Hver borgar stóra loforðið?

hildur-1.jpg
Auglýsing

Í stjórnmálum er of auðvelt að lofa og friðþægja með skammtímalausnum í staðinn fyrir að horfa til langtímahagsmuna. Líf stjórnmálamannsins er of auðvelt vegna þess að vasi skattgreiðandans eða skuldabréfið sem kemur ekki til greiðslu fyrr en seinna er innan seilingar.

Ég hef talað fyrir því að til að sporna við þeirri þróun ættum við að ímynda okkur að þegar borgarstjórn biður Reykvíkinga um að taka af fjármunum sínum til að leggja í sameiginlegan sjóð eigi þeir að mæta í Ráðhúsið, standa í röð og rétta borgarfulltrúum peningaseðlana sína. Það væri augljóslega ekki skilvirkt, en þannig yrði þó líklega borin meiri virðing fyrir því að útsvarið er peningar borgarbúa sem þeir treysta að farið sé með eins vel og hægt er. Nú er útsvarið í Reykjavík í leyfilegu hámarki af því sem borgarbúar vinna sér inn. Hefði meirihlutinn hækkað útsvarið upp í topp til að excel-skjölin litu betur út ef hann hefði þurft að biðja borgarbúa um að koma aftur í Ráðhúsið og standa aftur í röð til að borga aðeins meira?  Nei, líklega hefðu tölurnar verið rýndar betur til að þurfa ekki að biðja útsvarsgreiðendur um það.

Samfylkingin flýgur hátt þessa dagana á loforðum um að bjarga Reykvíkingum um 2500 – 3000 leiguíbúðir. Flokkurinn vill að borgin taki þátt í leigufélögum sem leigi út íbúðir á almennum húsnæðismarkaði. Frambjóðendur hans hafa hins vegar þagað þunnu hljóði þegar gengið er á eftir þeim um svör um hvernig þeir ætla að forða því sem hefur gerst út um allan heim; afskipti hins opinbera af almennum leigumarkaði hafa slæm áhrif.

Auglýsing

Það er reyndar ekki bara Samfylkingin sem daðrar við þessar hugmyndir. Vinstriflokkarnir vilja allir inngrip hins opinbera í húsnæðismarkaðinn, þó með mismunandi áherslum. Þeir bera reyndar sjálfir mesta ábyrgð á stöðunni eins og hún er í dag. Í stjórnartíð núverandi meirihluta og R-listameirihlutanna á undan honum olli lóðaskortur því að framboð á húsnæði annaði ekki eftirspurn með tilheyrandi hækkandi verðlagi.

Dæmin um allan heim sanna hins vegar að afskipti hins opinbera af almennum leigumarkaði eru vond pólitík. Það er algjörlega augljóst að ekki verður hægt að fjármagna og reka 2500 – 3000 leiguíbúðir án þess að því fylgi rausnarlegur niðurgreiðslutékki frá borgarbúum. Byggingarkostnaður verður meiri en leigutekjur munu standa undir, eins og meira að segja stuðningsmenn hugmyndarinnar benda á – hver mun brúa það bil? Það verða að öllum líkindum reykvískir skattgreiðendur.

Meirihlutinn réttlætir hugmyndirnar með því að það vanti húsnæði fyrir stúdenta, aldraða og þá sem standa höllum fæti. Það er rétt að félagslegt húsnæði vantar sárlega í Reykjavík, ekki síst út af því að á þessu kjörtímabili hefur einungis verið útdeilt um fimmtungi þess fjölda félagslegra íbúða sem gert var áratuginn á undan. Það er því sjálfsagt að gera skurk í því en hins vegar er í húsnæðishugmyndum Samfylkingarinnar gert ráð fyrir að fjórðungi húsnæðisins verði útdeilt inn á almenna leigumarkaðinn; það er ekki til hópa sem við höfum komið okkur saman um sjálfsagt sé að borgin styðji heldur til venjulegs fólks með miðlungs tekjur. Það blasir því við að reykvískir skattgreiðendur muni niðurgreiða húsaleigu á almennum markaði fyrir einstaklinga sem eru hvorki aldraðir, stúdentar né þurfa félagslega þjónustu. Samfylkingin vill auðvitað fá atkvæði frá fólkinu sem vantar húsnæði og hyggst senda öllum Reykvíkingum tékkann eftir kosningar.

Alveg eins og það er ólíklegt að borgaryfirvöld myndu leyfa sér að hækka útsvarið sísvona ef það þyrfti að biðja Reykvíkinga um að mæta aftur niður í Ráðhús til að borga aðeins meira, er ólíklegt að stjórnmálamenn myndu leyfa sér að skella fram óútskýrðum og hættulegum loforðum í aðdraganda kosninga ef þeir þyrftu að biðja hvern og einn útsvarsgreiðanda að skrifa upp á tryggingavíxil fyrir kostnaði sem enginn veit hver verður. Hið gríðarlega stóra kosningaloforð sem klingir svo vel í eyrum hljómar nefnilega öðruvísi ef í því felst að biðja alla í Reykjavík um að koma með peningana sína niður í Ráðhús til að niðurgreiða húsaleigu fyrir fólk sem þarf ekki á félagslegri þjónustu að halda - þegar sú áhætta liggur þar að auki undir að með slíku inngripi og niðurgreiðslum sé verið að bjaga allan markaðinn sem verður að lokum engum til góðs.

Borgin á því ekki að taka áhættu með peninga skattgreiðenda með því að taka beinan þátt í einhvers konar leigufélögum á almennum markaði. Hún þarf hins vegar að skapa sómasamlegan ramma sem auðveldar einkaaðilum að byggja og leigja út íbúðir ódýrar. Það er gert með að bæta strax úr lóðaskorti, hafa samkeppnishæfar gjaldskrár þannig að þeir sem búa smærra borgi minna og einfalda og auka valfrelsi innan reglurammanna. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins til að stemma stigu við húsnæðisvandanum í Reykjavík. Það er raunhæft, framkvæmanlegt og skynsamlegt kosningaloforð – þar sem Reykvíkingar munu ekki þurfa að taka upp veskið til að fjármagna loforð stjórnmálamannanna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None