Öll mál eru jafnréttismál

Þingmaður Viðreisnar segir að enn sé verk að vinna í jafnréttismálum.

Auglýsing

Ísland trónir efst á lista Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins, World Economic For­um, um kynja­jafn­rétti. Það höfum við gert í rúman ára­tug. Af þessu getum við verið stolt. Tölur um kyn­bundið ofbeldi, kjör kvenna­stétta og fleira segja okkur hins vegar að við höfum ekki enn náð land­i. 

Ísland fyr­ir­mynd ann­arra

Á Íslandi hafa verið sett fram­sækin lög um jafn­rétti sem aðrar þjóðir hafa horft til. Frum­varp Við­reisnar um jafn­launa­vottun vakti heims­at­hygli fyrir skýrar aðgerðir í þágu launa­jafn­rétt­is. Jafn­launa­vott­unin var enda tíma­móta laga­setn­ing. Við vitum að launa­munur kynj­anna hefur verið við­var­andi vanda­mál, útskýrður sem óút­skýrð­ur. Störf kvenna­stétta eru ekki metin að verð­leikum og við sem sam­fé­lag finnum fyrir afleið­ingum þess. Bein afleið­ing þessa skrýtna verð­mæta­mats er að illa gengur að manna störf sem við erum öll sam­mála um að eru okkur mik­il­væg. Við­reisn lagði þess vegna fram til­lögu um þjóð­ar­á­tak um bætt kjör kvenna­stétta, um sam­starf aðila vinnu­mark­að­ar­ins og stjórn­valda um að fara í átak til að bæta hér úr. Því miður hefur ekk­ert verið gert með þessa til­lögu af hálfu stjórn­valda. 

Kyn­frelsi kvenna

Annað frum­varp Við­reisnar sem er til marks um sterka jafn­réttispóli­tík er frum­varp sem Jón Stein­dór Valdi­mars­son lagði fram um nýja skil­grein­ingu á nauðg­un. Nú er nauðgun skil­greind út frá skorti á sam­þykki.  Í því fel­ast grund­vall­ar­skila­boð um kyn­frelsi. Við­reisn lagði sam­hliða fram til­lögur um fræðslu í skól­um, t.d. um þýð­ingu sam­þykk­is, kyn­frelsis og um mörk í sam­skipt­um.

Auglýsing
Sú til­laga hefur því miður ekki verið sam­þykkt á þing­inu. For­varnir og fræðsla eru eitt mik­il­væg­asta verk­færið til að sporna gegn kyn­bundnu ofbeldi. Með for­vörnum og fræðslu gætum við farið í mark­vissa vinnu til að upp­ræta kyn­bundið ofbeldi. Það á nefni­lega alls ekk­ert að vera lög­mál að stelpur og konur þurfi stöðugt að vera með hug­ann við öryggi sitt. Við höfum í þing­inu jafn­framt ítrekað bent á að stjórn­völd þurfa að efla lög­reglu, ákæru­vald og dóm­stóla til að koma í veg fyrir að brota­þolar bíði jafn­vel árum saman eftir nið­ur­stöðu mála sinna. Engum öðru en stjórn­völdum er þar um að kenna. Konur og stelpur eru í miklum meiri­hluta þolenda kyn­ferð­is­brota og því er þetta stórt og mik­il­vægt jafn­rétt­is­mál.  Það geta allir skilið hversu erfitt það er eftir að hafa lagt fram kæru að þurfa að bíða lengi í óvissu um nið­ur­stöðu máls­ins. Að bæta úr þessu er mikið rétt­læt­is­mál. 

Aðgerðir gegn ofbeldi 

Grunn­inn­tak í stefnu Við­reisnar er að öll mál séu jafn­rétt­is­mál. Þannig horfum við alltaf á jafn­rétti þegar aðgerðir eru vegnar og metn­ar. Það er í mínum huga blettur á jafn­réttispóli­tík rík­is­stjórn­ar­innar að hafa staðið hörmu­lega illa að fram­kvæmd leg­háls­skimunar á þessu ári. Ákveðið var að flytja það verk­efni milli aðila hér inn­an­lands og um leið að færa rann­sókn á sýnum til Dan­merk­ur. Fréttir af sýnum sem lágu í pappa­kössum og bið kvenna eftir svörum mán­uðum saman er til marks um ótrú­legt metn­að­ar­leysi stjórn­valda fyrir grund­vall­ar­heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir kon­ur. Önnur mál sem vekja upp spurn­ingar er afstaða for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins og ann­arra þing­manna til grund­vall­ar­rétt­inda kvenna til þung­un­ar­rofs. 

Við eigum að sýna árangri Íslands í jafn­rétt­is­málum þá virð­ingu að halda áfram að vinna í sama anda, í stað þess að taka skref til baka. Alvar­legt bakslag varð á vakt rík­is­stjórn­ar­innar með dóms­máli mennta­mála­ráð­herra gegn konu sem leit­aði réttar síns í kjöl­far umdeildrar skip­unar í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra. Þetta dóms­mál er höfðað í nafni íslenska rík­is­ins og á kostnað okkar allra. End­an­leg nið­ur­staða Lands­réttar liggur ekki fyr­ir, en það er ekki síst þessi með­ferð opin­berra fjár­muna og afstaða til jafn­rétt­is­mála sem trufl­ar. Þetta dóms­mál er blettur á allri jafn­réttispóli­tík rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Kosið um jafn­rétt­is­mál 

Það er verk að vinna í jafn­rétt­is­mál­um. Góð staða Íslands í jafn­rétt­is­málum er afrakstur aðgerða sem hafa leitt af sér við­horfs­breyt­ingu. Við­horfs­breyt­ing hefur sömu­leiðis skilað af sér aðgerð­um. Það er hringrás jafn­rétt­is. Árang­ur­inn náð­ist ekki bara með tím­anum eða með bið­inni heldur með því að vera mark­viss og metn­að­ar­full í jafn­rétt­is­mál­um. Við­reisn hefur á fimm ára sögu sinni sýnt í verki að jafn­rétti er leið­ar­ljós í allri stefnu okk­ar. Þannig mun Við­reisn halda áfram að vinna á næsta kjör­tíma­bili. Þessar kosn­ingar snú­ast líka um áherslur og vinnu­brögð í jafn­rétt­is­mál­u­m. 

Höf­undur er þing­maður Við­reisnar og odd­viti flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar