Framsókn í rómantískum dansi við nýfrjálshyggju

Katrín Baldursdóttir, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, býður öllum framsóknarmönnum sem ennþá styðja gömlu hugsjónina um samvinnu að ganga til liðs við sósíalista.

Auglýsing

Ég fæddist inn í Framsóknarflokkinn. Upplifði hugsjónir um að með samvinnu fólks ætti að byggja upp land og þjóð. Áherslan var ekki á samkeppni. Heldur var það hugsjón að fólk starfaði saman og gæti notið þess besta, hvar sem það bjó á landinu. Að allir fengju sinn hlut af þeim gæðum sem yrðu til með samvinnunni. Mikil áhersla var lögð á heilbrigði og menntun fyrir alla.

Það sem líka einkenndi svo sterkt viðhorf samvinnumanna í árdaga var að verslun skyldi vera í höndum fólksins sjálfs. Auðvaldið átti ekki að níðast á fólki með einokun í verslun og þjónustu. Samvinna fólks um verslun svo allir hefðu hag af því, var mikið forgangsmál hjá samvinnumönnum. Með svona samvinnu og samtakamætti tókst bændum í Suður-Þingeyjasýslu að afnema dönsku einokunarverslunina á 19. öld. Upp úr því var stofnað Kaupfélag Þingeyinga árið 1882.

Það þarf ekki kapítalista til að reka verslun

Um þessa samvinnuhugsjón í verslun skrifar Benedikt á Auðnum vorið 1899, en hann var einn af stofnendum Kaupfélags Þingeyinga. „Ég er alltaf að sannfærast um að kaupfélögin eru hið rétta framtíðarform verslunarinnar. Þau eru demokratísk verslunarform í stað aristókratískra auðmannaveldis. Það þarf ekki kapítalista eða kapitöl til að reka verslun (kaupskap). Kaupskapur, jafnt sem landstjórn og iðnaðarmál, getur heyrt undir almenn félagsmál.“ (Gunnar Karlsson(1977), Frelsisbarátta Suðurþingeyinga, bls 315).

Auglýsing

Þessar framangreindu hugsjónir eru grunnurinn að Samvinnuhreyfingunni. Framsóknarflokkurinn er stofnaður 1916 á grundvelli þessa málstaðar. Þetta er hugsjónin sem ég ólst upp við og um margt er hún samhljóma stefnu Sósíalistaflokks Íslands.

Gömlu framsóknarmennirnir, eins og afi minn sálugi sem sat á þingi fyrir Framsókn um miðja síðustu öld, myndu snúa sér við í gröfinni ef þeir vissu hvernig Framsókn er í dag. Flokkurinn styður nú einkavæðingu á öllum sviðum, meðal annars í samgöngum og heilbrigðisþjónstu. Þeim myndi ekki líka við núverandi forystu Framsóknar. Fylgjast með Sigurði Inga formanni Framsóknar og samgönugráðherra sitja í kjöltu íhaldsins, sem og fyrirtætlunum hans um að láta vegaframkvæmdir í stórum stíl í hendur einkaaðilum og lýsa því yfir í kosningastefnunni fyrir komandi kosningar að flokkurinn sé fylgjandi aukinni einkavæðingu í heilbrigðismálum.

Samvinnuhugsjónin býr nú í Sósíalistaflokknum

Samvinnuhugsjón Framsóknar er dauð í höndum núverandi forystu. Og svo hefur verið um nokkurn tíma. Framsókn stígur nú rómantískan dans við nýfrjálshyggju. Tilverugrundvöllur flokksins er fallinn. Bændur hafa kosið flokkinn í verulega minna mæli en áður, samt var hann stofnaður sem flokkur bænda. Nú hefur hann breyst í eitthvað allt annað og hefur misst sína sérstöðu sem flokkur um samvinnu.

Ég vil bjóða öllum framsóknarmönnum sem ennþá styðja gömlu hugjónina um samvinnu að koma til liðs við okkur sósíalista. Og auk samvinnuhugsjónarinnar erum við með öfluga byggðastefnu. Berjumst fyrir byggðirnar og frelsinu til að að búa góðu lífi hvar sem er á Íslandi. Berjumst fyrir bændur og möguleikum þeirra til að nýköpunar í landbúnaði og matvælaframleiðslu og betri kjörum þeim til handa.

Gefum bændunum í Suður-Þingeyjasýslu sem skópu samvinnuhugsjónina síðasta orðið. „Eitt hið versta gönuhlaup þjóðanna er misskipting auðs,“ sagði Pétur á Gautlöndum í blaðinu Ófeigi 3. hefti í mars 1890, en Kaupfélag Þingeyinga gaf það út. Og fyrrnefndur Benedikt á Auðnum segir í sama blaði: „Fátt hefur nú vakið meiri eftirtekt og heilabrot hjá hagfræðingum og mannfélagsfræðingum en misskipting auðsins og vald auðsafnanna sem allir inir vitrustu og glöggsæjustu menn álíta aðalmein mannfélagsins á vorum tímum ...“

Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar