burlington.jpg
Auglýsing

Á mið­viku­dag var til­kynnt að hol­lenski seðla­bank­inn hefði selt afgang­inn af Ices­a­ve-­kröfu sinni til Deutsche Bank fyrir um 96 millj­arða króna. Á föstu­dag greindi Kjarn­inn frá því að Deutsche Bank hefði í raun ekk­ert verið kaup­and­inn, heldur milli­göngu­að­ili fyrir ónafn­greinda og and­lits­lausa við­skipta­vini sína sem hafa mik­inn áhuga á að kaupa kröfur á gjald­þrota fyr­ir­tæki frá hafta­sjúkri eyju í miðju ball­ar­hafi sem hýsir jafn­marga og þýska borgin Bielefeld.

Styrkja stöðu sínaÍ milli­tíð­inni, á fimmtu­dag, greindi Kjarn­inn frá því að Burlington Loan Mana­gement, írskt skúffu­fyr­ir­tæki sem stýrt er af risa-vog­un­ar­sjóðnum Dav­id­son Kempner, hafi aukið eignir sínar á Íslandi um 70 pró­sent á árinu 2013. Það gerði þessi sjóður þrátt fyrir að hann, og fylgi­hnett­ir, væru þegar langstærsti ktöfu­hafi fall­ina íslenskra banka. Á meðan íslenskir stjón­mála­menn rifust um gjald­þrota- eða samn­inga­leið, hversu mikið ætti að gefa fólki í skulda­nið­ur­fell­ingu fyrir að kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn eða hvort seðla­banka­stjór­arnir ættu að vera einn eða þrír þá styrktu þessir aðilar stöðu sína hér­lendis veru­lega.

Eignir Burlington á Íslandi eru gríð­ar­leg­ar. Hann er stærsti ein­staki kröfu­hafi Glitn­is, á meðal stærstu kröfu­hafa Kaup­þings, á umtals­verðar kröfur í bú Lands­bank­ans, er á meðal eig­anda ALMC sem seldi 67 pró­sent hlut sinn í Straumi fjár­fest­inga­banka í júlí síð­ast­liðn­um, á beint 13,4 pró­sent hlut í Klakka (sem á 23 pró­sent í VÍS og allt hlutafé í Lýs­ingu) og keypti 26 millj­arða króna skuldir Lýs­ingar skömmu fyrir síð­ustu ára­mót. Auk þess hefur sjóð­ur­inn verið að kaupa hluti í Bakka­vör í Bret­landi af miklum móð, en þær eignir eru skráðar sem breskar þótt aðrir stórir eig­endur séu að mestu íslenskir og rætur fyr­ir­tæk­is­ins liggi hér­lend­is.

Náin tengsl Burlington og Deutsche BankÞað fæst ekki upp­gefið hverjir keyptu Ices­a­ve-­kröfu Hol­lend­inga af Deutsche Bank. Það fæst heldur ekki upp­gefið hverjir keyptu Ices­a­ve-­kröfur breskra sveita­fé­laga í febr­úar síð­ast­liðn­um. Við­mæl­end­ur, bæði inn­an­lands og erlend­is, segja þó að ekki sé um mjög stóran hóp að ræða sem hefur brenn­andi áhuga á kröfum eins og þess­um. Þar sé aðal­lega um að ræða stóra fjár­fest­inga- eða vog­un­ar­sjóði sem hafi verið að búa sér til arð­væn­lega stöðu á Íslandi með því að kaupa upp kröfur á hrakvirði allt frá hruni.

Það er líka full­yrt að sjóð­irnir séu mjög dug­legir við að taka þátt í end­ur­fjár­mögnun íslenskra stór­fyr­ir­tækja, meðal ann­ars með því að kaupa hlut í skulda­bréfa­út­áfum þeirra í gegnum þriðja aðila.

Auglýsing

Það liggur líka fyrir að sam­kurl Burlington Loan Mana­gement við Deutsche Bank hefur verið nokkuð mikið und­an­farin miss­eri, sér­stak­lega hvað varðar umsýslu á íslenskum eign­um.

Dótt­ur­fyr­ir­tæki þýska bankarisans, Deutsche Bank AG í Amster­dam, heldur til að mynda á 99 pró­sent af hlut­deild­ars­kirteinum í ALMC. Heim­ildir Burlington, eða sjóðir Dav­id­son Kempner, eru end­an­legir eig­endur hluta þeirra skirteina. Þá keypti Burlington 26 millj­arða króna skuldir Lýs­ingar af Deutsche Bank skömmu fyrir síð­ustu ára­mót.

Auk þess er ljóst að Dav­id­son Kempner sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­ið, eig­andi Burlington, er í miklum og nánum við­skiptum við Deutsche Bank víða um heim.

Verið að marka sér stöðu fyrir upp­gjöriðFjár­mála­ráð­herra skip­aði fyrir skemmstu fram­kvæmda­stjórn um rýmkun fjár­magns­hafta og réð fullt af sér­fræð­ingum til að starfa með henni. Þessi hópur á vænt­an­lega að ákveða ein­hvers­konar skil­yrði sem sett verða fyrir því að til greina komi að hleypa föllnu bönk­unum í nauða­samn­inga. Rök­rétt er að áætla að það sé ekk­ert sér­stak­lega langt í að þessi skil­yrði verði lögð fram og í kjöl­farið fari þá fram ein­hvers­konar við­ræður milli stjórn­valda og þrota­búa föllnu bank­anna, sem eiga um 2.500 millj­arða króna eign­ir, þar af um 500 millj­arða í íslenskum krón­um.

Stjórn­völd hafa von­andi nýtt síð­ast­liðið ár í að und­ir­búa þessa lotu vel, því morg­un­ljóst er að stærstu kröfu­haf­arnir hafa gert það. Þeir teygja sig sífellt í fleiri átt­ir. Það er meðal ann­ars full­yrt að þessir aðilar hafi keypt kvikar krónu­eign­ir, sem hægt er að losa út úr íslensku höft­unum í gegnum hin ótrú­legu fjár­fest­ing­ar­leið­ar­út­boð Seðla­bank­ans, sem veita afslætti af íslensku krón­unni. Það er líka full­yrt að sjóð­irnir séu mjög dug­legir við að taka þátt í end­ur­fjár­mögnun íslenskra stór­fyr­ir­tækja, meðal ann­ars með því að kaupa hlut í skulda­bréfa­út­áfum þeirra í gegnum þriðja aðila.

Til­gang­ur­inn er að marka sér sterka stöðu þegar kemur að upp­gjör­inu á Íslandi. Það hefur nefni­lega ekki átt sér stað. Og því meira af íslenskum eign­um, kröfum og skuldum sem vog­un­ar­sjóð­irnir sanka að sér því betri verður staða þeirra til að hafa áhrif á efna­hags­leg örlög okk­ar. Því meira munu þeir hafa að segja um nið­ur­stöð­una. Því mið­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None