Um 150 starfsmenn Háskóla Íslands hafa undirritað stuðningsyfirlýsingu við konur í Íran. Tilefnið er flestum sem fylgjast með fréttum væntanlega ljóst. Eftir að ung kona að nafni Mahsa Amini dó í vörslu siðgæðislögreglu landsins þann 13. september fór af stað bylgja mótmæla þar sem krafist er réttlætis og frelsis. Í þessum mótmælum hafa hundruð mótmælenda fallið, þúsundir hafa verið fangelsuð.
Háskóli Íslands býr svo vel að hafa bæði nemendur og kennara frá Íran. Þetta fólk hefur ekki einungis auðgað lífið í skólanum og fært út kvíar lærdómssamfélagsins, það minnir okkur líka á að þótt Íran kunni að virðast nokkuð langt í burtu, þá er það samt einungis handan við hornið. Pólitísk átök og loftslagsvá eru grimmileg birtingarmynd þess að jörðin er bara lítill hnöttur þar sem við verðum að læra að lifa saman. Árás á mannréttindi á einum stað er árás á mannréttindi allra.
Mikilvægt er að háskólafólk taki afstöðu með mannréttindum og gegn hverskyns ofbeldi enda eru réttur til tjáningar og tækifæri fólks til að lifa með reisn bæði forsenda farsæls lífs og meðal þeirra gilda sem háskólar byggja tilveru sína á. Háskólar hafa auk þess verið vermireitir tjáningarfrelsis og gagnrýninna sjónarmið eins og birtist skýrt í stúdentabyltingunni árið 1968, þar sem stúdentar við háskóla víða um heim risu upp gegn kúgandi hefðum og kröfðust þess að hafa meira um sitt eigið líf og nám að segja. Þann 22. október réðist öryggislögregla gegn nemendum við Sharif háskóla og beitti bæði kylfum, táragasi og skotvopnum. Slík atlaga er bein atlaga að háskólasamfélaginu.
Yfirlýsingunni lýkur með ákalli um að ríkisreknu ofbeldi gegn írönskum konum og öðrum sem fylgt hafa liði með þeim verði tafarlaust hætt. Einnig er kallað eftir samstöðu með írönskum konum, öðrum minnihlutahópum sem líða fyrir mannréttindabrot, og þeim sem misst hafa ástvini sem fallið hafa í baráttu fyrir frelsi og réttlæti.
Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:
Recent human rights violations against Iranian women and those protesting the death of Mahsa Amini on September 13, 2022, call for academics and researchers at the University of Iceland to reflect and act. We express our solidarity with Iranian women sacrificing their lives to fight for freedom and respect for human dignity today and in the future. Since Mahsa Amini’s death, hundreds of people have been killed and thousands arrested because of the Iranian government’s harsh and violent response to protests across the country. We, members of the university community in Iceland, strongly condemn the savage attacks on university students and faculty in Iran who are protesting in support of Iranian women.
Forcing women to wear veils is a violation of women’s bodily autonomy. Mahsa Amini’s tragic murder is the most recent example of the government’s long-standing institutionalized sexism and misogynistic politics. In protest, women have been cutting their hair and setting their hijabs on fire. The authorities have responded by using violence. On October 2, 2022, students at Sharif University were beaten, shot at, arrested, and held hostage by Iranian security forces.
Universities have traditionally been places where freedom of speech and expression have been nurtured and protected. Any attack on the freedom of one university community is an attack on the freedom of us all.
We believe that women’s rights are human rights, and women who risk their lives for freedom and justice should have their political and ethical activism, and bravery in times of violence, applauded and supported. In addition, we encourage awareness amongst students and faculty of Icelandic universities of the events taking place in Iran. We encourage opening spaces for dialogue and support for those directly affected by these events.
Therefore we, academics and researchers at the University of Iceland
call for an end to the state-sponsored violence toward Iranian women and students who fight for their justice, equality, and freedom of speech. We call for solidarity with Iranian women and all people who suffer human
rights violations, whether sexual minorities, students, disadvantaged people, religious, and ethnic
marginalized groups, and those who lost their loved ones in the name of freedom and justice.
Hér má nálgast yfirlýsinguna á ensku, með undirskriftum þeirra sem að henni standa.