Reykjavík er náttúrulega best

Í dag búa 80% landsmanna í Reykjavík eða innan eins klukkustunda aksturs frá áhrifasvæði hennar. Er náttúrulögmál að þetta sé svona? Nei, augljóslega ekki, skrifar Ívar Ingimarsson, íbúi á Egilsstöðum.

Auglýsing

Um miðja 18. öld var ákveðið að Reykja­vík skyldi verða borg en þá bjuggu nokkur hund­ruð manns á víð og dreif um Reykja­vík­ur­sókn. Danir höfðu áhyggjur af okkur Íslend­ingum og með ein­hverjum hætti varð að bjarga okk­ur. Leiðin sem þeir sáu var að þétta byggð og byggja upp kjarna sem yrðir að borg sem gæti veitt mennt­un, þjón­ustu, menn­ingu og aukin lífs­gæði.

Hvernig fóru Danir að þessu? Þeir fjár­festu og færðu opin­bera þjón­ustu til Reykja­vík­ur. Þeir fjár­festu í iðn­aði og iðn­mennt­un. Fyr­ir­tækið Inn­rétt­ing­arnar (Hans Majestæt Hystalig Kong Frider­ich den 5. Stiftede Indretn­inger) var stofnað 1751 en þetta var fyr­ir­tæki sem skyldi kenna Íslend­ingum ýmsa iðn.

Þessi fjár­fest­ing mark­aði þátta­skil en við hús fyr­ir­tæk­is­ins varð til fyrsta gatan í fyr­ir­hug­uðu þorpi.

Auglýsing

Upp­bygg­ingin hætti ekki þarna. Alls konar stofn­anir og emb­ætti sem voru hér og þar um landið voru flutt til Reykja­víkur eða nágrenni eins og: Lands­fó­get­inn 1755, Land­læknir á Sel­tjarn­ar­nes 1763 og síðar færður til Reykja­víkur 1834, Apó­tek­ar­inn 1772 og fluttur til Reykja­víkur 1834, Hóla­valla­skóli 1786, biskup yfir Íslandi 1797, Lands­yf­ir­réttur 1800, stift­maður 1804, prent­smiðja í Viðey 1819 og færð til Reykja­víkur 1844, Alþingi end­ur­reist í Reykja­vík 1845, Lærði skól­inn 1846 og Presta­skól­inn 1847 sem urðu und­ir­staða Háskóla Íslands og svo var Lands­bank­inn stofn­aður og byggður 1886.

Höfn í Reykja­vík

Hvað væri Reykja­vík án hafn­ar? “Senni­lega ekki höf­uð­staður lands­ins, lík­lega lítið kot­þorð (kot­þorp) og fremd (frægð) þess við það eitt bund­ið, að Ingólfur setti sig þar niður í önd­verðu og Inn­rétt­ingar Skúla fógeta lentu þar”. Svona spurði og svar­aði Knud Zim­sen fyrrum borg­ar­stjóri Reykja­víkur (1914-1932) sjálfan sig í bók­inni “Úr bæ í borg”. Og það er svo mikið til í þessu hjá honum

Að fjár­festa í höfn í Reykja­vík gaf bænum for­skot á allt annað á Íslandi. Reykja­vík verður við það mið­stöð flutn­inga til og frá land­inu. Þegar tog­arar koma til sög­unnar geta þeir lagst að og landað og í kringum það verður gríð­ar­leg fjár­fest­ing og upp­bygg­ing atvinnu. Aukin umsvif togar­anna kall­aði á ennþá frek­ari fjár­fest­ingar í hafn­ar­að­stöðu.

Hafn­ar­að­staðan verður svo til þess að þegar seinni heim­stríðs­öldin (1939-1945) skellur á liggur beint við að Bretar og Banda­ríkja­menn hafa aðstöðu í Reykja­vík til að leggja her­skipum sínum að. Bretar byggja upp flug­völl í Reykja­vík og Banda­ríkja­menn Kefla­vík­ur­flug­völl sem svo er gef­inn Íslend­ingum í lok stríðs­ins og verður mið­stöð milli­landa­flugs til Íslands og er í dag eina stóra gátt­inn inn í land­ið, og býr til störf og tæki­færi.

Hver er ég að fara með þessu?

Ég er að benda á það aug­ljósa. Breyttu aðstæðum og þú breytir mögu­leikum fólks til búsetu. Þegar hafn­ar­að­staða var byggð upp í Reykja­vík þótti hún nátt­úru­lega ekki góð en sú ákvörðun að byggja upp Reykja­vík hefur heldur betur tek­ist vel. Þetta var rétt ákvörð­un. Íslend­inga vant­aði þjón­ustu­kjarna sem gæti vaxið og veitt fólki atvinnu, mennt­un, þjón­ustu og menn­ingu. Aukin lífs­gæði. Vand­inn er sá að löngu eftir að Reykja­vík varð borg hefur þessi byggða­að­gerð haldið áfram, þannig að lands­byggðin sem svo sann­ar­lega hefur stutt við höf­uð­borg­ina stendur eftir veik­ari og fámenn­ari með einni und­an­tekn­ingu, Akur­eyri.

Í dag búa 80% lands­manna í Reykja­vík eða innan eins klukku­stunda akst­urs frá áhrifa­svæði henn­ar. Er nátt­úru­lög­mál að þetta sé svona? Nei, aug­ljós­lega ekki. Þessi vel heppn­aða byggða­að­gerð hefur tek­ist svo vel að hún hefur skapað gríð­ar­legt ójafn­vægi. Ójafn­vægi í búsetu, ójafn­vægi í ákvörð­un­ar­töku, ójafn­vægi í fjár­fest­ing­um, ójafn­vægi í tæki­fær­um.

Þetta ójafn­vægi er ekki gott fyrir Ísland. Vanda­mál höf­uð­borg­ar­innar og lands­byggð­anna er sam­tvinnað í þess­ari borg­ar­stefnu. Hátt fast­eigna- og leigu­verð, götur sem ráða ekki við sífellt fleiri bíla, meðan lands­byggð­irnar búa við frost í bygg­ingu hús­næð­is, lélegar sam­göngur og verri aðstaða til mennta og heil­brigð­is­þjón­ustu. Afleið­ing þess er fámenni.

Breytum aðstæðum

Ef ráð­menn telja að núver­andi staða sé ekki góð fyrir Ísland verða þeir að gera eitt­hvað í þessu. Af dæm­unum hér að ofan er aug­ljóst hvað það er, það þarf að stór­auka fjár­fest­ingu út um lands­byggð­irn­ar. Það þarf að fjár­festa í innvið­um, sam­göngum og þjón­ustu, og breyta aðstæðum á þann hátt, að sá sem býr í Reykja­vík í dag sér sér fært að búa út á landi óski hann sér þess, ein­ungis þannig skap­ast jafn­vægi. Til þess að svo megi verða, þurfa alþing­is­menn, ráða­menn, emb­ætt­is­menn og opin­berir starfs­menn sem lang flestir búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að vera til­búnir að breyta borg­ar­stefnu í lands­byggða­stefnu.

Höf­undur er íbúi á Egils­stöð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar