Mínusþjóð í loftslagsmálum?

Helga Vala Helgadóttir segir að Íslendingar eigi að hætta að vera „mínusþjóð í loftslagsmálum“ og verða forystuþjóð því „það getum við svo vel“.

Auglýsing

Munið þið eftir Kýótó? Já, þar var einmitt samið um að allar þjóðir tækju á sig að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Þetta voru tvö tíma­bil og á því fyrra fengu Íslend­ingar aðal­lega und­an­þágur frá því að taka þátt í þessu mik­il­væga verk­efni en á því seinna sem lauk í fyrra, lof­uðum við að losa ekki meira en 15 milljón tonn. En við stóðum ekki við lof­orðið og los­uðum 20 milljón út árið 2019. Þannig erum við mínus­þjóð í lofts­lags­mál­um! Núna þarf ekki bara að spyrja sig hvers vegna heldur líka að borga mis­mun­inn í krónum og aur­um, eða rétt­ara sagt evrum og doll­ur­um.

Mér skilst að í stjórn­kerf­inu sé lúrt á hinum háa reikn­ingi sem íslenskur almenn­ingur þarf að greiða vegna trassa­skapar stjórn­valda. Djúpt í skúffu leyn­ist ný skýrsla um skuldir okkar sem þarf að gera upp á næst­unni. Af hverju er skýrslan ekki birt? Ætli það eigi ekki örugg­lega að birta hana fyrir kosn­ing­arnar í næsta mán­uði?

Heyrst hefur að sektin geti talið á annan millj­arð króna sem nú þarf að finna stað í fjár­lög­um. Eða ætli fjár­mögnun lofts­lagskvóta­kaupa hafi verið tekin með í aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­mál­um? Er þessi kvóti hluti af þeim 1,9 ma sem rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur treysti sér að eyrna­merkja í verk­efnið árlega í nýsam­þykktri fjár­mála­á­ætl­un.

Auglýsing

Við þurfum því miður að greiða fyrir afglöp for­tíð­ar­inn­ar, en ætla mætti að allt væri í lagi eftir fjögur ár undir for­ystu Vinstri grænna og með lofts­lags­ráðið á fullri ferð í aðhaldi og eft­ir­liti? Eða hvað?

Í París 2015 hétum við, Norð­menn og ESB-­ríkin því að minnka losun til 2030 um 40%. Þegar samið var um skipt­ingu þess­arar los­unar börð­ust full­trúar Íslands hetju­lega fyrir því að hér þyrfti sem allra minnst að draga úr losun (þótt stór­iðjan væri komin í sér­stakt kerfi og því ekki talin með) og nið­ur­staðan eftir hama­gang okkar varð 29% mark­mið los­un­ar. Enn er alls óljóst hvernig það mark­mið á að nást hér á landi því áætlun stjórn­valda er hvort tveggja í senn ótíma­sett og ófjár­mögn­uð.

Þegar í upp­hafi Par­ís­ar­ráð­stefn­unar 2015 var ljóst að fram­lög ríkja heims dugðu hvergi til að halda hlýnun and­rúms­lofts­ins innan við 2°C, hvað þá 1,5°C, og því var sett inn end­ur­skoð­un­ar­á­kvæði um meiri fram­lög. Evr­ópu­sam­bandið hét því ásamt okkur og Norð­mönnum að minnka um 55% fyrir 2030 (miðað við stöð­una 2005). Það hlut­fall átti upp­haf­lega að vera hærra en temprað­ist vegna hall­æra og getu­leysis ESB-­ríkja í austri og suð­vestri. Enn liggur ekki fyrir hverju íslensk stjórn­völd ætla að heita fyrir okkar hönd og hljótum við að spyrja hvort þau ætli að mæta tóm­hent á lofts­lags­ráð­stefn­una í Glas­gow í nóv­em­ber nk?

Rætt var við Guð­mund Inga Guð­brands­son umhverf­is­ráð­herra og vara­for­mann VG í hádeg­is­fréttum fyrr í mán­uð­in­um. Sagði hann að þangað til ríkin væru búin að ræða með hvaða móti þessi skipt­ing yrði, miðað við 55%, gæti hann ekki svarað því hvað kæmi í hlut Íslands. Sagði hann þó að þau hefðu sagt að burt­séð frá því hvað yrði talið sann­gjarnt fyrir Ísland þá „myndum við alltaf fara í 40%, við förum aldrei neðar en það“. 40 af 55 er reyndar svipað hlut­fall og 29 af 40. Per­sónu­lega lítur hann hins vegar svo á að „land eins og Ísland eigi að vera í 55% hið minnsta og ég sé fyrir mér að við þurfum að fara hærra en það“.

Rík­is­stjórnin hefur sem sé ekki mótað stefnu eða samn­ings­mark­mið um þessa hlut­deild Íslands í bar­átt­unni við lofts­lagsvá sem verður sífellt skæð­ari. Guð­mundi Inga sjálfum finnst að við eigum að stefna hærra en síð­ast, en aðrir ráð­herrar í rík­is­stjórn­inni eru greini­lega ekki á sama máli. Það skiptir máli fyrir vænt­an­lega kjós­endur að vita þetta, um þetta ætti næsti blaða­manna­fundur rík­is­stjórnar að fjalla enda stærsta mál sam­tím­ans.

Við í Sam­fylk­ing­unni teljum að ham­fara­hlýn­unin sé ekki þannig að ríki og þjóðir eigi að kljást um tölur í karp­húsi eins og í kjara­samn­ingum eða fiski­stofna­deil­um. Við viljum að Ísland lýsi yfir mark­miði um 60% sam­drátt á los­un. Það er ein­fald­lega okkar hag­ur, bæði til skemmri tíma og lengri, að vera í hópi for­ustu­afla í heim­inum í lofts­lags­mál­um. Við eigum að vera dug­leg við tækni­lausnir eins og Car­bfix og betri land­nýt­ingu eins og land­græðslu og end­ur­heimt vot­lendis en ekki síst eigum við að breyta lifn­að­ar­háttum okkar og atvinu­háttum á þann veg að árangur náist og sam­fé­lagið batni. Fyrir þá sem lesa hag­sæld í fjár­munum þá er vert að minna á að með minni losun þurfum við ekki að borga jafn mikið og fyrir sluksið eftir Kýótó.

Með yfir­lýs­ingu um 60% sam­drátt á losun erum við engar hetjur heldur ein­fald­lega að taka undir með nor­rænu frænd­fólki okk­ar, sem óháð samn­inga­við­ræð­unum innan EES hafa öll sett sér mark­mið sem eru jöfn eða hærri en 55% mark­mið ESB, að ekki sé talað um hin hugs­an­legu 40% Guð­mundar og félaga í rík­is­stjórn Íslands. Við eigum að hætta að vera mínus­þjóð í lofts­lags­málum og verða for­ystu­þjóð því það getum við svo vel.

Höf­undur er þing­maður og odd­viti Sam­fylk­ingar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Píratar vilja að Menntasjóður fái heimild til að fella niður námslánaskuldir
Menntasjóður námsmanna færði sex milljarða króna á afskriftarreikning í fyrra eftir lagabreytingu, en var undir milljarði króna árið áður. Meðalupphæð afborgana hækkaði um 46 þúsund krónur árið 2021 og var 266 þúsund krónur.
Kjarninn 28. september 2022
Eliud Kipchoge hefur hlaupið maraþon hraðast allra, á tveimur klukkustundum, einni mínútu og níu sekúndum.
37 ára heimsmethafi í maraþoni vill veita ungu fólki innblástur
Eliud Kipchoge, heimsmethafi í maraþoni, hljóp daglega í skólann sem barn í Kenía, þrjá kílómetra. Um helgina hljóp hann maraþon á tveimur klukkustundum, einni mínútu og níu sekúndum. Það er eins og að stilla hlaupabretti á 21. Í rúmar tvær klukkustundir.
Kjarninn 27. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar