Örlög auðnumála

Þröstur Ólafsson segir það hafa komið á óvart að nýr formaður Samfylkingarinnar hafi sett aðild að Evrópusambandinu á bið. Upptaka ervu og aðild sé orðin forsenda félagslegs stöðugleika og framfara á Íslandi.

Auglýsing

Ein­staka sinnum er sagan svo grá­glettin að fórna örlaga­ríkum fram­tíð­ar­málum á alt­ari við­fangs­efna líð­andi stund­ar. Einatt reyn­ist það afdrifa­ríkt. Stefan Zweig líkti slíkum augna­blikum mann­kyns­sög­unnar við skapa­dæg­ur. Þótt ekki ætli ég mér þá dul að líkja klækjum íslenskra stjórn­mála við þau örlaga­ríku augna­blik sem urðu Zweig að yrk­is­efni, geta ákvarð­anir af þessu tagi engu að síður orðið lít­illi þjóð afdrifa­rík­ar.

Jónas frá Hriflu var pláss­frekur stjórn­mála­maður einkum á þriðja og fjórða ára­tug lið­innar ald­ar. Hann var öfl­ug­asta áburð­ar­kerra Fram­sókn­ar­flokks­ins og dag­skrár­gerð­ar­stjóri íslenskra stjórn­mála. Skömmu fyrir mið­bik fjórða ára­tugar ald­ar­innar voru atkvæða­hlut­föll á Alþingi þannig að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn þurfti annan flokk með sér til að mynda þing­meiri­hluta. Alþýðu­flokk­ur­inn hafði verið utan stjórnar frá stofn­un og var reiðu­bú­inn. Hrossa­kaupin voru sögð vera þau að Alþýðu­flokk­ur­inn neit­aði að setj­ast í stjórn með Jónas inn­an­borðs en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk því fram­gengt að Alþýðu­flokk­ur­inn setti kjör­dæma­málið og leið­rétt­ing­u ­mik­illar skekkju í vægi atkvæða í bið. Síð­ar­nefndi flokk­ur­inn taldi mik­il­væg­ara að ná fram lögum um almanna­trygg­ing­ar. Leið­rétt­ing á afdrifa­ríku misvægi atkvæða var fórnað fyrir aðkallandi félags­leg úrlausn­ar­efni.

Afdrifa­rík fórn 

Þetta reynd­ist verða Al­þýðu­flokknum og þjóð­inni lang­dræg og skað­leg fórn. Það varð ekki fyrr en um þrjá­tíu árum seinna sem leið­rétt­ing­ar­skref í átt að jafn­ara atkvæða­vægi var stigið og þá mynd­uðu Alþýðu­flokk­ur­inn og Sjálf­stæð­is­flokknum banda­lag þar um. En þá var það orðið of seint fyrir Alþýðu­flokk­inn. Hann var ­bú­inn að hrista af sér fjölda­fylgið vegna þrá­láts áhrifa­leys­is. Bar­áttan við Sós­í­alista­flokk­inn og hlið­ar­seta á stjórn­mála­bekknum kom í veg fyrir að hann næði þeim þing­styrk sem atkvæða­magn hans hefði gef­ið, undir jöfnum leik­regl­um. Nokkur ójöfn­uður ríkir enn og hefur verið trygg­ing fyrir valda­flokk­ana tvo að stjórna land­inu til skiptis með til­fallandi aðstoð frá vinstri. Í öll þrjú skiptin sem Alþýðu­flokk­ur­inn ­sett­ist í stjórn eða vann saman með Sjálf­stæð­is­flokknum var það þó til að leysa stór mál. Kjör­dæma­málið árið 1959; ný hag­skipan 1962 : inn­gangan í EFTA 1969 og samn­ing­inn um EES 1993. 

Kerf­is­vandi knýr á dyr

Nú stendur þjóðin frammi fyrir miklum kerf­is­vanda. Við erum orðin sam­ofin hag­kerfum landa Evr­ópu­sam­bands­ins eftir þrjá­tíu ára þátt­töku í og aðlögun að innri mark­aði þess. Við höfum yfir­tekið ein­stakar til­skip­an­ir, jafn­vel heilu laga­bálk­ana og gert að íslenskum lög­um. Íslensku atvinnu­lífi er því lífs­nauð­syn­legt að vera sam­keppn­is­hæft við erlenda keppi­nauta á þessum stóra mark­aði.

Auglýsing
Þeim þráláta mis­skiln­ingi hefur verið hald­ið að þjóð­inni að sjálf­stæður gjald­mið­ill geti jafnað út sam­keppn­is­hnökra eða of háan launa­kostnað inn­an­lands. Þetta getur krónan hins vegar ekki, því sér­hvert fall krón­unnar skilur eftir sig hærra verð­lag sem ekki gengur til baka, nema að mjög litlu leyti. Hærra verð­lag er til­efni til leið­rétt­ingar á ný. Íslenskir laun­þegar búa við hæsta mat­ar­verð í heimi. Það er ein afleið­ing þess að land­bún­að­ur­inn var und­an­skil­inn við EES samn­ing­ana. Rán­dýr mat­ar­k­arfa knýr á um laun sem eru naum­ast sam­keppn­is­hæf í því alþjóð­lega, já hnatt­ræna um­hverfi sem við störfum í. Við verðum að lækka fram­færslu­kostnað heim­ila. Þar er gjald­mið­ill­inn orð­inn mið­læg­ur. Hann skiptir orðið höf­uð­máli sem sterkur rammi utan um efna­hags­starf­sem­ina. Meðan gjald­mið­ill­inn leikur á reiði­skjálfi mun kaup­máttur kjara­samn­inga verða til­gátan ein. Aðild að ESB og þátt­taka í sam­eiginlegum gjald­miðli er því for­senda vax­andi vel­meg­unar og félags­legrar vel­gengni. Þetta er ekki lengur ein­skær póli­tískur ásetn­ing­ur. 

Ný veg­ferð

Það kom því á óvart þegar nýr for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar til­kynnti að for­gangs­röðun áherslu­mála flokks­ins yrði breytt. Aðild að ESB yrði sett í bið. Önnur mik­il­væg­ari félags­leg fram­fara­mál yrðu sett á odd­inn. Svipuð rök voru líka sögð í upp­hafi fjórða ára­tug­ar­ins þegar Alþýðu­flokk­ur­inn var að gera hosur sínar grænar fyrir maddömu Fram­sókn. Það voru afglöp sem ristu djúpt og flokk­ur­inn og náði sér aldrei af. Íslenskt sam­fé­lag þró­að­ist frá jöfn­uði til sér­hygli. ESB aðild er ekki lengur ein­hver skraut­fjöður um efna­hags­legt öryggi og sam­stöð­u ­með grönnum okk­ar. Aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og upp­taka ervu er orðin for­senda félags­legs stöð­ug­leika og fram­fara. Lærum af gam­all­i ­reynslu Alþýðu­flokks­ins og nýrri hjá Vinstri Græn­um. Horf­umst í augu við stað­reynd­ir. Þær leiða okkur sjaldn­ast á villi­göt­ur.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar