Platlýðræði, rökvilla eða geðveiki?

borgin_vef.jpg
Auglýsing

Það er frekar óþægi­leg stað­reynd að átta sig á því árið 2014 á Íslandi að maður býr í raun ekki  í lýð­ræð­is­ríki. Sein­ast þegar ég vissi er það nauð­syn­legur hluti af lýð­ræði að kynna alla val­mögu­leika fyrir fólki og gefa þeim kost á að hafa aðgang að öllum upp­lýs­ingum sem skipta máli.

Núna fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar hefur borið meira og meira á því að ýmsir stórir fjöl­miðlar hafa kerf­is­bundið þaggað niður í litlu flokk­unum sem eru að bjóða sig fram. Rökin sem gefin eru fyrir þess­ari þöggun eru margs­konar en þó aðal­lega af tvennum toga: að þau bjóði bara þeim flokkum sem eru með þing­menn eða þeim sem ná yfir 5% í skoð­ana­könn­un­um. Það hlýtur hver heil­vita maður að sjá að þessi rök eru ekki bara ólýð­ræð­is­leg og við­halda ríkj­andi valda­kerfi heldur fela þau einnig í sér ákveðna rökvillu.

Sú rökvilla kall­ast á máli rök­fræð­inn­ar, hring­skýr­ing. Hring­skýr­ing felur það í sér að for­senda skoð­unar er útskýrð með skoð­un­inni sjálfri og er því ekki raun­veru­lega skýr­ing. Tökum dæmi: Ef ég segi að Guð sé almátt­ugur og ein­hver spyr mig hvernig ég viti það og ég ég svara með því að vísa í orð Bibl­í­unnar getur sá hinn sami spurt mig hvernig ég viti að Biblían segi sann­leik­ann. Ef ég svara með því að segja að auð­vitað sé það satt þar sem Guð almátt­ugur hafi skrifað bibl­í­una segir sig sjálft að þarna er ég komin í hring og engin rök sem halda vatni eru þarna á ferð­inni. Ef við færum þetta yfir í kosn­inga­veru­leik­ann getur hring­skýr­ing litið svona út: Hvers vegna eru þið ekki að mæl­ast með neitt fylgi? Lík­lega vegna þess að ákveðnir sterkir fjöl­miðlar og aðrir við­hafa kerf­is­bundna þöggun á fram­boð­in­u.  Nú, hvers vegna eru þeir með þessa þögg­un? Nú, vegna þess að við erum ekki með nógu mikið fylgi! Þetta sér hver maður að þetta eru ekki væn­leg og mál­efna­leg vinnu­brögð og við­halda ein­göngu ríkj­andi vald­hafa. Þetta fellur alla vega ekki  inn í skil­grein­ing­una á lýð­ræð­is­ríki eins og ég skil það.

Auglýsing

Skemmti­leg­asta útfærslan á þess­ari rökvillu er úr gömlu ára­mótaskaupi frá því snemma á níunda ára­tugnum þar sem frétta­maður er að taka við­tal við tvo afdala bændur í Laug­ar­daln­um. Þar eru þeir spurðir hvort þeir séu með síma. ,,Nei, við erum ekki með neinn síma“. Nú, hvers vegna eru þið ekki með neinn síma spyr frétta­mað­ur­inn. ,,Nú, vegna þess að það hringir aldrei neinn í okk­ur“. Frétta­mað­ur­inn spyr þá í sam­úð­ar­tón: ,,Hvers vegna hringir aldrei neinn í ykk­ur?“. ,, NÚ VEGNA ÞESS AÐ VIÐ HÖFUM EKKI SÍMA!“ hreyta þeir í frétta­mann­inn.

Ein­hverjir gætu sagt að það sé engin skylda fyrir frjálsa fjöl­miðla eða félaga­sam­tök að bjóða öllum með og vissu­lega eng­inn laga­legur grunnur sem kveður á um það. Þessi skylda er hins vegar sið­ferði­leg og enn­fremur mál­efna­leg skylda í lýð­ræð­is­ríki ef fólk vill láta taka sig alvar­lega sem fjöl­miðil að mínu mati. Nú er ég heldur ekki að segja að ástæðan fyrir lágu fylgi standi og falli ein­göngu með umfjöllun til­tek­inna blaða. Vissu­lega er fólk hrætt við nýj­ungar og hræð­ist að atkvæði þeirra nýt­ist ekki sem skyldi. Það er auð­vitað annað mál að eiga við hegðun og hugsun almenn­ings og hvernig þeir mynda sér skoð­an­ir. En ég held að margir geti við­ur­kennt að Íslend­ingar eru ansi fljótir að gleyma og falla fyrir sömu lof­orðum sömu flokka kosn­ingu eftir kosn­ingu þrátt fyrir að þau séu mjög oft svik­in. Ein­hvers staðar sá ég skil­grein­ingu á geð­veiki sem að gera alltaf sama hlut­inn aftur og aftur og búast við nýrri útkomu. Dæmi nú hver fyrir sig.

Höf­undur er í öðru sæti á fram­boðs­lista Dög­unar í Reykja­vík.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None