Þar beit verðtryggingin Bjarna

Þingmaður Flokks fólksins vill að uppgreiðslugjöldum lántakenda Íbúðalánasjóðs verði aflétt samhliða því að sjóðurinn verði leystur upp.

Auglýsing

Það er margt athygl­is­vert í skýrslu fjár­mála­ráð­herra um Íbúða­lána­sjóð, sem nú heitir ÍL-­sjóð­ur. Kannski ekki síst það hvað hinum svoköll­uðu sér­fræð­ingum okk­ar, hafa í gegnum árin, verið svaka­lega mis­lagðar hend­ur.

Dæmin eru mýmörg; auk Íbúða­lána­sjóðs má nátt­úru­lega ekki gleyma hrun­inu, þar sem kom ber­lega í ljós að keis­ar­inn var ekki í neinum föt­um.

­Samt eigum við að treysta „sér­fræð­ing­un­um“ aftur og aft­ur, alveg sama hvað það kostar heim­ili lands­ins eins og t.d. í verð­bólg­unni sem geisar núna, þar sem ALLAR leiðir sem farnar eru til að berj­ast við hana, eru verri en verð­bólgan sjálf.

Ég vil alltaf skoða þessi mál út frá heim­il­unum í land­inu og þess vegna velti ég fyrir mér stöðu og hags­munum heim­il­anna sem eru í við­skiptum við Íbúða­lána­sjóð verði hann leystur upp.

Ég tel reyndar hið besta mál að hann verði leystur upp. Þetta virð­ist hafa verið afskap­lega illa rekin stofnun um langa hríð og ekki hafa neyt­endur notið góðs af því á nokkurn hátt að vera með sín við­skipti hjá rík­inu. Ef eitt­hvað þá hafa skil­yrði Íbúða­lána­sjóðs, ekki hvað síst hvað varða upp­greiðslu­gjöld án nokk­urra tak­markana, fest neyt­endur í gildru óhag­stæðra lána sem þeir hafa ekki getað losnað und­an, nema þá með miklum auka­kostn­aði sem engan veg­inn er hægt að rétt­læta.

En verði þessi stofnun leyst upp er samt ekki sama hvernig það er gert og þar sem ég gat ekki tekið þátt í umræðum í þing­sal vegna starfa í kjör­dæm­inu, langar mig að nota þennan vett­vang til að nefna nokkra þætti sem hafa komið upp í huga minn er varða hags­muni neyt­enda eða þeirra heim­ila sem enn eru með lán hjá Íbúða­lána­sjóði í þeirri von að fjár­mála­ráð­herra taki til­lit til þeirra.

Verða hags­munir þeirra sem skulda hús­næð­is­lán hjá Íbúða­lána­sjóði varð­ir?

Það skiptir öllu máli að hags­munir þeirra sem skulda hús­næð­is­lán hjá Íbúða­lána­sjóði verði varð­ir. Vænt­an­lega verða lána­söfnin seld, en spurn­ingin er hvernig það verði gert. Sporin hræða og sú skelf­ing sem gerð­ist þegar lána­söfn spari­sjóð­anna og Frjálsa fjár­fest­inga­bank­ans voru sett í umsjón sér­staks félags sem kallað var Drómi, er okkur mörgum enn fersk í minni. Það má alls ekki end­ur­taka mis­tök fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og búa til Dróma #2. 

Það er því full ástæða til að spyrja fjár­mála­ráð­herra hvernig hags­munir og rétt­indi lán­tak­enda hjá Íbúða­lána­sjóði verði tryggð og hvort að ráð­herra sé til­bú­inn til að ábyrgj­ast að þeir muni engu glata af rétt­indum sín­um, verði lán þeirra seld öðrum kröfu­höf­um.

Íslands­lánin ógur­legu

Það er kald­hæðn­is­legt að ríkið hafi á sínum tíma tekið Íslands­lán og sé núna loks­ins að átta sig á því hversu ómögu­leg þau eru. Og hvað gerir ríkið þá? Það reynir að koma sér undan því að standa við gerða samn­inga.

Auglýsing
Ríkið hefur hins vegar aldrei sýnt þeim neyt­endum sem tóku þessi sömu lán nokkurn skiln­ing þegar þeir kvört­uðu yfir ósann­girni og óbil­girni Íbúða­lána­sjóðs í að krefja neyt­endur um greiðslu vænt­an­legs fram­tíð­ar­hagn­að­ar, í formi upp­greiðslu­gjalds.

Hér verður ekki lagt mat á rétt­mæti hug­mynda fjár­mála­ráð­herra um að gera upp skuldir sjóðs­ins miðað við núver­andi stöðu þeirra, en kom­ast hjá því að greiða kröfu­höfum Íbúða­lán­sjóðs bætur fyrir fram­tíð­ar­vaxta­tap, sem í dag­legu tali kall­ast upp­greiðslu­gjöld. Ég læt öðrum þá umræðu eft­ir. 

Hitt er ljóst að þessi afstaða fjár­mála­ráð­herra sam­ræm­ist i engu orð­ræð­unni um að samn­ingar skuli standa, en gangi áætl­anir fjár­mála­ráð­herra eftir hlýtur sú spurn­ing að vakna hvort það sama muni ekki gilda um þá neyt­endur sem enn skulda Íbúða­lána­sjóði hús­næð­is­lán með þessum íþyngj­andi skil­yrð­um?

Það er stað­reynd að skil­yrðin um upp­greiðslu­gjald eru veru­lega íþyngj­andi fyrir neyt­endur og algjör­lega úr takti við nútíma banka­við­skipti. Í raun má alveg halda því fram að þau telj­ist til órétt­mætra skil­mála í samn­ingi, þar sem þau eru algjör­lega án nokk­urra tak­mark­ana. Þannig eru dæmi um að Íbúða­lána­sjóður hafi kraf­ist hart­nær 20% af eft­ir­stöðvum láns­ins í upp­greiðslu­gjald.

Einnig má færa sterk rök fyrir því að það séu órjúf­an­leg tengsl á milli upp­greiðslu­gjalda í samn­ingum og Íbúða­lána­sjóðs og að þegar Íbúða­lán­sjóður sé ekki lengur til, og lánin seld öðrum, falli þessi ákvæði sjálf­krafa nið­ur, enda er Íbúða­lána­sjóður eina lána­stofn­unin sem hefur ótak­mörkuð upp­greiðslu­gjöld í sínum samn­ingum með þeim hætti sem um ræð­ir. Þessi ákvæði ætti því að fella á brott hjá neyt­endum hvort sem ráð­herra tekst að kom­ast undan þeim fyrir hönd rík­is­ins eða ekki.

Þó bæði fjár­mála­ráð­herra og seðla­banka­stjóri bendi fólki ítrekað á að það geti skuld­breytt lánum ef á þarf að halda, þá eiga við­skipta­vinir Íbúða­lána­sjóðs litla sem enga mögu­leika á því, vegna þeirra sví­virði­legu upp­greiðslu­gjalda sem fjár­mála­ráð­herra er nú að reka sig á fyrir rík­is­sjóð. Það er því bæði nauð­syn­legt og rétt að nýta tæki­færið til að létta af þeim þessum íþyngj­andi skil­málum um leið og Íbúða­lána­sjóður er leystur upp eins og nú stefnir í.

En hvort sem fjár­mála­ráð­herra tekst að kom­ast unda skil­málum samn­ing­anna eða ekki, má segja að þarna hafi verð­trygg­ingin bitið Bjarna/­ríkið á sama hátt og hún hefur bitið neyt­endur í ára­tugi. Já þegar ríkið fær sjálft að kenna á eitr­uðum kok­teil Íslands­lána blasir við að það er ekki sátt við að sitja undir skil­málum sem það ætlar öðrum að hlíta.

Það eitt og sér er athygl­is­vert og segir sína sögu um varn­ar­leysi neyt­enda í gegnum árin.

Það er leyfi­legt að breyta samn­ingum til hags­bóta fyrir neyt­endur

Ég vil benda fjár­mála­ráð­herra, sem yfir­leitt (nema núna) er mjög umhugað um „samn­inga­frelsi“ að það er leyfi­legt að breyta samn­ingum eftir und­ir­ritun til hags­bóta fyrir neyt­endur t.d. þegar um órétt­mæta skil­mála er að ræða.

Upp­greiðslu­gjöld Íbúða­lána­sjóðs flokk­ast klár­lega til órétt­mætra skil­mála og þegar annar aðili samn­ings­ins, Íbúða­lána­sjóður verður hvort eð er ekki lengur til, er kjörið tæki­færi til að losa neyt­endur frá þessum skelfi­legu skil­mál­um.

Auglýsing
Verði lána­söfn Íbúða­lána­sjóðs seld, eins og ég tel lík­legt, þarf því að gæta að þessu í samn­ingum við kröfu­hafa. 

Ég vil því beina því til ráð­herra að beita sér fyrir því verði lána­söfnin seld að þessir skil­málar um upp­greiðslu­gjöld verði felldir brott, eða a.m.k. sett 1-2% hámark á þá eins og tíðk­að­ist hjá öllum öðrum lán­veit­endum sem veittu lán með skil­málum um upp­greiðslu­gjöld á sínum tíma og þess gætt að þannig sé gengið frá málum að nið­ur­fell­ing þessa ákvæðis sé algjör­lega ljós og komi hvorki í bakið á neyt­endum né kröfu­höf­un­um.

Það er a.m.k. ljóst að það lítur mjög ein­kenni­lega út ef ríkið reynir að koma sér undan upp­greiðslu­gjaldi gagn­vart sínum kröfu­höfum án þess að tryggja að það sama gildi um neyt­endur gagn­vart þeirra kröfu­höf­um. Þá fyrst væri sjálf­sköp­uðum upp­greiðslu­vanda sjóðs­ins velt yfir á sak­lausa neyt­endur af fullum þunga, og það má alls ekki ger­ast.

Íbúða­lána­sjóður er EKKI sam­fé­lags­banki

Að lok­um, af gefnu til­efni vegna orð­ræðu sem hefur heyrst frá and­stæð­ingum hug­mynda um sam­fé­lags­banka: Íbúða­lána­sjóður er ekki og hefur aldrei verið banki! Hvorki sam­fé­lags- né ann­ars. Þau sem vísa til hrak­falla­sögu Íbúða­lána­sjóðs sem vítis til að var­ast í því sam­bandi, tala því annað hvort gegn betri vit­und eða af full­kominni van­þekk­ingu á eðli banka­starf­semi.

Íbúða­lána­sjóður er ein­fald­lega klúður mis­vit­urra stjórn­mála­manna sem núna þurfa að taka á sig ábyrgð­ina sem því fylgir, án þess að velta vand­anum yfir neyt­end­ur, eins og þeir hafa hingað til gert.

Höf­undur er þing­maður Flokks fólks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar