Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Halldóra Mogensen og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segja að það sé ekki að ástæðulausu að slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar sé „Lýðræði – ekkert kjaftæði“.

Halldóra Mogensen og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Halldóra Mogensen og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Auglýsing

Píratar voru stofn­aðir til þess að inn­leiða virkt lýð­ræði á Íslandi. Grunn­stefna flokks­ins hvílir á lýð­ræði og það hefur haft áhrif á öll vinnu­brögð Pírata frá upp­hafi. Við segj­umst ekki vera lýð­ræð­is­sinnar en greiðum síðan atkvæði gegn jöfnu atkvæða­vægi lands­manna í þing­sal. Við stærum okkur ekki af lýð­ræð­is­veislum einn dag­inn en rífum í okkur nið­ur­stöður þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu hinn dag­inn. Píratar eru eini flokk­ur­inn á Íslandi sem mark­visst vinnur í því að tak­marka eigin völd - í þágu lýð­ræð­is.



Hvers vegna hafa ekki orðið neinar alvöru breyt­ingar á kvóta­kerf­inu - þrátt fyrir skýran vilja þjóð­ar­inn­ar? Hvers vegna horfum við upp á van­fjár­magnað heil­brigð­is­kerfi árum saman - þrátt fyrir að þjóðin krefj­ist fjár­magns til spít­al­anna ár eftir ár? Hvers vegna erum við ekki komin með nýja stjórn­ar­skrá? Jú, af því að lýð­ræðið líður fyrir kjaftæð­ið.

Lýð­ræði er lyk­ill­inn

En lýð­ræði er ekki bara kosn­ing­ar, próf­kjör og þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­ur. Lýð­ræði er líka nálgun á stjórn­mál. Áhersla á fólk - hug­myndir þess, vel­ferð og vald­efl­ingu - og það er algjört grund­vall­ar­at­riði ef við ætlum að takast á við margar af stærstu áskor­unum sam­tím­ans.



Lýð­ræðið og vald­efl­ing fólks þarf þannig að vera leið­ar­stef í við­brögðum okkar við lofts­lags­breyt­ingum ef vel á að takast. Við þurfum að færa ábyrgð­ina á sam­drætti í losun yfir á þá sem bera lang­mesta ábyrgð á henni sem eru stjórn­völd og stór­iðja og taka hana af herðum almenn­ings. Sam­tímis verðum við að gera almenn­ingi kleift að taka virkan þátt í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum með því að auð­velda fólki að vera ábyrgir neyt­endur og veita því virk aðhalds­tæki gagn­vart stjórn­völdum og fyr­ir­tækj­u­m. 

Fjórða iðn­bylt­ingin er hafin og sjálf­virkni­væð­ingin er komin á flug en þessar breyt­ingar verða að eiga sér stað á for­sendum fólks - ekki fjár­magns. Áherslan á lýð­ræðið og vald­efl­ingu almenn­ings leiðir okkur í rétt­lát umskipti þar sem allir njóta góðs af sjálf­virkni­væð­ing­unni því við megum ekki leyfa því að ger­ast að afmark­aður hópur njóti allra ávaxt­anna af tækn­inni. Það yrði kata­st­rófa sem myndi leiða til gríð­ar­legs valda­ó­jafn­væg­is, mis­skipt­ingar og um leið grafa undan lýð­ræð­inu.



Við árétt­um, þetta eru áskor­anir sam­tím­ans - ekki fram­tíð­ar. Við erum komin á þann tíma­punkt í sög­unni að það þýðir ekki fyrir stjórn­mála­menn að tala um fram­tíðin hitt, fram­tíðin þetta eða að hún ráð­ist á miðj­unni. Lofts­lags­breyt­ingar eru farnar að hafa mikil áhrif. Sjálf­virkni­væð­ingin er haf­in. Ef ekki á illa fara þá þurfum við aðgerð­ir, nún­a. 

Auglýsing

Lýð­ræði þrífst ekki í myrkr­inu

Fyrir þessar kosn­ingar settum við Píratar okkur mark­mið. Við ætl­uðum að teikna upp sýn Pírata á það hvernig Ísland getur tek­ist á við þessar áskor­an­ir.

Nið­ur­staðan var kosn­inga­stefna í 25 köflum þar sem lýð­ræðið og vald­efl­ing fólks er sem rauður þráður í gegnum alla stefn­una. Stefnan miðar að því að skapa á Íslandi sjálf­bært vel­sæld­ar­sam­fé­lag sem hvílir á nýrri stjórn­ar­skrá, hag­kerfi fram­tíð­ar­inn­ar, sann­gjörnum leik­reglum og virð­ingu við nátt­úru og fólk. Sam­fé­lag þar sem fólk hefur raun­veru­lega getu til að taka þátt í lýð­ræð­inu og rödd þess skiptir ein­hverju máli.

Píratar hafa frá upp­hafi verið öðru­vísi stjórn­mála­flokk­ur. Öll okkar sýn snýst um lýð­ræði í víðum skiln­ingi, að vald­efla venju­legt fólk til að taka þátt í sam­fé­lag­inu. Við leggjum mikla áherslu á gagn­sæi og bar­átt­una gegn spill­ingu því að án upp­lýs­inga og trygg­ingar fyrir því að við séum öll að leika eftir sömu leik­reglum getum við ekki talað um heil­brigt lýð­ræði. Við spyrjum spurn­inga, köllum eftir svörum og bendum á að keis­ar­inn sé nak­inn því að lýð­ræðið getur ekki þrif­ist í þögn­inni, myrkr­inu og með­virkn­inni.

Lýð­ræði er meira en sam­tal

Stjórn­mála­menn segj­ast vilja tala við fólk sem er ósam­mála sér. Hlusta á berg­máls­hell­inn til að draga úr reið­inni í sam­fé­lag­inu. Píratar eru með miklu betri lausn. Hleypum fólki að borð­inu. Gefum fólki svig­rúm til taka þátt í lýð­ræð­inu. Þetta er ekki bara spurn­ing um að hlusta, þetta er líka spurn­ing um að gefa rödd fólks eitt­hvert væg­i. 

Því ef að stjórn­málin bera ekki virð­ingu fyrir þjóð­inni – hvernig á þjóðin þá að bera virð­ingu fyrir stjórn­mál­un­um?

Þess vegna leggjum við Píratar svona mikla áherslu á lýð­ræð­ið. 

Þannig eflum við traust til Alþing­is. Þannig drögum við úr reið­inni í sam­fé­lag­inu. Ekki bara með því að hlusta – heldur með því að hafa lýð­ræði að leið­ar­ljósi í öllum okkar störf­um.

Grund­völl­ur­inn að lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi er að almenn­ingur geti tekið þátt í sam­fé­lag­inu. Þangað stefna Pírat­ar. Það er líka ástæðan fyrir því að við berj­umst fyrir stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar, afnámi ósann­gjarnra skerð­inga og félags­legu rétt­læti, því til að vera þátt­tak­endur þarf fólk að hafa tæki­færi og tíma.Tæki­færi til þátt­töku verða ekki raun­veru­leg fyrr en grunn­þörfum fólks er mætt og þau tryggð. Á meðan fjöldi fólks þarf dag­lega að hafa áhyggjur af því að fæða, klæða og hýsa sig og sína nán­ustu þá hefur fólk mjög tak­mark­aða getu til að taka þátt í lýð­ræð­inu.

Lýð­ræði er trúin á fólk

Lýð­ræði er nefni­lega ekk­ert kjaftæði. Lýð­ræði er ekki bara kosn­ingar á fjög­urra ára fresti og stinga hausnum í sand­inn þess á milli. Lýð­ræði er trúin á fólk. Sann­fær­ingin um það að sam­fé­lag­inu farn­ist betur ef við styðjum við fólk, hug­myndir þess og ástríðu – í stað þess að hunsa það. Þannig fyrst sköpum við verð­mæti.

Nú gefst okkur tæki­færi til að setja lýð­ræðið í fyrsta sæt­ið. Tæki­færi til að láta vald­efl­ingu fólks og mögu­leika þess á virkri þátt­töku í sam­fé­lag­inu í for­grunn. Við höfum mögu­leika á að láta þessa sýn móta við­brögð okkar við stærstu áskor­unum sam­tím­ans og mögu­leik­ann á að hafa lýð­ræðið að leið­ar­ljósi. Lýð­ræði – ekk­ert kjaftæði, þann 25. sept­em­ber.

Hall­dóra skipar 1. sæti Pírata í Reykja­vík norður og Þór­hildur Sunna 1. sæti í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar