Platlýðræði, rökvilla eða geðveiki?

borgin_vef.jpg
Auglýsing

Það er frekar óþægi­leg stað­reynd að átta sig á því árið 2014 á Íslandi að maður býr í raun ekki  í lýð­ræð­is­ríki. Sein­ast þegar ég vissi er það nauð­syn­legur hluti af lýð­ræði að kynna alla val­mögu­leika fyrir fólki og gefa þeim kost á að hafa aðgang að öllum upp­lýs­ingum sem skipta máli.

Núna fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar hefur borið meira og meira á því að ýmsir stórir fjöl­miðlar hafa kerf­is­bundið þaggað niður í litlu flokk­unum sem eru að bjóða sig fram. Rökin sem gefin eru fyrir þess­ari þöggun eru margs­konar en þó aðal­lega af tvennum toga: að þau bjóði bara þeim flokkum sem eru með þing­menn eða þeim sem ná yfir 5% í skoð­ana­könn­un­um. Það hlýtur hver heil­vita maður að sjá að þessi rök eru ekki bara ólýð­ræð­is­leg og við­halda ríkj­andi valda­kerfi heldur fela þau einnig í sér ákveðna rökvillu.

Sú rökvilla kall­ast á máli rök­fræð­inn­ar, hring­skýr­ing. Hring­skýr­ing felur það í sér að for­senda skoð­unar er útskýrð með skoð­un­inni sjálfri og er því ekki raun­veru­lega skýr­ing. Tökum dæmi: Ef ég segi að Guð sé almátt­ugur og ein­hver spyr mig hvernig ég viti það og ég ég svara með því að vísa í orð Bibl­í­unnar getur sá hinn sami spurt mig hvernig ég viti að Biblían segi sann­leik­ann. Ef ég svara með því að segja að auð­vitað sé það satt þar sem Guð almátt­ugur hafi skrifað bibl­í­una segir sig sjálft að þarna er ég komin í hring og engin rök sem halda vatni eru þarna á ferð­inni. Ef við færum þetta yfir í kosn­inga­veru­leik­ann getur hring­skýr­ing litið svona út: Hvers vegna eru þið ekki að mæl­ast með neitt fylgi? Lík­lega vegna þess að ákveðnir sterkir fjöl­miðlar og aðrir við­hafa kerf­is­bundna þöggun á fram­boð­in­u.  Nú, hvers vegna eru þeir með þessa þögg­un? Nú, vegna þess að við erum ekki með nógu mikið fylgi! Þetta sér hver maður að þetta eru ekki væn­leg og mál­efna­leg vinnu­brögð og við­halda ein­göngu ríkj­andi vald­hafa. Þetta fellur alla vega ekki  inn í skil­grein­ing­una á lýð­ræð­is­ríki eins og ég skil það.

Auglýsing

Skemmti­leg­asta útfærslan á þess­ari rökvillu er úr gömlu ára­mótaskaupi frá því snemma á níunda ára­tugnum þar sem frétta­maður er að taka við­tal við tvo afdala bændur í Laug­ar­daln­um. Þar eru þeir spurðir hvort þeir séu með síma. ,,Nei, við erum ekki með neinn síma“. Nú, hvers vegna eru þið ekki með neinn síma spyr frétta­mað­ur­inn. ,,Nú, vegna þess að það hringir aldrei neinn í okk­ur“. Frétta­mað­ur­inn spyr þá í sam­úð­ar­tón: ,,Hvers vegna hringir aldrei neinn í ykk­ur?“. ,, NÚ VEGNA ÞESS AÐ VIÐ HÖFUM EKKI SÍMA!“ hreyta þeir í frétta­mann­inn.

Ein­hverjir gætu sagt að það sé engin skylda fyrir frjálsa fjöl­miðla eða félaga­sam­tök að bjóða öllum með og vissu­lega eng­inn laga­legur grunnur sem kveður á um það. Þessi skylda er hins vegar sið­ferði­leg og enn­fremur mál­efna­leg skylda í lýð­ræð­is­ríki ef fólk vill láta taka sig alvar­lega sem fjöl­miðil að mínu mati. Nú er ég heldur ekki að segja að ástæðan fyrir lágu fylgi standi og falli ein­göngu með umfjöllun til­tek­inna blaða. Vissu­lega er fólk hrætt við nýj­ungar og hræð­ist að atkvæði þeirra nýt­ist ekki sem skyldi. Það er auð­vitað annað mál að eiga við hegðun og hugsun almenn­ings og hvernig þeir mynda sér skoð­an­ir. En ég held að margir geti við­ur­kennt að Íslend­ingar eru ansi fljótir að gleyma og falla fyrir sömu lof­orðum sömu flokka kosn­ingu eftir kosn­ingu þrátt fyrir að þau séu mjög oft svik­in. Ein­hvers staðar sá ég skil­grein­ingu á geð­veiki sem að gera alltaf sama hlut­inn aftur og aftur og búast við nýrri útkomu. Dæmi nú hver fyrir sig.

Höf­undur er í öðru sæti á fram­boðs­lista Dög­unar í Reykja­vík.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None