Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Halldóra Mogensen og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segja að það sé ekki að ástæðulausu að slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar sé „Lýðræði – ekkert kjaftæði“.

Halldóra Mogensen og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Halldóra Mogensen og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Auglýsing

Píratar voru stofn­aðir til þess að inn­leiða virkt lýð­ræði á Íslandi. Grunn­stefna flokks­ins hvílir á lýð­ræði og það hefur haft áhrif á öll vinnu­brögð Pírata frá upp­hafi. Við segj­umst ekki vera lýð­ræð­is­sinnar en greiðum síðan atkvæði gegn jöfnu atkvæða­vægi lands­manna í þing­sal. Við stærum okkur ekki af lýð­ræð­is­veislum einn dag­inn en rífum í okkur nið­ur­stöður þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu hinn dag­inn. Píratar eru eini flokk­ur­inn á Íslandi sem mark­visst vinnur í því að tak­marka eigin völd - í þágu lýð­ræð­is.Hvers vegna hafa ekki orðið neinar alvöru breyt­ingar á kvóta­kerf­inu - þrátt fyrir skýran vilja þjóð­ar­inn­ar? Hvers vegna horfum við upp á van­fjár­magnað heil­brigð­is­kerfi árum saman - þrátt fyrir að þjóðin krefj­ist fjár­magns til spít­al­anna ár eftir ár? Hvers vegna erum við ekki komin með nýja stjórn­ar­skrá? Jú, af því að lýð­ræðið líður fyrir kjaftæð­ið.

Lýð­ræði er lyk­ill­inn

En lýð­ræði er ekki bara kosn­ing­ar, próf­kjör og þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­ur. Lýð­ræði er líka nálgun á stjórn­mál. Áhersla á fólk - hug­myndir þess, vel­ferð og vald­efl­ingu - og það er algjört grund­vall­ar­at­riði ef við ætlum að takast á við margar af stærstu áskor­unum sam­tím­ans.Lýð­ræðið og vald­efl­ing fólks þarf þannig að vera leið­ar­stef í við­brögðum okkar við lofts­lags­breyt­ingum ef vel á að takast. Við þurfum að færa ábyrgð­ina á sam­drætti í losun yfir á þá sem bera lang­mesta ábyrgð á henni sem eru stjórn­völd og stór­iðja og taka hana af herðum almenn­ings. Sam­tímis verðum við að gera almenn­ingi kleift að taka virkan þátt í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum með því að auð­velda fólki að vera ábyrgir neyt­endur og veita því virk aðhalds­tæki gagn­vart stjórn­völdum og fyr­ir­tækj­u­m. 

Fjórða iðn­bylt­ingin er hafin og sjálf­virkni­væð­ingin er komin á flug en þessar breyt­ingar verða að eiga sér stað á for­sendum fólks - ekki fjár­magns. Áherslan á lýð­ræðið og vald­efl­ingu almenn­ings leiðir okkur í rétt­lát umskipti þar sem allir njóta góðs af sjálf­virkni­væð­ing­unni því við megum ekki leyfa því að ger­ast að afmark­aður hópur njóti allra ávaxt­anna af tækn­inni. Það yrði kata­st­rófa sem myndi leiða til gríð­ar­legs valda­ó­jafn­væg­is, mis­skipt­ingar og um leið grafa undan lýð­ræð­inu.Við árétt­um, þetta eru áskor­anir sam­tím­ans - ekki fram­tíð­ar. Við erum komin á þann tíma­punkt í sög­unni að það þýðir ekki fyrir stjórn­mála­menn að tala um fram­tíðin hitt, fram­tíðin þetta eða að hún ráð­ist á miðj­unni. Lofts­lags­breyt­ingar eru farnar að hafa mikil áhrif. Sjálf­virkni­væð­ingin er haf­in. Ef ekki á illa fara þá þurfum við aðgerð­ir, nún­a. 

Auglýsing

Lýð­ræði þrífst ekki í myrkr­inu

Fyrir þessar kosn­ingar settum við Píratar okkur mark­mið. Við ætl­uðum að teikna upp sýn Pírata á það hvernig Ísland getur tek­ist á við þessar áskor­an­ir.

Nið­ur­staðan var kosn­inga­stefna í 25 köflum þar sem lýð­ræðið og vald­efl­ing fólks er sem rauður þráður í gegnum alla stefn­una. Stefnan miðar að því að skapa á Íslandi sjálf­bært vel­sæld­ar­sam­fé­lag sem hvílir á nýrri stjórn­ar­skrá, hag­kerfi fram­tíð­ar­inn­ar, sann­gjörnum leik­reglum og virð­ingu við nátt­úru og fólk. Sam­fé­lag þar sem fólk hefur raun­veru­lega getu til að taka þátt í lýð­ræð­inu og rödd þess skiptir ein­hverju máli.

Píratar hafa frá upp­hafi verið öðru­vísi stjórn­mála­flokk­ur. Öll okkar sýn snýst um lýð­ræði í víðum skiln­ingi, að vald­efla venju­legt fólk til að taka þátt í sam­fé­lag­inu. Við leggjum mikla áherslu á gagn­sæi og bar­átt­una gegn spill­ingu því að án upp­lýs­inga og trygg­ingar fyrir því að við séum öll að leika eftir sömu leik­reglum getum við ekki talað um heil­brigt lýð­ræði. Við spyrjum spurn­inga, köllum eftir svörum og bendum á að keis­ar­inn sé nak­inn því að lýð­ræðið getur ekki þrif­ist í þögn­inni, myrkr­inu og með­virkn­inni.

Lýð­ræði er meira en sam­tal

Stjórn­mála­menn segj­ast vilja tala við fólk sem er ósam­mála sér. Hlusta á berg­máls­hell­inn til að draga úr reið­inni í sam­fé­lag­inu. Píratar eru með miklu betri lausn. Hleypum fólki að borð­inu. Gefum fólki svig­rúm til taka þátt í lýð­ræð­inu. Þetta er ekki bara spurn­ing um að hlusta, þetta er líka spurn­ing um að gefa rödd fólks eitt­hvert væg­i. 

Því ef að stjórn­málin bera ekki virð­ingu fyrir þjóð­inni – hvernig á þjóðin þá að bera virð­ingu fyrir stjórn­mál­un­um?

Þess vegna leggjum við Píratar svona mikla áherslu á lýð­ræð­ið. 

Þannig eflum við traust til Alþing­is. Þannig drögum við úr reið­inni í sam­fé­lag­inu. Ekki bara með því að hlusta – heldur með því að hafa lýð­ræði að leið­ar­ljósi í öllum okkar störf­um.

Grund­völl­ur­inn að lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi er að almenn­ingur geti tekið þátt í sam­fé­lag­inu. Þangað stefna Pírat­ar. Það er líka ástæðan fyrir því að við berj­umst fyrir stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar, afnámi ósann­gjarnra skerð­inga og félags­legu rétt­læti, því til að vera þátt­tak­endur þarf fólk að hafa tæki­færi og tíma.Tæki­færi til þátt­töku verða ekki raun­veru­leg fyrr en grunn­þörfum fólks er mætt og þau tryggð. Á meðan fjöldi fólks þarf dag­lega að hafa áhyggjur af því að fæða, klæða og hýsa sig og sína nán­ustu þá hefur fólk mjög tak­mark­aða getu til að taka þátt í lýð­ræð­inu.

Lýð­ræði er trúin á fólk

Lýð­ræði er nefni­lega ekk­ert kjaftæði. Lýð­ræði er ekki bara kosn­ingar á fjög­urra ára fresti og stinga hausnum í sand­inn þess á milli. Lýð­ræði er trúin á fólk. Sann­fær­ingin um það að sam­fé­lag­inu farn­ist betur ef við styðjum við fólk, hug­myndir þess og ástríðu – í stað þess að hunsa það. Þannig fyrst sköpum við verð­mæti.

Nú gefst okkur tæki­færi til að setja lýð­ræðið í fyrsta sæt­ið. Tæki­færi til að láta vald­efl­ingu fólks og mögu­leika þess á virkri þátt­töku í sam­fé­lag­inu í for­grunn. Við höfum mögu­leika á að láta þessa sýn móta við­brögð okkar við stærstu áskor­unum sam­tím­ans og mögu­leik­ann á að hafa lýð­ræðið að leið­ar­ljósi. Lýð­ræði – ekk­ert kjaftæði, þann 25. sept­em­ber.

Hall­dóra skipar 1. sæti Pírata í Reykja­vík norður og Þór­hildur Sunna 1. sæti í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar