Stunda Rússar þjóðernishreinsanir í Úkraínu?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson segir að hlusta á ræður ráðamanna Rússa um fasista, efnavopnaverksmiðjur og fleira slíkt sé eins og að horfa á leikhús fáránleikans.

Auglýsing

Slobodan Milos­evic, leið­togi Serbíu í borg­ara­stríð­inu á árunum 1991-1995 í gömlu Júgóslavíu (og síðar for­seti Serbíu) átti sér draum um Stór-Serbíu.

Þessi draumur hans byggð­ist meðal ann­ars á atburðum sem gerð­ust árið 1389 þar sem nú er ­Kosovo. Þar börðust Serbar við Ottómana (Tyrki). Fyrir meira en 600 árum síð­an.

Í stríð­inu í Júgóslavíu var beitt grimmi­legum þjóð­ern­is­hreins­unum („et­hn­inc cleans­ing“), sem fólust í því að sprengja upp híbýli fólks í sund­ur, hrekja það á flótta og myrða. Sterk­ari birt­ing­ar­mynd for­dóma er ekki hægt að hugsa sér.

Vukovar lögð í rúst

Þetta sást meðal ann­ars vel í árás Serba og Alþýðu­her­s Júgóslavíu á króat­ísku borg­ina Vu­kovar árið 1991. Alþýðu­her Júgóslavíu var einn stærsti og öfl­ug­asti her Evr­ópu á þessum tíma. Á um 90 dögum sund­ur­sprengdu liðs­menn hans Vu­kovar og hröktu íbú­ana, sem flestir voru Króat­ar, á brott. Um 1800 borg­ar­búar féllu.

Í fram­haldi af stríð­inu var Milos­evic hand­tek­inn og kærður fyrir þjóð­ar­morð (gen­ocide), glæpi gegn mann­kyn­inu og stríðs­glæpi af sér­stökum dóm­stól í Haag. Hann lést hins vegar árið 2006 í varð­hald­inu, áður en dómur var kveð­inn upp. Tekið skal fram að aðilar frá bæði Króötum og Bosníu (Bosn­íu-múslimar) voru einnig hand­teknir og ákærðir fyrir stríðs­glæpi. Flestir voru þó Serbar frá serbneska lýð­veld­inu í Bosn­íu, Repu­blika Srbska.

Slátrun í Srebr­en­ica

Alvar­leg­ustu stríðs­glæp­irnir í þessu stríði voru þó á nokk­urs efa framdir þegar Bosn­íu-Serbar, undir stjórn­ Ra­dko Mla­d­ic slátr­uðu um 7-8000 múslim­skum drengjum og körlum í bæn­um S­rebr­en­ica ­sum­arið 1995. Fóru með þá út í skóg­ana í kringum bæinn og myrtu þá.

Auglýsing
Önnur dæmi um þjóð­ern­is­hreins­anir má nefna; Þjóð­ern­is­hreins­an­ir Serba (aft­ur!) í Kosovo árið 1999, sem leiddu til loft­árása NATO á Belgrad, sem og fram­ferði hers­ins í Myan­mar (áður Burma) í Asíu, þar sem þús­und­ir­ Ró­hingja (múslimar) hafa verið myrtir og um 700.000 hafa flúið heim­ili sín.

Mér detta þessir atburðir í hug þegar ég sé myndir frá fram­ferði Rússa í Úkra­ínu og ég fæ ekki betur séð en þetta sé sama aðferða­fræði; að sprengja allt í tætlur og hrekja íbú­ana þannig á brott. Og þar með „hreinsa“ við­kom­andi svæði af Úkra­ínu­mönn­um. Er það þá ekki það sem kall­ast „þjóð­ern­is­hreins­an­ir“?

Grozný lögð í rúst

Mis­kunn­ar­leysi Rússa virð­ist vera algert og þetta minnir mjög á aðferðir þeirra í Tétén­íu í tveimur styrj­öldum sem þeir áttu í þar við íbúa þess hér­aðs, sem vildi kljúfa sig frá Rúss­landi. Þetta var á árunum 1994-1996 (fyrra Tétén­í­u­stríð­ið) og frá 1999-2009 (það seinna). Þá bók­staf­lega sprengdu þeir höf­uð­borg Tétén­íu, Grozny, í tætl­ur. Myndir af henni minna helst á Sta­lín­grad, og ýmsar borgir í Þýska­landi, í seinni heims­styrj­öld. Hörmu­leg mann­rétt­inda­brot fylgdu þessu; rán, nauðg­anir og aftökur án dóms og laga.

Snilld­ar­plan Pútíns?

Er þetta virki­lega snilld­ar­plan Pútíns? Að ráð­ast á almenna borg­ara, sjúkra­hús, skóla, fæð­ing­ar­heim­ili? Ætlar hann að taka sund­ur­spengja Úkra­ínu inn í „heims­veldi“ sitt sem hann er að reyna að „byggja“ með þessum ömur­lega hætti? Ætlar hann síðan að stuðla að upp­bygg­ingu Úkra­ínu? Því eins og segir í hinni frægu Víetna­m-­stríðs­mynd, A­pocalypse Now, eft­ir Francis Ford Coppola; „..one day, t­his war is going to end,“ eða „dag einn mun þessu stríði ljúka.“ Eða ætlar hann bara að skilja eftir sig sviðna jörð? Manni dettur það í hug.

Að hlusta á ræður ráða­manna Rússa um fas­ista, efna­vopna­verk­smiðjur og fleira slíkt er eins og að horfa á leik­hús fárán­leik­ans. Rússar eru búnir að tapa Úkra­ínu um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð. Hafi þeir ein­hvern tím­ann átt ein­hverja sam­eig­in­lega þræði og góð­vilja Úkra­ínu­manna, er nán­ast gull­tryggt að það er end­an­lega farið út á hafs­auga. Pútín er mað­ur­inn sem fékk alla Úkra­ínu upp á móti sér, nema helst þá íbú­ana í Donetsk og Luhansk, í svoköll­uðum „al­þýðu­lýð­veldum" sem klufu sig frá Úkra­ínu árið 2014, sama ár og Pútín inn­lim­aði Krím­skaga. Þá hófst fyrsti fasi þess­ara átaka og í honum hafa um 14.000 manns látið líf­ið.

Lítið um bræðra­lag

Úkra­ínu­menn eru um 44 millj­ónir og nú eru meira en 2 millj­ón­ir þeirra á flótta. Úkra­ína gekk í gegnum ólýs­an­legar hörm­ungar í seinni heims­styrj­öld, ásamt Rússum, en gjarnan er talað um þessar tvær þjóðir sem bræðra­þjóð­ir, enda skyld­leik­inn mik­ill. Saman áttu þær stóran þátt í að brjóta nas­is­mann á bak aft­ur. Nú er allt tal um bræðra­lag horf­ið.

Og nú er það svo að „stóri aðil­inn“ í þessu sam­bandi, Rúss­ar, virð­ist ætla að ganga á milli bols og höf­uðs á hinum minni, með aðgerðum sem ég get ekki betur séð en að flokk­ist undir „þjóð­ern­is­hreins­an­ir“ og því sem kalla mætti „hin sviðna jörð“-­stefn­u Pútíns. Hendur hans eru nú ataðar úkra­ínsku blóði og það án nokk­urrar ástæðu. Umræða um stríðs­glæpi er þegar haf­in.

Öllum aðferðum lyga og svika er beitt, þetta er líka mikið áróð­urs­stríð. Ekki má tala um „stríð“ eða „inn­rás“ í Rúss­landi, við því liggur fang­elsi allt að fimmtán árum sam­kvæmt nýlega settum lög­um. Rúss­land er nán­ast orðið algert ein­ræð­is­ríki undir stjórn­ Pútíns og tökin eru í sífellu hert.

Mesta inn­rás frá seinna stríði

Það sem Vla­dimír Pútín (ber sama for­nafn og for­seti Úkra­ín­u!) kallar „sér­tækar hern­að­ar­að­gerð­ir“ er ekk­ert annað en mesta inn­rás i ­Evr­ópu frá lokum seinna stríðs. Pútín hefur kastað álf­unni út í stríðs­á­tök og auki gríð­ar­lega á spennu í alþjóða­sam­skipt­um. Það er sann­leikur máls­ins, en sann­leik­ur­inn er eitt­hvað sem virð­ist skipta Pútín litlu máli.

Í hans huga er það vald, algert vald, yfir­ráð og draumur um end­ur­reist heims­veldi, sem einu sinni var til, en ekki leng­ur. Og að ætla sér að end­ur­reisa það með sprengjuregni og ofbeldi er væg­ast sagt ein­kenni­legt, sú aðferð virkar ein­fald­lega ekki leng­ur. Þú sprengir ekki fólk til hlýðni.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar