Hver borgar stóra loforðið?

hildur-1.jpg
Auglýsing

Í stjórn­málum er of auð­velt að lofa og frið­þægja með skamm­tíma­lausnum í stað­inn fyrir að horfa til lang­tíma­hags­muna. Líf stjórn­mála­manns­ins er of auð­velt vegna þess að vasi skatt­greið­and­ans eða skulda­bréfið sem kemur ekki til greiðslu fyrr en seinna er innan seil­ing­ar.

Ég hef talað fyrir því að til að sporna við þeirri þróun ættum við að ímynda okkur að þegar borg­ar­stjórn biður Reyk­vík­inga um að taka af fjár­munum sínum til að leggja í sam­eig­in­legan sjóð eigi þeir að mæta í Ráð­hús­ið, standa í röð og rétta borg­ar­full­trúum pen­inga­seðl­ana sína. Það væri aug­ljós­lega ekki skil­virkt, en þannig yrði þó lík­lega borin meiri virð­ing fyrir því að útsvarið er pen­ingar borg­ar­búa sem þeir treysta að farið sé með eins vel og hægt er. Nú er útsvarið í Reykja­vík í leyfi­legu hámarki af því sem borg­ar­búar vinna sér inn. Hefði meiri­hlut­inn hækkað útsvarið upp í topp til að excel-skjölin litu betur út ef hann hefði þurft að biðja borg­ar­búa um að koma aftur í Ráð­húsið og standa aftur í röð til að borga aðeins meira?  Nei, lík­lega hefðu töl­urnar verið rýndar betur til að þurfa ekki að biðja útsvars­greið­endur um það.

Sam­fylk­ingin flýgur hátt þessa dag­ana á lof­orðum um að bjarga Reyk­vík­ingum um 2500 – 3000 leigu­í­búð­ir. Flokk­ur­inn vill að borgin taki þátt í leigu­fé­lögum sem leigi út íbúðir á almennum hús­næð­is­mark­aði. Fram­bjóð­endur hans hafa hins vegar þagað þunnu hljóði þegar gengið er á eftir þeim um svör um hvernig þeir ætla að forða því sem hefur gerst út um allan heim; afskipti hins opin­bera af almennum leigu­mark­aði hafa slæm áhrif.

Auglýsing

Það er reyndar ekki bara Sam­fylk­ingin sem daðrar við þessar hug­mynd­ir. Vinstri­flokk­arnir vilja allir inn­grip hins opin­bera í hús­næð­is­mark­að­inn, þó með mis­mun­andi áhersl­um. Þeir bera reyndar sjálfir mesta ábyrgð á stöð­unni eins og hún er í dag. Í stjórn­ar­tíð núver­andi meiri­hluta og R-lista­meiri­hlut­anna á undan honum olli lóða­skortur því að fram­boð á hús­næði ann­aði ekki eft­ir­spurn með til­heyr­andi hækk­andi verð­lagi.

Dæmin um allan heim sanna hins vegar að afskipti hins opin­bera af almennum leigu­mark­aði eru vond póli­tík. Það er algjör­lega aug­ljóst að ekki verður hægt að fjár­magna og reka 2500 – 3000 leigu­í­búðir án þess að því fylgi rausn­ar­legur nið­ur­greiðslutékki frá borg­ar­bú­um. Bygg­ing­ar­kostn­aður verður meiri en leigu­tekjur munu standa und­ir, eins og meira að segja stuðn­ings­menn hug­mynd­ar­innar benda á – hver mun brúa það bil? Það verða að öllum lík­indum reyk­vískir skatt­greið­end­ur.

Meiri­hlut­inn rétt­lætir hug­mynd­irnar með því að það vanti hús­næði fyrir stúd­enta, aldr­aða og þá sem standa höllum fæti. Það er rétt að félags­legt hús­næði vantar sár­lega í Reykja­vík, ekki síst út af því að á þessu kjör­tíma­bili hefur ein­ungis verið útdeilt um fimmt­ungi þess fjölda félags­legra íbúða sem gert var ára­tug­inn á und­an. Það er því sjálf­sagt að gera skurk í því en hins vegar er í hús­næð­is­hug­myndum Sam­fylk­ing­ar­innar gert ráð fyrir að fjórð­ungi hús­næð­is­ins verði útdeilt inn á almenna leigu­mark­að­inn; það er ekki til hópa sem við höfum komið okkur saman um sjálf­sagt sé að borgin styðji heldur til venju­legs fólks með miðl­ungs tekj­ur. Það blasir því við að reyk­vískir skatt­greið­endur muni nið­ur­greiða húsa­leigu á almennum mark­aði fyrir ein­stak­linga sem eru hvorki aldr­að­ir, stúd­entar né þurfa félags­lega þjón­ustu. Sam­fylk­ingin vill auð­vitað fá atkvæði frá fólk­inu sem vantar húsnæði og hyggst senda öllum Reyk­vík­ingum tékk­ann eftir kosn­ing­ar.

Alveg eins og það er ólík­legt að borg­ar­yf­ir­völd myndu leyfa sér að hækka útsvarið sís­vona ef það þyrfti að biðja Reyk­vík­inga um að mæta aftur niður í Ráð­hús til að borga aðeins meira, er ólík­legt að stjórn­mála­menn myndu leyfa sér að skella fram óút­skýrðum og hættu­legum lof­orðum í aðdrag­anda kosn­inga ef þeir þyrftu að biðja hvern og einn útsvars­greið­anda að skrifa upp á trygg­inga­víxil fyrir kostn­aði sem eng­inn veit hver verð­ur. Hið gríð­ar­lega stóra kosn­inga­lof­orð sem klingir svo vel í eyrum hljómar nefni­lega öðru­vísi ef í því felst að biðja alla í Reykja­vík um að koma með pen­ing­ana sína niður í Ráð­hús til að nið­ur­greiða húsa­leigu fyrir fólk sem þarf ekki á félags­legri þjón­ustu að halda - þegar sú áhætta liggur þar að auki undir að með slíku inn­gripi og nið­ur­greiðslum sé verið að bjaga allan mark­að­inn sem verður að lokum engum til góðs.

Borgin á því ekki að taka áhættu með pen­inga skatt­greið­enda með því að taka beinan þátt í ein­hvers konar leigu­fé­lögum á almennum mark­aði. Hún þarf hins vegar að skapa sóma­sam­legan ramma sem auð­veldar einka­að­ilum að byggja og leigja út íbúðir ódýr­ar. Það er gert með að bæta strax úr lóða­skorti, hafa sam­keppn­is­hæfar gjald­skrár þannig að þeir sem búa smærra borgi minna og ein­falda og auka val­frelsi innan reglurammanna. Það er stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins til að stemma stigu við hús­næð­is­vand­anum í Reykja­vík. Það er raun­hæft, fram­kvæm­an­legt og skyn­sam­legt kosn­inga­lof­orð – þar sem Reyk­vík­ingar munu ekki þurfa að taka upp veskið til að fjár­magna lof­orð stjórn­mála­mann­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None