Ráðherrann og aðstoðarmaðurinn

„Á meðan dómsmálaráðherra er í þinginu að reyna efla viðbragð gegn mútubrotum, er aðstoðarmaður hans opinberlega að pönkast í blaðamanni og krefjast þess að hann brjóti fjölmiðlalög,“ skrifar Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.

Auglýsing

Það er væg­ast sagt sér­stakt að á sama tíma og dóms­mála­ráð­herra leitar til Alþingis með laga­frum­varp til að bregð­ast við mútu­brot­um, sé aðstoð­ar­maður hans að ham­ast á blaða­manni í útvarps­þætti og þrá­spyrja um gögn sem vísað gætu á heim­ild­ar­menn. Gögn sem tengj­ast einum anga stærsta mútu­máls Íslands­sög­unnar sem hefur verið til rann­sóknar nokkrum lönd­um.

Þetta er svo sér­stakt að það þarf eig­in­lega að nefna þetta tvisvar. Á meðan dóms­mála­ráð­herra er í þing­inu að reyna efla við­bragð gegn mútu­brot­um, er aðstoð­ar­maður hans opin­ber­lega að pönk­ast í blaða­manni og krefj­ast þess að hann brjóti fjöl­miðla­lög með því að upp­lýsa um gögn sem vísað gætu á heim­ild­ar­menn sem tengj­ast risa­stóru mútu­máli.

Sam­hengið er ein­falt. Stór­fyr­ir­tæki er grunað um alvar­legt brot. Það voru fjöl­miðlar sem upp­lýstu um brot­ið. Fyr­ir­tækið bregst við með árásum á blaða­menn. Fjöl­miðlar upp­lýsa um hverjir eru á bak við árás­irn­ar. Þeir sem taka sér sjálf­krafa stöðu gegn fjöl­miðl­unum í þess­ari atburða­r­ás, en þegja yfir fram­göngu fyr­ir­tæk­is­ins, eða jafn­vel verja það, eru á gler­hálum villi­göt­um.

Auglýsing

En þótt Baldur og Konni séu víða vonum við heitt og inni­lega að aðstoð­ar­mað­ur­inn sé ekki að berg­mála ein­hver við­horf ráð­herr­ans um að fjöl­miðlar upp­lýsi um gögn sín og heim­ild­ar­menn, sem njóta verndar sam­kvæmt lög­um. Að þessi rödd komi úr ráðu­neyti sem hýsir lög­reglu, ákæru­vald og dóm­stóla er engu að síður óverj­andi. Að þessi rödd heyr­ist hæst þegar hags­munir útgerð­ar­fyr­ir­tækis kalla á er hins vegar ákaf­lega fyr­ir­sjá­an­legt.

Þetta við­horf afhjúpar hvers vegna við höfum áhyggjur af stöðu blaða­manna sem afhjúpa spill­ingu. Svona skiln­ings­leysi, byggt á trén­uðu við­horfi til fjöl­miðla­frels­is, er hættu­legt. Það er ekki bara ein­hver sér­viska blaða­manna eða nöldur í stjórn­ar­and­stöðu að halda slíku fram. Tveir ráð­herrar í rík­is­stjórn­inni hafa stigið fram viðrað áhyggjur sín­ar. For­sæt­is­ráð­herra er brugðið yfir stöð­unni og mat­væla­ráð­herra er þeirrar skoð­unar að blaða­menn með rétt­ar­stöðu sak­born­ings sé „þungt skref“. Ung­liða­hreyf­ingar nokk­urra stjórn­mála­flokka, þar af tveggja stjórn­ar­flokka, hafa tekið undir þetta. Það eru ekki verð­laun í boði fyrir þá sem vita svarið við því hvaða flokkur er ekki með í þess­ari veg­ferð. Svarið er of aug­ljóst.

Sam­herj­a­málið er ein ástæða þess að Ísland er fallið í 16. sætið yfir fjöl­miðla­frelsi í heim­in­um. Það er tals­vert alvar­legra mál en að lenda ítrekað í 16. sæti í Júró­ví­sjón. Alvar­leg­ast af öllu er þó að afmark­aður hluti þjóð­ar­innar skuli ekki átta sig á þess­ari ein­földu stað­reynd.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar