Öll í sama bátnum?

Heiður Margrét Björnsdóttir, hagfræðingur hjá BSRB, segir að nú sé tíminn til að efla og fjölga tekjustofnum ríkisins, styrkja almannaþjónustuna og leiðrétta tilfærslukerfin.

Auglýsing

Staða hag­kerf­is­ins í kjöl­far heims­far­ald­urs er mun betri en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. Þannig hefur hag­kerfið tekið fyrr við sér, skuldir rík­is­sjóðs eru lægri og tekjur umtals­vert hærri en búist var við. Það eru því von­brigði að stjórn­völd ætli ekki að nýta þessa jákvæðu þróun til að styrkja heil­brigð­is­kerf­ið, bregð­ast við vax­andi ójöfn­uði og stuðla að auk­inni vel­ferð. 

Í stað þess að styrkja marg­vís­lega tekju­stofna ósjálf­bærs rík­is­sjóðs boðar tekju­breyt­ing­ar­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árið 2023 nær ein­göngu hækkun gjalda á almenn­ing í takt við verð­lags­hækk­an­ir. Sú aðgerð er verð­bólgu­hvetj­andi og mun koma verst niður á þeim sem hafa lægstu launin og þyngstu fram­færslu­byrð­ina. Staða margra atvinnu­greina og fjár­magns­eig­enda er sterk og hluti þeirra kom mjög vel undan far­sótt­inni. Það er því ill­skilj­an­legt að ekki sé litið til þess­ara aðila við tekju­öflun fremur en að leggja frek­ari álögur á almenn­ing. Það er þvert á þau mark­mið sem rík­is­stjórnin hefur sjálf sett sér í stjórn­ar­sátt­mála þar sem segir að stuðla eigi að skatt­kerfi sem standi undir sam­neyslu og gegni tekju­jöfn­un­ar­hlut­verki.

Verð­bólgu­hvetj­andi aðgerðir

Í áformum rík­is­stjórn­ar­innar um hækkun almennra gjalda felst meðal ann­ars hækkun krónu­tölu­skatta um 7,7% á næsta ári. Það eru skattar eins og: áfeng­is-, tóbaks-, bens­ín-, olíu-, kolefn­is-, bif­reiða- og kíló­metra­gjald ásamt gjaldi í Fram­kvæmda­sjóð aldr­aðra og útvarps­gjaldi. Í ljósi þess að verð­bólga mæld­ist 9,3% á árs­grund­velli í sept­em­ber sl. með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrifum á kaup­mátt launa­fólks, er óheppi­legt að rík­is­stjórnin boði jafn mikla hækkun gjalda á almenn­ing. Reynsla und­an­far­inna ára sýnir að það er langt frá því að vera lög­mál að opin­ber gjöld hækki í sam­ræmi við verð­lags­for­send­ur. Leggja mætti aukna áherslu á að gjöld fylgi verð­lags­þróun þegar vel árar en ekki þegar skó­inn kreppir hjá almennu launa­fólki. 

Auglýsing
Gjaldahækkunin er rök­studd með þeim hætti að hún eigi að sporna gegn þenslu, þó hún sé í sjálfu sér verð­bólgu­hvetj­andi. Hér er því um mót­sögn að ræða og vert að árétta í þessu sam­bandi að það er neyslu­hegðun tekju­hærri hópa sem hefur sér­stök áhrif á verð­bólg­una en ekki þeirra tekju­lægri. Á síð­asta ári áttu 38 þús­und heim­ili erfitt með að ná endum sam­an, það er áður en verð­bólga og vextir tóku að hækka. Það sama átti við um 52% ein­stæðra for­eldra. Þessir hópar áttu því mjög tak­mark­aðan hlut í sterk­ustu einka­neyslu íslenskrar hag­sögu en þurfa nú að bera byrð­arnar með auknum álögum og kaup­mátt­arrýrn­un. Nær væri að stjórn­völd myndu beita rík­is­fjár­mála­stjórn­inni til að auka stuðn­ing við tekju­lægstu hópana, jafna byrð­arnar og beina fjár­munum þangað sem þörfin er mest. 

Stuðn­ingur við atvinnu­líf en ekki ein­stak­linga?

Þegar efna­hags­legar afleið­ingar COVID-19 byrj­uðu að láta á sér kræla krafð­ist atvinnu­lífið skjótra við­bragða og ríku­legs stuðn­ings frá stjórn­völd­um. Rík­is­af­skipti voru talin bráð­nauð­syn­leg og aukin útgjöld með til­heyr­andi skuld­setn­ingu rík­is­sjóðs þótti rétt­læt­an­leg. Stjórn­völd hlýddu kall­inu og gripu til aðgerða. Árangur þeirra aðgerða má meðal ann­ars sjá á skjótri aðlögun atvinnu­lífs­ins við auk­inni eft­ir­spurn þegar far­aldr­inum lauk. 

Nú þegar þrengir að hjá tekju­lægri heim­ilum kveður við annan tón. Það á ekki að styðja þau heldur hækka gjöld á almenn­ing og beita aðhaldi á rík­is­út­gjöld næstu árin. Nú er bráð­nauð­syn­legt að stemma stigu við skulda­söfnun og vaxta­kostnað vegna skulda sem stofnað var til, m.a. vegna stuðn­ings rík­is­stjórn­ar­innar við atvinnu­líf­ið. 

Auglýsing
Þessi við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar eru í algerri and­stöðu við það sem boðað er í skýrslu sem Katrín Ólafs­dóttir hag­fræð­ingur vann fyrir þjóð­hags­ráð og var birt í ágúst sl. Þar kemur fram að það sé hlut­verk rík­is­fjár­mál­anna að bregð­ast við nei­kvæðum aðstæðum og aðstoða þá sem verst verða úti með auknum stuðn­ing­i.  Það er á þeirra valdi að mæta þörfum ein­stakra hópa en ekki hins hag­stjórn­ar­tæk­is­ins sem er stjórn pen­inga­mála.

Það er nóg til

Rík­is­stjórnin virð­ist alfarið hafa horft fram hjá upp­gangi fyr­ir­tækja og félaga þrátt fyrir að sett mark­mið sé að minnka skuldir rík­is­sjóðs. Í eft­ir­far­andi töflu má sjá hagnað og arð­greiðslur meðal stærstu fyr­ir­tækja lands­ins í sölu nauð­synja­vara og fjár­mála­starf­semi fyrir árið 2021 og fyrri hluta árs 2022. 

Þessi fimm fyr­ir­tæki eru meðal þeirra fyr­ir­tækja sem móta við­skipta­kjör almenn­ings. Sam­an­lagðar arð­greiðslur þeirra vegna síð­asta árs, þegar far­ald­ur­inn stóð sem hæst, námu rúmum 38 millj­örðum króna og nema áætluð end­ur­kaup hluta­bréfa tugum millj­arða á næstu tveimur árum. Það stefnir í enn meiri hagnað á árinu 2022 miðað við rekstr­ar­nið­ur­stöðu fyrri helm­ings árs­ins. Jákvæð afkoma ein­skorð­ast þó ekki við ofan­greind fyr­ir­tæki og má í því sam­hengi nefna að hagn­aður sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins jókst um 124% á milli áranna 2020 og 2021. Þessar nið­ur­stöður sýna svo ekki verður um villst að það er nóg til. Í þessu ljósi er erfitt að skilja af hverju rík­is­stjórnin leggur til að afla tekna með frek­ari álögum á almenn­ing í stað fyr­ir­tækja. 

Grund­vall­ar­at­riði að standa vörð um vel­ferð

BSRB gerir þá kröfu nú þegar rykið er að setj­ast í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins að stjórn­völd geri jöfn­uð, vel­sæld og vel­ferð að meg­in­mark­miðum sín­um. Þau mark­mið má fjár­magna með breyttri for­gangs­röðun við tekju­öflun t.d. með hátekju­skatt­þrepi, inn­leið­ingu stór­eigna­skatts, hækkun banka­skatts og fjár­magnstekju­skatts og auk­inni hlut­deild almenn­ings í tekjum af sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­innar með hærri auð­linda­gjöld­um. Enn­fremur að krónu­tölu­skattar rík­is­sjóðs hækki um 2,5% til sam­ræmis við verð­bólgu­mark­mið Seðla­bank­ans í stað 7,7%. 

Það er bæði mik­il­vægt og brýnt að byggja upp félags­lega inn­viði sem hafa ekki verið full­fjár­magn­aðir á síð­ustu árum og reynt hefur veru­lega á í heim­far­aldr­in­um. Nú er tím­inn til að efla og fjölga tekju­stofnum rík­is­ins, styrkja almanna­þjón­ust­una og leið­rétta til­færslu­kerf­in. Það ýtir undir vel­sæld og jöfnuð og mun skila sér í þrótt­meira hag­kerfi til lengri tíma. 

Sjá nánar í umsögn BSRB um frum­varpið.

Höf­undur er hag­fræð­ingur hjá BSRB.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar