Opin bréf til menningar- og viðskiptaráðherra

Ingimar Eydal Davíðsson, dagskrárgerðarmaður og framleiðandi, skrifar um innlenda dagskrárgerð og leggur til fjórar leiðir til úrbóta.

Auglýsing

Kæra Lilja Alfreðs­dótt­ir,

Á haust­dögum árið 2014 tók ég þá ákvörðun að flytj­ast af landi brott og hélt til Bret­lands í nám. Ég hef haft ástríðu fyrir dag­skrár­gerð í sjón­varpi frá blautu barns­beini og hafði starfað við það meira og minna síðan ég setti fyrst mynda­vél á öxl­ina í sum­ar­afleys­ingum hjá RÚV á Akur­eyri fyrir tæpum 17 árum síð­an. Starf­aði sem töku­maður og klipp­ari á fyrstu mán­uðum N4, svo við ýmis verk­efni í Reykja­vík fyrir alla helstu fjöl­miðla lands­ins. Mín ástríða snýst um að miðla skemmti­legum og fróð­legum sögum af fólki, tón­list og menn­ingu. Þegar ég fór í fyrst í kvik­mynda­skóla þá ætl­uðu öll bekkj­ar­systkin mín að leik­stýra bíó­myndum – en ég vildi bara gera sjón­varps­þætti, og alls ekki leikna. 

Á­stæða þess að ég fór af landi brott árið 2014 var kannski fyrst og fremst að ég gat ekki hugsað mér að starfa í því umhverfi sem fjöl­miðlum og dag­skrár­gerð­ar­fólki var búið þá. Mér sýn­ist að síst hafi það skánað á þessum átta árum. Ég hafði lent ítrekað í fjölda­upp­sögn­um, og oft vann maður myrkr­anna á milli að þátta­gerð, þar sem verðið sem RÚV greiddi fyrir inn­lent dag­skrár­efni nægði varla fyrir bens­ín­kostn­aði okkar sem gerðum þætt­ina. 

Það stakk því í hjartað að lesa bréf Maríu Bjarkar Ingva­dóttir til fjár­laga­nefnd­ar. María hefur af miklum eld­móð leitt starf N4 síð­ustu ár, með hug­sjón að leið­ar­ljósi frekar en kannski við­skipta­vit. Auð­vitað hefur það alltaf verið þrauta­ganga að halda uppi fjöl­miðlun úti á landi. Hér­aðs­frétta­blöð, útvarps­stöðvar og aðrir fjöl­miðlar eru þó hvaða sam­fé­lagi sem er nauð­syn – ekki bara við upp­lýs­inga­gjöf og frétta­miðl­un, heldur til þess að rita sögu þess og halda spegli að menn­ingu þess og mann­líf­i. 

María Björk leggur til góðar hug­myndir sem sjálf­sagt er að skoða alvar­lega, en ég er feg­inn því að þér hefur verið falið að skoða þessi mál í stærra sam­hengi. Hér er nefni­lega miklu stærri vandi á ferð en bara til­vist N4 á Akur­eyr­i. 

Ég hvet stjórn­völd og íslenskt sam­fé­lag allt til þess að líta sér í barm og íhuga hvaða verð­miða við ætlum okkur að setja á fjöl­miðlun – á land­inu öllu. Frétta­miðlun er jú nauð­syn­leg í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi, en sögur af fólki, atburðum og menn­ingu eru límið sem heldur íslenskri þjóð­ar­vit­und sam­an. 

Auglýsing
Gjaldtaka á erlendar veitur er sjálf­sögð, og í því sam­hengi mætti end­ur­vekja gamla hug­mynd sem mik­ill missir var af – Menn­ing­ar­sjóð Útvarps­stöðva. Hlut­verk hans var að veita sjálf­stæðum fram­leið­endum styrki til „efl­ingar inn­lendrar dag­skrár­gerð­ar, þeirri er verða má til menn­ing­ar­auka og fræðslu”. Sjóð­ur­inn var fjár­magn­aður með gjaldi sem lagð­ist ofan á alla aug­lýs­inga­sölu í ljós­vaka­miðl­um, og ef hug­myndin yrði end­ur­vakin mætti bæði leggja gjald á sölu áskriftar og/eða aug­lýs­inga. Miðað við sam­an­tekt Hag­stof­unnar á íslenskum aug­lýs­inga­mark­aði árið 2021 þá gæti þetta orðið digur sjóð­ur. Ef lagt væri 10% gjald á aug­lýs­inga­sölu til erlendra vef­miðla, þá gæti þetta verið hátt í millj­arður sem mætti leggja í að efla og styrkja inn­lenda dag­skrár­gerð. Til menn­ing­ar­auka og fræðslu – og efl­ingar fjöl­miðl­unar á lands­byggð­inni.

Það er þó ekki bara fjöl­miðlun á lands­byggð­inni sem þarf nauð­syn­lega að efla, heldur inn­lenda dag­skrár­gerð almennt, þá sér­stak­lega svo­kallað non-fict­ion efni, eða allt það sem ekki fellur undir leikið efni. Fjár­skortur og nið­ur­skurður plagar bæði RÚV og einka­stöðv­arnar – og sem áhuga­maður um vand­aða dag­skrár­gerð þá hef ég haft af því vissar áhyggjur und­an­farið að gæði íslenskrar dag­skrár­gerðar fari þverr­andi ár frá ári. Það er ekki bara nóg að moka út efni, fag­mennska og metn­aður er nauð­syn­leg­ur. Bæði á íslenska þjóðin það skilið að geta horft á vandað efni, og svo er hér um að ræða heila stétt fag­fólks sem þarf að halda við þekk­ingu og reynslu svo að hún hverfi ekki alfar­ið.

Það segir sig sjálft að það er ekki hægt að fram­leiða 365 þætti á ári fyrir 200 millj­ón­ir, og kvóti á inn­lendar sjón­varps­stöðvar um hlut­fall íslenskrar dag­skrár­gerðar hjálpar ekk­ert þegar ein­blínt er á að fylla kvót­ann fyrir eins lítið og hægt er. Þá endar það auð­vitað þannig að hæfi­leik­a­ríkt dag­skrár­gerð­ar­fólk hverfur til ann­ara starfa, eða til útlanda eins og und­ir­rit­að­ur.

Hug­mynd Maríu um íslenskt TV2 er ekki algalin – en það má líka horfa til Bret­lands. Í Bret­landi eru kvaðir á fjöl­miðlum í almanna­þjón­ustu (BBC, ITV, Channel 4 og Channel 5). Þeir þurfa að eyða 70% af fjár­magni til inn­lendrar dag­skrár­gerðar í efni sem fram­leitt er utan Lund­úna. Það styður bæði við upp­bygg­ingu og fjár­fest­ingu í fram­leiðslu úti á landi, sem býr til störf, og tryggir að það efni sem í boði er end­ur­spegli bresku þjóð­ina alla. Í árdaga N4 var rekstr­ar­grund­völl­ur­inn tryggður með sam­starfi við Stöð 2 um frétta­vinnslu og dag­skrár­gerð, sem ent­ist ekki lengi. Rík­is­út­varpið ætti auð­vitað að ganga til samn­inga við N4 og vera bundið lögum til þess að kaupa innslög, fréttir og dag­skrár­efni af fram­leið­endum úti á landi, bæði sjálf­stæðum verk­tökum og fram­leiðslu­fyr­ir­tækjum eins og N4.

Auglýsing
Til við­bótar við inni­legan stuðn­ing við það verk­efni Maríu Bjarkar að halda lífi í fjöl­miðlun úti á landi, þá kem ég hér með nokkrar til­lögur sjálf­ur. Ef þú lest þetta kæra Lilja, þá er þér vanda­samt verk fyrir höndum – þér er vel­komið að hringja og ræða mál­in. Ég hef margar hug­myndir og miklar skoð­anir á þessu mik­il­væga verk­efni. Inn­lend dag­skrár­gerð er svo miklu meira en bara Ver­búð og Ófærð – hún þarf að end­ur­spegla menn­ingu og mann­líf – vera afþrey­ing, sögu­ritun og fræðsla. Það er ekki bara sjón­varps­stöðin N4 sem er í hættu, heldur íslensk menn­ing og þjóð­ar­vit­und öll. 

Ég legg til að þú skoðir eft­ir­far­andi atrið­i: 

1 - Að end­ur­vekja Menn­ing­ar­sjóð Útvarps­stöðva, og fjár­magna með 10% gjaldi á alla aug­lýs­inga- og áskrift­ar­sölu erlendra miðla á Íslandi - enda leggja þeir ekk­ert til inn­lendrar dag­skrár­gerð­ar. 

2 - Eyrna­merkja 50% fjár­magns í sjóðnum til fram­leiðslu utan Reykja­vík­ur. 

3 - Setja kvaðir á alla ljós­vaka­miðla sem senda út á lands­vísu að ákveðið hlut­fall aðkeyptrar dag­skrár­gerðar sé fram­leitt utan Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins – og að ákveðið hlut­fall end­ur­spegli sam­fé­lagið utan þess lík­a. 

4 - Und­an­skilja ekki dag­skrár­efni sem fram­leitt er til dreif­ingar á vef ein­göngu og horfa til nýt­ingar nýmiðla. 

Kærar kveðj­ur, 

Ingi­mar Eydal Dav­íðs­son, dag­skrár­gerð­ar­maður og fram­leið­andi.

Höf­undur starfar við dag­skrár­gerð í Los Ang­eles og er með masters­gráðu í dag­skrár­gerð fyrir sjón­varp frá National Film and Tel­evision School í Bret­land­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar