Innviðir sem varða þjóðaröryggi og almannahag

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, svarar gagnrýni Úlfars Þormóðssonar á sig vegna fyrirvara hennar á sölu fjarskiptafyrirtækisins Mílu til erlends fjárfestingarsjóðs.

Auglýsing

Ég hef lagt á það áherslu að stjórn­völd seti skil­yrði fyrir sölu fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Mílu ehf til erlends fjár­fest­ing­ar­sjóðs sem verja þjóðar­ör­yggi og almanna­hag. Sam­kvæmt lögum um erlenda fjár­fest­ingu í atvinnu­rekstri rennur frestur til að gera slík skil­yrði út 17. des­em­ber næst­kom­andi.

Margir hafa tekið undir varn­að­ar­orð mín um þessa sölu og mik­il­vægi þess að inn­viðir sem varða þjóðar­ör­yggi og almanna­hag gangi ekki kaupum og sölum án skil­yrða sem halda. En vegna þess hef ég líka sætt gagn­rýni, einkum frá hægri­mönn­um.

Þeir stjórn­ast af  trú á því að mark­að­ur­inn taki alltaf og óhjá­kvæmi­lega bestu ákvarð­an­irnar en eins og mark­að­ur­inn getur verið ágætur þá virkar hann ekki vel í fákeppni eins og á við  um starf­semi Mílu. Fjár­hags­legur ávinn­ingur eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins og þjóðar­ör­yggi þurfa ekki alltaf að fara saman og tryggja þarf að þegar þeir hags­munir stang­ast á fái þjóðar­ör­yggið að ráða.

Frá vinstri hef ég verið gagn­rýnd af  einum áhrifa­manni í VG, Úlf­ari Þor­móðs­syni sem kallar mig þjóð­ern­ispopúlista og ras­ista hvorki meira né minna. Svo mik­il­vægt virð­ist honum finn­ast að salan gangi snurðu­laust fyrir sig að hann veður með gíf­ur­yrðum inn á völl­inn og reynir að taka þing­mann niður eins harka­lega og hægt er í þeirri von að fólkið taki ekki mark á varn­að­ar­orð­un­um. Von­andi sér fólk í gegnum þann auma mál­flutn­ing.

Fjar­skipti verða æ mik­il­væg­ari eftir því sem tækn­inni fleygir fram og svo er komið að mik­il­væg­ustu inn­viðir sam­fé­lags­ins treysta á að fjar­skipti séu áreið­an­leg, sam­ræm­ist þjóðar­ör­yggi og falli undir lög­sögu okk­ar.

Mörg ríki og alþjóða­stofn­anir hafa tekið til skoð­unar hvernig grunn­þjón­ustu mik­il­vægra inn­viða verði útvi­stað og að hve miklu leyti slík þjón­usta megi vera í höndum erlendra fyr­ir­tækja. Enda nokkuð aug­ljóst að öryggisógn getur verið fólgin í því að sam­fé­lag verði of háð til­tek­inni tækni eða kerfi sem opin­berir aðilar hafa misst alla stjórn á.

Hvað er Míla?

Nán­ast öll tal- og gagna­fjar­skipti við útlönd fara um ljós­leið­ara­teng­ingar á landi og síðan um þrjá sæstrengi sem tengja Ísland við umheim­inn. Alvar­legt sam­bands­rof sæstrengj­anna eða ljós­leið­ara­teng­ingar á landi, getur gert Ísland að mestu sam­bands­laust við umheim­inn og haft alvar­legar afleið­ingar fyrir hags­muni íslenska rík­is­ins, jafnt efna­hags-, örygg­is-, varn­ar- og almanna­hags­muni líkt og bent er á í skýrslu þjóðar­ör­ygg­is­ráðs frá því í febr­úar á þessu ári um mat á ástandi og horfum í þjóðar­ör­ygg­is­mál­um.

Auglýsing
Þar seg­ir: „Innan Íslands tengj­ast sæstrengirnir við stofn­ljós­leið­ara­netið sem er hring­teng­ing um land­ið. Þessi stofn­ljós­leið­ari er mik­il­vægur hlekkur í öllum fjar­skiptum hér á landi. Flest fjar­skipta­kerfi, hvort sem um er að ræða minni ljós­leið­ara­net á lands­byggð­inni eða far­net fjar­skipta­fyr­ir­tækja, tengj­ast inn á þennan stofn­ljós­leið­ar­a­streng. Þessi stofn­ljós­leið­ar­a­strengur er að 5 /8 hlutum í eigu Mílu ehf. og að 3 /8 hlutum í eigu NATO. Míla ehf. sér um rekstur og við­hald allra þráð­anna átta í strengn­um.“

Ljós­leið­ar­a­strengirnir eru und­ir­staða flestra fjar­skipta­kerfa sem notuð eru á Íslandi, þar á meðal síma­kerf­is, far­síma­kerf­is, Tetra­neyð­ar­fjar­skipta­kerf­is, mik­il­vægra gagna­teng­inga fyrir helstu stoð­kerfi lands­ins og almennrar inter­netteng­ingar lands­manna.

Starf­semi sem ekki má rofna

Öllum má ljóst vera að lög okkar og reglur um inn­viði sem varða þjóðar­ör­yggi eru van­bú­in. Enda eru heild­ar­lög í und­ir­bún­ingi í for­sæt­is­ráðu­neyti, fjar­skipta­lög í sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyti og lög um erlendar fjár­fest­ingar í atvinnu­líf­inu til end­ur­skoð­unar í ferða-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu. Þar sem lögin sem eru í gildi verja almenn­ing ekki nægi­lega verður að setja skil­yrði fyrir söl­unni sem halda.

Við snúum víst ekki tím­anum við til að leið­rétta þau afglöp sem gerð voru með sölu Sím­ans. En við getum sett lög og reglu­verk sem tryggir við­hald, öryggi og heim­ild yfir­valda til að taka fyr­ir­tækið yfir ef neyð­ar­á­stand skap­ast eða einka­að­il­inn er ekki hæfur til að sinna svo mik­il­vægri starf­semi. Það verður að koma i veg fyrir að eig­endur geti af geð­þótta eða vegna van­hæfni lamað íslenskt sam­fé­lag, farið með fyr­ir­tækið út fyrir lög­sögu Íslands eða selt úr landi nauð­syn­leg tæki til starf­sem­inn­ar.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar