Lífsreynslusaga: Saxað á eignasafn Ergo fjármögnunarþjónustu

Ólafur Arnalds skrifar um tjaldvagninn trygga sem þau hjónin fjárfestu í fyrir mörgum árum en reyndist ekki eign þeirra þegar upp var staðið.

Auglýsing

Snemm­sum­ars 2007 gáf­umst við hjónin upp á að sofa á jörð­inni í tjaldi – fórum í búð og keyptum okkur tjald­vagn. Tókum smá lán fyrir hluta kaup­verðs­ins til þriggja mán­aða eða svo – sem greitt var upp með fullum skilum á réttum tíma.

Í mörg sumur elti þessi tjald­vagn jepp­ann okkar stað­fast­lega um fjöll og firn­indi, jafnt yfir jök­ulár sem eyðisanda og bjó okkur skjól um næt­ur. Tjald­vagn­inn var sam­visku­sam­lega tal­inn fram með öðrum jarð­neskum eigum okkar á skatta­skýrsl­um, jafn­vel af nokkru stolti; örlít­ill vottur af eignum á móti öllum skuld­unum sem skap­ast af því að reyna að eign­ast hús­næði og mennta sig drjúgan hluta ævinn­ar.

Tjald­vagna ber að færa reglu­lega til skoð­unar þegar ald­ur­inn fær­ist yfir. Notkun þessa til­tekna eðal­vagns hefur þó verið lítil síð­ustu 5 árin, því ennþá nota­legri græja hefur fengið þann sess að vera svefn­staður okkar hjóna á ferða­lög­um. Því gleymd­ist það algjör­lega að fara með tjald­vagn­inn góða í skoðun að þessu sinni. En við búum við afskap­lega full­komið eft­ir­lits­kerfi í þessu landi og svona trassa­skapur er alls ekki lið­inn. Sýslu­mað­ur­inn á Ísa­firði birt­ist vaskur á vett­vangi í formi bréfs þar sem ég var bæði áminntur og sektaður – með til­vísan í lög, reglu­gerðir og reglu­gerða­kafla.

Auglýsing

Í bréf­inu gat þess þó að ég væri alls ekki eig­andi míns kæra tjald­vagns sem mér þótti í meira lagi furðu­legt svo vægt sé til orða tek­ið. Enda stoltur talið hann sem mína eign til skatts í 14 ár og bund­ist honum ákveðnum til­finn­inga­bönd­um. Fékk að vísu þann heiður að telj­ast „um­ráða­maður öku­tæk­is“. Í bréfi sýslu­manns var ein­hver Ergo skráður eig­andi, sem ég kann­ast barasta ekk­ert við – það er eng­inn Ergo í minni fjöl­skyldu eða vina­hópi. „Ergo“ er raunar lat­ína og merkir „þar af leið­andi“ eða eitt­hvað svo­leiðis – en það er önnur saga.

Nú var strax hringt í sýslu­mann sem gaf sig ekki með þetta og sagði mér að hringja í Ergo sjálfan, sem ku víst vera fjár­mögn­un­ar­þjón­usta. Það gerði ég sam­stund­is, nokkuð ör í lundu. Og viti menn, Ergo taldi sig eiga grip­inn. Ég mald­aði í móinn, ákveð­inn en sæmi­lega stilltur í tali, og taldi amboðið mína eigu og sagð­ist ekki skulda neinum neitt og síst af öllu lán fyrir þessum tjald­vagni. Svörin sem nú feng­ust gætu hafa komið beint úr skets í Spaug­stof­unni sál­ugu. Víst var það rétt að ég hafi greitt upp lánið fyrir 14 árum, en mér hafi láðst að greiða um 2000 krón­ur, og jú ég var víst ekki rukk­aður um þær, en hefði þó átt að greiða þær til að færa grip­inn á mitt nafn með lög­form­legum hætti. Um þetta væri raunar getið í smáa­letri í samn­ingi sem gerður var þarna fyrir 14 árum síð­an. Allt mér að kenna, eins og vana­lega. Þessi „mi­s­tök“ komu þá því aðeins í ljós að það gleymd­ist að færa vagn­inn til skoð­un­ar. En þessu væri hægt að kippa í lið­inn ef ég greiddi 2830 krónur núna.

Það virð­ist vera Ergo um megn að tryggja hag þessa ves­al­inga sem þurfa að leita hjá honum ásjár með smá lán – og sér­stak­lega kann það að vera bratt fyrir fyr­ir­tækið ef kúnn­inn er skil­vís og greiðir upp lán­ið. Svo er alltaf gott að eiga svona fínan tjald­vagn í eigna­safn­inu – alla­vega hefur mér fund­ist það. Mér kom helst í hug að skilja tjald­vagn­inn eftir í hlað­inu hjá Ergo og klára málið þannig – enda er verð­mætið kannski lítið eftir allt volkið sem þessi vagn hafði þurft að ganga í gegn­um. En til­finn­inga­gildið hafði yfir­hönd­ina svo ég reiddi fram upp­sett verð og varð loks­ins nú – eftir 14 ára notkun – hinn sanni eig­andi tjald­vagns­ins. Þetta voru vita­skuld ákveðin tíma­mót sem var fagnað með við­eig­andi hætti.

Ég vona bara að gjörn­ing­ur­inn hafi ekki mikið tjón í för með sér fyrir Ergo og eigna­safnið hans, en ergo, ég velti því fyrir mér hvort það sé mikið af svona eignum í því safni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar