Framsókn í rómantískum dansi við nýfrjálshyggju

Katrín Baldursdóttir, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, býður öllum framsóknarmönnum sem ennþá styðja gömlu hugsjónina um samvinnu að ganga til liðs við sósíalista.

Auglýsing

Ég fædd­ist inn í Fram­sókn­ar­flokk­inn. Upp­lifði hug­sjónir um að með sam­vinnu fólks ætti að byggja upp land og þjóð. Áherslan var ekki á sam­keppni. Heldur var það hug­sjón að fólk starf­aði saman og gæti notið þess besta, hvar sem það bjó á land­inu. Að allir fengju sinn hlut af þeim gæðum sem yrðu til með sam­vinn­unni. Mikil áhersla var lögð á heil­brigði og menntun fyrir alla.

Það sem líka ein­kenndi svo sterkt við­horf sam­vinnu­manna í árdaga var að verslun skyldi vera í höndum fólks­ins sjálfs. Auð­valdið átti ekki að níð­ast á fólki með ein­okun í verslun og þjón­ustu. Sam­vinna fólks um verslun svo allir hefðu hag af því, var mikið for­gangs­mál hjá sam­vinnu­mönn­um. Með svona sam­vinnu og sam­taka­mætti tókst bændum í Suð­ur­-­Þing­eyja­sýslu að afnema dönsku ein­ok­un­ar­versl­un­ina á 19. öld. Upp úr því var stofnað Kaup­fé­lag Þing­ey­inga árið 1882.

Það þarf ekki kap­ít­alista til að reka verslun

Um þessa sam­vinnu­hug­sjón í verslun skrifar Bene­dikt á Auðnum vorið 1899, en hann var einn af stofn­endum Kaup­fé­lags Þing­ey­inga. „Ég er alltaf að sann­fær­ast um að kaup­fé­lögin eru hið rétta fram­tíð­ar­form versl­un­ar­inn­ar. Þau eru demokrat­ísk versl­un­ar­form í stað aristókrat­ískra auð­manna­veld­is. Það þarf ekki kap­ít­alista eða kapi­töl til að reka verslun (kaup­skap). Kaup­skap­ur, jafnt sem land­stjórn og iðn­að­ar­mál, getur heyrt undir almenn félags­mál.“ (Gunnar Karls­son(1977), Frels­is­bar­átta Suð­ur­þing­ey­inga, bls 315).

Auglýsing

Þessar fram­an­greindu hug­sjónir eru grunn­ur­inn að Sam­vinnu­hreyf­ing­unni. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er stofn­aður 1916 á grund­velli þessa mál­stað­ar. Þetta er hug­sjónin sem ég ólst upp við og um margt er hún sam­hljóma stefnu Sós­í­alista­flokks Íslands.

Gömlu fram­sókn­ar­menn­irn­ir, eins og afi minn sál­ugi sem sat á þingi fyrir Fram­sókn um miðja síð­ustu öld, myndu snúa sér við í gröf­inni ef þeir vissu hvernig Fram­sókn er í dag. Flokk­ur­inn styður nú einka­væð­ingu á öllum svið­um, meðal ann­ars í sam­göngum og heil­brigð­is­þjónstu. Þeim myndi ekki líka við núver­andi for­ystu Fram­sókn­ar. Fylgj­ast með Sig­urði Inga for­manni Fram­sóknar og sam­gönu­gráð­herra sitja í kjöltu íhalds­ins, sem og fyr­ir­tætl­unum hans um að láta vega­fram­kvæmdir í stórum stíl í hendur einka­að­ilum og lýsa því yfir í kosn­inga­stefn­unni fyrir kom­andi kosn­ingar að flokk­ur­inn sé fylgj­andi auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigð­is­mál­um.

Sam­vinnu­hug­sjónin býr nú í Sós­í­alista­flokknum

Sam­vinnu­hug­sjón Fram­sóknar er dauð í höndum núver­andi for­ystu. Og svo hefur verið um nokkurn tíma. Fram­sókn stígur nú róm­an­tískan dans við nýfrjáls­hyggju. Til­veru­grund­völlur flokks­ins er fall­inn. Bændur hafa kosið flokk­inn í veru­lega minna mæli en áður, samt var hann stofn­aður sem flokkur bænda. Nú hefur hann breyst í eitt­hvað allt annað og hefur misst sína sér­stöðu sem flokkur um sam­vinnu.

Ég vil bjóða öllum fram­sókn­ar­mönnum sem ennþá styðja gömlu hugjón­ina um sam­vinnu að koma til liðs við okkur sós­í­alista. Og auk sam­vinnu­hug­sjón­ar­innar erum við með öfl­uga byggða­stefnu. Berj­umst fyrir byggð­irnar og frels­inu til að að búa góðu lífi hvar sem er á Íslandi. Berj­umst fyrir bændur og mögu­leikum þeirra til að nýköp­unar í land­bún­aði og mat­væla­fram­leiðslu og betri kjörum þeim til handa.

Gefum bænd­unum í Suð­ur­-­Þing­eyja­sýslu sem skópu sam­vinnu­hug­sjón­ina síð­asta orð­ið. „Eitt hið versta gönu­hlaup þjóð­anna er mis­skipt­ing auðs,“ sagði Pétur á Gaut­löndum í blað­inu Ófeigi 3. hefti í mars 1890, en Kaup­fé­lag Þing­ey­inga gaf það út. Og fyrr­nefndur Bene­dikt á Auðnum segir í sama blaði: „Fátt hefur nú vakið meiri eft­ir­tekt og heila­brot hjá hag­fræð­ingum og mann­fé­lags­fræð­ingum en mis­skipt­ing auðs­ins og vald auð­safn­anna sem allir inir vitr­ustu og glögg­sæj­ustu menn álíta aðal­mein mann­fé­lags­ins á vorum tímum ...“

Höf­undur er odd­viti Sós­í­alista­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar