Nýkratismi

Úlfar Þormóðsson skrifar um skoðun þingkonu Samfylkingarinnar á sölunni á Mílu.

Auglýsing

Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­innar með naum­ind­um, fór mik­inn í Rík­is­út­varp­in­u í morg­un, svo mik­inn að hún náð líka að koma hneykslan sinn­i á fram­færi í fjöl­mörgum net­miðlum fyrir hádegi (15.11.´21). Það sem vakti ofboð hennar er sala á Mílu og sof­anda­háttur rík­is­stjórn­ar­innar (þó hún noti ekki beint það orða­lag) vegna þess.

En ríkið á ekki Mílu. Því mið­ur. Það seldi Sím­ann með Mílu í hendur íslenskra fjár­mála­manna árið 2005, ef rétt er mun­að. Nú vilja pen­inga­menn­irnir selja fyr­ir­tæki sitt, Mílu. En það er eng­inn íslenskur nógu vilj­ugur til þess að borga það fullu verði. Það mun því lenda í höndum útlend­inga. 

Og er það endi­lega vont? Eru útlend­ingar verri fyr­ir­tækja­eig­endur en Íslend­ing­ar? Ef svo er, í hverju liggur mun­ur­inn? Eru útlend­ing­arnir ófús­ari að fara að lögum en íslenskir karlar og kerl­ing­ar?Eru þeir svik­ulli og ó­heið­ar­legri, útlend­ing­arn­ir, en landar okkar Odd­nýjar?

Það má full­yrða að Odd­nýju þykir útlend­ingar ekki endi­lega vondir og svikul­ir. Hún er full­trúi krata í Norð­ur­landa­ráð­i. ­Sjálf­vilj­ug. Hún treystir útlend­ingum til dæmis fyrir „vörnum" Íslands. Hún treystir Nato, sem er heill hópur af erlend­um ­þjóð­um. Hún treystir útlend­ing­um!

Og hvað er þá að?Jú, Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður jafn­að­ar­manna seg­ir þetta í morgun um söl­una á Mílu (15.11.´21) á visi.is:

Auglýsing
Aðspurð hvort að hún ótt­ist að Rússar eða Kín­verjar liggi að baki kaup­unum segir Oddný mik­il­vægt að vita hverjir séu í eig­enda­hópn­um. „Það þarf að tryggja það að það ger­ist ekki og það skiptir máli fyrir sjálf­stæði okkar og varnir hvort að það eru ein­hver ríki sem tengj­ast beint eða óbeint þeim eig­endum sem eiga þennan sjóð, þannig að þetta er bara svona stórt mál.“

Út er komin bók­in Þjóð­ar­á­varp­ið eftir dr. Eirík Berg­mann. Þar er margt sag­t og skýrt um þjóð­ern­is­stefnu og popúl­isma. Eftir lestur bók­ar­innar skulu þetta verða loka­orð þessa pistils. Þjóð­ern­ispopúl­ismi er afar var­huga­verð­ur­- ismi og get­ur, og hef­ur, leitt fólk og þjóð­ir af­vega, langt frá öllu lýð­ræði. Það væri baga­legt fyrir íslenskt sam­fé­lag ef þing­menn jafn­að­ar­manna ætla að taka upp orð­ræðu þjóð­ern­ispopúlista líkt og Oddný ger­ir, talanda sem ein­kennt hefur for­ystu­menn þessa -isma í árhund­ruð, og hver sá þekkir sem eitt­hvað hefur gluggað í mann­kyns­sögu.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Eft­ir­skrift bætt við kl: 6:30 þriðju­dag­inn 16. nóv­em­ber.

Það hringdi í mig maður og sagði mér hvernig hann hafði skilið grein­ar­korn­ið hér að ofan. Það var allt annar skiln­ingur en ég lagði í hana, Honum skild­ist að það væri vilji minn að útlend­ingar eign­uð­ust Mílu.

Ég las grein­ina aft­ur, hlýt að ­taka mark á ábend­ing­um, og skýri því mál mitt bet­ur:

„... ­ríkið á ekki Mílu. Því mið­­ur." 

Þetta seg­ir í grein­inni og aug­ljós­lega ekki nógu skýrt kveðið að. Því miður merkir hvort tveggja að ég var and­vígur söl­unni á Sím­anum á sínum tíma og harma hana enn í dag.

Þetta segir líka í grein­inn­i. 

„Nú vilja pen­inga­­menn­irnir selja fyr­ir­tæki sitt, Mílu. En það er eng­inn íslenskur nógu vilj­ugur til þess að borga það fullu verði."  

Þetta er ekki heldur nógu skýrt, sagði mað­ur­inn í sím­ann. 

Því bæti ég hér við því, sem ég í ein­feldni minni hélt að  ­fælist í skráðum orð­um, eng­inn íslenskur nógu vilj­ugur: Ríkið er hér­ ekki und­an­skilið og skiftir engu þótt sjálfum finn­ist mér að hið opin­bera ætti yfir­taka Mílu og eiga hana til fram­búð­ar. En vegna þess að það gerir það ekki lend­ir það í höndum útlend­inga. 

Og þar er komið að popúl­íska tón­inum í vaðli þing­kon­unnar og ástæðu grein­ar­skrif­anna: 

Henni er ekki sama hverrar þjóðar sá er sem kaupir fyr­ir­tæk­ið. Hann má hvorki vera rúss­nesku né kín­versk­ur. 

Það er þetta ­sem er hættu­leg­t ­mann­líf­inu, sortér­ing­in, hvort sem hún fer eftir húð­lit, trú­ar­brögðum eða upp­runa. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar