Öll mál eru jafnréttismál

Þingmaður Viðreisnar segir að enn sé verk að vinna í jafnréttismálum.

Auglýsing

Ísland trónir efst á lista Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins, World Economic For­um, um kynja­jafn­rétti. Það höfum við gert í rúman ára­tug. Af þessu getum við verið stolt. Tölur um kyn­bundið ofbeldi, kjör kvenna­stétta og fleira segja okkur hins vegar að við höfum ekki enn náð land­i. 

Ísland fyr­ir­mynd ann­arra

Á Íslandi hafa verið sett fram­sækin lög um jafn­rétti sem aðrar þjóðir hafa horft til. Frum­varp Við­reisnar um jafn­launa­vottun vakti heims­at­hygli fyrir skýrar aðgerðir í þágu launa­jafn­rétt­is. Jafn­launa­vott­unin var enda tíma­móta laga­setn­ing. Við vitum að launa­munur kynj­anna hefur verið við­var­andi vanda­mál, útskýrður sem óút­skýrð­ur. Störf kvenna­stétta eru ekki metin að verð­leikum og við sem sam­fé­lag finnum fyrir afleið­ingum þess. Bein afleið­ing þessa skrýtna verð­mæta­mats er að illa gengur að manna störf sem við erum öll sam­mála um að eru okkur mik­il­væg. Við­reisn lagði þess vegna fram til­lögu um þjóð­ar­á­tak um bætt kjör kvenna­stétta, um sam­starf aðila vinnu­mark­að­ar­ins og stjórn­valda um að fara í átak til að bæta hér úr. Því miður hefur ekk­ert verið gert með þessa til­lögu af hálfu stjórn­valda. 

Kyn­frelsi kvenna

Annað frum­varp Við­reisnar sem er til marks um sterka jafn­réttispóli­tík er frum­varp sem Jón Stein­dór Valdi­mars­son lagði fram um nýja skil­grein­ingu á nauðg­un. Nú er nauðgun skil­greind út frá skorti á sam­þykki.  Í því fel­ast grund­vall­ar­skila­boð um kyn­frelsi. Við­reisn lagði sam­hliða fram til­lögur um fræðslu í skól­um, t.d. um þýð­ingu sam­þykk­is, kyn­frelsis og um mörk í sam­skipt­um.

Auglýsing
Sú til­laga hefur því miður ekki verið sam­þykkt á þing­inu. For­varnir og fræðsla eru eitt mik­il­væg­asta verk­færið til að sporna gegn kyn­bundnu ofbeldi. Með for­vörnum og fræðslu gætum við farið í mark­vissa vinnu til að upp­ræta kyn­bundið ofbeldi. Það á nefni­lega alls ekk­ert að vera lög­mál að stelpur og konur þurfi stöðugt að vera með hug­ann við öryggi sitt. Við höfum í þing­inu jafn­framt ítrekað bent á að stjórn­völd þurfa að efla lög­reglu, ákæru­vald og dóm­stóla til að koma í veg fyrir að brota­þolar bíði jafn­vel árum saman eftir nið­ur­stöðu mála sinna. Engum öðru en stjórn­völdum er þar um að kenna. Konur og stelpur eru í miklum meiri­hluta þolenda kyn­ferð­is­brota og því er þetta stórt og mik­il­vægt jafn­rétt­is­mál.  Það geta allir skilið hversu erfitt það er eftir að hafa lagt fram kæru að þurfa að bíða lengi í óvissu um nið­ur­stöðu máls­ins. Að bæta úr þessu er mikið rétt­læt­is­mál. 

Aðgerðir gegn ofbeldi 

Grunn­inn­tak í stefnu Við­reisnar er að öll mál séu jafn­rétt­is­mál. Þannig horfum við alltaf á jafn­rétti þegar aðgerðir eru vegnar og metn­ar. Það er í mínum huga blettur á jafn­réttispóli­tík rík­is­stjórn­ar­innar að hafa staðið hörmu­lega illa að fram­kvæmd leg­háls­skimunar á þessu ári. Ákveðið var að flytja það verk­efni milli aðila hér inn­an­lands og um leið að færa rann­sókn á sýnum til Dan­merk­ur. Fréttir af sýnum sem lágu í pappa­kössum og bið kvenna eftir svörum mán­uðum saman er til marks um ótrú­legt metn­að­ar­leysi stjórn­valda fyrir grund­vall­ar­heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir kon­ur. Önnur mál sem vekja upp spurn­ingar er afstaða for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins og ann­arra þing­manna til grund­vall­ar­rétt­inda kvenna til þung­un­ar­rofs. 

Við eigum að sýna árangri Íslands í jafn­rétt­is­málum þá virð­ingu að halda áfram að vinna í sama anda, í stað þess að taka skref til baka. Alvar­legt bakslag varð á vakt rík­is­stjórn­ar­innar með dóms­máli mennta­mála­ráð­herra gegn konu sem leit­aði réttar síns í kjöl­far umdeildrar skip­unar í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra. Þetta dóms­mál er höfðað í nafni íslenska rík­is­ins og á kostnað okkar allra. End­an­leg nið­ur­staða Lands­réttar liggur ekki fyr­ir, en það er ekki síst þessi með­ferð opin­berra fjár­muna og afstaða til jafn­rétt­is­mála sem trufl­ar. Þetta dóms­mál er blettur á allri jafn­réttispóli­tík rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Kosið um jafn­rétt­is­mál 

Það er verk að vinna í jafn­rétt­is­mál­um. Góð staða Íslands í jafn­rétt­is­málum er afrakstur aðgerða sem hafa leitt af sér við­horfs­breyt­ingu. Við­horfs­breyt­ing hefur sömu­leiðis skilað af sér aðgerð­um. Það er hringrás jafn­rétt­is. Árang­ur­inn náð­ist ekki bara með tím­anum eða með bið­inni heldur með því að vera mark­viss og metn­að­ar­full í jafn­rétt­is­mál­um. Við­reisn hefur á fimm ára sögu sinni sýnt í verki að jafn­rétti er leið­ar­ljós í allri stefnu okk­ar. Þannig mun Við­reisn halda áfram að vinna á næsta kjör­tíma­bili. Þessar kosn­ingar snú­ast líka um áherslur og vinnu­brögð í jafn­rétt­is­mál­u­m. 

Höf­undur er þing­maður Við­reisnar og odd­viti flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar