Framsókn í rómantískum dansi við nýfrjálshyggju

Katrín Baldursdóttir, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, býður öllum framsóknarmönnum sem ennþá styðja gömlu hugsjónina um samvinnu að ganga til liðs við sósíalista.

Auglýsing

Ég fædd­ist inn í Fram­sókn­ar­flokk­inn. Upp­lifði hug­sjónir um að með sam­vinnu fólks ætti að byggja upp land og þjóð. Áherslan var ekki á sam­keppni. Heldur var það hug­sjón að fólk starf­aði saman og gæti notið þess besta, hvar sem það bjó á land­inu. Að allir fengju sinn hlut af þeim gæðum sem yrðu til með sam­vinn­unni. Mikil áhersla var lögð á heil­brigði og menntun fyrir alla.

Það sem líka ein­kenndi svo sterkt við­horf sam­vinnu­manna í árdaga var að verslun skyldi vera í höndum fólks­ins sjálfs. Auð­valdið átti ekki að níð­ast á fólki með ein­okun í verslun og þjón­ustu. Sam­vinna fólks um verslun svo allir hefðu hag af því, var mikið for­gangs­mál hjá sam­vinnu­mönn­um. Með svona sam­vinnu og sam­taka­mætti tókst bændum í Suð­ur­-­Þing­eyja­sýslu að afnema dönsku ein­ok­un­ar­versl­un­ina á 19. öld. Upp úr því var stofnað Kaup­fé­lag Þing­ey­inga árið 1882.

Það þarf ekki kap­ít­alista til að reka verslun

Um þessa sam­vinnu­hug­sjón í verslun skrifar Bene­dikt á Auðnum vorið 1899, en hann var einn af stofn­endum Kaup­fé­lags Þing­ey­inga. „Ég er alltaf að sann­fær­ast um að kaup­fé­lögin eru hið rétta fram­tíð­ar­form versl­un­ar­inn­ar. Þau eru demokrat­ísk versl­un­ar­form í stað aristókrat­ískra auð­manna­veld­is. Það þarf ekki kap­ít­alista eða kapi­töl til að reka verslun (kaup­skap). Kaup­skap­ur, jafnt sem land­stjórn og iðn­að­ar­mál, getur heyrt undir almenn félags­mál.“ (Gunnar Karls­son(1977), Frels­is­bar­átta Suð­ur­þing­ey­inga, bls 315).

Auglýsing

Þessar fram­an­greindu hug­sjónir eru grunn­ur­inn að Sam­vinnu­hreyf­ing­unni. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er stofn­aður 1916 á grund­velli þessa mál­stað­ar. Þetta er hug­sjónin sem ég ólst upp við og um margt er hún sam­hljóma stefnu Sós­í­alista­flokks Íslands.

Gömlu fram­sókn­ar­menn­irn­ir, eins og afi minn sál­ugi sem sat á þingi fyrir Fram­sókn um miðja síð­ustu öld, myndu snúa sér við í gröf­inni ef þeir vissu hvernig Fram­sókn er í dag. Flokk­ur­inn styður nú einka­væð­ingu á öllum svið­um, meðal ann­ars í sam­göngum og heil­brigð­is­þjónstu. Þeim myndi ekki líka við núver­andi for­ystu Fram­sókn­ar. Fylgj­ast með Sig­urði Inga for­manni Fram­sóknar og sam­gönu­gráð­herra sitja í kjöltu íhalds­ins, sem og fyr­ir­tætl­unum hans um að láta vega­fram­kvæmdir í stórum stíl í hendur einka­að­ilum og lýsa því yfir í kosn­inga­stefn­unni fyrir kom­andi kosn­ingar að flokk­ur­inn sé fylgj­andi auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigð­is­mál­um.

Sam­vinnu­hug­sjónin býr nú í Sós­í­alista­flokknum

Sam­vinnu­hug­sjón Fram­sóknar er dauð í höndum núver­andi for­ystu. Og svo hefur verið um nokkurn tíma. Fram­sókn stígur nú róm­an­tískan dans við nýfrjáls­hyggju. Til­veru­grund­völlur flokks­ins er fall­inn. Bændur hafa kosið flokk­inn í veru­lega minna mæli en áður, samt var hann stofn­aður sem flokkur bænda. Nú hefur hann breyst í eitt­hvað allt annað og hefur misst sína sér­stöðu sem flokkur um sam­vinnu.

Ég vil bjóða öllum fram­sókn­ar­mönnum sem ennþá styðja gömlu hugjón­ina um sam­vinnu að koma til liðs við okkur sós­í­alista. Og auk sam­vinnu­hug­sjón­ar­innar erum við með öfl­uga byggða­stefnu. Berj­umst fyrir byggð­irnar og frels­inu til að að búa góðu lífi hvar sem er á Íslandi. Berj­umst fyrir bændur og mögu­leikum þeirra til að nýköp­unar í land­bún­aði og mat­væla­fram­leiðslu og betri kjörum þeim til handa.

Gefum bænd­unum í Suð­ur­-­Þing­eyja­sýslu sem skópu sam­vinnu­hug­sjón­ina síð­asta orð­ið. „Eitt hið versta gönu­hlaup þjóð­anna er mis­skipt­ing auðs,“ sagði Pétur á Gaut­löndum í blað­inu Ófeigi 3. hefti í mars 1890, en Kaup­fé­lag Þing­ey­inga gaf það út. Og fyrr­nefndur Bene­dikt á Auðnum segir í sama blaði: „Fátt hefur nú vakið meiri eft­ir­tekt og heila­brot hjá hag­fræð­ingum og mann­fé­lags­fræð­ingum en mis­skipt­ing auðs­ins og vald auð­safn­anna sem allir inir vitr­ustu og glögg­sæj­ustu menn álíta aðal­mein mann­fé­lags­ins á vorum tímum ...“

Höf­undur er odd­viti Sós­í­alista­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar