Níu áskoranir á nýju kjörtímabili

Formaður BHM skrifar um þau verkefni sem bíða stjórnvalda og vinnumarkaðarins á komandi kjörtímabili.

Auglýsing

Fyrsti dagur nýs kjör­tíma­bils er runn­inn upp. Margir eru í spennu­falli en á sama tíma er mikil eft­ir­vænt­ing í loft­inu. Lof­orð­in, slag­orð­in, orða­skak­ið, fund­irnir og upp­á­komurnar eru að baki og and­lit fram­bjóð­enda hverfa af aug­lýs­inga­skilt­um. Nýr veru­leiki blasir við og að líkum lætur myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar. 

Snemma í aðdrag­anda kosn­inga átti ég fundi með for­ystu­fólki stjórn­mála­flokk­ana. Á þeim fundum kom ég á fram­færi sjón­ar­miðum BHM um þær áskor­anir sem bíða stjórn­valda og vinnu­mark­að­ar­ins. Af mörgu er að taka á nýju kjör­tíma­bili, en þó þetta hel­st:

  1. Menntun þarf að meta til launa: Á Íslandi er hvat­inn til mennt­unar hvað minnstur innan Evr­ópu og OECD ríkj­anna. Við verðum að meta sér­fræði­þekk­ingu og menntun til launa á Íslandi, að öðrum kosti er hætt við að við drög­umst aftur úr í lífs­gæðum og vel­ferð­ar­stigi.
  2. Byggjum á hug­viti: Stjórn­völd hafa lengi rætt um metn­að­ar­full áform um aukna fjöl­breytni útflutn­ings­at­vinnu­vega. Stað­reyndin er þó að Ísland hefur lengst af byggt á sveiflu­kenndri auð­linda­nýt­ingu. Þar er ferða­þjón­ustan okkar nýjasta bjarg­ræði. Ef tryggja á stöð­ug­leika, vöxt og sam­keppn­is­hæfni lands­ins verður að efla atvinnu­vegi sem byggja á hug­viti, menntun og nýsköp­un. Innan BHM eru 28 stétt­ar­fé­lög háskóla­mennt­aðs fólks og við erum reiðu­búin að koma að gerð atvinnu- og mannauðs­stefnu á Íslandi til að byggja um hag­kerfi fram­tíð­ar­inn­ar.
  3. Eyðum ómál­efna­legum launa­mun: Kyn, kyn­hneigð eða upp­runi eiga og mega ekki vera áhrifa­þáttur í launa­setn­ingu á íslenskum vinnu­mark­aði. Kyn­skiptur vinnu­mark­aður er þó því miður enn óásætt­an­leg stað­reynd á Íslandi. Þetta sýna meðal ann­ars nýlegar skýrslur Hag­stofu Íslands og starfs­hóps for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. 
  4. Jöfnum laun milli mark­aða: Árið 2016 var samið um að leggj­ast í vinnu við að jafna laun milli almenns mark­aðar og opin­bers mark­aðar í tengslum við breyt­ingar á líf­eyr­is­rétt­indum opin­berra starfs­manna. Í sam­tali BHM, BSRB og Kenn­ara­sam­bands­ins við ríkið um fyrr­nefnt sam­komu­lag hefur því miður virst tak­mark­aður áhugi á því að standa við sam­komu­lagið þrátt fyrir fögur fyr­ir­heit í þeim efn­um. Fimm ár eru liðin og enn ekk­ert sam­komu­lag í sjónmáli.
    Auglýsing
  5. Styrkjum tengsl atvinnu­lífs og skóla: Háskóla­mennt­aðir koma oft verr und­ir­búnir á  íslenskan vinnu­markað en þeir sem hafa farið í verk­nám. Í nýrri úttekt OECD er bein­línis sagt að tengsl háskóla og atvinnu­lífs hér á landi séu of veik.  Við þurfum að styrkja þessi tengsl. Huga þarf betur að ein­stak­ling­smið­uðu námi á öllum skóla­stigum í stað þess að láta eitt yfir alla ganga. OECD hefur sér­stak­lega gagn­rýnt að íslenskir háskólar ein­blíni frekar á skrán­ing­ar­fjölda nem­enda en getu og frammi­stöðu þeirra. Þarna erum við aug­ljós­lega á rangri leið.
  6. Styðjum betur við nema og barna­fólk á vinnu­mark­aði: Miklar breyt­ingar urðu til bóta á náms­lána­kerf­inu á síð­asta kjör­tíma­bili. Það breytir því þó ekki að hlut­fall háskóla­nema sem telja sig ekki hafa fjár­hags­lega getu til að stunda háskóla­nám án þess að vera í vinnu sam­hliða er eitt það hæsta í Evr­ópu. Stjórn­völd þurfa að efla blöndun náms­styrkja og náms­lána og tryggja að ungt fólk hafi aðgengi að hús­næði á við­ráð­an­legum kjörum þegar það fer út á vinnu­mark­að­inn. Þá þarf að hækka fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslur og treysta jafn­rétt­is­hlut­verk kerf­is­ins. Núver­andi þak á greiðslum kemur sér­stak­lega illa við sér­fræð­inga og dregur úr hvötum til þess að öll kynin nýti sér þennan rétt jafnt.
  7. Hug­vit er lausnin við lofts­lags­vánni: Lofts­lags­mál eru ein stærsta áskorun okkar tíma og þar geta aðilar vinnu­mark­að­ar­ins ekki látið sitt eftir liggja. Í bar­átt­unni við lofts­lags­vána felst ein­stakt tæki­færi til að byggja upp nýsköp­un­ar­hag­kerfi á hug­viti og mennt­un. Slíkt verk­efni þolir enga bið og verður að vera for­gangs­mál. 
  8. Höldum í tekju­teng­ing­una: Ýmsar efna­hags­að­gerðir sem gripið var til vegna heims­far­ald­urs voru skyn­sam­legar og skil­uðu góðum árangri. Tekju­teng­ing atvinnu­leys­is­bóta, að minnsta kosti fyrst um sinn eftir atvinnu­missi, er skyn­sam­leg og sann­gjörn og best væri að festa hana í sessi. Tryggja þarf rétt­indi sjálf­stætt starf­andi og ein­stak­linga með bland­aða tekju­öflun á vinnu­mark­aði  til fram­búð­ar. Fólk án atvinnu á að geta að sótt sér menntun og færni sam­hliða atvinnu­leit, án þess að það skerði bóta­rétt. 
  9. Látum samn­inga taka við af samn­ing­um: Það verður að bæta vinnu­brögð og sam­skipti á vinnu­mark­aði í kringum kjara­samn­inga. Ómark­viss vinnu­brögð sem ein­kenn­ast meðal ann­ars af töfum og hót­unum koma niður á lífs­gæðum okkar allra. Ég styð heils­hugar mark­mið og ádrepur rík­is­sátta­semj­ara um að vinnu­reglan eigi að vera sú að samn­ingar taki við af samn­ing­um. En við verðum að byrja  strax og vanda vel til verka. Und­ir­bún­ingur okkar hjá BHM fyrir næstu kjara­lotu er þegar haf­inn. Sam­talið þarf að hefj­ast sem fyrst. 

Stuðn­ing við margt af því sem hér er upp talið má finna í kosn­inga­lof­orðum flestra þeirra stjórn­mála­flokka hverra full­trúar voru kosnir á þing í gær. Það er rétt rúm­lega ár í að samn­ingar renni út á almenna mark­aðnum og eitt og hálft ár í að flestir samn­ingar BHM renni sitt skeið. Sátt á vinnu­mark­aði er grund­völlur stöð­ug­leika í íslensku sam­fé­lagi. Nú skora ég á næstu stjórn að efna þau lof­orð og eiga í skil­virku sam­starfi við heild­ar­sam­tök launa­fólks á næsta kjör­tíma­bili. Við erum til­búin – með sjálf­bærni, sann­girni og sam­vinnu sem leið­ar­ljós. 

Höf­undur er for­maður BHM.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar