Langur loforðalisti – Umhverfisstefna VG

Steinar Frímannsson fer yfir umhverfisstefnur flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum að hans mati.

Auglýsing

VG hefur upp­fært sína stefnu nú korter eða e.t.v. hálf­tíma fyrir kosn­ing­ar. Ný stefna í umhverf­is-og lofts­lags­málum er mik­ill texti enda mál­efnið brýnt, en það er ekki alveg víst að margir hafi tíma eða þol­in­mæði til að lesa þetta allt, með öllu öðru. Einnig má efast um að allt kom­ist til fram­kvæmda. Hér verður aðeins tæpt á því helsta.

Í lofts­lags­málum er talað um losun vegna land­notk­unar og að gera sér­staka land­nýt­ing­ar­á­ætl­un. Hér er mik­il­vægt atriði sem ætti að tryggja að aðgerðir verði ekki verri en aðgerða­leysi.

Skýr mark­mið og tíma­settar raun­hæfar áætl­anir eru mik­il­væg­ar. En hefði ekki verið ástæða til að lýsa ein­hverjum mark­miðum og hvernig eigi að ná þeim. Það hefði e.t.v. mátt stytta jóla­gjafalist­ann aðeins og gera aðeins meiri grein fyrir raun­hæfum aðgerð­um.

Auglýsing

Að rýna allar aðgerðir í lofts­lags­málum með til­liti til rétt­lætis er ekki ein­asta gott og göf­ugt mark­mið heldur algert skil­yrði fyrir því að aðgerð­irnar nái fram að ganga. En kjós­endur ættu að fá að vita hverjar aðgerð­irnar eru.

Talað er um að efla almenn­ings­sam­göngur um land allt. Reyndar eru til þeir staðir þar sem almenn­ings­sam­göngur myndu ekki ganga upp vegna fámenn­is. En ef við lítum fram hjá því þá er þetta gott mark­mið. En ég vil minna á að það er ekki upp­bygg­ing kerf­anna sem skiptir mestu máli, heldur það að fá fólk til að nota þjón­ust­una í stað þess að nota einka­bíl. Með öðrum orð­um, að gera þjón­ust­una not­enda­væna. Það þarf oft ekki að kosta svo mik­ið.

VG vill veita íviln­anir til orku­skipta í flutn­ingum á sjó og landi, svo og ýmsum atvinnu­greinum öðr­um. Það er gott mál, en senni­lega þarf einna helst að styðja við frum­kvöðla­starf, það er að styðja þá sem fyrstir vilja taka stökk­ið.

Í nátt­úru­vernd er talað um að fjölga frið­lýstum svæðum þannig að þau verði 30% af flat­ar­máli lands árið 2030. Vekur upp spurn­ingu um hvort hægt verði að sinna þessum svæðum nægi­lega vel og hvort fjár­magn fáist til þess. Og líka nefni ég af strák­skap mínum hvort í lagi sé að níða niður hin sjö­tíu pró­sent­in.

Einnig er rætt um að auka rann­sóknir á áhrifum skóg­ræktar og land­græðslu á líf­fræði­lega fjöl­breytni. Vissu­lega ástæða til að hafa var­ann á, en varð­andi land­græðslu þá er staðan þannig að við getum ekki beð­ið. Þetta mál varðar líka end­ur­heimt vist­kerfa. Það þarf ef til vill helst að tryggja slík svæði, en þau myndu vænt­an­lega ekki ná yfir allt land­ið. Mark­miðið að end­ur­heimta 15% af rösk­uðu vot­lendi fyrir árið 2030 er ef til vill raun­hæft, en vand­inn er að við vitum ekki hve mikið hefur verið þurrk­að.

Að tryggja sjálf­bærni í ferða­þjón­ustu er mik­il­vægt. Og þol­marka­grein­ingar eru auð­vitað mik­il­vægur þáttur í því. Þá spyr ég, hvers vegna hefur þetta ekki verið gert nú þeg­ar? VG hefur á síð­asta ára­tug verið í færum um að bæta úr þessu.

Hringrás­ar­hag­kerfið fær sína umfjöll­un. Þar er helst að koma á nýrri úrgangs­stefnu og skylda fyr­ir­tæki og ein­stak­linga til að flokka úrgang. Hér er mik­il­vægt atriði að sam­ræma sorp­flokkun milli sveit­ar­fé­laga þannig að fólk þurfi ekki að læra á nýtt kerfi ef það flytur á milli sveit­ar­fé­laga.

Að birta upp­lýs­ingar um kolefn­is­spor neyslu­vara í versl­unum er mjög góð hug­mynd, en slíkt mun mæta and­stöðu fram­leið­enda. En það er sjálf­sagt að vinna að þessu. Á end­anum kemst það á.

Að minnka notkun á plasti og nýta betur textíl. Það má stytta texta um þessi mál með því að tala um að berj­ast gegn einnota hlutum þar sem hægt væri að nota fjöl­nota. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða plast eða ann­að. Mat­ar­sóun er af sama meiði. Það þarf fyrst og fremst að breyta menn­ingu.

Efing end­ur­vinnslu hér á landi og skýr stefna um sjálf­bærni í bygg­ing­ar­iðn­aði er hvort tveggja mjög af hinu góða.

Hér hefur aðeins verið tæpt á fáum atriðum sem nefnd eru í stefn­unni. Þegar á heild­ina er litið eru margir athygl­is­verðir þætt­ir. En stundum er mark­miðið óskýrt og stundum leið­in. En stundum er mark­miðið í einum lið og leiðin í öðr­um. Miðað við hvernig mál ganga fyrir sig á Alþingi er líka alger­lega von­laust að allt þetta kom­ist til fram­kvæmda. Það hefði átt að grisja list­ann veru­lega. Og tala þá skýrar um mark­mið og leið­ir.

Sam­an­tekt

Póli­tískt er stefnan væn­leg fyrir VG. Kjós­enda­hóp­ur­inn verður nokkuð ánægð­ur. Margt í stefn­unni hefur sam­hljóm með öðrum flokkum þannig að það ætti að öllu eðli­legu að nást sam­staða um flest sem fram kemur í stefn­unni.

Efna­hags­leg áhrif eða kostn­aður er lítið greind­ur. Talað er um íviln­anir og aðstoð við umbreyt­ingu í orku­skipt­um, en ekki hvernig eigi að fjár­magna slíkt. Einnig er eins og hvíslað að leggja skuli á kolefn­is­skatt, en það hverfur í hinum langa og viða­mikla texta.

Sam­fé­lags­lega er eitt atriði sem gengur í gegn um allt. Að meta aðgerðir út frá áhrifum á sam­fé­lag­ið. Þetta er bæði sann­gjarnt, sið­rænt og póli­tískt rétt.

Tækni­lega er fátt nefnt sem ekki gengur upp. Stuðn­ingur við umbreyt­ingu er við­ur­kenn­ing á því að það þarf tals­vert til að við séum tækni­lega til­búin í allt. Margt af því sem reynt verður mun mis­heppn­ast. En það er þess virði að reyna.

Höf­undur er með­­­limur í gras­rót­­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­­mál­­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar