Stjórnmál sem svara kalli tímans

Kristrún Frostadóttir segir að markaðurinn sé mannanna verk. Við semjum sjálf leikreglurnar í okkar samfélagi.

Auglýsing

Hinn frjálsi mark­aður kemur ekki af himnum ofan. Í heimi umfangs­mik­illa gagna og rann­sókna höfum við í auknum mæli leitað að hlut­lausum lausnum, nið­ur­stöðum sem hægt er að reikna sig niður á, hald­reipi um bestu mögu­legu útkomu án þess að vottur af póli­tík sé til stað­ar. Gagna­drifnar aðgerðir og ákvarð­anir geta sköpum skipt. En allt er aðstæðum háð, for­send­urnar og leik­regl­urnar sem við störfum eftir móta nefni­lega nið­ur­stöð­una. Sú nið­ur­staða er langt í frá hlut­laus þó hún sé afleið­ing frjálsra við­skipta. Hún byggir á ákvörð­unum stjórn­mála­manna. Stjórn­mál skipta máli.

Stór hluti fjár­magns sem veitt var út í hag­kerfið í fyrra í gegnum banka­kerfið rann inn á fast­eigna­markað og dreif áfram sögu­lega miklar hækk­anir á íbúða­verði. Þar var hinn frjálsi mark­aður að verki. Innan þess ramma sem hið opin­bera hafði skapað hon­um. Útreikn­ingar á áhættu­töku banka taka mið af reglum sem við sjálf setj­um, og þar vill svo til að hús­næð­is­lán eru áhættu­minnst. 

Stjórn­völd bera ábyrgð á því að sníða mark­að­inn í mann­legra form og bregð­ast við mark­aðs­brestum líkt og þess­um. Enda er mark­að­ur­inn mann­anna verk. Við semjum sjálf leik­regl­urnar í okkar sam­fé­lagi. Við verðum að hafa stjórn­völd sem skilja þetta sam­spil ríkis og einka­geira. Sveigj­an­leiki þarf að vera til staðar til að bregð­ast við breyttri heims­mynd eftir því sem sam­fé­lagið þró­ast. 

Núver­andi stjórn­ar­flokkar vita þetta reyndar alveg, þó oft sé talað um mik­il­vægi þess að ríkið sé ekki fyrir fólki – ekki fyrir einka­geir­anum – í stað þess að benda á hið aug­ljósa; hvers mik­il­vægur rammi stjórn­valda er fyrir blóm­strandi atvinnu­líf hér á landi. Þau lönd í heim­inum sem eiga við hvað mestu efna­hags­legu erf­ið­leika að stríða eru lönd með veikar opin­berar stofn­anir og opin­bera inn­við­i. 

Auglýsing
Dæmi um leik­reglur sem var breytt á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili og hafði umtals­verð áhrif á sam­fé­lagið var útreikn­ingur á veiði­gjalds­stofni. Með breyt­ingum á einni grein í lögum um veiði­gjald árið 2018 var útgerðum gert kleift að draga frá veiði­gjalds­stofni tug­pró­senta afskriftir af skipum sínum á meðan venju­leg fyr­ir­tæki mega aðeins styðj­ast við nokk­urra pró­senta frá­drátt í bók­halds­út­reikn­ingi fyrir hagn­að. Aðra eins upp­hæð, allt að 10-20% af virði skipa, má nú einnig draga frá sem áætl­aðan vaxta­kostnað þrátt fyrir að slík aðferða­fræði ofmeti vaxta­kostnað allt að sexfalt. Hefur þetta orðið til þess að veiði­gjaldið á Íslandi hefur hrunið og var í fyrra minna en það sem Íslend­ingar greiddu sam­tals í tóbaks­gjald. Allt er þetta mann­anna verk, okkar eigin regl­ur.

Sama við­horf í setn­ingu leik­reglna hefur orðið til þess að í dag er skatt­byrði eigna­mesta eina pró­sents­ins lægra en stórs hluta almenns launa­fólks á Íslandi. Hræðslu­á­róður um áhrif stór­eigna­skatts á þennan hóp, hóf­legan skatt sem kemur í veg fyrir að eignir vindi upp á sig og valdi sam­fé­lags­rofi hér inn­an­lands þar sem fjöl­skyldu­bak­grunnur hefur í auknum mæli áhrif á vel­gengni fólks, hefur borist frá stjórn­ar­flokk­un­um. Rætt er um ósann­girni og letj­andi áhrif á fjár­fest­ingu, atvinnu­tæki­færi, hag­vöxt. Hér er öllu snúið á haus. Sem kemur svo sem ekki á óvart, enda er heims­mynd okkar jafn­að­ar­manna ólík íhalds­ins sem skilur ekki að grunn­ur­inn sem sam­fé­lagið vex á er það sem heldur því sam­an, ekki hvað ger­ist í efsta þrep­in­u. 

Hvernig dettur fólki í hug að tala um ósann­girni í þessu sam­hengi án þess að minn­ast á skatt­heimtu öryrkja og eldri borg­ara sem greiða í raun hæstu skatt­ana hér á landi? Stór hluti rík­is­stjórn­ar­innar skortir skiln­ing á því hvað það er sem gerir landið okkar sam­keppn­is­hæft. Fólk­ið. Fram­tíð­ar­störfin hér á landi munu fel­ast í hug­viti, nýsköp­un, þekk­ing­ar­iðn­aði og greinum þar sem tæki­færi eru til að stað­setja störf í auknum mæli án stað­setn­ing­ar. Í þessu fel­ast gíf­ur­leg tæki­færi fyrir litla þjóð, hvað þá lítil byggð­ar­lög út á landi. En það sem ræður því hvar fólk ákveður að setj­ast að til að sinna fær­an­legu starfi eru lífs­kjör. Þar erum við í sam­keppni inn­an­lands en fyrst og fremst við allan heim­inn - einna helst nágranna­ríki okk­ar. 

Stjórn­mála­flokkar sem átta sig á þess­ari heims­mynd skilja nefni­lega mik­il­vægi þess að bæta kjör meiri­hlut­ans, ekki minni­hlut­ans. Skilja hvers vegna það er atvinnu- og hag­vaxt­ar­hvetj­andi að leið­rétta skatt­byrði hér á landi, með breyttri for­gangs­röð­un. Því efsta eina pró­sentið getur aldrei komið jafn­miklu í verk og restin af sam­fé­lag­inu, getur aldrei skapað jafn­mikil verð­mæti og hin 99%. Þess vegna er það góð og ábyrg hag­stjórn að lækka skatt­byrði milli­tekju­fólks, barna­fólks, öryrkja sem vilja vinna í auknum mæli, og draga úr fjár­hags­erf­ið­leikum eldri borg­ara sem þurfa ann­ars að reiða sig um of á aðstoð skyld­menna sem eru minna virk á öðrum víg­stöðum fyrir vikið vegna álags. Þetta er hægt með rétt­látri til­færslu skatt­byrð­ar. Það er póli­tísk aðgerð.

Aðgerðir rík­is­ins á hús­næð­is­mark­aði sem halda aftur af verð­hækk­unum geta dregið úr verð­bólgu, launa­þrýst­ingi og sparað heim­il­um, fyr­ir­tækjum og rík­inu umtals­verðar upp­hæðir á ári hverju. Opin­berir sjóðir sem styðja við orku­skipti og græna atvinnu­bylt­ingu í sam­starfi við einka­geir­ann geta gert litlum fyr­ir­tækjum um land allt kleift að sækja sér fjár­magn sem ann­ars hefði verið ómögu­legt sökum stað­setn­ingar og bresta á fjár­magns­mark­aði. Við gætum þannig virkjað betur hið opin­bera fé sem rennur árlega í inn­viði okkar til að und­ir­búa fólk fyrir spenn­andi störf sem þurfa að vera til stað­ar. Á stöðum þar sem lífs­kjör eru góð og fólk vill búa.

Við verðum að víkka sjón­deild­ar­hring­inn, hrista af okkur úreltar hug­myndir um heim­inn og breyta nálgun okkar í hag­stjórn ef vilji er fyrir því að halda sam­fé­lag­inu sam­heldnu og atvinnu­líf­inu virku. Mark­aðs­hag­kerfið er um margt gott en sam­fé­lags­legu afleið­ingar þess eru á okkar ábyrgð og nið­ur­stöð­urnar ekki hlut­lausar eða nátt­úru­leg­ar. Leik­regl­urnar eru okk­ar. Skiln­ingur á mik­il­vægi virks ríkis í mark­aðs­hag­kerfi liggur í erfða­mengi jafn­að­ar­manna. Mik­il­vægi sam­fé­lags­legra sjón­ar­miða í sköpun verð­mæta. Þetta má sjá á hinum Norð­ur­lönd­unum þar sem sós­í­alde­mókratar leiða nú allar rík­is­stjórn­ir. Höfum það eins á Íslandi og kjósum Sam­fylk­ing­una á laug­ar­dag­inn.

Höf­undur er odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík suð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar