Langur loforðalisti – Umhverfisstefna VG

Steinar Frímannsson fer yfir umhverfisstefnur flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum að hans mati.

Auglýsing

VG hefur upp­fært sína stefnu nú korter eða e.t.v. hálf­tíma fyrir kosn­ing­ar. Ný stefna í umhverf­is-og lofts­lags­málum er mik­ill texti enda mál­efnið brýnt, en það er ekki alveg víst að margir hafi tíma eða þol­in­mæði til að lesa þetta allt, með öllu öðru. Einnig má efast um að allt kom­ist til fram­kvæmda. Hér verður aðeins tæpt á því helsta.

Í lofts­lags­málum er talað um losun vegna land­notk­unar og að gera sér­staka land­nýt­ing­ar­á­ætl­un. Hér er mik­il­vægt atriði sem ætti að tryggja að aðgerðir verði ekki verri en aðgerða­leysi.

Skýr mark­mið og tíma­settar raun­hæfar áætl­anir eru mik­il­væg­ar. En hefði ekki verið ástæða til að lýsa ein­hverjum mark­miðum og hvernig eigi að ná þeim. Það hefði e.t.v. mátt stytta jóla­gjafalist­ann aðeins og gera aðeins meiri grein fyrir raun­hæfum aðgerð­um.

Auglýsing

Að rýna allar aðgerðir í lofts­lags­málum með til­liti til rétt­lætis er ekki ein­asta gott og göf­ugt mark­mið heldur algert skil­yrði fyrir því að aðgerð­irnar nái fram að ganga. En kjós­endur ættu að fá að vita hverjar aðgerð­irnar eru.

Talað er um að efla almenn­ings­sam­göngur um land allt. Reyndar eru til þeir staðir þar sem almenn­ings­sam­göngur myndu ekki ganga upp vegna fámenn­is. En ef við lítum fram hjá því þá er þetta gott mark­mið. En ég vil minna á að það er ekki upp­bygg­ing kerf­anna sem skiptir mestu máli, heldur það að fá fólk til að nota þjón­ust­una í stað þess að nota einka­bíl. Með öðrum orð­um, að gera þjón­ust­una not­enda­væna. Það þarf oft ekki að kosta svo mik­ið.

VG vill veita íviln­anir til orku­skipta í flutn­ingum á sjó og landi, svo og ýmsum atvinnu­greinum öðr­um. Það er gott mál, en senni­lega þarf einna helst að styðja við frum­kvöðla­starf, það er að styðja þá sem fyrstir vilja taka stökk­ið.

Í nátt­úru­vernd er talað um að fjölga frið­lýstum svæðum þannig að þau verði 30% af flat­ar­máli lands árið 2030. Vekur upp spurn­ingu um hvort hægt verði að sinna þessum svæðum nægi­lega vel og hvort fjár­magn fáist til þess. Og líka nefni ég af strák­skap mínum hvort í lagi sé að níða niður hin sjö­tíu pró­sent­in.

Einnig er rætt um að auka rann­sóknir á áhrifum skóg­ræktar og land­græðslu á líf­fræði­lega fjöl­breytni. Vissu­lega ástæða til að hafa var­ann á, en varð­andi land­græðslu þá er staðan þannig að við getum ekki beð­ið. Þetta mál varðar líka end­ur­heimt vist­kerfa. Það þarf ef til vill helst að tryggja slík svæði, en þau myndu vænt­an­lega ekki ná yfir allt land­ið. Mark­miðið að end­ur­heimta 15% af rösk­uðu vot­lendi fyrir árið 2030 er ef til vill raun­hæft, en vand­inn er að við vitum ekki hve mikið hefur verið þurrk­að.

Að tryggja sjálf­bærni í ferða­þjón­ustu er mik­il­vægt. Og þol­marka­grein­ingar eru auð­vitað mik­il­vægur þáttur í því. Þá spyr ég, hvers vegna hefur þetta ekki verið gert nú þeg­ar? VG hefur á síð­asta ára­tug verið í færum um að bæta úr þessu.

Hringrás­ar­hag­kerfið fær sína umfjöll­un. Þar er helst að koma á nýrri úrgangs­stefnu og skylda fyr­ir­tæki og ein­stak­linga til að flokka úrgang. Hér er mik­il­vægt atriði að sam­ræma sorp­flokkun milli sveit­ar­fé­laga þannig að fólk þurfi ekki að læra á nýtt kerfi ef það flytur á milli sveit­ar­fé­laga.

Að birta upp­lýs­ingar um kolefn­is­spor neyslu­vara í versl­unum er mjög góð hug­mynd, en slíkt mun mæta and­stöðu fram­leið­enda. En það er sjálf­sagt að vinna að þessu. Á end­anum kemst það á.

Að minnka notkun á plasti og nýta betur textíl. Það má stytta texta um þessi mál með því að tala um að berj­ast gegn einnota hlutum þar sem hægt væri að nota fjöl­nota. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða plast eða ann­að. Mat­ar­sóun er af sama meiði. Það þarf fyrst og fremst að breyta menn­ingu.

Efing end­ur­vinnslu hér á landi og skýr stefna um sjálf­bærni í bygg­ing­ar­iðn­aði er hvort tveggja mjög af hinu góða.

Hér hefur aðeins verið tæpt á fáum atriðum sem nefnd eru í stefn­unni. Þegar á heild­ina er litið eru margir athygl­is­verðir þætt­ir. En stundum er mark­miðið óskýrt og stundum leið­in. En stundum er mark­miðið í einum lið og leiðin í öðr­um. Miðað við hvernig mál ganga fyrir sig á Alþingi er líka alger­lega von­laust að allt þetta kom­ist til fram­kvæmda. Það hefði átt að grisja list­ann veru­lega. Og tala þá skýrar um mark­mið og leið­ir.

Sam­an­tekt

Póli­tískt er stefnan væn­leg fyrir VG. Kjós­enda­hóp­ur­inn verður nokkuð ánægð­ur. Margt í stefn­unni hefur sam­hljóm með öðrum flokkum þannig að það ætti að öllu eðli­legu að nást sam­staða um flest sem fram kemur í stefn­unni.

Efna­hags­leg áhrif eða kostn­aður er lítið greind­ur. Talað er um íviln­anir og aðstoð við umbreyt­ingu í orku­skipt­um, en ekki hvernig eigi að fjár­magna slíkt. Einnig er eins og hvíslað að leggja skuli á kolefn­is­skatt, en það hverfur í hinum langa og viða­mikla texta.

Sam­fé­lags­lega er eitt atriði sem gengur í gegn um allt. Að meta aðgerðir út frá áhrifum á sam­fé­lag­ið. Þetta er bæði sann­gjarnt, sið­rænt og póli­tískt rétt.

Tækni­lega er fátt nefnt sem ekki gengur upp. Stuðn­ingur við umbreyt­ingu er við­ur­kenn­ing á því að það þarf tals­vert til að við séum tækni­lega til­búin í allt. Margt af því sem reynt verður mun mis­heppn­ast. En það er þess virði að reyna.

Höf­undur er með­­­limur í gras­rót­­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­­mál­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar