjör­kass­ana. Valda­ríki heims­ins hafa þá sterku til­hneig­ingu að vilja steypa önnur ríki í eigin sam­fé­lags­mót. Hvorki Kína né Rúss­land bera í brjósti ólg­andi þrá eftir lýð­ræði. Bæði þessi ríki reka ágjarna og harð­dregna utan­rík­is­stefnu. Þau leggja undir sig bæði lönd og haf­svæði. Hvor­ugt þess­ara ríkja hefur rétt­bundið sam­fé­lag sem fyr­ir­mynd né heill­andi hug­mynda­fræði sem aðdrátt­ar­afl. Bæði hafa öfl­ugan her.

Hver sem fram­tíð NATO verður þarf Evr­ópa að styrkja sam­stöðu sína og varn­ar­mátt, ann­ars verður hún­ mátt­vana bit­bein heims­veld­anna. Ísland er hluti Evr­ópu. Öll okkar gildi trú­ar­leg sem ver­ald­leg eru þaðan kom­in. Við­skipta­hags­munir okkar þar eru mik­il­væg­ast­ir. Við þurfum því að styrkja böndin þangað enn frek­ar. Meðan vofa Trumps svífur yfir vötn­unum getum við ekki treyst sam­band­inu við Banda­rík­in, til þess er stefnan hans of hverful og hroka­full. Sam­starf er ekki ein­kenn­is­orð hans. Aðild að ESB er eini skyn­sam­legi val­kostur okk­ar. Með því færum við okkur nær meiri­hluta Norð­ur­landa sem þar eru fyrir og leggjum lóð okkar á vog­ar­skál þess opna sam­fé­lags mann­rétt­inda og réttar sem ein­kennir banda­lag­ið. Látum ekki full­veld­is­gildr­una stein­gera hugsun okkar og athafnir og blekkja okkur eins og öld­ung­inn hjá Zweig.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar