Svik og blekkingar í Snæfellsbæ

Ólína Gunnlaugsdóttir segir að breyting á aðalskipulagi Hellna séu svik við samfélagið sem taldi að verið væri að taka mark á því en fyrst og fremst séu þetta svik við umhverfi og byggð á Hellnum.

Auglýsing

Enn er haldið til streitu bygg­ing­ar­á­formum hót­els á jörð­inni Gíslabæ á Hellnum í Snæ­fells­bæ. Ferlið er nú komið í svo­kall­aða for­kynn­ingu en slík kynn­ing getur verið hluti af kynn­ing­ar- og sam­ráðs­ferli milli sveit­ar­fé­lags og hags­muna­að­ila.

Eftir að málið hefur verið hvílt í nokkra mán­uði þar sem það hefur m.a. verið í með­ferð Skipu­lags­stofn­un­ar, er kannski rétt að líta til baka og reyna að greina aðal­at­rið­in.

Svo mála­vextir séu aðeins kynntir þá var sam­þykkt á fundi umhverf­is- og skipu­lags­nefndar Snæ­fells­bæjar í júlí 2019 að félagið N18 fengi að fara í deiliskipu­lags­breyt­ingar á jörð­inni Gíslabæ á Helln­um, ef þeir keyptu jörð­ina. Það sem var verið að taka jákvætt í, var þó alls ekki í takti við gild­andi aðal­skipu­lag á Hellnum heldur þvert á hug­myndir og þá sýn sem kemur fram í því. Á fundi umhverf­is- og skipu­lags­nefndar Snæ­fells­bæjar í júlí 2019 var því ýtt strax út af borð­inu að þarna fengi almenn­ingur ein­hverju ráð­ið. Í sam­þykkt Snæ­fells­bæjar á skipu­lags­breyt­ingum var sann­ar­lega ekki gert ráð fyrir því að and­mæli kæmu frá t.d. hags­muna­að­ilum á Hellnum sem myndu stöðva þessar hug­myndir enda um leið og Snæ­fells­bær hafði lofað þessum skipu­lags­breyt­ingum var ljóst að nýir eig­endur að Gíslabæ ættu að fá sínum málum fram­gengt og því hefur ötul­lega verið unnið að síð­an, af hálfu stjórn­sýslu Snæ­fells­bæj­ar.

Auglýsing

Það sem er óásætt­an­legt í þessu máli og við hags­muna­að­ilar og fjöldi ann­arra, erum alger­lega mót­fall­in, er meðal ann­ars eft­ir­far­andi: Aðeins ári áður var nýtt aðal­skipu­lag fyrir Snæ­fellsbæ sam­þykkt sem er ætlað að verði grunnur að næstu 15 til 20 árum í skipu­lags­mál­um. Bak við það var vinna sem bæði sveit­ar­fé­lagið og almenn­ingur í Snæ­fellsbæ kom að. Við íbúar og aðrir hag­að­ilar vorum hvött til að koma að þess­ari vinnu. Það voru haldnir fund­ir, rýnt í kort og teikn­ingar og í raun held ég að við höfum trúað því að okkar skoðun og hags­munir skiptu máli, að það sem við kæmum á fram­færi í þess­ari vinnu, yrði tekið mið af og virð­ing borin fyrir okkar sjón­ar­mið­um. Þarna skipt­ist fólk á upp­lýs­ingum og skoð­unum og nið­ur­staðan varð það aðal­skipu­lag sem nú er í gildi fyrir Snæ­fells­bæ, nokk­urs konar mála­miðlun og sátt­máli um fram­tíð­ar­sýn í sveit­ar­fé­lag­inu.

Hvað varðar Hellna, var sér­stak­lega hugað að umhverf­is­málum og álagi á svæð­ið. Það kemur skýrt fram í grein­ar­gerð með skipu­lag­inu að taka þurfi sér­stakt til­lit til þenslu­hug­mynda þar, svæðið er við­kvæmt og það á að halda í yfir­bragð þess og mann­líf. Það var í ákveð­inni sátt að Hellnum yrði skipt þannig upp að verslun og þjón­ustu yrði haldið í efsta hluta pláss­ins þar sem þegar er komið hótel og önnur ferða­þjón­usta en neðan þess svæð­is, til og með Gísla­bæ, yrði íbúða- og sum­ar­húsa­byggð í bland við land­bún­að. „Á Hellnum er gert ráð fyrir að byggja upp versl­un­ar- og þjón­ustu­svæði nærri Hellna­kirkju, en þar er nú þegar kom­inn vísir að slíkri starf­semi,“ segir í grein­ar­gerð­inni. Þar sem gam­alt fisk­hús stendur við frið­lýsta strönd­ina, er stök versl­un­ar- og þjón­ustu­lóð og um hana seg­ir: „Við strönd­ina er heim­ilt að gera upp gam­alt hús og reka þar kaffi­hús, veit­inga­stað eða aðra þjón­ustu sem sam­rým­ist byggð á svæð­inu. Auk þess er heim­ilt að reisa þar starfs­manna­í­búðir vegna ferða­þjón­ustu.“ Aldrei hvarfl­aði það að manni að málum yrði hag­rætt þannig að þarna gæti risið hót­el. Nú á að breyta aðal­skipu­lagi þannig að rífa á gamla húsið og byggja á grunni þess allt öðru vísi hús auk ann­arrar bygg­ingar sem þjóna hót­el­rekstri og í tengslum við það, allt að átta smá­hýsi. Enn fremur segir í grein­ar­gerð með gild­andi aðal­skipu­lagi: „Á Hellnum er land í einka­eign og þar er ekki fallið frá þenslu­hug­mynd­um. Þar má búast við miklum og ófyr­ir­séðum umhverf­is­á­hrifum af þenslu byggðar ef ekki verður haldið vel utan um upp­bygg­ing­ar­á­form.“ Og einnig stend­ur: „Nýjum svæðum á Arn­ar­stapa og Hellnum verði ekki raskað nema fyrir liggi þarfa­grein­ing sem sýni fram á þörf umfram lóðir á þegar byggðum og/eða rösk­uðum svæð­u­m.“ Engin þarfa­grein­ing hefur farið fram á vegum Snæ­fells­bæjar vegna þeirra skipu­lags­breyt­inga  sem nú er verið að kynna á Helln­um. Svör við fyr­ir­spurnum okkar er varða þarfa­grein­ingu, hafa verið á þann veg að vísað er í umferð­ar­tölur úr Stað­ar­sveit og eru þær not­aðar til að skýra þörf á bygg­ingu hót­els og smá­hýsa hér á Helln­um.

Að lokum segir í grein­ar­gerð með aðal­skipu­lagi um Hellna: „Bæj­ar­yf­ir­völd þurfa að vakta þessi svæði sér­stak­lega og gæta þess að stór­brot­inni nátt­úru og umhverf­is­gæðum verði ekki fórnað að óþörfu.“ Nú standa bæj­ar­yf­ir­völd í Snæ­fellsbæ að óbæt­an­legum skaða á Hellnum með vald­níðslu og því sem ég vil kalla skipu­lags­of­beldi í þágu alls óvið­kom­andi aðila, gegn vilja okkar sem hér búum og eigum hér hags­muni og gegn vilja fjölda ann­arra sem bera hag Hellna fyrir brjósti.

Um stefnu Snæ­fells­bæjar segir í grein­ar­gerð með aðal­skipu­lagi: „Í Snæ­fellsbæ er rík með­vit­und um gildi umhverf­is­verndar og vilji til að stuðla að sjálf­bærri upp­bygg­ingu innan sveit­ar­fé­lags­ins, með áherslu á sam­þætt­ingu nátt­úru, efna­hags og mann­lífs. Lögð er áhersla á vit­und­ar­vakn­ingu um lands­lag og verndun þess. Leitað er leiða til að geta tekið á móti vax­andi umferð um svæð­ið, án þess að umhverfið verði fyrir skaða. Tekið verði til­lit til þol­marka íbúa.“ TEKIÐ VERÐI TIL­LIT TIL ÞOL­MARKA ÍBÚA! Við íbúar og hags­muna­að­ilar á Hellnum mót­mælum breyt­ingu á aðal­skipu­lagi á þessum for­send­um, við viljum vernda umhverfi og nátt­úru þegar um er að ræða óþarfa upp­bygg­ingu stór­ferða­þjón­ustu og við viljum taka þátt í vit­und­ar­vakn­ingu í sam­ræmi við sjálf­bærni og fram­tíð­ar­sýn sem inni­heldur fjöl­breytni í mann­lífi og athafna­semi á svæð­inu en ekki úreltar hug­myndir sveit­ar­stjórn­ar­fólks um „fram­far­ir“ og „at­vinnu­sköp­un“ þar sem svo sann­ar­lega hefur ekki orðið sú vit­und­ar­vakn­ing sem svo fjálg­lega er farið með í grein­ar­gerð með aðal­skipu­lagi. Hvers vegna vinna skipu­lags­yf­ir­völd í Snæ­fellsbæ ekki eftir sínu eigin aðal­skipu­lagi og hvers vegna virða þau ekki þá vinnu sem var lögð í það á sínum tíma?

Við reynum og reynum að koma því á fram­færi að við höfum EKKI þol fyrir því að sett verði niður þús­und fer­metra hótel hér við strönd­ina á Hellnum og kannski 30 smá­hýsi í tengslum við það, við rök­styðjum það og við sýnum fram á að ekki er gert ráð fyrir því í gild­andi aðal­skipu­lagi og við höfum bent á mörg atriði sem eru athuga­verð við þessar hug­myndir og það ferli sem þær hafa verið settar í en það er næstum eins og að tala við vegg.

Þessi breyt­ing á aðal­skipu­lagi Hellna eru svik við okkur sem komum að þess­ari vinnu á sínum tíma, svik við sam­fé­lagið hér sem taldi að það væri verið að taka mark á því en fyrst og fremst eru þetta svik við umhverfi og byggð á Helln­um, hinn marg­um­tal­aða stað­ar­anda og enn einu sinni þegar lukku­ridd­arar ríða inn í Snæ­fellsbæ með mynd af hót­eli í annarri hendi og seðla í hinni, virð­ist ráða­fólk leggj­ast flatt og breiða út teppi blekk­inga til að auð­velda þeim leið­ina.

Höf­undur býr á Ökrum á Helln­um, Snæ­fells­nesi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar