Hvern á að kjósa?

Indriði H. Þorláksson gerir grein fyrir atkvæði sínu í alþingiskosningunum.

Auglýsing

Í grein í Kjarn­anum 10. ágúst sl., fyrir upp­haf eig­in­legrar kosn­inga­bar­áttu, spurði ég: Um hvað á að kjósa?. Gerði ég þar grein fyrir nokkrum meg­in­at­riðum sem ég vildi sjá í stefnu þeirra flokka sem til álita kæmu, stjórn­ar­skrár­málið og auð­lindir þjóð­ar­inn­ar, ábyrg rík­is­fjár­mála­stefna og skyn­sam­leg úrvinnsla COVID-19 vand­ans, við­spyrna við auð­söfnun og auð­ræði, sann­gjarnt og rétt­látt skatt­kerfi og skil­virk skatt­fram­kvæmd. Að sjálf­sögðu eru önnur mik­il­væg mál á borð­inu en val þess­ara rök­studdi ég þannig:

Ann­ars vegar eru þau grund­vall­ar­mál í þeim skiln­ingi að þau snú­ast ekki bara um fjár­mál heldur fyrst og fremst um jafn­rétti og sann­girni. Á meðan gæðum lands­ins er mis­skipt á milli borg­ara þess með vald­boði sem stríðir gegn rétt­læt­is­til­finn­ingu alls þorra lands­manna og á meðan byrðar af því að halda hér uppi sæmi­lega sið­uðu sam­fé­lagi eru lagðar á án nokk­urrar sann­girni næst ekki sú félags­lega sam­kennd og sam­staða sem þarf til að taka á öðrum krefj­andi verk­efnum og leysa þau.

Auglýsing
Hins vegar þarf einnig að hafa í huga að stór sam­fé­lags­verk­efni kosta mikið fé og krefj­ast fyr­ir­hyggju í fjár­mál­um. Það fé sem ein­stak­lingar og sam­fé­lagið allt hefur úr að spila, þ.e. afrakst­ur­inn af gæðum lands­ins, starfi lands­manna og eignum þeirra, er tak­mark­aður á hverjum tíma. Þessum gæðum þarf að ráð­stafa með ábyrgum hætti milli verk­efna ein­stak­linga og sam­fé­lags­verk­efna á grund­velli almanna­hags­muna. Til þess þarf umgjörð rík­is­fjár­mála að vera traust og gagnsæ og byggj­ast á raun­sæju mati á þörfum sam­fé­lags­ins og getu til að upp­fylla þær.

Í kosn­inga­bar­átt­unni hefur skýrst hvers má vænta af flokk­unum m.t.t. þess­ara mála og ann­arra mik­il­vægra mála. Auk skýrrar stefnu skiptir trú­verð­ug­leiki og traust miklu máli. Með til­liti til þess hef ég gert upp huga minn og ákveðið hvar atkvæð mitt lend­ir.

Ég tel Sam­fylk­ing­una hafa lagt fram stefnu í þessum málum og öðrum sem best fellur að hug­myndum mín­um. Jafn­framt teflir hún fram breiðri for­ystu fólks sem býr yfir reynslu, þekk­ingu og kunn­áttu og hefur í verkum sínum og mál­flutn­ingi verið fag­legt og mál­efna­legt. Ég treysti því til að fylgja stefnu sinni eftir og leita sam­starfs við aðra þá flokka sem hafa áþekka grund­vall­ar­sýn á það sem skiptir máli fyrir það sið­aða sam­fé­lag sem við viljum flest lifa í. Ég mun því kjósa Sam­fylk­ing­una.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar