Mínusþjóð í loftslagsmálum?

Helga Vala Helgadóttir segir að Íslendingar eigi að hætta að vera „mínusþjóð í loftslagsmálum“ og verða forystuþjóð því „það getum við svo vel“.

Auglýsing

Munið þið eftir Kýótó? Já, þar var einmitt samið um að allar þjóðir tækju á sig að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta voru tvö tímabil og á því fyrra fengu Íslendingar aðallega undanþágur frá því að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni en á því seinna sem lauk í fyrra, lofuðum við að losa ekki meira en 15 milljón tonn. En við stóðum ekki við loforðið og losuðum 20 milljón út árið 2019. Þannig erum við mínusþjóð í loftslagsmálum! Núna þarf ekki bara að spyrja sig hvers vegna heldur líka að borga mismuninn í krónum og aurum, eða réttara sagt evrum og dollurum.

Mér skilst að í stjórnkerfinu sé lúrt á hinum háa reikningi sem íslenskur almenningur þarf að greiða vegna trassaskapar stjórnvalda. Djúpt í skúffu leynist ný skýrsla um skuldir okkar sem þarf að gera upp á næstunni. Af hverju er skýrslan ekki birt? Ætli það eigi ekki örugglega að birta hana fyrir kosningarnar í næsta mánuði?

Heyrst hefur að sektin geti talið á annan milljarð króna sem nú þarf að finna stað í fjárlögum. Eða ætli fjármögnun loftslagskvótakaupa hafi verið tekin með í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum? Er þessi kvóti hluti af þeim 1,9 ma sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur treysti sér að eyrnamerkja í verkefnið árlega í nýsamþykktri fjármálaáætlun.

Auglýsing

Við þurfum því miður að greiða fyrir afglöp fortíðarinnar, en ætla mætti að allt væri í lagi eftir fjögur ár undir forystu Vinstri grænna og með loftslagsráðið á fullri ferð í aðhaldi og eftirliti? Eða hvað?

Í París 2015 hétum við, Norðmenn og ESB-ríkin því að minnka losun til 2030 um 40%. Þegar samið var um skiptingu þessarar losunar börðust fulltrúar Íslands hetjulega fyrir því að hér þyrfti sem allra minnst að draga úr losun (þótt stóriðjan væri komin í sérstakt kerfi og því ekki talin með) og niðurstaðan eftir hamagang okkar varð 29% markmið losunar. Enn er alls óljóst hvernig það markmið á að nást hér á landi því áætlun stjórnvalda er hvort tveggja í senn ótímasett og ófjármögnuð.

Þegar í upphafi Parísarráðstefnunar 2015 var ljóst að framlög ríkja heims dugðu hvergi til að halda hlýnun andrúmsloftsins innan við 2°C, hvað þá 1,5°C, og því var sett inn endurskoðunarákvæði um meiri framlög. Evrópusambandið hét því ásamt okkur og Norðmönnum að minnka um 55% fyrir 2030 (miðað við stöðuna 2005). Það hlutfall átti upphaflega að vera hærra en tempraðist vegna hallæra og getuleysis ESB-ríkja í austri og suðvestri. Enn liggur ekki fyrir hverju íslensk stjórnvöld ætla að heita fyrir okkar hönd og hljótum við að spyrja hvort þau ætli að mæta tómhent á loftslagsráðstefnuna í Glasgow í nóvember nk?

Rætt var við Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra og varaformann VG í hádegisfréttum fyrr í mánuðinum. Sagði hann að þangað til ríkin væru búin að ræða með hvaða móti þessi skipting yrði, miðað við 55%, gæti hann ekki svarað því hvað kæmi í hlut Íslands. Sagði hann þó að þau hefðu sagt að burtséð frá því hvað yrði talið sanngjarnt fyrir Ísland þá „myndum við alltaf fara í 40%, við förum aldrei neðar en það“. 40 af 55 er reyndar svipað hlutfall og 29 af 40. Persónulega lítur hann hins vegar svo á að „land eins og Ísland eigi að vera í 55% hið minnsta og ég sé fyrir mér að við þurfum að fara hærra en það“.

Ríkisstjórnin hefur sem sé ekki mótað stefnu eða samningsmarkmið um þessa hlutdeild Íslands í baráttunni við loftslagsvá sem verður sífellt skæðari. Guðmundi Inga sjálfum finnst að við eigum að stefna hærra en síðast, en aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni eru greinilega ekki á sama máli. Það skiptir máli fyrir væntanlega kjósendur að vita þetta, um þetta ætti næsti blaðamannafundur ríkisstjórnar að fjalla enda stærsta mál samtímans.

Við í Samfylkingunni teljum að hamfarahlýnunin sé ekki þannig að ríki og þjóðir eigi að kljást um tölur í karphúsi eins og í kjarasamningum eða fiskistofnadeilum. Við viljum að Ísland lýsi yfir markmiði um 60% samdrátt á losun. Það er einfaldlega okkar hagur, bæði til skemmri tíma og lengri, að vera í hópi forustuafla í heiminum í loftslagsmálum. Við eigum að vera dugleg við tæknilausnir eins og Carbfix og betri landnýtingu eins og landgræðslu og endurheimt votlendis en ekki síst eigum við að breyta lifnaðarháttum okkar og atvinuháttum á þann veg að árangur náist og samfélagið batni. Fyrir þá sem lesa hagsæld í fjármunum þá er vert að minna á að með minni losun þurfum við ekki að borga jafn mikið og fyrir sluksið eftir Kýótó.

Með yfirlýsingu um 60% samdrátt á losun erum við engar hetjur heldur einfaldlega að taka undir með norrænu frændfólki okkar, sem óháð samningaviðræðunum innan EES hafa öll sett sér markmið sem eru jöfn eða hærri en 55% markmið ESB, að ekki sé talað um hin hugsanlegu 40% Guðmundar og félaga í ríkisstjórn Íslands. Við eigum að hætta að vera mínusþjóð í loftslagsmálum og verða forystuþjóð því það getum við svo vel.

Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar