Vit eða strit

Úlfar Þormóðsson svarar grein Oddnýjar Harðardóttur.

Auglýsing

Oft er með naum­indum að mér tak­ist að greina á milli fávisku og útúr­snún­inga af ásetn­ingi þegar ég les eftir öðrum það sem ég veit að er rang­t. 

­Þing­krat­inn Oddný Harð­ar­dóttir setur ofan í við mig á Kjarn­anum í gær (18.11.´21) fyrir grein sem ég birti þar út frá buslu­gangi hennar á mörgum miðlum vegna fyr­ir­hug­aðrar sölu á Mílu. 15. þessa mán­aðar hélt hún því fram í visi.is að ef selja ætti „út­lend­ing­um” Mílu þyrfti að minnsta kosti að tryggja það að kaup­sýslu­menn af ákveðnu þjóð­erni yrðu ekki eig­endur að fyr­ir­tæk­inu. Les­and­inn taki eftir því; menn af ákveðnu þjóð­erni. Þessu við­horfi hennar líkti ég við þjóð­ern­ispopúl­isma og hægt að renna undir þá lík­ingu mörgum stoð­um.

Nema hvað. Þing­kon­unni mis­bauð. Og hún svarar fyrir sig, meðal ann­ars með þessum orð­um: „Frá vinstri hef ég verið gagn­rýnd af einum áhrifa­­manni í VG, Úlf­­ari Þor­­móðs­­syni sem kallar mig þjóð­ern­ispopúlista og ras­ista hvorki meira né minna. Svo mik­il­vægt virð­ist honum finn­­ast að salan gangi snurð­u­­laust fyrir sig að hann veður með gíf­­ur­yrðum inn á völl­inn og reynir að taka þing­­mann niður eins harka­­lega og hægt er í þeirri von að fólkið taki ekki mark á varn­að­­ar­orð­un­­um. Von­andi sér fólk í gegnum þann auma mál­­flutn­ing.”

Auglýsing
Ég verð eig­in­lega að end­ur­taka aðgangs­orðin hér að framan eftir að hafa lesið þetta enn og aft­ur: Oft er með naum­indum að mér tak­ist að greina á milli fávisku og útúr­snún­ingum af ásetn­ingi þegar ég les eftir öðrum sem ég veit að er rang­t.  En nú, þar sem ég sig framan við tölv­una, dettur mér í hug að þing­konan hafi verið borin broguð end­ur­sögn af grein minn, eða, nema, eða að hún hafi ekki lesið hana. Ekk­ert veit ég. 

En hér er leið­rétt­ing á orðum Odd­nýjar þing­krata, örlítið stytt, upp úr grein­inni sem hún skamm­ast yfir:

„... ­ríkið á ekki Mílu. Því mið­­­ur." Því miður merkir hvort tveggja að ég var and­vígur söl­unni á Sím­­anum á sínum tíma og harma hana enn í dag.

Þetta segir líka í grein­inn­i. 

„Nú vilja pen­inga­­­menn­irnir selja fyr­ir­tæki sitt, Mílu. En það er eng­inn íslenskur nógu vilj­ugur til þess að borga það fullu verði."  Í orð­unum eng­inn íslenskur nógu vilj­ugur felst að Ríkið er ekki und­an­skilið og skiptir engu þótt sjálfum finn­ist mér að hið opin­bera ætti að yfir­­­taka Mílu og eiga hana til fram­­búð­­ar. En vegna þess að það gerir það ekki lend­ir það í höndum útlend­inga.

Létt­vægri villa í grein Odd­nýjar er að nefna mig áhrifa­mann í VG og líka að ég hafi kallað hana ras­ista, en það gerði ég ekki; Má vera að þar hafi sök bitið saka.

Loks skal þetta sagt; ávallt er betra að vita um hvað maður er að tala, skrifa, hjala áður en orðin eru látin laus.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermarsundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar