Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum

Andrés Ingi Jónsson segir að ríkisstjórnin eigi að fordæma þjóðarmorðið á Armenum og sýna að Ísland sé sterk rödd í þágu mannréttinda og friðar á alþjóðasviðinu.

Auglýsing

Fyrir rúmri öld var framið þjóðarmorð á Armenum. Íslenskum stjórnvöldum hefur reynst erfitt að horfast í augu við þessa einföldu staðreynd, ólíkt mörgum nágranna- og vinaþjóðum okkar. Nú hefur hópur alþingismanna, í sjöunda skipti, lagt til að Ísland viðurkenni þjóðarmorðið og heiðri þannig minningu fórnarlambanna. Tillagan sendir skýr skilaboð um að  Íslendingar haldi merkjum mannréttinda og mannúðar á lofti. Það eigum við alltaf að gera, sama hvaða þjóðir eiga í hlut, því vinur er sá sem til vamms segir.

Sagan skiptir máli

Það er ekki að ástæðulausu sem mannkynið rekur söfn í útrýmingarbúðum og helgar fórnarlömbum voðaverka daga í almanakinu. Það gerum við ekki til að hampa ódæðisverkunum – við gerum það til að gleyma þeim ekki. Til þess að minna okkur á hvað gerist þegar við mannúð og mennska gleymast. Til þess að blóðidrifin saga endurtaki sig ekki. Þjóðarmorð má því ekki þagga í hel og þess vegna hefur hópur alþingismanna upp raust sína í sjöunda sinn.

Í ályktun hópsins er saga þjóðarmorðsins á Armenum rakin. Farið yfir það hvernig Ungtyrkjar vildu byggja upp „hreint þjóðríki“ innan landamæra sinna, en til þess þurfti að víkja til hliðar mannréttindum fjöldamargra. „Hreinsa landið“ af fjölmennum hópum sem pössuðu ekki inn í þá mynd. Armenar voru langfjölmennasti hópurinn – töldu um 2 milljónir við upphaf fyrra stríðs – en einnig mætti nefna smærri þjóðarbrot Assýringa og Grikkja sem þurftu að þola ofsóknir. 

Auglýsing

Skelfileg skilyrðin til staðar


Þjóðarmorðið stóð yfir á árunum 1915 til 1917 og var, eins og gefur að skilja, skelfilegt. Gríðarlegir fólksflutningar í bland við pyntingar, aftökur og annað ofbeldi eru talin hafa dregið á bilinu 600 þúsund til 1,5 milljón menn, konur og börn til dauða. Aðförin gegn þessu fólki er jafnan talið fyrsta þjóðarmorð 20. aldarinnar enda uppfyllir hún öll skilyrði til að hljóta þann vafasama titil. 

Þrátt fyrir að sagan sé skýr og skilyrðin fyrir hendi hafa íslensk stjórnvöld ekki talið að um þjóðarmorð sé að ræða. Um þrjátíu ríki, þar á meðal grann- og vinaþjóðir okkar á borð við Danmörku, Svíþjóð og Þýskaland, segja atburðina 1915 til 1917 vera þjóðarmorð, en Ísland gerir það ekki. Joe Biden varð jafnframt á dögunum fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að gera slíkt hið sama, en Ísland þorir enn ekki. Hvað veldur?Tyrkir þrýstu á þingheim


Íslensk stjórnvöld hafa fengið mýmörg tækifæri til að taka af skarið í þessum efnum. Á Alþingi var Margrét Tryggvadóttir fyrst til að leggja fram tillögu um viðurkenningu á þjóðarmorðinu vorið 2012. Síðan þá hefur sambærileg tillaga verið lögð fram fimm sinnum, oftast með Margréti sem fyrsta flutningsmann, en tillögurnar hafa notið stuðnings þingfólks af öllu pólitíska litrófinu í áranna rás. Aðeins einu sinni hefur náðst að mæla fyrir tillögunni og koma henni til utanríkismálanefndar – en þar dagaði málið upp.

Það gerðist haustið 2012, eftir að Alþingi fékk nasasjón af þeim þrýstingi sem tyrknesk stjórnvöld beita gegn viðurkenningu á þjóðarmorðinu. Sendiherra Tyrklands setti sig í samband við íslenska þingmenn og lagði hart að þeim að samþykkja hana ekki. Þetta virðist vera föst leikflétta í handbók tyrkneskra diplómata. Þeir bregðast við af hörku gegn öllum tillögum sem reyna að heiðra minningu fórnarlamba þjóðarmorðsins, með því einu að nefna ódæðisverkin réttu nafni.

Þingmenn taka af skarið

Nú reynum við einu sinni enn. Í vikunni birtist í sjöunda sinn þingsályktunartillaga um að Ísland viðurkenni þjóðarmorð á Armenum, þetta skiptið með mig sem fyrsta flutningsmann. Auðvitað ætti svona mál ekki að vera á könnu einstakra þingmanna. Ríkisstjórnin ætti að fordæma svona glæpi miklu oftar. Sýna að Ísland sé sterk rödd í þágu mannréttinda og friðar á alþjóðasviðinu. Ríki sem hvorki hefur her né hergagnaframleiðslu, sem nýtur trausts. 

Stærsta ástæðan fyrir því að viðurkenna þjóðarmorðið á Armenum er þó ekki til þess að skora einhver ímyndarstig í útlöndum. Við eigum einfaldlega að kalla hlutina réttum nöfnum, fordæma þá og reyna að sporna við þeim. Við eigum að gera það til þess að gleyma ekki. Til þess að minna okkur á hvað gerist þegar við gleymum mannúð og mennsku. Til þess að blóði drifin saga endurtaki sig ekki.

Höfundur er þingmaður Pírata.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar