Nýkratismi

Úlfar Þormóðsson skrifar um skoðun þingkonu Samfylkingarinnar á sölunni á Mílu.

Auglýsing

Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­innar með naum­ind­um, fór mik­inn í Rík­is­út­varp­in­u í morg­un, svo mik­inn að hún náð líka að koma hneykslan sinn­i á fram­færi í fjöl­mörgum net­miðlum fyrir hádegi (15.11.´21). Það sem vakti ofboð hennar er sala á Mílu og sof­anda­háttur rík­is­stjórn­ar­innar (þó hún noti ekki beint það orða­lag) vegna þess.

En ríkið á ekki Mílu. Því mið­ur. Það seldi Sím­ann með Mílu í hendur íslenskra fjár­mála­manna árið 2005, ef rétt er mun­að. Nú vilja pen­inga­menn­irnir selja fyr­ir­tæki sitt, Mílu. En það er eng­inn íslenskur nógu vilj­ugur til þess að borga það fullu verði. Það mun því lenda í höndum útlend­inga. 

Og er það endi­lega vont? Eru útlend­ingar verri fyr­ir­tækja­eig­endur en Íslend­ing­ar? Ef svo er, í hverju liggur mun­ur­inn? Eru útlend­ing­arnir ófús­ari að fara að lögum en íslenskir karlar og kerl­ing­ar?Eru þeir svik­ulli og ó­heið­ar­legri, útlend­ing­arn­ir, en landar okkar Odd­nýjar?

Það má full­yrða að Odd­nýju þykir útlend­ingar ekki endi­lega vondir og svikul­ir. Hún er full­trúi krata í Norð­ur­landa­ráð­i. ­Sjálf­vilj­ug. Hún treystir útlend­ingum til dæmis fyrir „vörnum" Íslands. Hún treystir Nato, sem er heill hópur af erlend­um ­þjóð­um. Hún treystir útlend­ing­um!

Og hvað er þá að?Jú, Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður jafn­að­ar­manna seg­ir þetta í morgun um söl­una á Mílu (15.11.´21) á visi.is:

Auglýsing
Aðspurð hvort að hún ótt­ist að Rússar eða Kín­verjar liggi að baki kaup­unum segir Oddný mik­il­vægt að vita hverjir séu í eig­enda­hópn­um. „Það þarf að tryggja það að það ger­ist ekki og það skiptir máli fyrir sjálf­stæði okkar og varnir hvort að það eru ein­hver ríki sem tengj­ast beint eða óbeint þeim eig­endum sem eiga þennan sjóð, þannig að þetta er bara svona stórt mál.“

Út er komin bók­in Þjóð­ar­á­varp­ið eftir dr. Eirík Berg­mann. Þar er margt sag­t og skýrt um þjóð­ern­is­stefnu og popúl­isma. Eftir lestur bók­ar­innar skulu þetta verða loka­orð þessa pistils. Þjóð­ern­ispopúl­ismi er afar var­huga­verð­ur­- ismi og get­ur, og hef­ur, leitt fólk og þjóð­ir af­vega, langt frá öllu lýð­ræði. Það væri baga­legt fyrir íslenskt sam­fé­lag ef þing­menn jafn­að­ar­manna ætla að taka upp orð­ræðu þjóð­ern­ispopúlista líkt og Oddný ger­ir, talanda sem ein­kennt hefur for­ystu­menn þessa -isma í árhund­ruð, og hver sá þekkir sem eitt­hvað hefur gluggað í mann­kyns­sögu.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Eft­ir­skrift bætt við kl: 6:30 þriðju­dag­inn 16. nóv­em­ber.

Það hringdi í mig maður og sagði mér hvernig hann hafði skilið grein­ar­korn­ið hér að ofan. Það var allt annar skiln­ingur en ég lagði í hana, Honum skild­ist að það væri vilji minn að útlend­ingar eign­uð­ust Mílu.

Ég las grein­ina aft­ur, hlýt að ­taka mark á ábend­ing­um, og skýri því mál mitt bet­ur:

„... ­ríkið á ekki Mílu. Því mið­­ur." 

Þetta seg­ir í grein­inni og aug­ljós­lega ekki nógu skýrt kveðið að. Því miður merkir hvort tveggja að ég var and­vígur söl­unni á Sím­anum á sínum tíma og harma hana enn í dag.

Þetta segir líka í grein­inn­i. 

„Nú vilja pen­inga­­menn­irnir selja fyr­ir­tæki sitt, Mílu. En það er eng­inn íslenskur nógu vilj­ugur til þess að borga það fullu verði."  

Þetta er ekki heldur nógu skýrt, sagði mað­ur­inn í sím­ann. 

Því bæti ég hér við því, sem ég í ein­feldni minni hélt að  ­fælist í skráðum orð­um, eng­inn íslenskur nógu vilj­ugur: Ríkið er hér­ ekki und­an­skilið og skiftir engu þótt sjálfum finn­ist mér að hið opin­bera ætti yfir­taka Mílu og eiga hana til fram­búð­ar. En vegna þess að það gerir það ekki lend­ir það í höndum útlend­inga. 

Og þar er komið að popúl­íska tón­inum í vaðli þing­kon­unnar og ástæðu grein­ar­skrif­anna: 

Henni er ekki sama hverrar þjóðar sá er sem kaupir fyr­ir­tæk­ið. Hann má hvorki vera rúss­nesku né kín­versk­ur. 

Það er þetta ­sem er hættu­leg­t ­mann­líf­inu, sortér­ing­in, hvort sem hún fer eftir húð­lit, trú­ar­brögðum eða upp­runa. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar