Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum

Andrés Ingi Jónsson segir að ríkisstjórnin eigi að fordæma þjóðarmorðið á Armenum og sýna að Ísland sé sterk rödd í þágu mannréttinda og friðar á alþjóðasviðinu.

Auglýsing

Fyrir rúmri öld var framið þjóð­ar­morð á Armen­um. Íslenskum stjórn­völdum hefur reynst erfitt að horfast í augu við þessa ein­földu stað­reynd, ólíkt mörgum nágranna- og vina­þjóðum okk­ar. Nú hefur hópur alþing­is­manna, í sjö­unda skipti, lagt til að Ísland við­ur­kenni þjóð­ar­morðið og heiðri þannig minn­ingu fórn­ar­lambanna. Til­lagan sendir skýr skila­boð um að  Íslend­ingar haldi merkjum mann­rétt­inda og mann­úðar á lofti. Það eigum við alltaf að gera, sama hvaða þjóðir eiga í hlut, því vinur er sá sem til vamms seg­ir.

Sagan skiptir máli

Það er ekki að ástæðu­lausu sem mann­kynið rekur söfn í útrým­ing­ar­búðum og helgar fórn­ar­lömbum voða­verka daga í alm­an­ak­inu. Það gerum við ekki til að hampa ódæð­is­verk­unum – við gerum það til að gleyma þeim ekki. Til þess að minna okkur á hvað ger­ist þegar við mannúð og mennska gleym­ast. Til þess að blóð­i­drifin saga end­ur­taki sig ekki. Þjóð­ar­morð má því ekki þagga í hel og þess vegna hefur hópur alþing­is­manna upp raust sína í sjö­unda sinn.

Í ályktun hóps­ins er saga þjóð­ar­morðs­ins á Armenum rak­in. Farið yfir það hvernig Ung­tyrkjar vildu byggja upp „hreint þjóð­ríki“ innan landamæra sinna, en til þess þurfti að víkja til hliðar mann­rétt­indum fjölda­margra. „Hreinsa land­ið“ af fjöl­mennum hópum sem pössuðu ekki inn í þá mynd. Armenar voru lang­fjöl­menn­asti hóp­ur­inn – töldu um 2 millj­ónir við upp­haf fyrra stríðs – en einnig mætti nefna smærri þjóð­ar­brot Assýr­inga og Grikkja sem þurftu að þola ofsókn­ir. 

Auglýsing

Skelfi­leg skil­yrðin til staðarÞjóð­ar­morðið stóð yfir á árunum 1915 til 1917 og var, eins og gefur að skilja, skelfi­legt. Gríð­ar­legir fólks­flutn­ingar í bland við pynt­ing­ar, aftökur og annað ofbeldi eru talin hafa dregið á bil­inu 600 þús­und til 1,5 milljón menn, konur og börn til dauða. Aðförin gegn þessu fólki er jafnan talið fyrsta þjóð­ar­morð 20. ald­ar­innar enda upp­fyllir hún öll skil­yrði til að hljóta þann vafa­sama tit­il. 

Þrátt fyrir að sagan sé skýr og skil­yrðin fyrir hendi hafa íslensk stjórn­völd ekki talið að um þjóð­ar­morð sé að ræða. Um þrjá­tíu ríki, þar á meðal grann- og vina­þjóðir okkar á borð við Dan­mörku, Sví­þjóð og Þýska­land, segja atburð­ina 1915 til 1917 vera þjóð­ar­morð, en Ísland gerir það ekki. Joe Biden varð jafn­framt á dög­unum fyrsti Banda­ríkja­for­set­inn til að gera slíkt hið sama, en Ísland þorir enn ekki. Hvað veld­ur?

Tyrkir þrýstu á þing­heimÍslensk stjórn­völd hafa fengið mýmörg tæki­færi til að taka af skarið í þessum efn­um. Á Alþingi var Mar­grét Tryggva­dóttir fyrst til að leggja fram til­lögu um við­ur­kenn­ingu á þjóð­ar­morð­inu vorið 2012. Síðan þá hefur sam­bæri­leg til­laga verið lögð fram fimm sinn­um, oft­ast með Mar­gréti sem fyrsta flutn­ings­mann, en til­lög­urnar hafa notið stuðn­ings þing­fólks af öllu póli­tíska lit­róf­inu í áranna rás. Aðeins einu sinni hefur náðst að mæla fyrir til­lög­unni og koma henni til utan­rík­is­mála­nefndar – en þar dag­aði málið upp.

Það gerð­ist haustið 2012, eftir að Alþingi fékk nasa­sjón af þeim þrýst­ingi sem tyrk­nesk stjórn­völd beita gegn við­ur­kenn­ingu á þjóð­ar­morð­inu. Sendi­herra Tyrk­lands setti sig í sam­band við íslenska þing­menn og lagði hart að þeim að sam­þykkja hana ekki. Þetta virð­ist vera föst leik­flétta í hand­bók tyrk­neskra diplómata. Þeir bregð­ast við af hörku gegn öllum til­lögum sem reyna að heiðra minn­ingu fórn­ar­lamba þjóð­ar­morðs­ins, með því einu að nefna ódæð­is­verkin réttu nafni.

Þing­menn taka af skarið

Nú reynum við einu sinni enn. Í vik­unni birt­ist í sjö­unda sinn þings­á­lykt­un­ar­til­laga um að Ísland við­ur­kenni þjóð­ar­morð á Armen­um, þetta skiptið með mig sem fyrsta flutn­ings­mann. Auð­vitað ætti svona mál ekki að vera á könnu ein­stakra þing­manna. Rík­is­stjórnin ætti að for­dæma svona glæpi miklu oft­ar. Sýna að Ísland sé sterk rödd í þágu mann­rétt­inda og friðar á alþjóða­svið­inu. Ríki sem hvorki hefur her né her­gagna­fram­leiðslu, sem nýtur trausts. 

Stærsta ástæðan fyrir því að við­ur­kenna þjóð­ar­morðið á Armenum er þó ekki til þess að skora ein­hver ímynd­ar­stig í útlönd­um. Við eigum ein­fald­lega að kalla hlut­ina réttum nöfn­um, for­dæma þá og reyna að sporna við þeim. Við eigum að gera það til þess að gleyma ekki. Til þess að minna okkur á hvað ger­ist þegar við gleymum mannúð og mennsku. Til þess að blóði drifin saga end­ur­taki sig ekki.

Höf­undur er þing­maður Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar