Nýr þjóðhátíðardagur

Jón Ólafur Ísberg vill að sumardagurinn fyrsti verði gerður að nýjum þjóðhátíðardegi Íslendinga.

Auglýsing

Í dag er full­veld­is­dag­ur­inn 1. des. Í ára­tugi var þessi dagur hátíð­is­dagur og því fagnað að þennan dag árið 1918 varð Ísland full­valda í flestum sínum málum og gat ákveðið að taka fulla stjórn á öllum sínum málum að ákveðnum árum liðn­um. Að 25 árum liðnum (raunar einu ári bet­ur), eins og kveðið var á um í samn­ingum frá 1918, var haldin þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um það hvort Íslend­ingar vildu slíta öllu sam­bandi við Dan­mörk og ger­ast sjálf­stætt lýð­veldi. Það var sam­þykkt með rúss­neskri kosn­ingu og fullu sjálf­stæði lýst yfir á Þing­völlum 17. júní 1944. Árið 1945 var því lýst yfir af hálfu for­sæt­is­ráð­herra að 17. júní væri þjóð­há­tíð­ar­dagur Íslend­inga en slíkt var ekki fært í lög fyrr en 1971.

Íslend­ingar hafa þannig tvo þjóð­há­tíð­ar­daga, 1. des. og 17. júní en á síð­ustu árum hefur 1. des. alveg fallið í skugg­ann og telst ekki lengur merk­is­dagur í þjóð­ar­sög­unni. Haldið var upp á 1. des. með ýmsum hætti um allt land þótt stúd­entar við Háskóla Íslands væru þar fremstir í flokki enda áttu þeir eftir að erfa auð­æfin og emb­ættin þegar þeir lykju prófi. Eftir lýð­veld­is­stofn­un­ina var haldið áfram að halda upp á 1. des enda þótti hann hinn rétti full­veld­is­dagur og Rík­is­út­varpið gerði hátíð­ar­höldum stúd­enta alltaf góð skil. Skömmu fyrir 1970 náðu vinstri­s­inn­aðir stúd­entar meiri­hluta í Stúd­enta­ráði og not­uðu að sjálf­sögðu 1. des. til að mót­mæla stríð­inu í Víetnam, íslenskri spill­ingu, alþjóð­legu auð­valdi og öllu því sem vont var í heim­in­um, eða þannig! Þetta féll, væg­ast sagt, í mjög ófrjóan jarð­veg hjá íslensku stjórn­málafor­yst­unni sem var vön því að heyra stúd­enta dásama íslenska lýð­veldið og tala illa um Dani, og stundum Breta, en aldrei Banda­ríkja­menn sem héldu hér úti her­stöð með til­heyr­andi tekjum fyrir valda aðila í sam­fé­lag­inu. Þessi áherslu­breyt­ing í hátíða­höldum stúd­enta var ein helsta ástæða þess að 17. júní var lög­festur árið 1971 sem frí­dagur og áhersla stjórn­valda færð­ist frá 1. des. til 17. júní. Vægi 1. des. fjar­aði út á næstu tveimur ára­tugum og stúd­entar sáu sig ekki sem ein­hverja tals­menn full­veld­is­dags. Til að drepa dag­inn end­an­lega var ann­ar­kerfi Háskól­ans breytt á þann vega að próf voru haldin í des­em­ber, í stað jan­úar áður, og þá þurftu stúd­entar að lesa undir próf og máttu ekk­ert að vera að und­ir­búa ein­hvern þjóð­frels­is­fögnuð í miðjum prófa­lestri.

Auglýsing
Fæðingardagur Jóns Sig­urðs­son­ar, 17. júní, hefur lengi verið fram­má­mönnum í íslensku sam­fé­lagi hug­leik­inn enda var lítið á Jón sem sér­staka frels­is­hetju. Árið 1907 var hald­inn almennur þjóð­minn­ing­ar­dagur þann dag og var víða flaggað hinum blá­hvíta fána. Háskóli Íslands var stofn­aður form­lega 17. júní 1911  og þá var blásið til mik­illa hátíð­ar­halda í til­efni af ald­ar­af­mæli frels­is­hetj­unn­ar. 

Fyrst eftir lýð­veld­is­tök­una var kannski meira verið að halda uppi á afmæli lýð­veld­is­ins en afmæli Jóns þó skuggi hans hafi aldrei verið langt und­an. Til þess að nota Jón Sig­urðs­son þarf að gera úr honum mik­il­menni sem hentar lýð­veld­is­sög­unni. Ítar­lega leit þarf hins vegar að gera í skrifum stjórn­mála­manns­ins Jóns Sig­urðs­sonar til þess að finna hugs­an­lega kröfu hans um full­veldi til handa landi og þjóð, hvað þá sjálf­stæði, frá Danska kon­ungs­rík­inu. Stjórn­mála­hug­myndir hans snú­ast um meiri sjálf­stjórn til handa ráð­andi öfl­um, þ.e. þessum ca. 5% karla­mann á miðjum aldri sem höfðu kosn­inga­rétt. Það má segja að hann verið í fram­varð­ar­sveit íslensku þjóð­ar­innar á þessum tíma enda vel les­inn og rit­fær, en hann var engin sjálf­stæð­is­hetja ef nútíma­mæli­kvarði er lagður á verk hans og hug­mynd­ir. Í inn­an­lands­málum var hann yfir­leitt í and­stöðu við ráð­andi öfl en Jón vildi frelsi á flestum sviðum á meðan dur­g­arnir vildu meiri völd til að koma í veg fyrir frelsi ein­stak­linga. Þá er athygl­is­vert að skoða tengsl Jóns og æðri mennt­unar en Jón lauk aldrei neinu prófi frá háskóla og skrif­aði engin lærð vís­inda­rit þótt hann hafi safnað gögnum og gefið út. 

Skoð­anir Jóns og verk hans þola illa póli­tíska rétt­hugsun úr ýmsum áttum og þess vegna hefur orðið til þegj­andi sam­komu­lag um að gera úr honum goð­sögn sem fræði­mann og frels­is­hetju, og vei þeim sem véfengir það! Stjórn­mála­menn úr öllum flokkum geta alltaf vitnað til hans og þannig verður 17. júní að karl­in­um, stjórn­mála­mann­inum og fræði­mann­inum sem stjórn­mála­menn nútím­ans geta sam­samað sig við. Er það eitt­hvað sem höfðar til okkar allra?

17. júní í dag er í föstum skorðum og fáum til yndis nema stjórn­mála­mönn­um, sölu­mönnum og ungum börnum sem fá mikið af nammi og kom­ast jafn­vel í ein­hver leik­tæki. Stjórn­mála­menn halda ræð­ur, skátar halda á fánum og lúðra­sveitir blása ætt­jarð­ar­lög í lúðra en almenn­ingur tengir lít­ið. Það sem almenn­ingur tengir við eru gas­blöðr­ur, leik­tæki og sægæti, og hugs­an­lega áfengi þegar fer að líða á dag­inn. Yfir­leitt er þó hægt að hafa gaman af, sbr. text­ann í lag­inu 17. júní (Hæ, hó, jibbí jei). Öllu vinn­andi fólki er dag­ur­inn kær­kom­inn frí­dag­ur, annað er dag­ur­inn ekki. Vafa­lítið hefur 17. júní verið mik­ill hátíð­is­dagur á fyrstu ára­tugum lýð­veld­is­ins og fyllt unga sem aldna stolti yfir hinu unga lýð­veldi en þess sjást engin merki hjá almenn­ingi í dag. Það eru fáir að fagna sjálf­stæði lands­ins eða ein­hverri arf­leifð Jóns Sig­urðs­son, ef hún er þá til stað­ar, á 17. júní. Þjóð­há­tíð­ar­dag­ur­inn okkar höfðar ekki til almenn­ings, eins og hann gerir í sumum öðrum lönd­um, t.d. Nor­egi og Banda­ríkj­un­um, vegna þess að inn­tak hans er ekki fólkið í land­inu heldur fólkið (flokk­arn­ir) sem stjórnar land­in­u. 

Á hinn bóg­inn er full­veld­is­dag­ur­inn 1. des hvorki flokkspóli­tískur (þó hann sé að vissu leyti póli­tískur) né bundin við til­tek­inn ein­stak­ling. Því hefur oft verið haldið fram að það sé erfitt að halda upp á 1. des. vegna þess að þá sé oft kalt og vont veður og þess vegna sé betra að hafa 17. júní. Þá er að sjálf­sögðu miðað við að hátíð­ar­höldin 1. des. yrðu eins og þau eru núna á 17. júní. Auð­vitað er hægt að halda upp á full­veldi eða sjálf­stæði hvenær sem er og hvar sem ef áhugi er fyrir hendi en ef veð­ur­far hefur úrslita­á­hrif á það hvaða dag  heil þjóð fagnar full­veldi eða sjálf­stæði þá ristir sú til­finn­ing ekki djúpt. 

Að mínu mati þurfum við nýjan þjóð­há­tíð­ar­dag með nýrri hugs­un. Við ættum að spyrja okkur hverju við erum að fagna og hvers vegna? Ef viljum halda okkur við stjórn­mála­sög­una þá skulum við halda okkur við 1. des. því þá urðum við full­valda og gátum tekið allar ákvarð­anir um fram­tíð okkar á eigin for­send­um. 17. júní verður alltaf svo­lítið súr vegna þess hvernig staðið var að málum árið 1944 og áherslan á alla karl­ana, Jón Sig­urðs­son og „þjóð­skáldin góð­u“, verður oft til þess að þjóð­rembu­graut­ur­inn yst­ir, og slíkur grautur gerir engum gott.

Við skulum eiga okkur þjóð­há­tíð­ar­dag og halda uppá það að við erum sér­stök þjóð á hjara ver­aldar sem vill lifa í sátt og sam­lyndi við umhverfi og nágranna. Við erum ekk­ert betri en annað fólk en við höfum okkar menn­ingu og siði sem okkur þykir vænt um og erum stolt af. Við getum haldið upp á dag­inn með ýmsum hætti þar sem allir geta tekið þátt á sínum for­send­um, og að sjálf­sögðu gætu stjórn­mála­menn haldið leið­in­legar ræður ef þeir vilja! Það er bara einn dagur sem sam­einar Íslend­inga og það er hinn eini og sanni þjóð­há­tíð­ar­dag­ur; Sum­ar­dag­ur­inn fyrsti.

Sum­ar­dag­ur­inn fyrsti til­heyrir hvorki stjórn­völdum né kirkj­unni (eða öðrum trú­fé­lög­um), heldur er hann dagur fólks­ins þar sem hann markar upp­haf betri tíðar og betra lífs. Við vitum það að stundum er ansi vetr­ar­legt á sum­ar­dag­inn fyrsta og stundum virð­ist sum­arið alls ekki ætla að koma en þó veðrið láti á sér standa þá er komið sumar í öll íslensk hjörtu. Með því að gera sum­ar­dag­inn fyrsta að þjóð­há­tíð­ar­degi leggjum við áherslu á nátt­úr­una, umhverf­ið, menn­ing­una og sög­una og sér­hvern þann ein­stak­ling sem hefur lifað í þessu landi og alla þá sem vilja lifa á Íslandi, land­inu sem okkur öllum þykir svo vænt um.

Höf­undur er sagn­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar