Mikilvægasti maður í heimi?

TeslaVef.jpg
Auglýsing

Þó að þeim fari fjölg­andi sem vita hver Elon Musk er eru þeir fleiri sem kann­ast við Iron Man. Ekki vita þó allir að Elon Musk er fyr­ir­myndin að Tony Stark, járn­mann­inum sem getur allt.

PayP­al, SpaceX, Tesla­motors og Sol­arCity eru allt fyr­ir­tæki sem hann átti að mestu eða öllu leyti þátt í að koma á fót.

Byrj­aði á Blastar



Elon Musk fædd­ist í Suð­ur­-Afr­íku hinn 28. júní árið 1971 og er því aðeins 42 ára. Hann bjó til og seldi sína fyrstu vöru tólf ára, tölvu­leik­inn Blast­ar. 17 ára fór hann að heiman með eina ferða­tösku og vasa­pen­ing. Ferð­inni var heitið til Kana­da, þaðan sem móðir hans var, og fékk hann þar því rík­is­borg­ara­rétt og vega­bréf. Musk vann fyrir sér og fór í skóla. Skóla­gangan fór þannig fram að hann las náms­efnið í upp­hafi annar en fór ekki í tíma og tók síðan prófin með glans. Musk er nefni­lega þeim hæfi­læka gæddur að hann gleymir nán­ast engu. Á þessum tíma hug­leiddi hann stundum hvað myndi hafa meiri­háttar jákvæð áhrif fyrir mann­kyn­ið. Nið­ur­staðan var inter­net­ið, sjálf­bær orka og að byggja aðrar plánet­ur. Gervi­greind og end­ur­ritun DNA voru tveir aðrir hlutir sem hann von­aði að myndu einnig hafa jákvæð áhrif.

Árið 1995, þegar Musk var við það að hefja nám við Stan­for­d-há­skóla, lang­aði hann að taka þátt í upp­bygg­ingu inter­nets­ins. Hann bað því um leyfi til að snúa aftur til náms ef fyr­ir­tækið hans færi á haus­inn. Því næst fékk hann Kimbal bróður sinn með sér í lið. Þeir leigðu sér skrif­stofu þar sem þeir unnu og sváfu til að spara pen­inga og fóru í sturtu í rækt­inni. Í upp­hafi voru ein­ungis til pen­ingar fyrir einni tölvu og á dag­inn hýsti hún síð­una en á nótt­unni not­aði Elon hana til að for­rita. Fyr­ir­tækið hét Zip2, en það gerði m.a. samn­inga við Chicago Tri­bune og New York Times og kom þeim á kort­ið. Árið 1999 keypti Compaq Zip2 á um 35 millj­arða króna og varð það í fram­hald­inu hluti af Alta­Vista. Næst stofn­aði Musk x.com sem síðan sam­ein­að­ist PayPal og eBay keypti árið 2002 á 170 millj­arða. Hlutur hans af þeirri sölu var um 18 millj­arð­ar.

Auglýsing

Hér hefði margur sest í helgan stein og var Elon spurður af hverju hann keypti sér ekki eyju og drykki kokk­teila á strönd­inni það sem eftir væri. Svarið var: „Fyrir mig væru það kval­ir, skelfi­legt líf.“

Eftir söl­una á PayPal kíkti Musk á heima­síðu NASA til þess að for­vitn­ast um hvenær stæði til að fara mann­aðar ferðir til Mars. Þar var ekk­ert að finna um slíkt og eftir frek­ari eft­ir­grennslan fékk hann það stað­fest að engin slík plön væru til. Það var þá sem hann ákvað að setja um 11,5 millj­arða í að stofna SpaceX. Mark­mið SpaceX er að koma á fót nýlendu á Mars, þús­unda eða tug­þús­unda manna. Slíkt myndi verða til þess að mann­kynið myndi þróa tækn­ina til geim­ferða­laga áfram og tryggja þannig fram­gang mann­kyns um ókomna tíð. Ástæðan er sú að það er óum­deil­an­legt að fari mað­ur­inn aldrei af jörð­inni kemur hann til með að deyja þar út ein­hvern tím­ann. Musk hefur sagt að hann hafi frekar reiknað með því að SpaceX færi á haus­inn og hann væri að henda þessum pen­ingum á bál­ið. Einn af vinum hans setti saman mynd­band af eld­flaugum að springa í loft upp til þess að reyna að fá hann ofan af hug­mynd­inni en Musk sagði að ef eitt­hvað væri nógu mik­il­vægt ætti maður að reyna það þó að lík­urnar væru minni en meiri á því að það gengi upp. Fyrsta geim­flaugin sprakk, næstu tvær náðu ekki út í geim og pen­ing­arnir voru nán­ast bún­ir. Hann náði að skrapa saman í fjórðu til­raun­ina en ef hún hefði ekki tek­ist hefði fyr­ir­tækið farið á haus­inn.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_26/52[/em­bed]

Ein­stakur árangur



Síðan þá á SpaceX að baki 14 heppnuð geim­skot og 38 til við­bótar hafa þegar verið pönt­uð, meðal ann­ars af NASA, en SpaceX sér núna um flutn­ing á bún­aði til og frá alþjóð­legu geim­stöð­inni fyrir stofn­un­ina. SpaceX var fjórði aðil­inn í heim­inum til að skjóta geim­fari á braut um jörðu og ná að end­ur­heimta það aft­ur. Hinir þrír voru Banda­rík­in, Rúss­land og Kína. Kostn­að­ur­inn við geim­skot fyr­ir­tæk­is­ins er aðeins brot af því sem áður tíðk­að­ist í geir­an­um. Fyr­ir­tækið hefur einnig stigið stór skref í átt­ina að því að gera geim­flaugar sínar að fullu end­ur­nýt­an­leg­ar. Kostn­að­ur­inn við elds­neytið er ein­ungis 0,5% af kostn­aði við geim­skot og því verður algjör bylt­ing þegar sá árangur næst. Dyrnar til Mars opn­ast upp á gátt.

Musk telur að þetta verði eftir 10-12 ár. Sjálfur ætlar hann að deyja á Mars, bara ekki við kom­una.

Tesla-æv­in­týrið hefst 2003



Tesla Motors var stofnað árið 2003. Musk setti um 3,5 millj­arða í fyr­ir­tæk­ið, var stærsti hlut­haf­inn og gerð­ist stjórn­ar­for­mað­ur. Stofn­mark­mið Tesla Motors var að flýta fyrir umskiptum bíla heims­ins yfir í sjálf­bæra orku. Árið 2008, þegar farið var að halla veru­lega undan fæti hjá Tesla, rak Musk fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins og tók við þeirri stöðu.

Það er almennt orðið við­ur­kennt að hlýnun jarðar eigi sér stað af manna völdum og þá sér­stak­lega vegna auk­ins útblást­urs koltví­sýr­ings. Menn virð­ast þó ekki alveg geta komið sér saman um hversu hratt og hversu alvar­legar afleið­ing­arnar eru og verða. Þær veð­ur­öfgar sem við höfum á und­an­förnum árum orðið vitni að eru þegar farnar að kosta aukin manns­líf og gríð­ar­lega fjár­muni. Hita­bylgj­ur, þurrkar og flóð munu fær­ast í auk­ana og sumir vilja meina að með auk­inni bráðnun jökla og þiðnun sífrera geti ástandið orðið svo slæmt að lítið verði við ráð­ið. Flóðin árið 2012 í New York yrðu þá mjög lít­il­væg svo að dæmi sé tek­ið.

Fyrsta verk Tesla var að sýna fram á að ef fram­leiddur væri eft­ir­sókn­ar­veður raf­bíll myndi fólk kaupa hann. Tesla Road­ster kom á markað árið 2008. Bíll­inn var flottur sport­bíll byggður á Lotus Elise sem komst um 370 km á hverri hleðslu og var ein­ungis 3,7 sek. í 100 km/klst. Bíll­inn varð til þess að stóru bíla­fram­leið­end­urnir tóku við sér og árið 2011 komu á markað Chevr­o­let Volt og Nissan Leaf.

Tæknin þróuð



Ákveðið var að byrja á að fram­leiða dýran bíl í fáum ein­­tökum til að þróa tækn­ina. Næsta skref var helm­ingi ódýr­ari bíll í tölu­vert fleiri ein­tökum og síð­asta skrefið á að vera bíll í miklu magni sem flestir bíla­kaup­endur hafa efni á.

Strax árið 2009 kom frum­gerð af bíl númer tvö, sá heitir Model S. Fyrstu ein­tökin af honum voru afhent kaup­endum sum­arið 2012. Musk er titl­aður vöru­arki­tekt bíls­ins og voru fyr­ir­mælin sem hann gaf sínu fólki ein­föld, „þið eigið að búa til besta bíl í heim­i“. Ástæðan var sú, sagði hann, að ef fólk ætti að skipta um tækni yrði nýja varan að vera betri en sú gamla. Nið­ur­staðan var bíll sem hefur sópað að sér verð­­laun­um. Öryggi fékk mest vægi í hönn­un­inni og skil­aði það sér í því að bíll­inn fékk hæstu ein­kunn í opin­berum árekstr­ar­­­próf­unum í Banda­ríkj­unum sem feng­ist hefur frá upp­hafi. Þar fyrir utan þykir Model S gríð­ar­lega fal­leg­ur. Hann tekur 7 far­þega og mik­inn far­ang­ur. Hröð­unin er 4,2 sek­úndur í 100 km/klst. og hann kemst 500 km á hverri hleðslu. Hleðslu­tím­inn er einnig styttri en þekkst hefur áður, hægt er að hlaða 360 km drægni á hann á aðeins 30 mín­út­um.

Eft­ir­spurnin eftir bílnum er slík að þrátt fyrir að fram­leiðslu­getan sé að nálg­ast 1.000 bíla á viku er enn margra mán­aða bið eftir bíl.

Þriðju kyn­slóðar bíll­inn er vænt­an­legur á markað árið 2017. Til þess að ná kostn­að­inum við hann nægj­an­lega niður og til þess að tryggja nægt fram­boð á raf­hlöðum í bíl­ana ætlar Musk að byggja eigin verk­smiðju. Hún er kölluð The Giga­fact­ory og þegar hún verður komin í full afköst árið 2020 mun hún fram­leiða meira af raf­hlöðum en fram­leiddar eru sam­tals í heim­inum í dag. Stóru plönin enda ekki þar, til þess að klára mark­miðið um 100% raf­drif­inn flota bíla þarf 200 slík­ar.

Tesla Motors hefur einnig sett upp yfir 100 hrað­hleðslu­stöðvar á heims­vísu svo að eig­endur Model S geti farið í lang­ferð­ir. Stöðv­arnar eru kall­aðar Superchargers og þar er frítt að hlaða og verður alltaf. Sól­ar­sellur sjá stöðv­unum fyrir raf­magni og því verður koltví­sýr­ings­mengun engin af akstr­in­um.

Þar kemur til sög­unnar hin hliðin á sjálf­bæru orkunni. Sol­arCity er fyr­ir­tæki sem sér­hæfir sig í að setja upp sól­ar­sellur á þök heim­ila og fyr­ir­tækja. Hægt er að kaupa eða leigja sell­urnar og sér Sol­arCity um allt frá a-ö. Ef fólk kýs að leigja lítur dæmið þannig út að fólk fær sellur á þakið hjá sér og raf­magns­reikn­ing­ur­inn hjá því lækkar í kjöl­far­ið. Fyr­ir­tækið vex gríð­ar­lega hratt.

Musk fékk hug­mynd­ina, fjár­magn­aði í upp­hafi og er stjórn­ar­for­maður en tveir frændur hans reka fyr­ir­tæk­ið.

Nýlega keypti Sol­arcity sól­ar­sellu­fram­leið­anda og strax eru komin plön um stækkun verk­smiðj­unnar í áður óþekktar stærðir í anda raf­hlöðu­verk­smiðj­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None