Langur loforðalisti – Umhverfisstefna VG

Steinar Frímannsson fer yfir umhverfisstefnur flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum að hans mati.

Auglýsing

VG hefur upp­fært sína stefnu nú korter eða e.t.v. hálf­tíma fyrir kosn­ing­ar. Ný stefna í umhverf­is-og lofts­lags­málum er mik­ill texti enda mál­efnið brýnt, en það er ekki alveg víst að margir hafi tíma eða þol­in­mæði til að lesa þetta allt, með öllu öðru. Einnig má efast um að allt kom­ist til fram­kvæmda. Hér verður aðeins tæpt á því helsta.

Í lofts­lags­málum er talað um losun vegna land­notk­unar og að gera sér­staka land­nýt­ing­ar­á­ætl­un. Hér er mik­il­vægt atriði sem ætti að tryggja að aðgerðir verði ekki verri en aðgerða­leysi.

Skýr mark­mið og tíma­settar raun­hæfar áætl­anir eru mik­il­væg­ar. En hefði ekki verið ástæða til að lýsa ein­hverjum mark­miðum og hvernig eigi að ná þeim. Það hefði e.t.v. mátt stytta jóla­gjafalist­ann aðeins og gera aðeins meiri grein fyrir raun­hæfum aðgerð­um.

Auglýsing

Að rýna allar aðgerðir í lofts­lags­málum með til­liti til rétt­lætis er ekki ein­asta gott og göf­ugt mark­mið heldur algert skil­yrði fyrir því að aðgerð­irnar nái fram að ganga. En kjós­endur ættu að fá að vita hverjar aðgerð­irnar eru.

Talað er um að efla almenn­ings­sam­göngur um land allt. Reyndar eru til þeir staðir þar sem almenn­ings­sam­göngur myndu ekki ganga upp vegna fámenn­is. En ef við lítum fram hjá því þá er þetta gott mark­mið. En ég vil minna á að það er ekki upp­bygg­ing kerf­anna sem skiptir mestu máli, heldur það að fá fólk til að nota þjón­ust­una í stað þess að nota einka­bíl. Með öðrum orð­um, að gera þjón­ust­una not­enda­væna. Það þarf oft ekki að kosta svo mik­ið.

VG vill veita íviln­anir til orku­skipta í flutn­ingum á sjó og landi, svo og ýmsum atvinnu­greinum öðr­um. Það er gott mál, en senni­lega þarf einna helst að styðja við frum­kvöðla­starf, það er að styðja þá sem fyrstir vilja taka stökk­ið.

Í nátt­úru­vernd er talað um að fjölga frið­lýstum svæðum þannig að þau verði 30% af flat­ar­máli lands árið 2030. Vekur upp spurn­ingu um hvort hægt verði að sinna þessum svæðum nægi­lega vel og hvort fjár­magn fáist til þess. Og líka nefni ég af strák­skap mínum hvort í lagi sé að níða niður hin sjö­tíu pró­sent­in.

Einnig er rætt um að auka rann­sóknir á áhrifum skóg­ræktar og land­græðslu á líf­fræði­lega fjöl­breytni. Vissu­lega ástæða til að hafa var­ann á, en varð­andi land­græðslu þá er staðan þannig að við getum ekki beð­ið. Þetta mál varðar líka end­ur­heimt vist­kerfa. Það þarf ef til vill helst að tryggja slík svæði, en þau myndu vænt­an­lega ekki ná yfir allt land­ið. Mark­miðið að end­ur­heimta 15% af rösk­uðu vot­lendi fyrir árið 2030 er ef til vill raun­hæft, en vand­inn er að við vitum ekki hve mikið hefur verið þurrk­að.

Að tryggja sjálf­bærni í ferða­þjón­ustu er mik­il­vægt. Og þol­marka­grein­ingar eru auð­vitað mik­il­vægur þáttur í því. Þá spyr ég, hvers vegna hefur þetta ekki verið gert nú þeg­ar? VG hefur á síð­asta ára­tug verið í færum um að bæta úr þessu.

Hringrás­ar­hag­kerfið fær sína umfjöll­un. Þar er helst að koma á nýrri úrgangs­stefnu og skylda fyr­ir­tæki og ein­stak­linga til að flokka úrgang. Hér er mik­il­vægt atriði að sam­ræma sorp­flokkun milli sveit­ar­fé­laga þannig að fólk þurfi ekki að læra á nýtt kerfi ef það flytur á milli sveit­ar­fé­laga.

Að birta upp­lýs­ingar um kolefn­is­spor neyslu­vara í versl­unum er mjög góð hug­mynd, en slíkt mun mæta and­stöðu fram­leið­enda. En það er sjálf­sagt að vinna að þessu. Á end­anum kemst það á.

Að minnka notkun á plasti og nýta betur textíl. Það má stytta texta um þessi mál með því að tala um að berj­ast gegn einnota hlutum þar sem hægt væri að nota fjöl­nota. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða plast eða ann­að. Mat­ar­sóun er af sama meiði. Það þarf fyrst og fremst að breyta menn­ingu.

Efing end­ur­vinnslu hér á landi og skýr stefna um sjálf­bærni í bygg­ing­ar­iðn­aði er hvort tveggja mjög af hinu góða.

Hér hefur aðeins verið tæpt á fáum atriðum sem nefnd eru í stefn­unni. Þegar á heild­ina er litið eru margir athygl­is­verðir þætt­ir. En stundum er mark­miðið óskýrt og stundum leið­in. En stundum er mark­miðið í einum lið og leiðin í öðr­um. Miðað við hvernig mál ganga fyrir sig á Alþingi er líka alger­lega von­laust að allt þetta kom­ist til fram­kvæmda. Það hefði átt að grisja list­ann veru­lega. Og tala þá skýrar um mark­mið og leið­ir.

Sam­an­tekt

Póli­tískt er stefnan væn­leg fyrir VG. Kjós­enda­hóp­ur­inn verður nokkuð ánægð­ur. Margt í stefn­unni hefur sam­hljóm með öðrum flokkum þannig að það ætti að öllu eðli­legu að nást sam­staða um flest sem fram kemur í stefn­unni.

Efna­hags­leg áhrif eða kostn­aður er lítið greind­ur. Talað er um íviln­anir og aðstoð við umbreyt­ingu í orku­skipt­um, en ekki hvernig eigi að fjár­magna slíkt. Einnig er eins og hvíslað að leggja skuli á kolefn­is­skatt, en það hverfur í hinum langa og viða­mikla texta.

Sam­fé­lags­lega er eitt atriði sem gengur í gegn um allt. Að meta aðgerðir út frá áhrifum á sam­fé­lag­ið. Þetta er bæði sann­gjarnt, sið­rænt og póli­tískt rétt.

Tækni­lega er fátt nefnt sem ekki gengur upp. Stuðn­ingur við umbreyt­ingu er við­ur­kenn­ing á því að það þarf tals­vert til að við séum tækni­lega til­búin í allt. Margt af því sem reynt verður mun mis­heppn­ast. En það er þess virði að reyna.

Höf­undur er með­­­limur í gras­rót­­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­­mál­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu nýjan stjórnarsáttmála í nóvember 2021.
Allir formenn stjórnarflokkanna tapað umtalsverðu trausti á kjörtímabilinu
Formaður Framsóknar hefur tapað meira trausti það sem af er kjörtímabili en hinir leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Vantraust á hann hefur líka aukist meira en í garð hinna formannanna.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar