Nýju föt keisarafjölskyldunnar

Frambjóðendur Vinstri grænna skrifa um ofneyslu Íslendinga á fatnaði og benda á að textíliðnaður er ábyrgur fyrir meiri losun gróðurhúsalofttegunda en millilandaflug og sjóflutningar samanlagt.

Hólmfríður Árnadóttir oddviti VG í Suðurkjördæmi og Una Hildardóttir, sem er í 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Hólmfríður Árnadóttir oddviti VG í Suðurkjördæmi og Una Hildardóttir, sem er í 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Auglýsing

Hver elskar ekki að klæð­ast fal­legri flík við minnsta til­efni? Hoppa á nýj­ustu tísku­bylgj­una eða reyna að koma nýrri af stað? Að gera góð kaup á útsölu eða safna fyrir flík sem lengi hefur verið á óska­list­an­um? Tísku­bylgjur virð­ast koma og fara á sama hraða og hita­bylgjur sum­ars­ins en síð­ast­liðin ár hafa orðið miklar breyt­ingar á lífs­tíma tísku­tíma­bila. Tíma­bilin verða sífellt styttri og fram­leið­endur aðlaga starf­semi sína að breyttum veru­leika. Þró­un­inni fylgir því miður aukin ofneysla sem við Íslend­ingar tökum svo sann­ar­lega þátt í, hver Íslend­ingur losar sig við a.m.t. 20 kg af textíl á ári, umtals­vert meira en meðal jarð­ar­búi.

Síð­ast­liðin ár hafa vin­sældir end­ur­notk­unar auk­ist hratt og við höfum séð jákvæða þróun þá sér­stak­lega er kemur að fatn­aði. Lengi voru fata­versl­anir Rauða kross­ins og Hjálp­ræð­is­hers­ins við­komu­staðir þeirra sem þurftu eða vildu kaupa ódýran, not­aðan fatnað en nýlega hafa fjöldi loppu­mark­aða opnað dyr sín­ar. Þar geta selj­endur leigt bása og selt föt eða aðra muni í anda hringrás­ar­hag­kerf­is­ins. Vin­sældir þeirra er fagn­að­ar­efni, við sjáum föt og aðrar vörur öðl­ast fram­halds­líf sem fjölgar þeim skiptum sem hver flík er not­uð. En hefur til­koma loppu­mark­aða ekki komið upp um okkur og neyslu­mynstrið sem Íslend­ingar hafa til­einkað sér?

Hvaðan koma öll þessi föt?

Básar á íslenskum loppu­mörk­uðum eru oftar en ekki upp­bók­aðir allan árs­ins hring, margir fullir af lítið eða ónot­uðum föt­um. Föt sem pössuðu ekki, voru ekki nógu klæði­leg eða jafn­vel dottin úr tísku áður en hægt var að nota þau. Hvar hefðu fötin endað ef ekki væri fyrir mark­aðs­torg­in? Eft­ir­spurnin eftir sölu­básum og fjöldi slíkra mark­aða gefur til kynna að neysla okkar er hvorki sjálf­bær né ábyrg. Það er til mik­ils að vinna og ávinn­ing­ur­inn getur verið umtals­verður eins og útreikn­ingar EFLU fyrir eig­endur Barna­lopp­unnar sýnir fram á. Frá stofnun Barna­lopp­unnar er talið að end­ur­sala hafi komið í veg fyrir losun 9.6 þús­und tonna af koltví­sýr­ings­gildum út í and­rúms­loftið sem sam­svarar útblæstri 42.500 bíla á ári. Sam­an­tektin setur neyslu okkar í sam­hengi við umhverf­is­á­hrif og minnir á þörf­ina fyrir ábyrg­ari neyt­endum og breyttu hegð­un­ar­mynstri.

Auglýsing

Áhrif á umhverfið

Textíl­iðn­aður er ábyrgur fyrir 8-10% af losun gróð­ur­húsa­lof­t­eg­unda í heim­in­um, losar rúm­lega 1,2 millj­arða tonna koltví­sýr­ings­gilda á ári, meira en allt milli­landa­flug og sjó­flutn­ingar sam­an­lagt. Áhersla stór­fyr­ir­tækja á lágt vöru­verð leiðir til sparn­aðar við meng­un­ar­varnir og launa­kostnað og er vinnu­að­staða bág­bor­in. Það bitnar helst á konum og börnum sem eru jafnan í meiri­hluta starfs­fólks við fram­leiðslu textíls. Margt jákvætt er þó að ger­ast í heimi textíl­fram­leiðslu þar sem hönn­uðir og fram­leið­endur horfa til þess að lág­marka vistsporið og bjóða upp á gæða­vör­ur, líf­rænt vott­aða fram­leiðslu eða sann­gjarna við­skipta­hætti (e. „fair tra­de“). Hönn­uðir tala um “línu­lausa nálg­un” eða “árs­tíða­lausa nálg­un” þar sem áhersla er lögð á vand­aðan og sígildan fatnað sem end­ist leng­ur.

Sann­fær­ing­ar­máttur klæð­sker­anna

Nokkrar alþjóð­legar fata­keðjur hafa sett sér stefnu­mót­andi áætl­anir um umhverf­is­vænni fram­leiðslu, draga úr ríkj­andi áherslu á örtísku­bylgjur (e. „fast fas­hion“), sem kynda undir stöðuga neyslu­þörf. Samt sem áður er erfitt að sanna sann­leiks­gildi slíkra lof­orða og skilja á milli græn­þvottar og raun­veru­legra breyt­inga. Á sam­fé­lags­miðlum styðja stór­fyr­ir­tæki við áhrifa­valda sem upp­hefja magn­kaup (e. “shopp­ing haul”) og smærri fyr­ir­tæki koma vörum sínum á kortið með skipu­lögðum örtísku­bylgj­um. Áherslan er sett á ofneyslu, föt selj­ast upp á met­tíma en litlu máli virð­ist skipta að fötin verði aðeins notuð einu sinni og dreifast síðan á loppu­mark­aði eða enda í land­fyll­ing­um.

Hvað getum við gert til að leggja okkar af mörk­um?

Ein af stærstu áskor­unum Íslands er kemur að bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ingar er ofneysla, kolefn­is­fót­spor íslenskra heim­ila er stærra en þekk­ist í nágranna­lönd­um. Á mánu­dag stað­festi skýrsla IPCC að dregið er of hægt úr óaft­ur­kræfum áhrifum á lofts­lag­ið, nýta þarf auð­lindir betur og við­halda verð­mætum þeirra eins lengi og hægt er. Öll þurfum við að leggja okkar af mörk­um, stjórn­völd, fyr­ir­tæki og ein­stak­ling­ar. Breytt neyslu­mynstur, meðal ann­ars á fatn­aði er mik­il­vægt í bar­átt­unni gegn ofneyslu. Ábyrg með­höndl­un, lengri notk­un, end­ur­nýt­ing, end­ur­vinnsla og end­ur­sala skipta máli. Við ákveðum hvar og hvenær við kaupum fatn­að. Þá er gott að hafa í huga vist­spor og gæði vör­unn­ar, nota­gildi og að í hvert skipti sem við kaupum not­aða vöru í stað nýrrar drögum við úr fram­leiðslu­þörf. Nýtum auð­lindir jarð­ar­innar betur og ábyrgj­umst eigin neyslu. Þrýstum á stór­fyr­ir­tæki að fylgja eigin áætl­unum og setjum þeim hærri kröf­ur.

Höf­undar eru fram­bjóð­endur Vinstri grænna til kom­andi alþing­is­kosn­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar