Hjólað í vinnuna – klassískt dæmi um tvo fyrir einn

Þegar Ólafur Þór Gunnarsson, frambjóðandi VG, hjólar í vinnuna er hann 15-25 mínútur á leiðinni. Ef hann þarf að keyra tekur það 20-40 mínútur. „Tíminn sem ég myndi eyða einn í bíl er stórt séð tapaður tími og streitan eykst.“

Auglýsing

Virkir ferða­mát­ar, sem svo eru kall­að­ir, ryðja sér mjög til rúms þessi miss­er­in. Fleiri og fleiri velja að ganga eða hjóla í vinn­una eða skóla.

Fram eftir síð­ustu öld og nokkuð inn á þessa voru fáir sem töldu það raun­hæfan val­kost að hjóla í vinn­una, nema þá helst á blíð­viðr­is­dögum á sumr­in. Fólki fannst að það væri bæði erfitt og jafn­vel hættu­legt á vet­urna. En und­an­farna tvo ára­tugi hafa mörg sveit­ar­fé­lög lagt í mikla vinnu og lagt til fjár­muni til að auð­velda fólki að kom­ast frá A til B hjólandi. Hjóla­stígar hafa stór­batn­að, og teng­ingar hjóla­stíga inn í hverfin einnig. Hjólin sjálf og örygg­is­bún­aður hefur líka breyst mikið til batn­aðar sem gerir fólki auð­veld­ara fyr­ir. Þá hafa töskur fyrir hjólara og hlífð­ar­föt gert að verkum að æ auð­veld­ara er að taka ákvörðun um að hjóla. Ekki má heldur gleyma því að mörg fyr­ir­tæki og stofn­anir hafa komið upp góðri aðstöðu til að geyma hjól, þurrka bún­að, og aðstöðu til að skipta og hafa sig til fyrir vinnu­dag­inn.

Auglýsing

Leiðin sem ég hjóla í vinn­una er um 7 km. Ef ég flýti mér og vindar eru hag­stæðir get ég verið 15 mín­útur á leið­inni. Ef ég dóla eða veður eru leið­in­leg get ég verið 25 mín­útur (ef ég væri á raf­magns­hjóli væru mín­út­urnar færri). Stundum lendi ég í því að þurfa að keyra í vinn­una. Ef ég fer á milli á háanna­tíma get ég verið allt frá 20 og upp í 40 mín­útur (eftir magni umferð­ar­sultu) að kom­ast á leið­ar­enda og er miklu stress­aðri þegar þangað kem­ur.

Þar komum við að tveir fyrir einn. Hreyf­ingin sem ég fæ við að hjóla í vinn­una jafn­ast á við helm­ing­inn af þeirri hreyf­ingu sem ég þarf á viku sam­kvæmt lýð­heilsu vís­um, og streita minnk­ar. Ég fer frá A til B, hreyfi mig og hleð batt­er­íin í einu vet­fangi. Tím­inn sem ég myndi eyða einn í bíl er stórt séð tap­aður tími og streitan eykst.

Því má segja að hjólað í vinn­una sé klass­ískur „tveir fyrir einn díll“.

Höf­undur er hjól­ari, þing­maður VG og fram­bjóð­andi í 3ja sæti VG í Suð­vestur kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar