Nýkratismi

Úlfar Þormóðsson skrifar um skoðun þingkonu Samfylkingarinnar á sölunni á Mílu.

Auglýsing

Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­innar með naum­ind­um, fór mik­inn í Rík­is­út­varp­in­u í morg­un, svo mik­inn að hún náð líka að koma hneykslan sinn­i á fram­færi í fjöl­mörgum net­miðlum fyrir hádegi (15.11.´21). Það sem vakti ofboð hennar er sala á Mílu og sof­anda­háttur rík­is­stjórn­ar­innar (þó hún noti ekki beint það orða­lag) vegna þess.

En ríkið á ekki Mílu. Því mið­ur. Það seldi Sím­ann með Mílu í hendur íslenskra fjár­mála­manna árið 2005, ef rétt er mun­að. Nú vilja pen­inga­menn­irnir selja fyr­ir­tæki sitt, Mílu. En það er eng­inn íslenskur nógu vilj­ugur til þess að borga það fullu verði. Það mun því lenda í höndum útlend­inga. 

Og er það endi­lega vont? Eru útlend­ingar verri fyr­ir­tækja­eig­endur en Íslend­ing­ar? Ef svo er, í hverju liggur mun­ur­inn? Eru útlend­ing­arnir ófús­ari að fara að lögum en íslenskir karlar og kerl­ing­ar?Eru þeir svik­ulli og ó­heið­ar­legri, útlend­ing­arn­ir, en landar okkar Odd­nýjar?

Það má full­yrða að Odd­nýju þykir útlend­ingar ekki endi­lega vondir og svikul­ir. Hún er full­trúi krata í Norð­ur­landa­ráð­i. ­Sjálf­vilj­ug. Hún treystir útlend­ingum til dæmis fyrir „vörnum" Íslands. Hún treystir Nato, sem er heill hópur af erlend­um ­þjóð­um. Hún treystir útlend­ing­um!

Og hvað er þá að?Jú, Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður jafn­að­ar­manna seg­ir þetta í morgun um söl­una á Mílu (15.11.´21) á visi.is:

Auglýsing
Aðspurð hvort að hún ótt­ist að Rússar eða Kín­verjar liggi að baki kaup­unum segir Oddný mik­il­vægt að vita hverjir séu í eig­enda­hópn­um. „Það þarf að tryggja það að það ger­ist ekki og það skiptir máli fyrir sjálf­stæði okkar og varnir hvort að það eru ein­hver ríki sem tengj­ast beint eða óbeint þeim eig­endum sem eiga þennan sjóð, þannig að þetta er bara svona stórt mál.“

Út er komin bók­in Þjóð­ar­á­varp­ið eftir dr. Eirík Berg­mann. Þar er margt sag­t og skýrt um þjóð­ern­is­stefnu og popúl­isma. Eftir lestur bók­ar­innar skulu þetta verða loka­orð þessa pistils. Þjóð­ern­ispopúl­ismi er afar var­huga­verð­ur­- ismi og get­ur, og hef­ur, leitt fólk og þjóð­ir af­vega, langt frá öllu lýð­ræði. Það væri baga­legt fyrir íslenskt sam­fé­lag ef þing­menn jafn­að­ar­manna ætla að taka upp orð­ræðu þjóð­ern­ispopúlista líkt og Oddný ger­ir, talanda sem ein­kennt hefur for­ystu­menn þessa -isma í árhund­ruð, og hver sá þekkir sem eitt­hvað hefur gluggað í mann­kyns­sögu.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Eft­ir­skrift bætt við kl: 6:30 þriðju­dag­inn 16. nóv­em­ber.

Það hringdi í mig maður og sagði mér hvernig hann hafði skilið grein­ar­korn­ið hér að ofan. Það var allt annar skiln­ingur en ég lagði í hana, Honum skild­ist að það væri vilji minn að útlend­ingar eign­uð­ust Mílu.

Ég las grein­ina aft­ur, hlýt að ­taka mark á ábend­ing­um, og skýri því mál mitt bet­ur:

„... ­ríkið á ekki Mílu. Því mið­­ur." 

Þetta seg­ir í grein­inni og aug­ljós­lega ekki nógu skýrt kveðið að. Því miður merkir hvort tveggja að ég var and­vígur söl­unni á Sím­anum á sínum tíma og harma hana enn í dag.

Þetta segir líka í grein­inn­i. 

„Nú vilja pen­inga­­menn­irnir selja fyr­ir­tæki sitt, Mílu. En það er eng­inn íslenskur nógu vilj­ugur til þess að borga það fullu verði."  

Þetta er ekki heldur nógu skýrt, sagði mað­ur­inn í sím­ann. 

Því bæti ég hér við því, sem ég í ein­feldni minni hélt að  ­fælist í skráðum orð­um, eng­inn íslenskur nógu vilj­ugur: Ríkið er hér­ ekki und­an­skilið og skiftir engu þótt sjálfum finn­ist mér að hið opin­bera ætti yfir­taka Mílu og eiga hana til fram­búð­ar. En vegna þess að það gerir það ekki lend­ir það í höndum útlend­inga. 

Og þar er komið að popúl­íska tón­inum í vaðli þing­kon­unnar og ástæðu grein­ar­skrif­anna: 

Henni er ekki sama hverrar þjóðar sá er sem kaupir fyr­ir­tæk­ið. Hann má hvorki vera rúss­nesku né kín­versk­ur. 

Það er þetta ­sem er hættu­leg­t ­mann­líf­inu, sortér­ing­in, hvort sem hún fer eftir húð­lit, trú­ar­brögðum eða upp­runa. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar