Innviðir sem varða þjóðaröryggi og almannahag

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, svarar gagnrýni Úlfars Þormóðssonar á sig vegna fyrirvara hennar á sölu fjarskiptafyrirtækisins Mílu til erlends fjárfestingarsjóðs.

Auglýsing

Ég hef lagt á það áherslu að stjórn­völd seti skil­yrði fyrir sölu fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Mílu ehf til erlends fjár­fest­ing­ar­sjóðs sem verja þjóðar­ör­yggi og almanna­hag. Sam­kvæmt lögum um erlenda fjár­fest­ingu í atvinnu­rekstri rennur frestur til að gera slík skil­yrði út 17. des­em­ber næst­kom­andi.

Margir hafa tekið undir varn­að­ar­orð mín um þessa sölu og mik­il­vægi þess að inn­viðir sem varða þjóðar­ör­yggi og almanna­hag gangi ekki kaupum og sölum án skil­yrða sem halda. En vegna þess hef ég líka sætt gagn­rýni, einkum frá hægri­mönn­um.

Þeir stjórn­ast af  trú á því að mark­að­ur­inn taki alltaf og óhjá­kvæmi­lega bestu ákvarð­an­irnar en eins og mark­að­ur­inn getur verið ágætur þá virkar hann ekki vel í fákeppni eins og á við  um starf­semi Mílu. Fjár­hags­legur ávinn­ingur eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins og þjóðar­ör­yggi þurfa ekki alltaf að fara saman og tryggja þarf að þegar þeir hags­munir stang­ast á fái þjóðar­ör­yggið að ráða.

Frá vinstri hef ég verið gagn­rýnd af  einum áhrifa­manni í VG, Úlf­ari Þor­móðs­syni sem kallar mig þjóð­ern­ispopúlista og ras­ista hvorki meira né minna. Svo mik­il­vægt virð­ist honum finn­ast að salan gangi snurðu­laust fyrir sig að hann veður með gíf­ur­yrðum inn á völl­inn og reynir að taka þing­mann niður eins harka­lega og hægt er í þeirri von að fólkið taki ekki mark á varn­að­ar­orð­un­um. Von­andi sér fólk í gegnum þann auma mál­flutn­ing.

Fjar­skipti verða æ mik­il­væg­ari eftir því sem tækn­inni fleygir fram og svo er komið að mik­il­væg­ustu inn­viðir sam­fé­lags­ins treysta á að fjar­skipti séu áreið­an­leg, sam­ræm­ist þjóðar­ör­yggi og falli undir lög­sögu okk­ar.

Mörg ríki og alþjóða­stofn­anir hafa tekið til skoð­unar hvernig grunn­þjón­ustu mik­il­vægra inn­viða verði útvi­stað og að hve miklu leyti slík þjón­usta megi vera í höndum erlendra fyr­ir­tækja. Enda nokkuð aug­ljóst að öryggisógn getur verið fólgin í því að sam­fé­lag verði of háð til­tek­inni tækni eða kerfi sem opin­berir aðilar hafa misst alla stjórn á.

Hvað er Míla?

Nán­ast öll tal- og gagna­fjar­skipti við útlönd fara um ljós­leið­ara­teng­ingar á landi og síðan um þrjá sæstrengi sem tengja Ísland við umheim­inn. Alvar­legt sam­bands­rof sæstrengj­anna eða ljós­leið­ara­teng­ingar á landi, getur gert Ísland að mestu sam­bands­laust við umheim­inn og haft alvar­legar afleið­ingar fyrir hags­muni íslenska rík­is­ins, jafnt efna­hags-, örygg­is-, varn­ar- og almanna­hags­muni líkt og bent er á í skýrslu þjóðar­ör­ygg­is­ráðs frá því í febr­úar á þessu ári um mat á ástandi og horfum í þjóðar­ör­ygg­is­mál­um.

Auglýsing
Þar seg­ir: „Innan Íslands tengj­ast sæstrengirnir við stofn­ljós­leið­ara­netið sem er hring­teng­ing um land­ið. Þessi stofn­ljós­leið­ari er mik­il­vægur hlekkur í öllum fjar­skiptum hér á landi. Flest fjar­skipta­kerfi, hvort sem um er að ræða minni ljós­leið­ara­net á lands­byggð­inni eða far­net fjar­skipta­fyr­ir­tækja, tengj­ast inn á þennan stofn­ljós­leið­ar­a­streng. Þessi stofn­ljós­leið­ar­a­strengur er að 5 /8 hlutum í eigu Mílu ehf. og að 3 /8 hlutum í eigu NATO. Míla ehf. sér um rekstur og við­hald allra þráð­anna átta í strengn­um.“

Ljós­leið­ar­a­strengirnir eru und­ir­staða flestra fjar­skipta­kerfa sem notuð eru á Íslandi, þar á meðal síma­kerf­is, far­síma­kerf­is, Tetra­neyð­ar­fjar­skipta­kerf­is, mik­il­vægra gagna­teng­inga fyrir helstu stoð­kerfi lands­ins og almennrar inter­netteng­ingar lands­manna.

Starf­semi sem ekki má rofna

Öllum má ljóst vera að lög okkar og reglur um inn­viði sem varða þjóðar­ör­yggi eru van­bú­in. Enda eru heild­ar­lög í und­ir­bún­ingi í for­sæt­is­ráðu­neyti, fjar­skipta­lög í sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyti og lög um erlendar fjár­fest­ingar í atvinnu­líf­inu til end­ur­skoð­unar í ferða-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu. Þar sem lögin sem eru í gildi verja almenn­ing ekki nægi­lega verður að setja skil­yrði fyrir söl­unni sem halda.

Við snúum víst ekki tím­anum við til að leið­rétta þau afglöp sem gerð voru með sölu Sím­ans. En við getum sett lög og reglu­verk sem tryggir við­hald, öryggi og heim­ild yfir­valda til að taka fyr­ir­tækið yfir ef neyð­ar­á­stand skap­ast eða einka­að­il­inn er ekki hæfur til að sinna svo mik­il­vægri starf­semi. Það verður að koma i veg fyrir að eig­endur geti af geð­þótta eða vegna van­hæfni lamað íslenskt sam­fé­lag, farið með fyr­ir­tækið út fyrir lög­sögu Íslands eða selt úr landi nauð­syn­leg tæki til starf­sem­inn­ar.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar