Ráðherrann og aðstoðarmaðurinn

„Á meðan dómsmálaráðherra er í þinginu að reyna efla viðbragð gegn mútubrotum, er aðstoðarmaður hans opinberlega að pönkast í blaðamanni og krefjast þess að hann brjóti fjölmiðlalög,“ skrifar Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.

Auglýsing

Það er væg­ast sagt sér­stakt að á sama tíma og dóms­mála­ráð­herra leitar til Alþingis með laga­frum­varp til að bregð­ast við mútu­brot­um, sé aðstoð­ar­maður hans að ham­ast á blaða­manni í útvarps­þætti og þrá­spyrja um gögn sem vísað gætu á heim­ild­ar­menn. Gögn sem tengj­ast einum anga stærsta mútu­máls Íslands­sög­unnar sem hefur verið til rann­sóknar nokkrum lönd­um.

Þetta er svo sér­stakt að það þarf eig­in­lega að nefna þetta tvisvar. Á meðan dóms­mála­ráð­herra er í þing­inu að reyna efla við­bragð gegn mútu­brot­um, er aðstoð­ar­maður hans opin­ber­lega að pönk­ast í blaða­manni og krefj­ast þess að hann brjóti fjöl­miðla­lög með því að upp­lýsa um gögn sem vísað gætu á heim­ild­ar­menn sem tengj­ast risa­stóru mútu­máli.

Sam­hengið er ein­falt. Stór­fyr­ir­tæki er grunað um alvar­legt brot. Það voru fjöl­miðlar sem upp­lýstu um brot­ið. Fyr­ir­tækið bregst við með árásum á blaða­menn. Fjöl­miðlar upp­lýsa um hverjir eru á bak við árás­irn­ar. Þeir sem taka sér sjálf­krafa stöðu gegn fjöl­miðl­unum í þess­ari atburða­r­ás, en þegja yfir fram­göngu fyr­ir­tæk­is­ins, eða jafn­vel verja það, eru á gler­hálum villi­göt­um.

Auglýsing

En þótt Baldur og Konni séu víða vonum við heitt og inni­lega að aðstoð­ar­mað­ur­inn sé ekki að berg­mála ein­hver við­horf ráð­herr­ans um að fjöl­miðlar upp­lýsi um gögn sín og heim­ild­ar­menn, sem njóta verndar sam­kvæmt lög­um. Að þessi rödd komi úr ráðu­neyti sem hýsir lög­reglu, ákæru­vald og dóm­stóla er engu að síður óverj­andi. Að þessi rödd heyr­ist hæst þegar hags­munir útgerð­ar­fyr­ir­tækis kalla á er hins vegar ákaf­lega fyr­ir­sjá­an­legt.

Þetta við­horf afhjúpar hvers vegna við höfum áhyggjur af stöðu blaða­manna sem afhjúpa spill­ingu. Svona skiln­ings­leysi, byggt á trén­uðu við­horfi til fjöl­miðla­frels­is, er hættu­legt. Það er ekki bara ein­hver sér­viska blaða­manna eða nöldur í stjórn­ar­and­stöðu að halda slíku fram. Tveir ráð­herrar í rík­is­stjórn­inni hafa stigið fram viðrað áhyggjur sín­ar. For­sæt­is­ráð­herra er brugðið yfir stöð­unni og mat­væla­ráð­herra er þeirrar skoð­unar að blaða­menn með rétt­ar­stöðu sak­born­ings sé „þungt skref“. Ung­liða­hreyf­ingar nokk­urra stjórn­mála­flokka, þar af tveggja stjórn­ar­flokka, hafa tekið undir þetta. Það eru ekki verð­laun í boði fyrir þá sem vita svarið við því hvaða flokkur er ekki með í þess­ari veg­ferð. Svarið er of aug­ljóst.

Sam­herj­a­málið er ein ástæða þess að Ísland er fallið í 16. sætið yfir fjöl­miðla­frelsi í heim­in­um. Það er tals­vert alvar­legra mál en að lenda ítrekað í 16. sæti í Júró­ví­sjón. Alvar­leg­ast af öllu er þó að afmark­aður hluti þjóð­ar­innar skuli ekki átta sig á þess­ari ein­földu stað­reynd.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar