Framsókn í rómantískum dansi við nýfrjálshyggju

Katrín Baldursdóttir, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, býður öllum framsóknarmönnum sem ennþá styðja gömlu hugsjónina um samvinnu að ganga til liðs við sósíalista.

Auglýsing

Ég fædd­ist inn í Fram­sókn­ar­flokk­inn. Upp­lifði hug­sjónir um að með sam­vinnu fólks ætti að byggja upp land og þjóð. Áherslan var ekki á sam­keppni. Heldur var það hug­sjón að fólk starf­aði saman og gæti notið þess besta, hvar sem það bjó á land­inu. Að allir fengju sinn hlut af þeim gæðum sem yrðu til með sam­vinn­unni. Mikil áhersla var lögð á heil­brigði og menntun fyrir alla.

Það sem líka ein­kenndi svo sterkt við­horf sam­vinnu­manna í árdaga var að verslun skyldi vera í höndum fólks­ins sjálfs. Auð­valdið átti ekki að níð­ast á fólki með ein­okun í verslun og þjón­ustu. Sam­vinna fólks um verslun svo allir hefðu hag af því, var mikið for­gangs­mál hjá sam­vinnu­mönn­um. Með svona sam­vinnu og sam­taka­mætti tókst bændum í Suð­ur­-­Þing­eyja­sýslu að afnema dönsku ein­ok­un­ar­versl­un­ina á 19. öld. Upp úr því var stofnað Kaup­fé­lag Þing­ey­inga árið 1882.

Það þarf ekki kap­ít­alista til að reka verslun

Um þessa sam­vinnu­hug­sjón í verslun skrifar Bene­dikt á Auðnum vorið 1899, en hann var einn af stofn­endum Kaup­fé­lags Þing­ey­inga. „Ég er alltaf að sann­fær­ast um að kaup­fé­lögin eru hið rétta fram­tíð­ar­form versl­un­ar­inn­ar. Þau eru demokrat­ísk versl­un­ar­form í stað aristókrat­ískra auð­manna­veld­is. Það þarf ekki kap­ít­alista eða kapi­töl til að reka verslun (kaup­skap). Kaup­skap­ur, jafnt sem land­stjórn og iðn­að­ar­mál, getur heyrt undir almenn félags­mál.“ (Gunnar Karls­son(1977), Frels­is­bar­átta Suð­ur­þing­ey­inga, bls 315).

Auglýsing

Þessar fram­an­greindu hug­sjónir eru grunn­ur­inn að Sam­vinnu­hreyf­ing­unni. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er stofn­aður 1916 á grund­velli þessa mál­stað­ar. Þetta er hug­sjónin sem ég ólst upp við og um margt er hún sam­hljóma stefnu Sós­í­alista­flokks Íslands.

Gömlu fram­sókn­ar­menn­irn­ir, eins og afi minn sál­ugi sem sat á þingi fyrir Fram­sókn um miðja síð­ustu öld, myndu snúa sér við í gröf­inni ef þeir vissu hvernig Fram­sókn er í dag. Flokk­ur­inn styður nú einka­væð­ingu á öllum svið­um, meðal ann­ars í sam­göngum og heil­brigð­is­þjónstu. Þeim myndi ekki líka við núver­andi for­ystu Fram­sókn­ar. Fylgj­ast með Sig­urði Inga for­manni Fram­sóknar og sam­gönu­gráð­herra sitja í kjöltu íhalds­ins, sem og fyr­ir­tætl­unum hans um að láta vega­fram­kvæmdir í stórum stíl í hendur einka­að­ilum og lýsa því yfir í kosn­inga­stefn­unni fyrir kom­andi kosn­ingar að flokk­ur­inn sé fylgj­andi auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigð­is­mál­um.

Sam­vinnu­hug­sjónin býr nú í Sós­í­alista­flokknum

Sam­vinnu­hug­sjón Fram­sóknar er dauð í höndum núver­andi for­ystu. Og svo hefur verið um nokkurn tíma. Fram­sókn stígur nú róm­an­tískan dans við nýfrjáls­hyggju. Til­veru­grund­völlur flokks­ins er fall­inn. Bændur hafa kosið flokk­inn í veru­lega minna mæli en áður, samt var hann stofn­aður sem flokkur bænda. Nú hefur hann breyst í eitt­hvað allt annað og hefur misst sína sér­stöðu sem flokkur um sam­vinnu.

Ég vil bjóða öllum fram­sókn­ar­mönnum sem ennþá styðja gömlu hugjón­ina um sam­vinnu að koma til liðs við okkur sós­í­alista. Og auk sam­vinnu­hug­sjón­ar­innar erum við með öfl­uga byggða­stefnu. Berj­umst fyrir byggð­irnar og frels­inu til að að búa góðu lífi hvar sem er á Íslandi. Berj­umst fyrir bændur og mögu­leikum þeirra til að nýköp­unar í land­bún­aði og mat­væla­fram­leiðslu og betri kjörum þeim til handa.

Gefum bænd­unum í Suð­ur­-­Þing­eyja­sýslu sem skópu sam­vinnu­hug­sjón­ina síð­asta orð­ið. „Eitt hið versta gönu­hlaup þjóð­anna er mis­skipt­ing auðs,“ sagði Pétur á Gaut­löndum í blað­inu Ófeigi 3. hefti í mars 1890, en Kaup­fé­lag Þing­ey­inga gaf það út. Og fyrr­nefndur Bene­dikt á Auðnum segir í sama blaði: „Fátt hefur nú vakið meiri eft­ir­tekt og heila­brot hjá hag­fræð­ingum og mann­fé­lags­fræð­ingum en mis­skipt­ing auðs­ins og vald auð­safn­anna sem allir inir vitr­ustu og glögg­sæj­ustu menn álíta aðal­mein mann­fé­lags­ins á vorum tímum ...“

Höf­undur er odd­viti Sós­í­alista­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar