Lífsreynslusaga: Saxað á eignasafn Ergo fjármögnunarþjónustu

Ólafur Arnalds skrifar um tjaldvagninn trygga sem þau hjónin fjárfestu í fyrir mörgum árum en reyndist ekki eign þeirra þegar upp var staðið.

Auglýsing

Snemm­sum­ars 2007 gáf­umst við hjónin upp á að sofa á jörð­inni í tjaldi – fórum í búð og keyptum okkur tjald­vagn. Tókum smá lán fyrir hluta kaup­verðs­ins til þriggja mán­aða eða svo – sem greitt var upp með fullum skilum á réttum tíma.

Í mörg sumur elti þessi tjald­vagn jepp­ann okkar stað­fast­lega um fjöll og firn­indi, jafnt yfir jök­ulár sem eyðisanda og bjó okkur skjól um næt­ur. Tjald­vagn­inn var sam­visku­sam­lega tal­inn fram með öðrum jarð­neskum eigum okkar á skatta­skýrsl­um, jafn­vel af nokkru stolti; örlít­ill vottur af eignum á móti öllum skuld­unum sem skap­ast af því að reyna að eign­ast hús­næði og mennta sig drjúgan hluta ævinn­ar.

Tjald­vagna ber að færa reglu­lega til skoð­unar þegar ald­ur­inn fær­ist yfir. Notkun þessa til­tekna eðal­vagns hefur þó verið lítil síð­ustu 5 árin, því ennþá nota­legri græja hefur fengið þann sess að vera svefn­staður okkar hjóna á ferða­lög­um. Því gleymd­ist það algjör­lega að fara með tjald­vagn­inn góða í skoðun að þessu sinni. En við búum við afskap­lega full­komið eft­ir­lits­kerfi í þessu landi og svona trassa­skapur er alls ekki lið­inn. Sýslu­mað­ur­inn á Ísa­firði birt­ist vaskur á vett­vangi í formi bréfs þar sem ég var bæði áminntur og sektaður – með til­vísan í lög, reglu­gerðir og reglu­gerða­kafla.

Auglýsing

Í bréf­inu gat þess þó að ég væri alls ekki eig­andi míns kæra tjald­vagns sem mér þótti í meira lagi furðu­legt svo vægt sé til orða tek­ið. Enda stoltur talið hann sem mína eign til skatts í 14 ár og bund­ist honum ákveðnum til­finn­inga­bönd­um. Fékk að vísu þann heiður að telj­ast „um­ráða­maður öku­tæk­is“. Í bréfi sýslu­manns var ein­hver Ergo skráður eig­andi, sem ég kann­ast barasta ekk­ert við – það er eng­inn Ergo í minni fjöl­skyldu eða vina­hópi. „Ergo“ er raunar lat­ína og merkir „þar af leið­andi“ eða eitt­hvað svo­leiðis – en það er önnur saga.

Nú var strax hringt í sýslu­mann sem gaf sig ekki með þetta og sagði mér að hringja í Ergo sjálfan, sem ku víst vera fjár­mögn­un­ar­þjón­usta. Það gerði ég sam­stund­is, nokkuð ör í lundu. Og viti menn, Ergo taldi sig eiga grip­inn. Ég mald­aði í móinn, ákveð­inn en sæmi­lega stilltur í tali, og taldi amboðið mína eigu og sagð­ist ekki skulda neinum neitt og síst af öllu lán fyrir þessum tjald­vagni. Svörin sem nú feng­ust gætu hafa komið beint úr skets í Spaug­stof­unni sál­ugu. Víst var það rétt að ég hafi greitt upp lánið fyrir 14 árum, en mér hafi láðst að greiða um 2000 krón­ur, og jú ég var víst ekki rukk­aður um þær, en hefði þó átt að greiða þær til að færa grip­inn á mitt nafn með lög­form­legum hætti. Um þetta væri raunar getið í smáa­letri í samn­ingi sem gerður var þarna fyrir 14 árum síð­an. Allt mér að kenna, eins og vana­lega. Þessi „mi­s­tök“ komu þá því aðeins í ljós að það gleymd­ist að færa vagn­inn til skoð­un­ar. En þessu væri hægt að kippa í lið­inn ef ég greiddi 2830 krónur núna.

Það virð­ist vera Ergo um megn að tryggja hag þessa ves­al­inga sem þurfa að leita hjá honum ásjár með smá lán – og sér­stak­lega kann það að vera bratt fyrir fyr­ir­tækið ef kúnn­inn er skil­vís og greiðir upp lán­ið. Svo er alltaf gott að eiga svona fínan tjald­vagn í eigna­safn­inu – alla­vega hefur mér fund­ist það. Mér kom helst í hug að skilja tjald­vagn­inn eftir í hlað­inu hjá Ergo og klára málið þannig – enda er verð­mætið kannski lítið eftir allt volkið sem þessi vagn hafði þurft að ganga í gegn­um. En til­finn­inga­gildið hafði yfir­hönd­ina svo ég reiddi fram upp­sett verð og varð loks­ins nú – eftir 14 ára notkun – hinn sanni eig­andi tjald­vagns­ins. Þetta voru vita­skuld ákveðin tíma­mót sem var fagnað með við­eig­andi hætti.

Ég vona bara að gjörn­ing­ur­inn hafi ekki mikið tjón í för með sér fyrir Ergo og eigna­safnið hans, en ergo, ég velti því fyrir mér hvort það sé mikið af svona eignum í því safni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar