Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð

Bjarni Jónsson stjórnarmaður í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð skrifar um afstöðu flokkanna til dánaraðstoðar. Flokkarnir eru sammála um könnun um dánaraðstoð en ósammála um lögleðingu hennar.

Auglýsing

Lífs­virð­ing, félag um dán­ar­að­stoð, sendi öllum stjórn­mála­flokkum sem bjóða fram til Alþing­is­kosn­inga 25. sept­em­ber n.k. könnun um afstöðu þeirra til atriða sem snerta dán­ar­að­stoð.

Spurn­ingar og aðferð­ar­fræðin

Spurn­ing­arnar voru þrjár:

  1. Styður flokk­ur­inn þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem lögð var fram á síð­asta þingi um gerð skoð­ana­könn­unar um afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til dán­ar­að­stoð­ar? (https://www.alt­hing­i.is/al­text/151/s/0889.html)
  2. Er flokk­ur­inn hlynntur eða and­vígur því að ein­stak­lingur geti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt (dán­ar­að­stoð) ef hann er hald­inn sjúk­dómi eða ástandi sem hann upp­lifir óbæri­legt og metið hefur verið ólækn­andi
  3. Er flokk­ur­inn reiðu­bú­inn að styðja laga­frum­varp á Alþingi sem heim­ilar dán­ar­að­stoð?

Fram­boð tíu flokka fengu sendar spurn­ing­arnar og svör­uðu átta þeirra Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð (VG), Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, Sam­fylk­ing­in, Við­reisn, Pírat­ar, Sós­í­alista­flokk­ur­inn og Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn. Eftir að skila­frestur rann út fengu tveir flokkar fram­leng­ingu á að svara en það voru Flokkur fólks­ins og Mið­flokk­ur­inn. Ekki hafa borist svör frá þeim.

Auglýsing

Úrvinnslan

Úrvinnsla svara var háttað á þann veg að nið­ur­staðan var greind í eft­ir­far­andi þætti: Já, Nei, Óákveð­ið/já­kvætt, Óákveð­ið/­nei­kvætt og Hlut­laust. Það er helst í óákveðnu þátt­unum sem beita þurfi hug­lægu mati á svörin ef ekki er hægt að lesa ákveðna skoðun á mál­inu. Reynt var eftir ítrasta mætti að gæta hóg­værðar við mat­ið.

Síðan er til fróð­leiks sett fram nið­ur­staða ef Alþingi afgreiddi málið eftir nið­ur­stöð­unni. Sá fyr­ir­vari er settur að allir þing­menn til­tek­ins flokks greiði atkvæði sam­kvæmt svari flokks­ins. Eðli máls­ins sam­kvæmt var ekki hægt að gera ráð fyrir mis­mun­andi afstöðu þing­manna innan sama flokks þar sem slík vit­neskja liggur ekki fyr­ir. En vit­an­lega eru þing­menn ekki eins­leitur hópur en ég ákvað þrátt fyrir það birta hugs­an­lega nið­ur­stöðu meira til þess að velta vöngum en að hún lýsi raun­veru­leik­an­um.

Afstaða flokka sem er óákveðin jákvæð eða nei­kvæð var síðan sett í já eða nei við útreikn­ing á fylgi á Alþingi.

Núver­andi þing­manna­tala flokk­anna er þessi: Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn (16), VG (9), Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn (8), Sam­fylk­ingin (8), Við­reisn (4), Píratar (7), Sós­í­alista­flokk­ur­inn (0) og Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn (0). Sam­tals eru þetta 52 atkvæði af 63 á Alþingi en Flokkur fólks­ins (2) og Mið­flokk­ur­inn (9) svör­uðu ekki.

Nið­ur­stöð­urnar

1. Styður flokk­ur­inn þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem lögð var fram á síð­asta þingi um gerð skoð­ana­könn­unar um afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til dán­ar­að­stoð­ar?

Svar – Já

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Sam­fylk­ing­in, Við­reisn, Píratar og Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn.

Óákveð­ið/já­kvætt

VG, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sós­í­alista­flokk­ur­inn.

Nið­ur­staða Alþingis

Sam­kvæmt þessu yrði til­lagan um að fela heil­brigð­is­ráð­herra fram­kvæmd skoð­ana­könn­unar um afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til dán­ar­að­stoðar sam­þykkt með öllum greiddum atkvæðum eða 52.

2. Er flokk­ur­inn hlynntur eða and­vígur því að ein­stak­lingur geti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt (dán­ar­að­stoð) ef hann er hald­inn sjúk­dómi eða ástandi sem hann upp­lifir óbæri­legt og metið hefur verið ólækn­andi

Svar – Já

Við­reisn og Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn.

Óákveð­ið/já­kvætt

Sam­fylk­ing­in, Pírat­ar, Sós­í­alista­flokk­ur­inn.

Hlut­laust

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, VG og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn.

Nið­ur­staða Alþingis

Það eru 19 þing­menn sem styðja myndu sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt ein­stak­lings­ins um að taka ákvörðun um eigið líf og dauða. 33 þing­menn eru hins vegar óákveðnir en eng­inn á móti.

3. Er flokk­ur­inn reiðu­bú­inn að styðja laga­frum­varp á Alþingi sem heim­ilar dán­ar­að­stoð?

Svar – Já

Við­reisn og Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn.

Nei

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn.

Óákveð­ið/já­kvætt

Sam­fylk­ing­in, Pírat­ar, Sós­í­alista­flokk­ur­inn.

Hlut­laust

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og VG.

Nið­ur­staða Alþingis

Það eru 19 þing­menn sem styðja laga­frum­varp sem heim­ilar dán­ar­að­stoð, 8 eru því and­snúnir og 25 óákveðn­ir.

Hver er þá nið­ur­staða könn­unar Lífs­virð­ingar um afstöðu flokk­anna?

Hvaða nið­ur­stöðu er hægt að greina úr svörum flokk­anna? Ég ætla að fara yfir nið­ur­stöðu hverrar spurn­ingar út frá ofan­greindum for­sendum og fyr­ir­vörum og leggja út af hvað flokk­arnir sögðu.

1. Skoð­ana­könnun meðal heil­brigð­is­starfs­fólks

Aug­ljóst er að þings­á­lykt­un­ar­til­laga um skoð­ana­könnun meðal heil­brigð­is­starfs­fólks um dán­ar­að­stoð ætti auð­velda leið í gegnum Alþingi verði hún lögð fram á nýju þingi. Í svörum flokk­anna er oft nefnt mik­il­vægi þess að við­horf heil­brigð­is­starfs­fólks sé haft til hlið­sjónar í umræðu um mál­efnið og yrði nið­ur­staða könn­unar því mik­il­vægt inn­legg í hana.

2. Sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttur ein­stak­lings að ráð eigin lífi og dauða

Varð­andi spurn­ing­una hvort virða eigi sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt ein­stak­lings­ins við ákvörðun um eigið líf og dauða ger­ast mál snú­in.

Aðeins Við­reisn hefur skýra stefnu í mál­inu og segir í stefnu­skrá sinni: „Inn­leiða þarf val­frelsi varð­andi lífs­lok þannig við vissar vel skil­greindar aðstæð­ur, að upp­fylltum ströngum skil­yrð­um, verði dán­ar­að­stoð mann­úð­legur val­kostur fyrir þá ein­stak­linga sem kjósa að mæta örlögum sínum með reisn.“ Frjáls­lyndi flokk­ur­inn er á sömu skoðun en er ekki á þingi.

Þeir flokkar sem flokka má undir nið­ur­stöð­unni Óákveð­ið/já­kvætt eru Sam­fylk­ing­in, Píratar og Sós­í­alista­flokk­ur­inn. Í svari Sam­fylk­ing­ar­innar segir „Allir eiga rétt á að lifa með reisn, en einnig að deyja með reisn.“, í svari Pírata segir „þing­menn flokks­ins hafa stutt skref í þessa átt með sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt sjúk­linga og mann­lega reisn að leið­ar­ljósi.“ Og í svari Sós­í­alista­flokks­ins segir „Valið á að vera ein­stak­lings­ins sjálfs.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð og Fram­sókn svara á mjög hlut­lausan hátt og svörin eru mjög svipað hjá þeim þremur á þann hátt að ekki hafi verið mótuð stefna um mál­ið. Í svari Sjálf­stæð­is­flokks­ins er því hins vegar bætt við að nokkrir þing­menn hafi beitt sér fyrir dán­ar­að­stoð og séu henni fylgj­andi. Fram­sókn getur þess í svari sínu að tölu­verð gagn­rýni hafi komið fram á skýrslu heil­brigð­is­ráð­herra frá fyrra ári og þar sem ekki er sátt um málið þurfi þeir sem það styðja að vinna að auk­inni sátt. VG hefur ekki mótað sér stefnu í mál­inu.

Ef við leikum okkur með hugs­an­lega nið­ur­stöðu á þingi þá styðja 19 þing­menn sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt ein­stak­lings­ins varð­andi eigið líf og dauði en óákveðnir eru 33.

3. Frum­varp sem heim­ilar dán­ar­að­stoð

Við­reisn og Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn eru með skýr svör og styðja slíkt frum­varp.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er einnig skýr í svörun en seg­ist ekki styðja slíkt mál og vísar til þess að ekki sé sátt um málið meðal heil­brigð­is­starfs­manna eftir gagn­rýni þeirra á skýrslu heil­brigð­is­ráð­herra um dán­ar­að­stoð sem lögð var fram árið 2020.

Afstaða Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Pírata og Sós­í­alista­flokks­ins er sett undir Óákveð­ið/já­kvætt. Sam­fylk­ingin er „jákvæð fyrir því að taka skref sem kanna mögu­leika á inn­leið­ingu dán­ar­að­stoðar á Íslandi.“ Píratar svara: „en þing­menn flokks­ins hafa stutt skref í þessa átt með sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt sjúk­linga og mann­lega reisn að leið­ar­ljósi.“ Sós­í­alistar segja að „með­limi í innra starfi flokks­ins sem mál­efna­hópur sós­í­alista myndi taka vel í að styðja slíkt frum­varp.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vísar til þess hversu við­kvæmt málið er og því sé skoð­ana­könnun heil­brigð­is­starfs­manna mik­il­vægur þáttur við að svara spurn­ing­unni um stuðn­ing við lög um dán­ar­að­stoð. VG seg­ir: Stuðn­ing við slíkt frum­varp yrði að skoða með til­liti til þess að málið er flók­ið. Ekki er ein­göngu um að ræða heil­brigð­is­mál heldur kemur dán­ar­að­stoð inn á marga þætti eins og sið­ferði, lífs­skoð­anir og rétt­indi fólks.

Ef við setjum fram nið­ur­stöðu miðað við þessa afstöðu hlyti frum­varp um dán­ar­að­stoð fá stuðn­ing 19 þing­manna, 8 væru á móti og 25 óákveðn­ir.

Nið­ur­lag

Eins og kemur fram eru nið­ur­stöð­urnar ekki skýrar en flokk­arnir eru sam­mála um að skoð­ana­könnun um afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks væri mik­il­vægt inn­legg í umræð­una og góð leið til að átta sig á hvernig land ligg­ur.

Aðeins tveir flokk­ar, Við­reisn og Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn, svara skýrt um jákvæða afstöðu til dán­ar­að­stoð­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er einn flokka skil­merki­lega á móti þegar spurt er um stuðn­ing við frum­varp um dán­ar­að­stoð. Aðrir flokkar tala í hlut­lausum svörum en þó er hægt að merkja jákvæðni í svörum Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Sós­í­alista­flokks­ins við öllum spurn­ing­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og VG skila hlut­lausum svörum nema um skoð­ana­könn­un­ina.

Fróð­legt verður að fylgj­ast með nið­ur­stöðum kosn­inga og hvaða ein­stak­lingar taka jákvætt í mál­efni um dán­ar­að­stoð. Lífs­virð­ing mun leit­ast við að eiga sam­ræður og skoð­ana­skipti við alla kjörna þing­menn til að umræðan verði byggð á góðum grunni stað­reynda.

Lífs­virð­ing mun halda áfram að vinna að auk­inni umræðu um dán­ar­að­stoð og hvetja þing­menn til að styðja þings­á­lyktun um skoð­ana­könnun um afstöðu heil­brigð­is­starfs­manna um dán­ar­að­stoð.

Höf­undur er stjórn­ar­maður Í Lífs­virð­ingu, félagi um dán­ar­að­stoð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Sæbrautarstokkurinn á að verða um kílómeterslangur.
Umhverfisstofnun telur að skoða eigi að grafa jarðgöng í stað Sæbrautarstokks
Á meðal umsagnaraðila um matsáætlun vegna Sæbrautarstokks voru Umhverfisstofnun, sem vill skoða gerð jarðganga á svæðinu í stað stokks og Veitur, sem segja að veitnamál muni hafa mikil áhrif á íbúa á framkvæmdatíma.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar