Staða efnahagsmála: Aldrei nógu góð

glufimagg.jpg
Auglýsing

Mat manna á stöðu efna­hags­mála fer fyrst og fremst eftir því við hvað þeir miða. Miðað við hvað við héldum að við værum rík árið 2007 er þjóðin frekar blönk núna. Miðað við Norð­menn erum við líka hálf­gerðir þurfaling­ar. Á flesta aðra mæli­kvarða hafa Íslend­ingar það að jafn­aði hins vegar mjög gott. Að jafn­aði er reyndar hættu­legt orða­lag í þessu sam­hengi – í því felst að horft er fram­hjá því að sumir hafa það verra en aðr­ir. Þeir eru lík­lega almennt óánægðir með stöð­una. Hinir flestir ánægð­ari. Nema þeir beri sig saman við Norð­menn.

Ótrú­legur vöxtur á 20. öld



Frá upp­hafi síð­ustu aldar hefur lands­fram­leiðsla á mann á Íslandi 15-fald­ast. Síð­ustu hálfa öld hefur hún meira en þre­fald­ast. Það er ótrú­legur vöxt­ur. Þótt lands­fram­leiðsla sé afar ófull­kom­inn mæli­kvarði á lífs­kjör eru þau svo miklu betri nú en þá að það er nær ógjörn­ingur fyrir flesta núlif­andi Íslend­inga að setja sig í fót­spor þeirra for­feðra sinna sem tóku við stöðn­uðu, blá­fá­tæku land­bún­að­ar­landi og breyttu því í for­ríkt nútíma­ríki. Það tók ekki nema u.þ.b. fjórar kyn­slóð­ir.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_09_04/36[/em­bed]

Íslend­ingar munu fyr­ir­sjá­an­lega ekki upp­lifa næstum jafn­miklar breyt­ingar á efna­hags­líf­inu á 21. öld­inni og þeirri tutt­ug­ustu. Það er nán­ast úti­lokað annað en að hag­vöxtur verði mun hæg­ari á þess­ari öld en þeirri síð­ustu. Margir af þeim þáttum sem skiptu miklu fyrir hag­vöxt á síð­ustu öld munu ekki leika sama hlut­verk næstu ára­tugi. Þannig skipti aukin sókn kvenna út á vinnu­mark­að­inn miklu. Þær voru helm­ingi færri en karlar á vinnu­mark­aði á milli­stríðs­ár­unum en eru nú litlu færri. Það munar um minna. Ald­urs­skipt­ing þjóð­ar­innar varð sömu­leiðis sífellt hag­stæð­ari síð­ustu hálfa öld, þ.e. sífellt hærra hlut­fall var á þeim aldri þar sem fólk er almennt á vinnu­mark­aði. Það hlut­fall náði hámarki fyrir um fimm árum og mun fara lækk­andi næstu ára­tugi.

Auglýsing

Byggt á nátt­úru­auð­lindum



Mikið af vexti síð­ustu aldar byggði á auk­inni nýt­ingu nátt­úru­auð­linda. Verð­mæti útfluttra sjáv­ar­af­urða 28-fald­að­ist á síð­ustu öld. Það kall­aði á nýja tækni, gríð­ar­legar fjár­fest­ingar í skipa­stól og veið­ar­færum og útfærslu land­helg­inn­ar. Þessi vöxtur hefur nú stöðvast. Und­an­far­inn ald­ar­fjórð­ung eða svo hefur verð­mæti útfluttra sjáv­ar­af­urða sveifl­ast í kringum tvo millj­arða Banda­ríkja­dala á ári á föstu verð­lagi. Það er ekk­ert útlit fyrir að fiski­miðin fari að skila umtals­vert meiru þótt lík­lega megi enn bæta nýt­ingu afla og ná meiri verð­mætum með ýmsum öðrum hætti. Þá er fisk­eldi enn lítið í sniðum hér­lendis og getur lík­lega vax­ið. Við höfum aldrei náð sam­bæri­legum tökum á því og Norð­menn.

Vöxt­ur­inn í orku­geir­anum var enn örari en í sjáv­ar­út­vegi. Síð­ustu hálfa öld hefur raf­orku­fram­leiðslan nær tvö­fald­ast á hverjum ára­tug og þrí­tug­fald­ast alls. Sá vöxtur hefur ekki stöðvast en óhugs­andi er annað en að það hægi veru­lega á hon­um. Þótt deilt sé um hvaða virkj­ana­kosti á að nýta hefur eng­inn lagt til það margar virkj­anir að þær gætu staðið undir slíkum vaxt­ar­hraða nema í e.t.v. einn ára­tug enn eða svo. Það er annað mál að allt útlit er fyrir að hægt verði að skapa mun meiri verð­mæti úr raf­orkunni með sölu hennar úr landi um sæstreng en gert hefur verið með sölu til álvera und­an­farna ára­tugi.

Um aðrar nátt­úru­auð­lind­ir, sér­stak­lega olíu, er fátt hægt að segja nú. Um nýt­ingu þeirra er nær full­komin óvissa. Nýjar leiðir til að vinna olíu eða gas á landi draga úr líkum á að hag­kvæmt verði á næstu ára­tugum að nýta hugs­an­lega olíu á hafs­botn­inum við Ísland. Alþjóð­leg þróun í átt að því að draga almennt úr brennslu jarð­efna­elds­neytis vegna gróð­ur­húsa­á­hrifa gerir það líka. Þá vinnur það ekki með Íslend­ingum á þessu sviði að þekk­ing inn­an­lands á olíu­vinnslu er nær engin og inn­viðir ekki til stað­ar. Við vissum meira um alþjóða­fjár­mál þegar ákveðið var að breyta land­inu í alþjóða­fjár­mála­mið­stöð með alkunnum árangri en við vitum um olíu­vinnslu nú.

Fjöl­mörg sókn­ar­færi



Hvar eru þá sókn­ar­fær­in? Þau eru mörg og ekki mjög fjar­læg eða lang­sótt – en það þarf að vanda vel til verka til að ná þeim. Sjáv­ar­út­vegur og orku­geir­inn verða auð­vitað afar mik­il­vægir áfram en vilji menn að hag­kerfið vaxi þarf næsta hag­vaxt­ar­skeið fyrst og fremst að byggja á fjár­fest­ingu í mannauði sem skilar auk­inni fram­leiðni á vinnu­stund en ekki auk­inni nýt­ingu nátt­úru­auð­linda. Fyr­ir­mynd­ina að þessu þarf ekki að sækja langt. Þetta hefur verið Dönum ljóst lengi og þeir hafa náð afar góðum árangri að þessu leyti. Þeir eiga ara­grúa fyr­ir­tækja í bæði fram­leiðslu og þjón­ustu af ýmsum stærðum sem eru vel sam­keppn­is­hæf alþjóð­lega. Lyk­ill­inn að vel­gengn­inni er fyrst og fremst hug­vit.

Verg lands­fram­leiðsla á mann er svipuð hér­lendis og í Dan­mörku. Við náðum Dönum að þessu leyti á átt­unda ára­tug­in­um, fyrir u.þ.b. einni kyn­slóð, og höfum haldið í við þá síð­an, en vorum hálf­drætt­ingar á við þá í upp­hafi síð­ustu ald­ar. Við þurfum hins vegar að hafa tals­vert meira fyrir þess­ari lands­fram­leiðslu en Dan­ir. Fram­leiðni á vinnu­stund er lægri hér, en vinnu­stund­irnar á mann fleiri, þrátt fyrir að við búum að mun meiri nátt­úru­auð­lindum á mann en Dan­ir.

Til að ná Dönum (og þar með ýmsum öðrum nágranna­löndum okk­ar) hvað fram­leiðni á vinnu­stund og þar með tíma­kaup varðar þarf að fjár­festa tals­vert í rann­sókn­um, þróun og menntun og styðja vel við nýsköp­un. Það gilda nákvæm­lega sömu lög­mál um þetta hér­lendis og ann­ars stað­ar.

vlf-gylfi Myndin birt­ist röng í snjall­tækja­út­gáfu Kjarn­ans en birt­ist rétt hér og í PDF-­út­gáfu og Issu­u-­út­gáfu. Beðist er vel­virð­ingar á þessu.

Óstöð­ug­leiki helsti vand­inn



Við­skiptaum­hverfið þarf líka að verða mun stöðugra. Án þess verður Ísland seint freist­andi kostur fyrir þá sem vilja hefja rekstur nema þá e.t.v. helst á sviðum sem tengj­ast beint nátt­úru­auð­lindum lands­ins. Það er ein helsta skýr­ing þess hve hörmu­lega hefur tek­ist að fá erlenda fjár­festa til Íslands alla tíð. Við höfum að sönnu fengið nóg fé frá útlöndum – en það hefur verið að uppi­stöðu til láns­fé, ekki eigið fé með þeirri þekk­ingu og við­skipta­tengslum sem slík fjár­fest­ing getur fært til lands­ins.

Óstöð­ug­leik­inn birt­ist m.a. í því að sam­drátt­ar­skeiðið sem hófst með hrun­inu varð það fjórða frá lýð­veld­is­stofnun þar sem lands­fram­leiðsla á mann dregst svo skarpt saman að það tekur fjölda ára að vinna það aftur upp. Óstöð­ug­leik­inn hefur þó verið enn meiri þegar kemur að verð­lagi og gengi – þ.e. íslensku krón­unni. Ekk­ert nágranna­landa okkar hefur búið við svipað umhverfi og við þegar kemur að pen­inga­mál­um. Núver­andi gjald­eyr­is­höft eru bara ein varðan enn á þeirri þrauta­göngu. Óstöð­ugur gjald­mið­ill býr til óþol­andi umhverfi fyrir bæði atvinnu­rek­endur og laun­þega.

Vöxtur getur komið víða fram. Á Íslandi hafa und­an­farin ár komið fram ýmis mjög áhuga­verð fyr­ir­tæki sem hafa haslað sér völl alþjóð­lega. Flest selja ýmiss konar þjón­ustu en einnig eru nokkur iðn­fyr­ir­tæki. Vand­inn er að þau eru helst til fá. Það er nán­ast hægt að telja þau stærstu á fingrum sér. Svona fyr­ir­tækjum er hægt að fjölga.

Lítil fram­leiðni í þjón­ustu



Út­flutn­ingur og gjald­eyr­is­sköpun er þó ekki það eina sem skiptir máli fyrir hag­vaxt­ar­horfur á Íslandi. Ekki eru síður sókn­ar­færi inn­an­lands. Fram­leiðni í ýmsum geirum inn­lendrar þjón­ustu er lít­il. Fyr­ir­tæki eru smá og sam­keppni tak­mörk­uð. Þetta kemur m.a. fram í versl­un. Það er því miður nán­ast reglan að vörur eru tals­vert dýr­ari hér­lendis en í nágranna­lönd­un­um. Ekki vegna flutn­ings­kostn­aðar og opin­berra gjalda, þótt slíkt skipti máli, heldur vegna þess að rekstr­ar­ein­ing­arnar eru svo litlar og óhag­kvæmar hér og aðhald mark­að­ar­ins tak­mark­að. Þessu verður vart breytt nema með því að íslenski mark­að­ur­inn verði sam­ofn­ari mörk­uðum nágranna­land­anna. Það gefur kost á auk­inni stærð­ar­hag­kvæmni og sam­keppni, sem eykur fram­leiðni í verslun og vöru­dreif­ingu og lækkar vöru­verð.

Ekk­ert af þessu mun ger­ast sjálf­krafa. Þetta eru lang­tíma­verk­efni fyrir sam­fé­lagið í heild.

Þokka­legt útlit til næstu ára



Ef við horfum til skemmri tíma, nokk­urra ára, eru flestar hag­spár nokkurn veg­inn sam­hljóma. Spáð er ein­hverjum hag­vexti, e.t.v. 3% á ári fyrir lands­fram­leiðslu í heild og um 2% fyrir vöxt lands­fram­leiðslu á mann. Í sögu­legu sam­hengi er það þokka­legt og í sam­an­burði við nágranna­löndin fínt. Einnig er spáð afgangi af við­skiptum við útlönd sem nemur um 2% af lands­fram­leiðslu. Það er líka ágætt. Við þurfum helst að hafa ein­hvern afgang á næstu árum vegna skuld­setn­ingar inn­lendra aðila utan­lands.

Afgang­ur­inn þarf ekki að vera meiri en þetta til að hrein skuld lands­manna við útlönd minnki hratt. Íslend­ingar skulda nú erlendum aðilum um hálfa lands­fram­leiðslu, þegar tekið hefur verið til­lit til lík­legra end­ur­heimta úr þrota­búum föllnu bank­anna, inn­lendra og erlendra eigna búanna og skipt­ingu kröfu­hafa. Með 3% hag­vexti á ári og 2% afgangi af við­skiptum við útlönd tekur innan við 20 ár að snúa stöð­unni við. Þá ættu Íslend­ingar meiri eignir í útlöndum en sem nemur eignum erlendra aðila hér og skuldum við útlönd. Það væri ekk­ert frá­leitt mark­mið, m.a. vegna þess að óhag­stæð­ari ald­urs­dreif­ing þjóð­ar­innar þegar líður á öld­ina gerir það æski­legt að eiga hreinan sjóð í útlöndum þegar þar að kem­ur.

Bráða­vand­inn snýr einkum að því að tals­verður hluti erlendra skulda er ekki fjár­magn­aður til langs tíma. Þær skuldir eru fjár­magn­aðar með höft­unum sem binda fé hér­lend­is. Það er vel leys­an­legt við­fangs­efni. Það er auð­vitað líka hægt að klúðra verk­efn­inu með glanna­skap og búa til hnút sem tekur mörg ár að leysa en það er annað mál.

Hið opin­bera í þokka­legum málum



Staðan gagn­vart útlöndum er eitt, fjár­mál hins opin­bera ann­að. Þar er þó eng­inn bráða­vandi. Halli á rekstri ríkis og sveit­ar­fé­laga verður lík­lega ein­hver í ár en þó ekki meiri en svo að hreinar skuldir hins opin­bera standa nokkurn veg­inn í stað sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu. Það er ágæt­lega við­un­andi. Hreinar skuldir hins opin­bera eru þó helst til hátt hlut­fall af lands­fram­leiðslu, rúm 50%. Það ætti að vera lang­tíma­mark­mið að lækka það eitt­hvað. Líf­eyr­is­skuldir hins opin­bera eru ekki inni í þess­ari tölu. Þær eru um 25% af lands­fram­leiðslu. Á móti á hið opin­bera vara­sjóð sem er eitt­hvað stærri, sem byggir á því að eignir líf­eyr­is­sjóða eru skatt­lagðar við útgreiðslu. Það er ástæðu­laust að missa svefn yfir þess­ari stöðu.

Það er raunar almennt ástæðu­laust að missa svefn yfir lífs­kjörum Íslend­inga. Þau eru mjög góð og geta orðið enn betri þegar líða tekur á öld­ina ef við höldum skyn­sam­lega á spil­un­um. Lífs­kjörin verða þó lík­lega sveiflu­kennd­ari hér en í nágranna­lönd­un­um. Það er annað mál að við verðum varla almennt ánægð með þau. Jafn­vel Norð­menn eru það ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None