Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar

Steinar Frímannsson fer yfir umhverfisstefnur flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum að hans mati.

Auglýsing

Sam­fylk­ingin hefur gefið út nýja stefnu­skrá núna korter í kosn­ing­ar. Í lofts­lags­málum er stefnan sett fram í 10 lið­um.

Sá fyrsti er að lög­festa lofts­lags­mark­mið um a.m.k. 60 pró­senta sam­drátt í losun fyrir árið 2030. Hina 9 lið­ina má líta á sem leiðir að þessu mark­miði. Nú brestur mig lög­fræði­þekk­ingu. Væri það lög­brot ef svona lög­fest mark­mið næð­ist ekki? Mér finnst þetta lykta af til­hneig­ingu til að yfir­trompa aðra. Sem er marklítið svona rétt fyrir kosn­ing­ar.

Annar liður er um að móta nýja og metn­að­ar­fyllri aðgerða­á­ætl­un. Ekki er nú farið djúpt í málin og engar beinar aðgerðir nefnd­ar, aðeins klisju­kennd upp­taln­ing.

Þriðji liður fjallar um, að því hægt er að skilja, betri og umhverf­is­vænni sam­göngu­leið milli Reykja­víkur og Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Svo­kall­aða Kefla­vík­ur­línu sem vænt­an­lega þýðir sér­staka akrein fyrir almenn­ings­vagna á Reykja­nes­braut­inni. Á vegi sem er með tvær akreinar í hvora átt myndi slík fram­kvæmd skila litlu sem engu. Einnig er talað um að flýta fram­kvæmdum við Borg­ar­línu. Eitt­hvað minnst á að byggja upp heild­stætt almenn­ings­vagna­net svo það verði raun­hæfur kostur fyrir almenn­ing. Hið síð­ast nefnda er gott mark­mið en senni­lega meg­in­verk­efnið að fá fólk til að nota almenn­ings­sam­göng­ur.

Auglýsing

Fjórði liður er að gera átak í lagn­ingu hjóla­stíga um allt land. Sem hjól­reiða­maður get ég ekki verið á móti því, en set spurn­inga­merki við „um allt land“.

Fimmti liður er að hraða orku­skiptum í sam­göng­um. Í sam­göngum eru orku­skipti komin vel af stað og upp­bygg­ing verður vafa­laust í takt við tækni­þróun og fjölgun far­ar­tækja knú­inna af vist­vænni orku. Atriðið með að raf­væða bíla­leigu­bíla er í sjálfu sér gott mál, en spurn­ingin er hvort upp­bygg­ing á almenn­ings­sam­göngum ætti ekki að minnka þörf fyrir bíla­leigu­bíla og einka­bíla yfir­leitt.

Sjötti liður er úr gömlu stefn­unni óbreytt­ur. Að stofna grænan fjár­fest­ing­ar­sjóð. Spurn­ing er hvort þörf sé á grænum fjár­fest­ing­ar­sjóði eða hvort ekki sé frekar þörf á þró­un­ar­sjóði til að koma á nauð­syn­legum breyt­ingum til orku­skipta.

Sjö­undi liður er um umbætur í land­bún­að­ar­kerf­inu án þess að draga úr stuðn­ingi við bænd­ur. Það er gott mál og göf­ugt. Þar er nefnd kolefn­is­bind­ing með breyttri land­notk­un. Það er verk­efni út af fyrir sig, en spurn­ingin sem eftir stendur er um hvernig bændur eigi að halda sínum tekj­um. Maður skyldi ætla að það yrði með fram­leiðslu mat­væla, sem vissu­lega er nefnt, en dálítið óljóst. Aðal­at­riðið hér er að fækka ef hægt er jórt­ur­dýrum eins og sauðfé og naut­grip­um. Og ein­hver mat­væla­fram­leiðsla verður að koma í stað­inn. Ekki hvað síst til að tryggja fæðu­ör­yggi.

Átt­undi liður er um að banna flutn­inga og notkun á svartolíu í lög­sög­unni, raf­væða hafnir og leggja bann við olíu­borun í efna­hags­lög­sög­unni. Raf­væð­ing hafna er mik­il­væg en verður að vera á við­skipta­legum grunni, það er að kostn­aður veitu­fyr­ir­tækja yrði greiddur með raf­orku­sölu. Upp­bygg­ingin myndi þá hald­ast í hendur við tækni­þró­un. Varð­andi svartol­íu, þá er hún vissu­lega óæski­leg, en má búast við því að hún sé á útleið eins og annað jarð­efna­elds­neyti. Þangað til er gott að vera laus við svartol­í­una en það getur verið erfitt að fylgj­ast með því hvort skip séu með svartolíu í tönk­unum þegar þau sigla nálægt Íslandi.

Níundi liður er um að styðja mark­visst við tækni­lausnir við kolefn­is­föngun og kolefn­is­förg­un. Af hverju ekki að styðja mark­visst við allar tækni­lausnir sem miða að minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda?

Tíundi liður er um græna utan­rík­is­stefnu og að gera Ísland að alþjóð­legri mið­stöð fyrir rann­sóknir þróun lausna í lofts­lags­mál­um. Þetta vekur mér hroll. Vissu­lega getum við lagt margt til mála en við megum ekki líta of stórt á okk­ur. Þessi liður minnir óþægi­lega mikið á þegar Ísland átti að verða alþjóð­leg fjár­mála­mið­stöð.

Þessum tíu liðum er síðan fylgt eftir með aðgerða­á­ætlun í 50 lið­um. Þó svo að kjör­tíma­bil séu 4 ár ætti að íhuga þá spurn­ingu hvort lið­irnir mættu ekki vera færri og leggja þá meiri áherslu á að ljúka þeim. Í þessum liðum eru atriði sem þegar hafa verið nefnd. Eitt mál er þar þó sem vekja ætti athygli á, en það er að auka eft­ir­lit með svo­nefndum F gös­um, (kæli­m­iðlum og slík­u). Sam­fylk­ingin fær plús fyrir það. En enn betra væri að styðja við við­leitni til að nota aðra kæli­m­iðla. Fleira mætti ef til vill nefna, en ég reyni að hafa grein­ina ekki of langa þannig að ekki verður farið nánar út í þá sálma.

Sam­an­tekt:

Póli­tískt ein­kenn­ist þessi stefna tals­vert af yfir­tromp­un. Þarna eru mál sem eiga sam­hljóm í öðrum flokkum þannig að það ætti ekki að vera erfitt að koma þeim áfram. Kjós­endur eiga síðan erfitt með að velja á milli flokka á grund­velli þess­arar stefnu. Hún er ein­fald­lega svo lík stefnu ann­arra.

Efna­hags­leg skírskotun stefn­unnar er lít­il. Grænn fjár­fest­ing­ar­sjóður er eitt af hinum tíu atriðum en ekki ljóst hvernig á að fjár­magna hann. Og yfir­höfuð lítið vikið að því hvernig eigi að fjár­magna verk­efni.

Sam­fé­lags­leg áhrif stefnu­miða eru lít­il. Einna helst er athygli beint að sam­fé­lagi varð­andi almenn­ings­sam­göngur og einnig að breyt­ingar í land­bún­aði og land­notkun komi ekki niður á bænd­um. Hvort tveggja er af hinu góða.

Tækni­leg atriði eru fá nefnd, en þó er talað um stuðn­ing við kolefn­is­föngun og förgun sem vissu­lega er tækni­legt mál. Tækni í almenn­ings­sam­göngum er þekkt. Þannig að tækni­lega gengur þessi stefna alger­lega upp.

Höf­undur er með­­­limur í gras­rót­­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­­mál­­um.

Hægt er að lesa allar greinar Stein­ars hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar