Þegar Jóhanna braut jafnréttislög

Jón Daníelsson skrifar um það þegar ráðherrar brjóta jafnréttislög. Og hvernig þeir bregðast við með mismunandi hætti.

Auglýsing

Þessa dag­ana er það gjarnan rifjað upp að Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir hafi brotið jafn­rétt­islög í for­sæt­is­ráð­herra­tíð sinni. Ástæða þess­arar upp­rifj­unar er að sjálf­sögðu brot Lilju Alfreðs­dóttur á þessum sömu lögum og nú allra síð­ast úrskurður hér­aðs­dóms, sem stað­festir nið­ur­stöðu kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála.

En það er áhuga­vert að bera þessi tvö mál sam­an. Þau eru nefni­lega ekki nákvæm­lega eins.

Lilja réð flokks­bróður sinn í starf ráðu­neyt­is­stjóra en snið­gekk konu sem að mati kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála var a.m.k. jafn­hæf. Jóhanna réð karl­mann í stöðu skrif­stofu­stjóra og snið­gekk þar með konu, sem að mati kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála var a.m.k. jafn­hæf. Svo merki­lega vill hins vegar til að konan sem Jóhanna snið­gekk, var flokksystir henn­ar.

Lilja stefndi kon­unni, sem hún tald­ist hafa snið­geng­ið, fyrir dóm til að fá úrskurð­inum hnekkt.

Rík­is­lög­maður ráð­lagði Jóhönnu á sínum tíma að fara einmitt þessa leið og stefna kon­unni fyrir rétt til að fá úrskurð­inum hnekkt, en Jóhanna neit­aði. Hún kaus fremur að taka skell­inn, en segir í ævi­sögu sinni að þetta kæru­mál hafi tekið mikið á sig. (Minn tími, 2017, bls. 316).

Auglýsing
Karlinn, sem ráð­inn var sem skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyt­inu hjá Jóhönnu, taldi Kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála hafa brotið á sér og leit­aði til Umboðs­manns Alþing­is, sem úrskurð­aði honum í vil: „Þótt kæru­nefnd­inni bæri að taka mið af þeim atriðum sem fram kæmu í 5. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 fælist ekki í því ákvæði heim­ild til að byggja á öðrum sjón­ar­miðum en veit­ing­ar­valds­hafi hefði lagt til grund­vall­ar...". Umboðs­mað­ur­ komst líka að þeirri nið­ur­stöðu „að mat og aðferð kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála, sem hafði verið lögð til grund­vallar nið­ur­stöðu hennar í mál­inu, hefði ekki verið í sam­ræmi við lög­bundið hlut­verk hennar sam­kvæmt lögum nr. 10/2008.“ (UA: Mál nr. 6395/2011).

Í máli Jóhönnu fór kæru­nefndin sem sagt greini­lega tals­vert út fyrir vald­svið sitt. Álit umboðs­manns Alþingis ógildir auð­vitað ekki úrskurð kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála, alla vega ekki að form­inu til, en það setur engu að síður stórt spurn­ing­ar­merki við það, hvort Jóhanna hafi í raun­inni gerst brot­leg við jafn­rétt­islög­in.

Hvernig sem á því kann að standa, virð­ast furðu fáir hafa vit­neskju um þetta álit umboðs­manns Alþingis og t.d. verður ekki séð að fjöl­miðla­fólk, sem nú kepp­ist við að draga Jóhönnu í sama dilk og Lilju Alfreðs­dótt­ur, hafi neina hug­mynd um þessar lyktir máls­ins.

Öfugt við Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur hik­aði Lilja Alfreðs­dóttir ekki við að draga þá konu, sem hún snið­gekk, fyrir dóm.

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur hefur nú dæmt í mál­inu og í dómnum er öllum máls­á­stæðum Lilju hafnað – hverri einustu! Í dómnum er sér­stak­lega tekið fram að: „Engir ann­markar hafi verið á máls­með­ferð kæru­nefnd­ar­inn­ar, hún hafi þvert á móti byggt úrskurð sinn á ákvæðum laga og mál­efna­legum sjón­ar­mið­um, beitt lög­mætum aðferðum í úrlausn sinni og rök­stutt nið­ur­stöðu sína ítar­lega. Nefndin hafi ekki farið út fyrir vald­svið sitt eða verk­svið."

Því miður lýkur sam­an­burð­inum ekki hér­. Jó­hanna Sig­urð­ar­dóttir eft­ir­lét ráðu­neyt­is­stjóra sín­um, Ragn­hildi Arn­ljóts­dótt­ur, að sjá um ráðn­ing­una ásamt mannauðs­ráð­gjafa. Sjálf segir Jóhanna um þetta: „Einu fyr­ir­mælin sem Ragn­hildur fékk frá mér voru að skoða ætti ræki­lega að jafn­rétt­islög væru ekki brot­in.“ Lilja skip­aði aftur á móti sér­staka hæfn­is­nefnd og þar gerði hún flokks­bróður sinn að for­manni.

Afstaða rík­is­lög­manns vekur líka nokkra athygli. Hann ráð­lagði Jóhönnu einmitt að höfða mál af sama toga og Lilja gerði nú, en það er hins vegar ekki rík­is­lög­maður sem fer með mál Lilju, heldur lög­maður „úti í bæ“. Hér skal ekki full­yrt að rík­is­lög­manni hafi ekki þótt máls­höfðun lík­leg til árang­urs, en það er óneit­an­lega freist­andi álykt­un.

Það virkar dálítið rætið og ill­gjarnt að draga ein­stak­ling fyrir dóm fyrir þá sök eina að hafa kvartað til nefnd­ar, hverrar úrskurðir eiga sam­kvæmt lögum að vera end­an­leg­ir. Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir gat ekki hugsað sér að grípa til svo óvand­aðra með­ala. En Lilja er engin Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir. Hún vill ekki taka skell­inn.

Heim­ild­ir: 

Úrskurður kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála 22. mars 2011.

Álit umboðs­manns Alþingis 27. sept­em­ber 2013.

Úskurður kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála 27. maí 2020.

Dómur hér­aðs­dóms Reykja­víkur 5. mars 2021.

Pál Vals­son: Minn tími, Mál og menn­ing 2017 (bls. 315-317).

Höf­undur er heldri borg­ari.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar