Ræðum um skattkerfið

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, svarar grein Stefáns Ólafssonar um skattbyrði tekjuhópa.

Auglýsing

Öll upp­lýst umræða um skatt­kerfi okkar Íslend­inga er af hinu góða. Skattar og gjöld skila árlega um 7-800 millj­örðum í rík­is­kass­ann. Því er mik­il­vægt að almenn­ingur sé með­vit­aður um eðli og til­gang þeirra fjöl­mörgu ólíku skatta sem lagðir eru á ein­stak­linga og fyr­ir­tæki til fjár­mögn­unar sam­neysl­unn­ar. 

Í grein í Við­skipta­blað­inu í gær var fjallað sér­stak­lega um jöfn­un­ar­hlut­verk tekju­skatt­kerf­is­ins, þ.e. tekju­skatta ein­stak­linga til rík­is­sjóðs. Tekju­jöfn­un­ar­hlut­verk skatt­kerf­is­ins á sér einkum stað með þrepa­skiptum tekju­skatti, per­sónu­af­slætti og tekju­tengdum bót­um. Í þessu sam­hengi voru birtar upp­lýs­ingar um hlut­deild hverrar tekju­tí­undar í nettó­tekjum rík­is­sjóðs af tekju­skatti, þ.e.a.s. þeim tekjum sem eftir standa hjá rík­is­sjóði þegar tekið hefur verið til­lit til per­sónu­af­slátt­ar, vaxta­bóta og barna­bóta.

Auglýsing
Vakin var athygli á því að, þvert á til­finn­ingu margra, fer mikil tekju­jöfnun fram í gegnum þetta kerfi. Efstu fimm tekju­tí­undir greiða sam­an­lagt 99% alls tekju­skatts til rík­is­sjóðs að teknu til­liti til vaxta- og barna­bóta. Það er stað­reynd.

Í aðsendri grein í Kjarn­anum talar Stefán Ólafs­son um að dregin hafi verið upp „mjög röng mynd af skatt­byrði tekju­hópa” og telur að gleymst hafi að ræða útsvar og neyslu­skatta. Skatt­byrði ein­stak­linga var þó ein­fald­lega ekki til umfjöll­unar í grein­inni heldur tekjur rík­is­sjóðs af tekju­skatti. Útsvar og neyslu­skattar þjóna ekki þessu tekju­jöfn­un­ar­hlut­verki, nema að mjög tak­mörk­uðu leyti. Heild­ar­myndin breyt­ist ekki þó útsvars­greiðslum sé bætt við – þá greiða efstu fimm tíund­irnar 89% af tekju­skatti og útsvari til hins opin­bera, að teknu til­liti til vaxta- og barna­bóta. Einnig þarf að hafa í huga að rík­is­sjóður ábyrgist greiðslu útsvars ein­stak­linga til sveit­ar­fé­laga. Ef stað­greiðsla a.t.t. til per­sónu­af­sláttar dugir ekki fyrir útsvari greiðir ríkið mis­mun­inn, eins og tekið var til­lit til í okkar grein­ing­u. 

Því er ekki að neita að hönnun tekju­skatts­kerf­is­ins á Íslandi er mjög tekju­jafn­andi. Við tökum þó auð­vitað undir þau sjón­ar­mið að skatt­byrði á Íslandi sé mikil og tíma­bært að draga úr henni svo meira megi verða eftir í vasa launa­fólks.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar