Lífeyrisþegi styrkir bótaþega

Ástþrúður Kristín Jónsdóttir lýsir reynslu sinni af bótaskerðingum í aðsendri grein. Hún segir að búið sé að girða fyrir nánast alla möguleika bótaþega til að draga fram lífið á heiðarlegan máta.

Auglýsing

Svona í aðdrag­anda kosn­inga langar mig að upp­lýsa hvað ger­ist þegar örlögin grípa í taumana og hið marg­um­tal­aða einka­fram­tak og dugn­aður verður að engu, á einu augna­bliki. Held þar sem ekk­ert okkar er ódauð­legt þá er auð­velt að trúa að dugn­aður og elja borgi sig, fram yfir gröf og dauða. Nýfrjáls­hyggjan er bara fyrir útvalda því lífið þitt og frelsi skerð­ist svo um munar þegar mót­læti eins og alvar­legt slys bankar upp á. Þú ert ekki merki­legri en síð­asti vinnu­dag­ur­inn þinn þrátt fyrir að borga ríku­lega ára­tugum saman í formi skatta og gjalda til sam­neysl­unn­ar. Starfs­menn Trygg­inga­stofn­unar fara í hlut­verk for­ráða­manns og taka yfir, ráða nán­ast alfarið veg­ferð sinna skjól­stæð­inga eins og for­eldrar fimm ára barna í þágu lag­anna.

Hins vegar und­an­skilur lög­gjaf­inn sig sjálfan frá öllum þeim leik­reglum sem okkur hinum ber að lúta. Eins og lands­menn vita þá hafa þeir skammtað sér ríku­legu úr sjóðum okkar lands­manna til eigin afnota. Þeir refsa okkur grimmi­lega ef maður vill eiga fyrir nauð­synjum með því t.d. að selja eign­ir, ávaxta gam­alt sparifé í banka, að eiga börn sem hafa náð 18 ára aldri búsett heima, ef við­kom­andi á maka eða með­eig­anda. Það er búið að girða fyrir nán­ast alla mögu­leika til að draga fram lífið á heið­ar­legan máta. Þykir mér þetta end­ur­spegla sið­ferði þjóð­ar­innar þegar fátækra­gildra er lögð fyrir þá óheppnu, því þeir búa við eitt­hvað allt annað en frelsi predikað svo fal­lega á Sunnu­dög­um.

Starfs­menn TR virð­ast margir hverjir búa að tak­mark­aðri kunn­áttu um þetta flókna kerfi og eru svörin jafn­mörg þeim aðilum sem talað er við. Eitt getur maður þó verið viss um að harka­legar skerð­ingar kunna þau öll upp á tíu og fær maður vit­neskju fyrst einu og hálfu ári seinna hvort bak­reikn­ingur er vænt­an­leg­ur, hvort það borg­aði sig að leysa út lyfin það árið. Best af fara aftur í fornöld og geyma það sem maður á undir kodda áður en atvinnu­þátt­taka verður að engu hvort sem um ræðir vegna heilsu­brests eða ald­urs. Stofn­unin virð­ist hafa ótak­markað vald til að draga á lang­inn umsóknir og úrvinnslu án afleið­inga, að sama skapi getur það kostað skjól­stæð­inga veru­legar fjár­hæðir vegna marg­um­ræddra skerð­inga. Maður hefur ekk­ert vald yfir sínum eigin aðstæðum og fæ ég sömu til­finn­ingu og þegar ég heim­sótti Rúss­land hér um árið áður en kalda stríð­inu lauk. Eins og við öll vitum þá eru pen­ingar gjaldmiðill frelsis og ætla ég aðeins að tíunda minn starfs­feril í grófum dráttum til að gefa fólki inn­sýn í það líf sem bíður þess við atvinnu­missi af heilsu­fars­á­stæð­um. Næst getur það orðið þú.

Auglýsing

Ég hef starfað í fjórum lönd­um, Ísland þar með talið. Ég flyt heim frá Man­hattan eftir langa búsetu hið ytra. Starf­aði ég sem deild­ar­stjóri yfir Banda­ríkja­mark­aði fyrir L´Oréal, alþjóð­legt fyr­ir­tæki með yfir 400.000 starfs­menn víðs­vegar um heim­inn. Þar áður starf­aði ég í sam­bæri­legu starfi yfir Sví­þjóð­ar­mark­aði og þótti ein­stak­lega skap­andi, lausn­a­miðuð og dug­legur starfs­kraftur og því flutt á milli landa í ný verk­efni. Iðu­lega náðu vinnu dag­arnir tveggja stafa tölu i klukku­stundum talið, ekki ósjaldan alla daga vik­unn­ar. Ekki get ég sagt að launin hafi end­ur­speglað þá ábyrgð. Ábyrgð og álag þekkti ég vel með tæp­lega 250 svæð­is­stjóra dreift um Banda­ríkin starf­andi undir mér.

Eftir nokkur ár í því starfi hitti ég fyr­ir­renn­ara minn af hinu kyn­inu og fékk þær upp­lýs­ingar að átta árum áður hafði hann árs­laun tölu­vert meira í takti við álagið og ákveð ég í fram­haldi að segja starfi mínu lausu. Við tók erfið ákvörðun um hvert i ver­öld­inni ég skyldi halda. Bauðst mér spenn­andi starf í London hjá sama fyr­ir­tæki, æðstu yfir­menn L´Oréal vildu halda mér innan fyr­ir­tæk­is­ins. Einnig bauðst mér starf mark­aðs­stjóra hjá stór­fyr­ir­tæki hér heima ásamt mjög spenn­andi starfi hjá Bláa lón­inu, sem ég hafn­aði. Satt best að segja hef ég alltaf séð eftir þeirri ákvörðun og velti fyrir mér hvar ég væri stödd ef það hefði orðið fyrir val­inu. Ekki það að fleiri spenn­andi tæki­færi biðu mín og tók ég meðal ann­ars við starfi í Þýska­landi sem ég þáði og var ábyrg á mínu sviði yfir 25 löndum frá S. Afr­íku til Íslands.

Að svo komnu eins og hjá flestum tók við tími við þar sem ég eign­ast börn, flutti heim og fékk mér auð­veld­ari störf til að sinna fjöl­skyld­unni eins og bestur var kostur á. Varð ég sjálf­stæð móðir þegar börnin voru ung, engu að síður þrátt fyrir minnk­aða inn­komu hafði ég áfram þá skyn­sömu reglu að leið­ar­ljósi að leggja alltaf hluta af launum til hliðar og kaupa aldrei neitt nema eiga fyrir því. Ég hef aðeins tekið eitt hús­næð­is­lán um ævina, allt annað borgað á borð­ið. Eins og margir aðrir fékk að finna fyrir hrun­inu þar sem ég var nýbúin að taka heim launa sparn­að­inn minn því ekki treysti ég banda­rísku bönk­un­um. Það hefði ég betur látið ógert því versta sið­ferðið reynd­ist ég finna hér heima og varð sparn­aður minn að spila­pen­ingum útval­inna, allt í boði stjórn­valda. Ég átti svo sann­ar­lega fyrir mínum flat­skjá sem þótti stór­merki­leg hegðun hjá almennum laun­þega og sjálf­stæðu for­eldri með tvö börn. Þannig að ef ein­hver á að geta lifað af því sem skammtað er af eigin sparn­aði þá er það ég. Það er hrein­lega ekki ger­legt.

Þess­ari lang­loku minni fer að ljúka en þessu áork­aði ég með þor og dugn­aði ein­ungis með Iðn­skóla­próf upp á vas­ann. Tví­tug stóð ég með ferða­tösku í sitt­hvorri hend­inni í blá­ó­kunn­ugu landi án hús­næðis og atvinnu og enda innan við ára­tugi seinna sem yfir­maður hjá risa alþjóð­legu fyr­ir­tæki í stærsta nýfrjáls­hyggju­landi ver­aldar með rit­ara skreyttri við­skipta­gráðu frá einum þekktasta háskóla Boston. Til að gera langa og við­burða­ríka sögu stutta þá lenti ég nýlega í veik­indum sem setur allt á hlið­ina og ekki bætti úr að ég lenti í alvar­legu slysi þar sem ég marg­brýt á mér hrygg­inn og fæ inn­vortis blæð­ingar og hangi nú meira saman á stáli einu saman þökk sé færum skurð­lækni.

Skila­boð fjár­mála­ráð­herra eru að ekki er ég ein­ungis runnin út á dag­setn­ingu heldur er ég líka óþarfa byrði á þjóð­fé­lag­inu aðeins 54 ára göm­ul. Það er klár­lega hörð lend­ing frá starfs­frama og frelsi í að þiggja í dag heilar 40.684kr. á mán­uði frá TR þangað til annað kemur í ljós við upp­gjör í maí 2022. Fyrir þessar skitnu, já skitnu krónur þarf ég að gefa upp allt, gjör­sam­lega allt um mína hagi. Ég hef lagt til sam­neysl­unnar greitt skatta og gjöld til íslenska rík­is­ins í yfir 30 ár lengst af sem milli­tekju mann­eskja. Horfir maður svo á Bjarna og Katrínu tala um skatta­lækk­anir fyrir þá sem minnst mega sín og slá sér á brjóst fyrir það hversu vel þau hafa gert fyrir þá verst stöddu. Dæmi hver fyrir sig en ég er með ráð­stöf­un­ar­tekjur undir 250.000 á mán­uði. Ekki mikið frelsi það.

Til að toppa sið­leysið í þessum málum þá er átján ára sonur minn sem ígildi maka í nafni lag­anna og fæ skerð­ingar að sama skapi eða sem nemur tæpum 60.000kr. Til að eiga fyrir nauð­synjum þá þarf ég að reka ung­ling­inn að heim­an. Það er nú allt örlætið sem frá­far­andi stjórn­völd stæra sig af. Á sama tíma og ungt fólk og almennir laun­þegar hafa mátt taka út skatt­frjálsan líf­eyr­is­sparnað þá gera stjórn­völd grófa aðför að öryrkjum og elli­líf­eyr­is­þegum með allt 80% jað­ar­skatti því þeir geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Sömu stjórn­völd og gera nán­ast allan minn líf­eyr­is­sparnað upp­tækan styrkja sama for­stjóra og bauð mér þetta fína starf fyrir alda­mótin síð­ustu og þannig styðja við lang hæst­laun­aða, skerð­ing­ar­lausa bóta­þega lands­ins.

Hvaðan eiga fjár­mun­irnir að koma spyr fjár­mála­ráð­herra þegar rætt er um eigna­upp­töku á skyldu­sparn­aði. Eng­inn spurði þá spurn­ingu þegar hann tók erlenda lánið nú á dög­unum til að styðja m.a. við þá best settu sem sumir hverjir höfðu maga í sér til að greiða út stjarn­fræði­legan arð i leið­inni. Hvað varð um sið­ferð­ið?

Til að geta áfram stutt dyggi­lega við bakið á tug­millj­óna bóta­þeg­unum og einna hæst laun­uðu ráð­herrum heims þá aug­lýsi ég hér með eftir vel laun­uðu starfi fyrir reglu­saman 54 ára dugn­að­ar­fork með skerta starfs­getu.

Höf­undur er mark­aðs- og sölu­stjóri og öryrki

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Pönk í Peking
Kjarninn 28. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar