Þráttasemjarar

Guðmundur Andri Thorsson skrifar um afturköllun, eða cancel culture.

Auglýsing

Umræðan hefur verið fjörug að und­an­förnu um einn af fylgi­fiskum póli­tískrar umræðu á sam­fé­lags­miðl­um: það sem alþjóð­lega er kennt við aft­ur­köll­un, cancel-cult­ure: mark­vissa og sam­taka snið­göngu á verkum lista­manna sem viðrað hafa umdeil­an­legar skoð­anir á mann­rétt­inda­málum eða eru taldir hafa hegðað sér með óvið­ur­kvæmi­legum hætti í sið­ferð­is­efn­um. Þetta helst í hendur við smánun – þegar yfir ein­stak­linga kemur hol­skefla vand­læt­ingar vegna þess að þeir hafa látið í ljós for­dóma í garð hópa sem þeir til­heyra ekki.

Þetta mál hefur ýmsar hlið­ar. Ein er sú að fólk kaupir það sem því sýn­ist. Og missi það ein­hverra hluta vegna áhuga á ein­hverjum lista­manni – þá er það bara þannig. Skilj­an­legt er að fá slíka skömm á til­teknum ein­stak­lingi vegna orða hans eða fram­göngu að maður missi allan áhuga á því sem hann hefur fram að færa. Önnur hlið er sú að rétt er að fólk hugsi sig um áður en það tekur að dæma heilu þjóð­irn­ar, trú­ar­hópana eða kyn­hneigð­irn­ar; dæma fólk fyrir það hvernig það fædd­ist. Almennt talað er ágætt að fólk hugsi sig aðeins um áður en það lætur í ljós skoð­an­ir. Þær eru aldrei jafn sak­lausar og þær kunna að virð­ast ...

En hópefli kringum snið­göngu og skipu­lögð útskúfun vegna umdeildra skoð­ana er hættu­legur leik­ur. Þetta getur orðið til þess að fæla fólk frá því að viðra skoð­anir sínar með hótun um útskúfun og skömm. Þar með fara slíkar skoð­anir í skúma­skotin og skolpræsi umræð­unn­ar. Og birt­ast svo á óvæntan hátt, jafn­vel upp úr kjör­köss­um. Og dæmin sanna líka að skipu­lögð útskúfun byggir oft á æði ein­faldri mynd af því sem við­kom­andi lista­maður hefur sagt og skrif­að.

Í opnu og frjáls­lyndu lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi eigum við að skipt­ast á skoð­un­um. Við eigum að reyna að halda í heiðri þá reglu að skrifa ekk­ert um mann­eskju annað en við gætum sagt við við­kom­andi í eigin per­sónu. Þó að skoð­anir mann­eskju séu okkur ekki að skapi er ágætt að reyna að hemja vand­læt­ingu sína. Þó að skoð­anir séu ekki jafn sak­lausar og margir telja eru þær heldur ekki jafn mikið skað­ræði og stundum mætti halda. 

Auglýsing
Á net­inu erum við ekki alltaf „í eigin per­sónu“ heldur er eins og annar karakter taki stundum völdin við lykla­borð­ið, jafn­vel undir dul­nefni. Á sam­fé­lags­miðl­unum svið­setjum við okkur með orðum og mynd­um. Segja má í vissum skiln­ingi að á net­inu séum við öll skáld – en mis­góð. Og þar erum við á eigin yfir­ráða­svæði og karakt­er­inn við lykla­borðið á það til að vera miklu afdrátt­ar­laus­ari, jafn­vel ein­streng­ings­legri en sá sem stendur and­spænis annarri mann­eskju og á í sam­ræðum við hana: í raun­heimum klárum við oft­ast nær sam­ræð­ur, jafn­vel með því að fara að tala um eitt­hvað ann­að, og náum þannig teng­ingu á ný, jafn­vel bara með brosi, en á net­inu förum við eitt­hvað annað bál­reið og allt annað en sátt­­fús. Meira þrátt­­fús. Sam­­fé­lags­miðlar gerir okkur öll að hálf­gerðum þrátta­­semjur­­um.

Við eigum að forð­ast að vera hvert öðru dóm­stóll. Skoð­anir okkar eru sér­stakt sam­safn af því sem við höfum heyrt og lesið og reynt, til­finn­ingum okk­ar, upp­lagi, hug­sjón­um, þrám og kenndum ... Þær eru ekki allar alltaf jafn réttar eða fal­legar eða skyn­sam­legar – og við eigum að geta verið óhrædd við að viðra þær, skoða þær, skipt­ast á þeim: gjörðu svo vel, hér er mín skoð­un, má ég sjá þína? Og þó að okkur kunni að finn­ast hún skrýt­in, jafn­vel ljót, er ekki þar með sagt að verk­efni okkar sé að ausa við­mæl­and­ann skömmum eða kalla út snið­göngu­her.

Einn af mínum upp­á­halds­höf­undum gegnum tíð­ina er Þór­bergur Þórð­ar­son, stíl­snill­ingur og  boð­beri visku og kær­leika og alls konar alt­erna­tífra hug­mynda og lífs­stíls. En hann var líka málsvari fjöldamorð­ingja og mann­hat­urs í afstöðu sinni til Sov­ét­ríkj­anna. Ég veit af því og furða mig á sumum fárán­legum og sorg­legum skoð­unum hans: Samt nýt ég þess að lesa pönkið í Bréfi til Láru, ljóð­ræn­una í Ofvit­an­um, frá­sagn­ar­gleð­ina í Ævi­sögu séra Árna ... ég held meira að segja að það hafi gert mig næm­ari mann­eskju en ella að lesa verkin hans Þór­bergs, en ég vil sjálfur fá að kljást við stalín­is­mann í verkum hans og mér finnst raunar heill­andi umhugs­un­ar­efni hvernig alræð­is­hyggjan hjá honum fékk þrif­ist hjá svo frjáls­lyndum anda. Í okkur býr alls konar fólk. Það er ævi­verk­efni að kynn­ast því öllu og þroska það, og beina eig­in­leikum þess í jákvæðar átt­ir. Eng­inn verður betri mann­eskja af því að vera snið­geng­inn.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar