Öflugt húsnæðiskerfi fyrir alla

Gunnar Alexander Ólafsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, skrifar að það sé „merkileg staðreynd að eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem hefur sett félagslegar lausnir í húsnæðismálum á dagskrá er Reykjavíkurborg“.

Auglýsing

Það segir margt um stöðu hús­næð­is­mála á Íslandi í dag, að í kom­andi kosn­ingum eru allir flokkar meir eða minna að lofa aðgerðum til að bæta hús­næð­is­mark­að­inn á Íslandi. Hús­næð­is­mark­að­ur­inn hefur ein­kennst of mikið af áherslum á sér­eigna­stefnu og of sund­ur­leitum aðgerðum til að bæta aðstæður - á hús­næð­is­mark­aði. Það eru um 25 ár liðin síðan þáver­andi rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks lagði niður verka­manna­í­búða­kerf­ið. Sú glóru­lausa aðgerð hefur síðan aukið vanda fólks í lág- og milli­tekju­hópum til að fá öruggt hús­næði til langs tíma. Það sem þarf að gera er að móta heil­brigðan hús­næð­is­mark­að, koma á jafn­vægi á mark­aðnum og hugsa um aðrar lausnir í hús­næð­is­málum en felst í sér­eign­ar­stefn­unni.

Auglýsing

Í þessu sam­bandi er það merki­leg stað­reynd að eina sveit­ar­fé­lagið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem hefur sett félags­legar lausnir í hús­næð­is­málum á dag­skrá er Reykja­vík­ur­borg. Á vegum Reykja­vík­ur­borgar skal 25% úthlut­aðra lóða fara til óhagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga eins og Búseta, stúd­enta­fé­laga, Bjarg og ann­ara leigu­fé­laga í eigu verka­lýðs­hreyf­inga og til ann­ara félaga­sam­taka eins og Brynju-Hús­sjóð ÖBÍ. Þessi stefna hefur gef­ist mjög vel og hefur skilað fjöl­breytt­ari íbúa­sam­setn­ingu í hverfum borg­ar­innar sem og því að fleiri þús­undir geta nú leigt hús­næði til langs tíma á við­ráð­an­legum kjörum, sem er annað en GAMMA kjör sam­kvæmt draumi hægri flokk­anna hafa getað gert.

Auglýsing

Sam­fylk­ingin vill stuðla að öfl­ugum hús­næð­is­mark­aði með því að auka stuðn­ing við hús­næð­is­fé­lög sem rekin eru án hagn­að­ar­sjóna­miða. Sam­fylk­ingin vill byggja að lág­marki 1000 leigu- og búsetu­í­búðir á ári með auknum stuðn­ingi og stofn­fram­lögum rík­is­valds­ins. Til við­bótar þessu vill flokk­ur­inn huga sér­stak­lega að því að tryggja fram­boð á hús­næði fyrir ungt fólk sem og fleiri hús­næð­is­kjörnum fyrir eldra fólk.

Mik­il­vægt í þeirri við­leitni að ná betur utan um hús­næð­is­mark­að­inn og þróun hans er að öll hús­næð­is- og bygg­inga­mál verði færð undir eitt ráðu­neyti. Með því verður hægt að koma á heild­ar­sýn á mála­flokk­inn og meira jafn­vægi á hús­næð­is­markað sem hefur ein­kennst af aðgerða­leysi af hálfu stjórn­valda sem aukið hefur eft­ir­spurn eftir hús­næði og hækkað verð á fast­eign­um.

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ingur og skipar 7. sæti á lista Sam­fylk­ingar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar