Skiptir vilji þjóðarinnar máli í komandi kosningum?

Þorkell Helgason skrifar um að 77 prósent þjóðarinnar sé hlynnt því að krafist sé markaðsgjalds fyrir afnot af fiskimiðunum

Auglýsing

Ný könnun Gallups sýnir að yfir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra sem spurðir voru er hlynntur því „að útgerðin greiði mark­aðs­gjald fyrir afnot af fiski­mið­un­um“. Spurn­ing­unni svipar til ákvæð­is­ins í stjórn­ar­skrár­til­lögum Stjórn­laga­ráðs um að greiða skuli „fullt gjald“ fyrir afnot af auð­lindum í þjóð­ar­eigu.

Meg­in­nið­ur­staðan úr könn­un­inni er sú að 77% þeirra sem svör­uðu eru hlynntir því að kraf­ist sé mark­aðs­gjalds en ein­ungis 7% eru því and­víg­ir. Afgang­ur­inn, 16%, tók ekki afstöðu. Sé þessum óákveðnu sleppt eru tæp­lega 92% hlynntir en rúm 8% and­víg­ir. Og þetta er næsta óháð kyni, menntun og tekjum þeirra spurðu. Lands­byggð­ar­fólk er meira hik­andi en höf­uð­borg­ar­bú­ar, en sé horft fram hjá óákveðnum er mun­ur­inn eftir búsetu vart mark­tæk­ur. Nokkur munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það hyggst kjósa. Þó er meiri­hluti fólks í öllum flokkum hlynntur mark­aðs­gjaldi, eða frá 54% upp í meira en 90% hjá þremur flokk­anna. Sé aftur horft fram hjá hinum óákveðnu er stuðn­ing­ur­inn hjá kjós­endum einskis flokks minni en 76%.

Auglýsing
Þessi afger­andi nið­ur­staða kemur svo sem ekki á óvart enda í sam­ræmi við margar kann­anir af svip­uðum toga og raunar líka við svör kjós­enda í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni 20. októ­ber 2012 um það hvort lýsa eigi nátt­úru­auð­lindir sem þjóð­ar­eign í stjórn­ar­skrá. Af þeim sem þá tóku afstöðu voru 83% þeirrar skoð­un­ar.

En ekk­ert ger­ist

Málið er þæft fram og til baka og út úr því snú­ið. Sama má segja um ýmis mál önnur þar sem þjóðin virð­ist mjög á annarri skoðun en þing­meiri­hlut­inn á hverjum tíma. Vissu­lega kjósum við full­trúa til að ráða málum okk­ar. Samt er eitt­hvað við það bogið þegar þing og þjóð eru gjör­sam­lega ósam­mála um mik­il­væg grund­vall­ar­mál árum og ára­tugum sam­an. Hví kjósum við þá ekki þá flokka sem eru sömu skoð­unar og við? Hæng­ur­inn er sá að flokkar bjóða aðeins upp á einn mat­seðil hver. Þótt aðal­rétt­ur­inn kunni að vera girni­legur kjós­and­anum hefur hann kannski litla lyst á eft­ir­rétt­in­um. Kjós­endur ganga ekki að hlað­borði þar sem þeir geta valið sér mat­seð­il­inn. 

Hví ekki spyrja þjóð­ina?

Sam­kvæmt stjórn­skipan okkar er nán­ast aldrei leyft að leita til kjós­enda um ein­stök mál. Hví ekki að leyfa það í ein­hverjum mæli? Sagt er að þjóðin geti haft rangt fyrir sér? En hver er dóm­bær í þeim efnum aðrir en þjóðin sjálf? Væri það goðgá að spyrja þjóð­ina skýrt og skor­in­ort hvort hún vilji að greitt sé fullt gjald, mark­aðs­gjald, fyrir afnot af auð­lindum í almanna­eigu?

­Reyn­ist það fá til­tek­inn lág­marks­stuðn­ing væri stjórn­völdum gert skylt að útfæra ákvæðið og bera lög þar að lút­andi aftur undir þjóð­ina. Þetta ger­ist þó ekki án stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar. Stjórn­laga­ráð var með til­lögu í þessum dúr, en það fór á sama veg og ann­að: Enda þótt tveir þriðju hlutar þeirra sem afstöðu tóku í fyrr­greindri þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu lýstu sig því fylgj­andi að til­lögur ráðs­ins yrði grund­völlur að nýrri stjórn­ar­skrá og enn fleiri, eða nær þrír fjórðu hlut­ar, vildu að mál gætu farið í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, hefur til­lög­unum öllum verið stungið undir stól.

Á meðan þjóðin fær ekki að tjá sig beint verða þeir sem vilja fá fullt afnota­gjald fyrir eigur sínar að herja á flokk­ana í kom­andi kosn­ing­um. Flokk­arnir hljóta að taka mark á meiri­hluta kjós­enda sinna.

Höf­undur sat í Stjórn­laga­ráði og er félagi í Þjóð­ar­eign.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar