Platlýðræði, rökvilla eða geðveiki?

borgin_vef.jpg
Auglýsing

Það er frekar óþægi­leg stað­reynd að átta sig á því árið 2014 á Íslandi að maður býr í raun ekki  í lýð­ræð­is­ríki. Sein­ast þegar ég vissi er það nauð­syn­legur hluti af lýð­ræði að kynna alla val­mögu­leika fyrir fólki og gefa þeim kost á að hafa aðgang að öllum upp­lýs­ingum sem skipta máli.

Núna fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar hefur borið meira og meira á því að ýmsir stórir fjöl­miðlar hafa kerf­is­bundið þaggað niður í litlu flokk­unum sem eru að bjóða sig fram. Rökin sem gefin eru fyrir þess­ari þöggun eru margs­konar en þó aðal­lega af tvennum toga: að þau bjóði bara þeim flokkum sem eru með þing­menn eða þeim sem ná yfir 5% í skoð­ana­könn­un­um. Það hlýtur hver heil­vita maður að sjá að þessi rök eru ekki bara ólýð­ræð­is­leg og við­halda ríkj­andi valda­kerfi heldur fela þau einnig í sér ákveðna rökvillu.

Sú rökvilla kall­ast á máli rök­fræð­inn­ar, hring­skýr­ing. Hring­skýr­ing felur það í sér að for­senda skoð­unar er útskýrð með skoð­un­inni sjálfri og er því ekki raun­veru­lega skýr­ing. Tökum dæmi: Ef ég segi að Guð sé almátt­ugur og ein­hver spyr mig hvernig ég viti það og ég ég svara með því að vísa í orð Bibl­í­unnar getur sá hinn sami spurt mig hvernig ég viti að Biblían segi sann­leik­ann. Ef ég svara með því að segja að auð­vitað sé það satt þar sem Guð almátt­ugur hafi skrifað bibl­í­una segir sig sjálft að þarna er ég komin í hring og engin rök sem halda vatni eru þarna á ferð­inni. Ef við færum þetta yfir í kosn­inga­veru­leik­ann getur hring­skýr­ing litið svona út: Hvers vegna eru þið ekki að mæl­ast með neitt fylgi? Lík­lega vegna þess að ákveðnir sterkir fjöl­miðlar og aðrir við­hafa kerf­is­bundna þöggun á fram­boð­in­u.  Nú, hvers vegna eru þeir með þessa þögg­un? Nú, vegna þess að við erum ekki með nógu mikið fylgi! Þetta sér hver maður að þetta eru ekki væn­leg og mál­efna­leg vinnu­brögð og við­halda ein­göngu ríkj­andi vald­hafa. Þetta fellur alla vega ekki  inn í skil­grein­ing­una á lýð­ræð­is­ríki eins og ég skil það.

Auglýsing

Skemmti­leg­asta útfærslan á þess­ari rökvillu er úr gömlu ára­mótaskaupi frá því snemma á níunda ára­tugnum þar sem frétta­maður er að taka við­tal við tvo afdala bændur í Laug­ar­daln­um. Þar eru þeir spurðir hvort þeir séu með síma. ,,Nei, við erum ekki með neinn síma“. Nú, hvers vegna eru þið ekki með neinn síma spyr frétta­mað­ur­inn. ,,Nú, vegna þess að það hringir aldrei neinn í okk­ur“. Frétta­mað­ur­inn spyr þá í sam­úð­ar­tón: ,,Hvers vegna hringir aldrei neinn í ykk­ur?“. ,, NÚ VEGNA ÞESS AÐ VIÐ HÖFUM EKKI SÍMA!“ hreyta þeir í frétta­mann­inn.

Ein­hverjir gætu sagt að það sé engin skylda fyrir frjálsa fjöl­miðla eða félaga­sam­tök að bjóða öllum með og vissu­lega eng­inn laga­legur grunnur sem kveður á um það. Þessi skylda er hins vegar sið­ferði­leg og enn­fremur mál­efna­leg skylda í lýð­ræð­is­ríki ef fólk vill láta taka sig alvar­lega sem fjöl­miðil að mínu mati. Nú er ég heldur ekki að segja að ástæðan fyrir lágu fylgi standi og falli ein­göngu með umfjöllun til­tek­inna blaða. Vissu­lega er fólk hrætt við nýj­ungar og hræð­ist að atkvæði þeirra nýt­ist ekki sem skyldi. Það er auð­vitað annað mál að eiga við hegðun og hugsun almenn­ings og hvernig þeir mynda sér skoð­an­ir. En ég held að margir geti við­ur­kennt að Íslend­ingar eru ansi fljótir að gleyma og falla fyrir sömu lof­orðum sömu flokka kosn­ingu eftir kosn­ingu þrátt fyrir að þau séu mjög oft svik­in. Ein­hvers staðar sá ég skil­grein­ingu á geð­veiki sem að gera alltaf sama hlut­inn aftur og aftur og búast við nýrri útkomu. Dæmi nú hver fyrir sig.

Höf­undur er í öðru sæti á fram­boðs­lista Dög­unar í Reykja­vík.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None