„Þrátt fyrir stöku mótmæli“

Atli Þór Fanndal skrifar um þá ákvörðun stórnvalda að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Auglýsing

Nýsköp­un­ar­ráð­herra hefur lagt niður Nýsköp­un­ar­mið­stöð þrátt fyrir and­mæli úr öllum átt­um. Ráð­herra fagn­aði nið­ur­lagn­ingu með grein í Morg­un­blað­inu (Morg­un­blað­ið, 18.04.2021, bls. 6.) þar sem hún lýsti and­stöðu við áform sín sem „stöku mót­mæli sem ég tel að muni ekki eld­ast vel.“ Ráð­herra lýsir and­mæl­unum með þessum hætti ein­fald­lega vegna þess að þrátt fyrir að bar­átta gegn áformum hennar hafi staðið í 14 mán­uði var lítið sem ekk­ert fjallað um málið í almanna­út­varp­inu á meðan á því stóð. 

Frétta­stofa RÚV svaf í gegnum málið þrátt fyrir ítrek­aðar ábend­ingar og beiðni um að sjá frétta­gildi þess að leggja skuli niður stofn­un. Lyk­il­at­riði er einmitt að fjallað sé um það efn­is­lega. Ég set sjálfur fyr­ir­vara við gagn­semi póli­tískra íþrótta­f­rétta þar sem mál eru afgreidd og kölluð umdeild en efn­is­at­riði ekki skýrð. Það ger­ist því miður allt of oft að mál séu afgreidd þannig.

Málið er í gegn og hráka­smíð ráð­herra eru nú lög þrátt fyrir and­mæli frum­kvöðla, fag­fé­laga, sveit­ar­fé­laga, ein­stak­linga, fyr­ir­tækja, atvinnu­þró­un­ar­fé­laga og lands­byggð­ar. Vegna þess að ráð­herra ætlar að stroka út varn­ar­orð tugi umsagna get ég ekki annað en tekið saman varn­ar­orð umsagn­ar­að­ila svo sú hug­mynd verði ekki ofan á að eng­inn hafi nú varað rík­is­stjórn­ina við því að tæta í sundur stoð­kerfi nýsköp­unar mitt í efna­hag­skrísu vegna COVID19. 

Sam­an­tektin er lang­hund­ur. Annað er ekki hægt. Fagn­að­ar­læti er vart að finna utan skrif­stofu ráð­herra. List­inn er þó ekki tæm­andi.

Frá því að drög að frum­varpi ráð­herra birt­ust hafa rúm­lega 70 umsagnir borist í mál­inu. Leitun er að sér­stak­lega jákvæðum umsögnum en sama er ekki að segja um nei­kvæðar umsagn­ir. Leið­ar­stef í gagn­rýn­inni er skortur á áætlun um hvað tekur við. Því svarar ráð­herra aldrei efn­is­lega. Þess í stað sitjum við undir orða­súpu síend­ur­tekið og smá­sjóðum sem stofnað er til með til­heyr­andi húll­um­hæ, frétta­til­kynn­ingum og sjálfs­hóli en aldrei áætl­un, stefnu eða fé sem nokkru skipt­ir. Enda­laus retó­rík en aldrei grein­ing eða vinna.

Vegna þess að ráð­herra telur að varn­ar­orð muni eld­ast illa er vert að benda á að stjórn­mála­menn sem vaða áfram, hlusta ekki á við­vör­un­ar­orð, for­herð­ast og end­ur­skrifa sög­una sér í hag eiga það til að falla hratt.

Tökum nú saman í hverju þessi stöku mót­mæli fólust.

Um hags­muni lands­byggðar

Ráð­herra hefur notað hvert tæki­færi til að hrósa sjálfri sér fyrir boð­aða bylt­ingu í stuðn­ing við nýsköpun lands­byggð­ar. Vest­manna­eyja­bær sagði; „ekki er að sjá að áhersla á nýsköpun á lands­byggð­inni fái umfjöllun í meg­in­efni frum­varps­ins.“ 

Akur­eyr­ar­bær sagði: „Bæj­ar­ráð Akur­eyr­ar­bæjar telur óásætt­an­legt að leggja fram jafn loðið og óljóst frum­varp og raun ber vitni. Gríð­ar­legir hags­munir eru undir í því að skapa öfl­ugt stuðn­ings­kerfi við nýsköpun á lands­byggð­un­um.“ Norð­ur­þing skil­aði inn umsögn og seg­ir: „Byggð­ar­ráð telur þó að andi meg­in­mark­miðs laga­frum­varps­ins og þau atriði grein­ar­gerð­ar­innar sem fjalla um nýsköpun á lands­byggð­inni end­ur­speglist ekki nægi­lega vel í laga­text­anum sjálf­um. Frum­varpið nær því sem næst ein­göngu yfir stofnun tækni­set­urs, til­gang þess og stjórn­un.“ Sam­tök sveit­ar­fé­laga og atvinnu­þró­unar á Norð­ur­landi eystra sendu frá sér sam­hljóða umsögn. „Stjórn SSNE telur óásætt­an­legt að leggja fram jafn loðið og óljóst frum­varp líkt og raun ber vitn­i.“ 

Sam­tök sunn­lenskra sveit­ar­fé­laga gera líka athuga­semd við sam­hengi yfir­lýs­inga og laga­texta: „Það er hins vegar ekki vikið sér­stak­lega að stuðn­ingi við lands­byggð­ina í laga­text­an­um. SASS áréttar því fyrri umsögn um að nauð­syn­legt sé að laga­text­inn end­ur­spegli þau mark­mið frum­varps­ins sem fram koma í 1. gr. um að „... efla opin­beran stuðn­ing við nýsköpun á land­inu með sveigj­an­legu stuðn­ings­kerfi, sterkum tengslum við háskóla­sam­fé­lag, atvinnu­líf og hag­að­ila og áherslu á nýsköpun á lands­byggð­inni." 

Auglýsing
Hvað segir Blá­skóga­byggð? „Sveit­ar­stjórn Blá­skóga­byggðar telur að tryggja þurfi betur að lands­byggðin beri ekki skarðan hlut frá borði hvað varðar stuðn­ing við nýsköpun og að útfæra þurfi með hvaða hætti ná skuli því mark­miði að efla á lands­byggð­inni nýsköpun með sveigj­an­legu stuðn­ings­kerfl, sterkum tengslum við háskóla­sam­fé­lag, atvinnu­líf og hag­að­ila.“ 

Þekk­ing­ar­setur Þing­ey­inga sendi umsögn í sam­ráðs­gátt ráð­herra. Hún var auð­vitað hunsuð eins og aðrar umsagnir en hvað kemur þar fram? „ Þá þarf að setja niður laga­á­kvæði sem gera það ófrá­víkj­an­lega skyldu að efla inn­viði fyrir nýsköp­un­ar- og frum­kvöðla­starf dreifð­ari byggða.“ 

Sam­tök þekk­ing­ar­setra skil­uðu líka inn umsögn og þar er kunnu­legt stef: „Sam­tök þekk­ing­ar­setra vilja koma því á fram­færi að brýnt er að festa í texta lag­anna útfærslu og fram­kvæmd fyrr­greindra áforma um efl­ingu opin­bers stuðn­ings við nýsköpun í byggðum lands­ins. Þannig verði laga­text­inn ekki ein­göngu útfærsla á stofnun og rekstri félags um afmörkuð verk­efni heldur birti hann einnig metn­að­ar­full mark­mið frum­varps­ins um efl­ingu inn­viða nýsköp­unar og frum­kvöðla­stuðn­ings í byggðum lands­ins.“

Sam­tök sveit­ar­fé­laga á vest­ur­landi skrif­uðu umsögn sem varla telst sér­stak­lega nei­kvæð í sam­hengi við aðrar umsagnir þar segir þó „ ein­fald­ara og mark­viss­ara hefði verið að úthluta þessu fjár­magni í gegnum upp­bygg­ing­ar­sjóði sókn­ar­á­ætl­ana lands­hlut­anna. Þannig hefði verið auð­veld­ara að fylgja eftir því sem reifað er í grein­ar­gerð, að þétta stuðn­ings­net nýsköp­unar á for­sendum lands­hlut­anna sjálfra, að auka slag­kraft nýsköp­un­ar­verk­efna sem studd eru af byggða­á­ætlun og sókn­ar­á­ætl­unum og tengja stuðn­ing­inn betur við sókn­ar­á­ætl­un.“ SSV tekur að auki undir með Lands­hluta­sam­tök­un­um.

Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga benti á að ráð­herra tryggi ekki mark­miðin í laga­texta þrátt fyrir enda­lausar yfir­lýs­ingar um að stuðn­ings­kerfi frum­kvöðla á fyrstu stigum sé tekið í sundur á þeim for­sendum að lands­byggðin fái að skipta með sér meintum sparn­aði. „Eftir sem áður er ekki vikið sér­stak­lega að stuðn­ingi við lands­byggð­ina í frum­varpstexta og því end­ur­speglar frum­varpið ekki nægi­lega vel þau mark­mið sem því er ætlað að ná m.t.t. stuðn­ing við nýsköpun á lands­byggð­inni. Þá telur sam­bandið að nýsköp­un­ar­garðar einir og sér geti ekki talist full­nægja mark­miði 1. gr. um sveigj­an­legt stuðn­ings­kerfi. Ekki er kveðið á um nein önnur stuðn­ings­úr­ræði í efn­is­á­kvæðum frum­varps­ins.“

Byggða­stofnun sagði: „Byggða­stofnun telur að það hefði styrkt verk­efna­sjóð um nýsköpun og á lands­byggð­inni ef hans hefði verið getið sér­stak­lega í lög­unum og staða hans þannig tryggð til lengri tíma.“ Lands­hluta­sam­tök bentu á hið sama.

Lands­byggðin var sem sagt ekki sann­færðar um ágæti frum­varps­ins.

Getur verið að höf­uð­borgin fagni þessu frum­varpi? „Ný­sköp­un­ar­mið­stöð Íslands hefur verið ötull bak­hjarl fjöl­margra verk­efna á þessum vett­vangi og í sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg hafa ýmis mik­il­væg verk­efni orðið til og dafnað svo sem sam­fé­lags­hrað­all­inn Snjall­ræði, nýsköp­un­ar­mót sem tengja saman lausnir frum­kvöðla og þarfir opin­bera stofn­ana, og nú síð­ast lausn­a­mótið Hack the Cris­is. Á þetta einnig við um þá aðstöðu fyrir frum­kvöðla sem Reykja­vík­ur­borg og Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands hafið komið að í sam­ein­ingu und­an­farin ár, sam­an­ber Setur skap­andi greina á Hlemmi. Sá kafli sem síst hefur verið útfærður í drögum að frum­varpi til laga um opin­beran stuðn­ing við nýsköpun og hjá­lagðri grein­ar­gerð varðar það hlut­verk Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands sem snýr að stuðn­ingi við frum­kvöðla og fyr­ir­tæki. Reykja­vík­ur­borg hefur á und­an­förnum miss­erum fundið fyrir auknum þunga fyr­ir­spurna frá aðilum sem sinna ofan­greindum eða öðrum sam­bæri­legum verk­efn­um. Snúa fyr­ir­spurn­irnar í síauknu mæli að fjár­hags­legum stuðn­ingi borg­ar­innar við nýsköp­un­ar­verk­efni, og rekstur óhagn­að­ar­drif­inna nýsköp­un­ar­fé­laga, klasa og frum­kvöðla­setra. Fjöldi og þungi fyr­ir­spurna hefur auk­ist enn frekar eftir að kunn­gert var að Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands yrði lagt nið­ur. Er það að okkar mati sterk vís­bend­ing um að tölu­verð óvissa ríki, taka þurfi þennan þátt fast­ari tökum og skoða ofan í kjöl­inn hvernig þess­ari þjón­ustu og tengdum kostn­aði verði mætt eða honum komið fyr­ir.“ Segir í umsögn Reykja­vík­ur­borg­ar. Það er erfitt að túlka þetta sem hopp­andi gleði.

Vinnu­brögð ráð­herra sköp­uðu bein­línis óvissu meðal frum­kvöðla. Auð­velt er að segja sér að breyt­ingar séu bara erf­iðar og þeim fylgir óvissa. Slíkt er ein­fald­lega óábyrg afsökun í þessu til­felli. Ráð­herra gerði nákvæm­lega ekki neitt til að draga úr óvissu. Hún hefur enn ekk­ert gert í þá átt. 

Starfs­fólk Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar og sam­starfs­að­ilar hennar

Starfs­fólk Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar skil­aði ítar­legri umsögn. Hana afgreiddu ráð­herra og stuðn­ings­fólk sem nagg frá fólki sem ótt­að­ist að missa vinn­una. Slík þröng­sýni er ekki til gagns. Auk þess að litið er fram­hjá því að ráð­herra lof­aði ítrekað að tryggja störf þeirra. Hafi starfs­fólk NMÍ ein­göngu verið rekið áfram af þröngum eig­in­hags­munum fer þetta illa sam­an. „Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir um NMÍ „að 300 millj. kr., fór í kostnað við rekstur og mark­aðs­mál" og í fyrstu umræðu um þetta frum­varp sagð­ist ráð­herr­ann ætla að spara þessa fjár­muni og skila þeim í rík­is­sjóð. Þær full­yrð­ingar um sparnað eru hins vegar úr lausu lofti gripn­ar.“ Ráð­herra lagði mikla áherslu á sparn­að­inn sem felst í nið­ur­lagn­ingu Nýsköp­un­ar­mið­stöðv­ar. Honum ætlar hún að skila aftur í rík­is­sjóð sam­hliða því að lofa fé í sjóði hér og þar, við­halda starf­sem­inni á víð og dreif og auð­vitað stækka eigin ráðu­neyti. Það atriði fékk aldrei næga athygli. Ráð­herr­ann með nið­ur­skurð­ar­hníf­inn gat samt vel skilið þörf­ina á að stækka við eigið ráðu­neyt­i. 

Þetta með sparn­að­inn er áhuga­vert. Nýsköp­un­ar­mið­stöð aflar helm­ing tekna með þátt­töku í alþjóða­verk­efn­um. Þeir sjóðir eru ekki ætl­aðir einka­að­ilum heldur einmitt opin­berri fjár­fest­ingu í Nýsköp­un. Með nið­ur­lagn­ingu NMÍ fellur stór hluti þeirra tekna ein­fald­lega nið­ur. Næst kostar rúm­lega 300 millj­ónir að loka Nýsköp­un­ar­mið­stöð. 100 millj­ónir eru settar í Lóu. Tækni­setur fær fram­lag til rekst­urs frá hinu opin­bera. Fé fylgir þeim verk­efnum sem dreift er á aðrar stofn­anir og eftir stendur stuðn­ingur á frum­stigum er ófjár­magn­að­ur. Ráð­herra er búinn að eyða þessu fé. Sparn­að­ur­inn er ekki til staðar og nú stuðn­ings­kerfið ekki held­ur.

Starfs­fólk benti á þennan vanda í umsögn sinni. „Á síð­ustu ára­tugum hefur stöðugt þrengt að íslenskum tækni­stofn­unum og er hlutur þeirra í rann­sóknum og þróun ein­ungis brot af því sem ger­ist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við eins og sést vel á mynd hér til hlið­ar. Þessi staða hefur leitt til þess að tækni­þróun hefur verið til muna rýr­ari á Íslandi en æski­legt hefur ver­ið. Og nú leggur ráðu­neyti nýsköp­un­ar, sem er ábyrgt fyrir þessum mála­flokki, til að enn verði áherslan minnkuð með því að færa starf­sem­ina, sem að mestu er upp á ríkið kom­in, yfir í einka­fyr­ir­tæki sem sem ríkið beri óveru­lega ábyrgð á. Jafn­vel þótt gerður verði þjón­ustu­samn­ingur við ríkið sem skil­aði sömu grunn­fjár­mögnun og ELO hefur í dag þá hefur slíkt fyr­ir­tæki til muna minni mögu­leika á að fjár­magna verk­efni sín í gegnum inn­lenda og erlenda sjóði og getur fyrir vikið ekki sinnt tækni­þróun og nýsköpun jafn vel og rík­is­stofn­unin gerir í dag. Á þetta hafa starfs­menn NMÍ, rektor HÍ og Vís­inda­fé­lag Íslend­inga bent. Sam­fé­lagið þarf á tækni­þróun að halda og því er hér lagt til að rekstr­ar­formi rík­is­stofn­unar sé haldið og grunn­fjár­mögnun bætt. Varð­andi erlenda sjóði þá mun staðan versna að tvennu leyti miðað við breytt rekstr­ar­form:

a) Hætt er við að styrk­hlut­fall til ehf forms­ins verði lægra en rík­is­stofn­unar í nýsköp­un­ar­verk­efn­um, jafn­vel að því marki að fyr­ir­tækið muni síður treysta sér til þátt­töku í slíkum verk­efn­um. Þetta er við­ur­kennt í grein­ar­gerð með frum­varp­inu.

b) NMÍ hefur verið í for­ystu fyrir alþjóð­legum þró­un­ar­verk­efn­um, slíkt getur verið verð­mætt fyrir íslenska hag­að­ila. Ehf formið getur það vænt­an­lega ekki vegna lít­ils fjár­hags­legs styrk. Þannig eru t.d. tvö verk­efni nú í mats­ferli hjá EC þar sem NMÍ er í for­svari (upp á sam­tals 2,4 millj­arða), á sviði líf­hag­kerfis og nýt­ingar end­ur­nýj­an­legrar orku til skipa­flutn­inga, ef þau eru styrkt þá á NMÍ að hafa umsjón með dreif­ingu nokk­urra hund­ruð millj­óna króna til þátt­tak­enda hverju sinni. Það er ljóst að EC mun ekki sam­þykkja að einka­fyr­ir­tæki sem á ekk­ert nema nokkur óselj­an­leg tæki (stofn­fram­lag skv. frum­varp­inu) verði treyst til að vera í for­svari fyrir slík verk­efn­i.“

Auglýsing
Vegna þess að hér hefur verið minnst á Vís­inda­fé­lag Íslands er vert að vitna í umsögn félags­ins um þetta afspyrnu vonda frum­varp sem ráð­herra keyrði í gegn með naumum þing­meiri­hluta. „Vís­inda­fé­lag Íslands hefur þungar áhyggjur af því að þær aðgerðir sem kveðið er á í frum­varp­inu séu ekki nógu vel ígrund­aðar og feli í sér meiri skaða en ávinn­ing fyrir nýsköpun og tækni­þróun á Ísland­i.“ Háskóli Íslands lét ekki standa á sér að vara ráð­herra við. „Ljóst er að rekstr­ar­kostn­aður Nýsköp­un­ar­garða ehf [Nafn­inu var breytt þegar frum­varpið var lagt fyrir þing­ið]. verður tölu­verð­ur. Má þar fyrst nefna launa­kostn­að, kostnað við leigu­hús­næði í Vatns­mýr­inni, við­halds­kostnað tækja en auk þess má nefna kostnað við að sér­hanna og setja upp nýja aðstöðu í Vatns­mýr­inni, end­ur­nýja úreltan tækja­búnað sem mun ekki flytj­ast frá Nýsköp­un­ar­mið­stöð o.fl. Rekstr­ar­módel Nýsköp­un­ar­garða ehf. virð­ist ganga út frá því að tölu­verðar tekjur séu að ber­ast úr styrk­um­sóknum auk þess sem ein­hverjar tekjur ber­ist af sölu á þjón­ustu og þá fái félagið fast fram­lag frá rík­inu. Það er áhættu­samt rekstr­ar­módel að ganga út frá því að skipu­lags­heild hafi árlegar fastar tekjur af styrk­um­sóknum sem standi að stórum hluta undir rekstri félags­ins. Og er enn meiri áhætta fólgin í því að treysta á að breyt­ing á formi skipu­lags­heild­ar, þ.e. úr stofnun yfir í ehf. hafi engin áhrif á styrkja­mögu­leika. Hafa ber í huga að til þess að fá þessar tekjur þurfa Nýsköp­un­ar­garðar ehf. að hafa sér­fræð­inga í starfi til að upp­fylla þær skuld­bind­ingar sem þegar hefur verið stofnað til, skrifa nýjar styrk­um­sóknir og ekki síst vinna þá vinnu sem lofað er í styrk­um­sókn­um. Það þarf því að skoða sér­stak­lega hversu auð­velt það er að hag­ræða í rekstri og á sama tíma mæta skuld­bind­ingum Nýsköp­un­ar­mið­stöðv­ar. Fyr­ir­tæki sem byggir rekstur sinn að stórum hluta á styrkjum mun aldrei vera í stöð­ugum rekstri.“

List­inn yfir þá sem lýstu efa­semdum um gæði frum­varps­ins heldur áfram: Arki­tekta­fé­lag Íslands og Verk­fræð­inga­fé­lag Íslands.

Sam­tök frum­kvöðla og hug­vits­manna skrif­uðu ein­stak­lega harða umsögn gegn ráð­herra. Félagið ein­fald­lega tætti ráð­herra og frum­varpið í sig. „Í frum­varp­inu er í grund­vall­ar­at­riðum litið fram­hjá þörfum nýsköp­unar á frum­stigi, sem þó er for­senda þess að mark­miðum stjórn­valda um nýt­ingu hug­vits til nýsköp­unar verði náð. SFH leggj­ast því ein­dregið gegn því að frum­varpið verði sam­þykkt í óbreyttri mynd og án til­lits til hags­muna og til­lagna frum­kvöðla og hug­vits­fólks. Frum­varpið hefur þann meg­in­til­gang að leggja niður Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands (NMÍ) og beina nokkrum hlut­verkum henn­ar, og því almannafé sem til hennar hefur runn­ið, inn í einka­hluta­fé­lag. Vissu­lega var, eins og SFH hafa áður bent á, full þörf á end­ur­skoðun laga nr 75/2007, en með því að afnema þau á þennan hátt, og án þess að fylli­lega sé tryggt að annað komi í stað­inn, er lagt inn á hættu­lega braut“. 

Fleira kemur fram í umsögn­inni þar á meðal þetta: „Engin hald­bær skýr­ing eða ástæða hefur verið lögð fram fyrir þessum gern­ingi. Í grein­ar­gerð eru mark­miðin sögð þau að „efla stuðn­ing við nýsköpun í land­inu með ein­földu verk­lagi, skýrri ábyrgð og sterkum tengslum við háskóla­sam­fé­lag, atvinnu­líf og hag­að­ila". Ekki er þetta rök­stutt frekar, enda rök­leysan ein. Öllum þessum mark­miðum hefði mátt ná með áfram­hald­andi starf­semi Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands; þó vissu­lega hafi verið full þörf á að skerpa þar á verk­lagi og breyta nokkrum laga­grein­um, eins og t.d. Sam­tök frum­kvöðla og hug­vits­manna hafa ítrekað bent stjórn­völdum á.“

Félag íslenskra nátt­úru­fræð­inga gerði athuga­semd við vinnu­brögð ráð­herra. „Fé­lagið gerir almennar athuga­semdir við fram­kvæmd ráð­herra það er að hefja nið­ur­lagn­ingu Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands (NMÍ) áður en fyrir liggi sam­þykki Alþingis fyrir þeim breyt­ingum sem ráð­herra hefur leitt sl. mán­uði. Að mati félags­ins er ljóst að vanda hefði mátt und­ir­bún­ing mun betur og hafa beint sam­ráð við við­kom­andi stétt­ar­fé­lög og aðra hags­muna­að­ila á fyrri stigum og þannig hefði auð­veld­lega verið unnt að sýna fram á mögu­lega ann­marka sem nú hafa raun­gerst.“ Félagið bætir tekur undir nei­kvæðar umsagn­ir. „Fé­lagið tekur undir þá gagn­rýni sem hefur komið fram í umsögnum aðila um þau áform um að leggja niður NMÍ og flytja verk­efni stofn­un­ar­innar ann­að: Að það hefði verið eðli­legra að setja af stað heild­ar­end­ur­skoðun á stofn­un­inni fremur en að leggja hana nið­ur. Að eng­inn annar aðili en NMÍ veitir þá þjón­ustu og stuðn­ing sem hér um ræðir á svo víð­tæku sviði í dag og því er hætta á að við þessa breyt­ingu tap­ist þekk­ing frá NMÍ. Að það hefði þurft lengri aðdrag­anda og betri ígrundun til þess að tryggja að ávinn­ingur af aðgerðum verði meiri en mögu­legur skaði af þeim.“

Sjálfur kom ég að skrifum umsagnar Space Iceland vegna máls­ins. Sann­gjarnt er að segja að okkar umsögn hafi verið afar gagn­rýnin og lík­lega lengri en frum­varpið sjálft og grein­ar­gerð. Umsögnin er 45 blað­síður og því ætla ég ekki að gera les­endum að vitna um of í umsögn­ina en hér má sjá okkar hug á skiln­ing ráð­herra á góðum vinnu­brögðum og efl­ingu nýsköp­un­ar. „Space lceland getur ekki stutt fram­gang frum­varps­ins. Það er illa unn­ið, í and­stöðu við eigin yfir­lýst mark­mið, tímara­mmi breyt­inga er of stutt­ur, grein­ingar vant­ar, vanda­málin sem ætlað er að leysa eru hrein­lega ekki í tengslum við boð­aðar aðgerð­ir, sam­ráð skortir og að mati Space lceland er ein­fald­lega óaf­sak­an­legt á tímum efna­hags­legrar nið­ur­sveiflu að eyði­leggja stuðn­ings­kerfi nýsköp­unar með þeim hætti sem hér er lagt til án ítar­legra grein­inga og áætl­unar um hraða upp­bygg­ingu hins nýja stuðn­ings­kerf­is. í stuttu máli telur Space lceland þetta frum­varp ein­fald­lega ekki full­orð­ins og furðar sig á að slík hráka­smíð sé lögð fram með til­heyr­andi vinnu fyrir lög­gjafann og hags­muna­að­ila.“

Fjöldi ein­stak­linga skrif­aði ráð­herra umsagnir þar sem lýst er yfir veru­legum áhyggj­um. Krist­ján Leós­son, þró­un­ar­stjóri nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins DT-Equip­ment ehf skrif­aði umsögn sem fór ítar­lega yfir rökvillu ráð­herra. „Því miður er fyr­ir­liggj­andi frum­varp Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráð­herra um opin­beran stuðn­ing við nýsköpun að sama skapi, að mati und­ir­rit­aðs, samið án full­nægj­andi grein­ing­ar­vinnu á ráð­stöfun opin­bers fjár­magns til R&Þ, án full­nægj­andi sam­an­burðar við sam­bæri­leg kerfi í öðrum lönd­um, án full­nægj­andi kostn­að­ar­grein­ingar á fyr­ir­hug­uðum breyt­ingum á fyr­ir­komu­lagi tækni­rann­sókna til fram­tíð­ar, án þess að full­nægj­andi til­lit sé tekið til ann­arra þátta í starf­semi við­kom­andi rann­sókna­stofn­ana atvinnu­veg­anna en þeirra sem snúa að nýsköp­un­ar­um­hverf­inu, án grein­ingar á hvar helstu tæki­færi Íslands í tækni­rann­sóknum liggi og án þess að áætlun liggi fyrir um mark­vissan stuðn­ing við þau svið til að hámarka árangur af fram­lagi hins opin­bera til tækni­rann­sókna og nýsköp­unar í náinni fram­tíð. Und­ir­rit­aður telur að rétt­ast væri að fresta því að leggja fram umrætt frum­varp þar til nið­ur­stöður slíkrar grein­ing­ar­vinnu liggja fyr­ir.“

Ágúst Þór Jóns­son, verk­fræð­ingur skrif­aði afar góða umsögn sem telst varla nei­kvæð en alls ekki jákvæð. Ágúst gerði til­lögu sem taka hefði átt til greina. „Til styrk­ingar Tækni­stofn­unar er enn fremur lagt til að mælifræði­starf­semi Neyt­enda­stofu verði sam­einuð nýrri Tækni­stofn­un. Með því feng­ist stærri og sterk­ari ein­ing sem hefði meiri mögu­leika til þess að veita breiða og góða þjón­ustu. Þá skal einnig nefnt á að mæði­fræði­deild Neyt­enda­stofu er faggilt starf­semi. Innan deild­ar­innar ríkir þess vegna menn­ing sem byggir á þeirri hug­mynda­fræði sem hefði mikla þýð­ingu fyrir upp­bygg­ingu Tækni­stofn­unar enda myndu innri gæða og hæfn­iskafi mælifræði­deildar geta nýst á öllum sviðum Tækni­stofn­un­ar.“ Ágúst reyndi þar að svara áhyggjum fjölda umsagn­ar­að­ila vegna ákvörð­unar ráð­herra með til­lögu að betri fram­kvæmd. Það var hunsað eins og ann­að.

Höldum áfram að fara yfir umsagnir ein­stak­linga.

Bjarn­heiður Jóhanns­dóttir skrif­aði ráð­herra í gegnum sam­ráðs­gátt. „Al­mennt virð­ist sem það skorti sýn á það í þessum drögum að aðrar greinar en tækni­greinar geti leitt af sár nýsköp­un.“ 

Ingi­björg Ólafs­dóttir gerði hið sama. „Í starfi sem ég áður gegndi, kom upp mál þar sem erlent stór­fyr­ir­tæki og eig­andi vöru­merki þess sem unnið var með vildi fá mjög nákvæmar upp­lýs­ingar um það sem var að ger­ast hjá við­kom­andi fyr­ir­tæki. Fékk frá­bæra starfs­menn Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar til að greina ákveðna hluti. Fyrir erlenda stór­fyr­ir­tækið virt­ist það skipta öllu máli að um opin­bera stofnun væri að ræða sem ann­að­ist grein­ing­arn­ar, ekki einka­fyr­ir­tæki sem hugs­an­lega hefði verið hægt að greiða fyrir hag­stæða nið­ur­stöðu. Að hafa aðgang að þess­ari þjón­ustu frá opin­berum aðila skipti í þessu til­felli öllu máli við að afstýra frek­ari vand­ræð­u­m.“ 

Hulda Birna Kjærne­sted Bald­urs­dóttir skrif­aði ráð­herra og sagði „Ef til­gangur frum­varps­ins er að efla nýsköp­un­ar­um­hverfið og auka skil­virkni þess stuðn­ings sem í boði er, hraða þróun fram­úr­skar­andi nýsköp­un­ar­verk­efna og auka þannig verð­mæta­sköpun í þjóð­fé­lag­inu. Ætti frum­varpið að snú­ast um að gefa í og efla nýsköp­un, með því að bæta við full­trúum Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar á lands­byggð­inni. Það er ómet­an­legt að hafa tengsla­net sér­fræð­inga út um allt land. Störf á stað­setn­ingar virka í báðar átt­ir.“ Hulda seg­ist styðja „það að efla nýsköp­un, en ekki að stöðva hjól nýsköp­un­ar.“

Gylfi Sig­urðs­son bygg­ing­ar­verk­fræð­ingur sá ástæðu til að skrifa ráð­herra í gegnum sam­ráðs­gátt. „Þegar leggja á niður svo mik­il­væga stofnun blasir við hætta á að tóma­rúm mynd­ist, þjón­ust­urofi fyrir fyr­ir­tæki og stofn­an­ir, speki­leka, fágæt þekk­ing og reynsla tapist, verð­mæt tengsl inn á við og út á við fari í súg­inn o.s.frv. Það er því afar brýnt eins og áður seg­ir, að þing­menn íhugi stöð­una sem upp er komin gaum­gæfi­lega.“

Greta Ósk Ósk­ars­dóttir skrif­aði nokkrar ítar­legar athuga­semdir í sam­ráðs­gátt sem að mestu fóru yfir bygg­inga­rann­sóknir og bar­átt­una gegn myglu­skemmdum í hús­næði. Í einni umsögn­inni segir hún „Þetta frum­varp er allt svo óljóst orðað að ráð­herra getur í raun bara gert næstum hvað sem ráð­herra sýn­ist ef það rennur óbreytt í gegn. Það er áber­andi hversu óljóst þetta allt er og hversu erfitt er að nálg­ast upp­lýs­ing­ar.“ 

Ég má til með að taka fram að Greta skrif­aði fjölda umsagna þar sem vitnað er í heim­ildir og farið ítar­lega yfir atriði er varða bygg­inga­rann­sókn­ir. Fyrir þá vinnu fékk hún bágt frá aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóra og hag­fræð­ing Við­skipta­ráðs sem sagði sam­ráðs­gátt­ina „hægt og bít­andi að breyt­ast í athuga­semda­kerfi DV.“ Látum það nú vera að Við­skipta­ráð tali niður þátt­töku almenn­ings í umsögn­um. Merki­legra er að sjá flokks­fé­laga Nýsköp­un­ar­ráð­herra Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra taka undir og gera grín að umsögnum almenn­ings. Sam­ráðs­gátt stjórn­valda er gagn­gert sett upp til að ýta undir þátt­töku almenn­ings og auð­velda aðkomu að laga­setn­ingu. Að dóms­mála­ráð­herra geri lítið úr sam­ráðs­gátt­inni og þeim sem þar taka þátt er kannski ekki risa­stórt hneyksl­is­mál en vinnur kannski ekk­ert sér­stak­lega með mark­miðum sam­ráðs­gátt­ar.

Skjáskot af dómsmálaráðherra í góðu tómi að gera lítið úr þátttöku almennings á vinnslustigi frumvarps.

Valdi­mar Öss­ur­ar­son, fram­kvæmda­stjóri Valorku ehf. og for­maður Sam­taka frum­kvöðla og hug­vits­manna skrif­aði álit sem ein­stak­lingur auk umsagnar félags­ins. „Í fram­lögðu frum­varpi er áhersla á nýsköpun á lands­byggð­inni eitt mark­miða lag­anna, sbr. 1. grein frum­varps­ins „Mark­mið laga þess­ara er að efla opin­beran stuðn­ing við nýsköpun á land­inu með sveigj­an­legu stuðn­ings­kerfi, sterkum tengslum við háskóla­sam­félag, atvinnu­líf og hag­að­ila og áherslu á ​nýsköpun á lands­byggð­inn­i“. Í skýr­ingum með frum­varp­inu kemur einnig fram að „fram­lög til og áhersla á nýsköpun á lands­byggð­inni verði aukin í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lög, lands­hluta­sam­tök, atvinnu­líf og þekk­ing­ar­sam­fé­lög á staðn­um“. Á þessum grunni eru enn fremur rakin í frum­varp­inu áform um að móta „ ... umgjörð um staf­rænar smiðjur (e. fab-labs) og nýsköp­un­ar- og frum­kvöðla­mennt (NFM) í sam­starfi við mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­i.“ Á fleiri stöðum í skýr­ingum með frum­varp­inu er vísað í efl­ingu nýsköp­unar á lands­byggð­inni og aukn­ingu fram­laga til þeirra verk­efna í sam­ráði við aðila í hér­aði. Texti frum­varps­ins sjálfs er, þrátt fyrir ofan­greind mark­mið og áform, að lang­mestu leyti útfærsla á stofnun til­tek­ins einka­hluta­fé­lags um afmörkuð verk­efni á grunni starf­semi og hús­næðis Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands í Reykja­vík.“

Aron Bjarna­son, deild­ar­stjóri Við­halds brúa og varn­ar­garða hjá Vega­gerð­inni skrifar umsögn í sam­ráðs­gátt. „Hér er á ferð­inni alvar­lega mis­ráðið verk­efni, með því að leggja niður NMÍ og stofna eitt­hvað annað sem á að vera í sam­starfi við Háskóla og fyr­ir­tækja. Með þessu er verið að kippa und­ir­stöðum undan fram­úr­skar­andi rann­sókn­ar­vinnu sem fer fram í dag á NMÍ. Verk­efni sem unnin eru fyrir Vega­gerð­ina hjá NMÍ er erfitt að fram­kvæma ann­ars staðar en hjá NMÍ bæði vegna aðstöðu­leysis og vönt­unar á fjár­magni svo ekki sé talað um alla þá sér­fræði­kunn­áttu þar inn­an­húss sem snýr að steypu, jarð­efnum og ýmis konar bygg­ing­ar­efn­um. Í sam­starfi við NMÍ hefur verið þróuð gríð­ar­lega end­ing­ar­góð stein­steyp­a/við­gerð­ar­steypa sem á engan sinn líkan í ver­öld­inni og er notuð til við­gerða á brúm víða á land­inu. Sér­fræð­ingar hjá NMÍ hafa alla tíð haft mikið frum­kvæði í þróun og rann­sókn­ar­vinnu, minn­ast má á myglu­húsið þar sem fram fóru viða­miklar rann­sóknir á myglu í hús­um. Eng­inn hér á Íslandi fór í þessa veg­ferð nema NMÍ. Hætta er á að sú þekk­ing sem þar er inn­an­húss glat­ist og sú dyna­mic hverfi. Þakka ber þeim öllum fyrir sér­stak­lega óeig­in­gjarnt starf í þágu bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins, vega­gerðar og almenn­ings alls.“

Albert Svan Sig­urðs­son er annar ein­stak­lingur sem skrifar um mál­ið. „Um leið og ég er til­bú­inn að sam­þykkja breyt­ingar þannig að allar úthlut­anir og veit­ingar sam­keppn­is­styrkja í nýsköpun verði færðar til Rannís og þá háðar leik­reglum Vís­inda­siða­nefnd­ar, þá lýst mér mjög illa á að það góða leið­bein­andi starf sem Nýsköp­un­ar­mið­stöð hefur sinnt verði sett í upp­nám. Ef nauð­syn er að færa mál­efni annað ætti að gera það á nokkrum árum þannig að mögu­legt sé að ljúka verk­efnum sem þegar eru vel á veg komin (yfir 2 ár), fremur en að skapa tafir á góðum nýsköp­un­ar­verk­efnum um ókom­inn tíma með breyttu stjórn­ar­fyr­ir­komu­lag­i.“

Jónas Snæ­björns­son segir „það er tölu­verð hætta á því að þessar aðgerðir muni skaða rann­sókn­ar­inn­viði á Íslandi. Þessir inn­viðir fel­ast bæði í þeim tækja­bún­aði sem til staðar er og byggður hefur verið upp á löngum tíma, sem og þeim sam­legð­ar­á­hrifum sem fel­ast í að reka þá á einum stað auk þeirrar þekk­ingar sem um rann­sókn­irnar skap­ast á þeim stað sem þær eru fram­kvæmd­ar. Með því að tvístra starfi NMÍ á marga staði er hætta á að tapa þeirri kunn­áttu og hæfni sem felst í mannauði stofn­un­ar­inn­ar. Sú þróun er raunar þegar byrjuð þar sem margir starfs­menn hafa valið að leitað sér tæki­færa á öðrum víg­stöðv­um. Vís­inda- og rann­sókn­ar­starf er mjög háð því að sam­fella hald­ist í starf­inu og rekstri þeirra innviðum sem að því snýr og því þarf að stíga var­lega til jarðar þegar starf­semi er lögð niður eða end­ur­skipu­lögð.“

Skortur á upp­lýs­ing­um, sam­ráði og grein­ingum

Ítrekað er ráð­herra gagn­rýnd fyrir skort á sam­ráði og ítrekað ósk­uðu umsagn­ar­að­ilar eftir slíku. Finna má dæmi um óskum um fundi sem ekki var svar­að. Aðrar umsagnir benda á fyrri vinnu sem ráð­herra skoð­aði ekki. Sjálfur hef ég nokkrar reynslu af þessum hluta máls­ins. Í kjöl­far til­kynn­ingar ráð­herra í febr­úar 2020 sendi Space Iceland upp­lýs­inga­beiðni á ráðu­neytið og óskaði gagna sem leiddu til ákvörð­unar ráð­herra um að leggja skuli stofn­un­ina nið­ur. Ráðu­neytið hafn­aði þeirri beiðni. Space Iceland skaut þeirri ákvörðun til úrskurð­ar­nefndar upp­lýs­inga­mála. Þótt Space Iceland hafi ekki fengið gögnin utan einnar glæru­kynn­ingar sem gerð var um starf­semi Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar var okkur birtur listi yfir þau gögn sem ráð­herra taldi grein­ingu að baki ákvörð­un­ar­innar sem til­kynnt var um í febr­ú­ar.

  1. „Frumút­tekt á NMÍ“, vinnu­hópur um frumút­tekt á Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands í tengslum við gerð nýrrar nýsköp­un­ar­stefnu, maí 2019.
  2. 2. Yfir­lit yfir hlut­verk og starf­semi Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands, unnið fyrir atvinnu­vega og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið, des­em­ber 2019.
  3. 3. Grein­ing á hlut­verki og verk­efn­um, kynn­ing fyrir ráð­herra, des­em­ber 2019.
  4. Hag­að­ila­grein­ing – drög, jan­úar 2020.
  5. Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands – Hlut­verk og verk­efni. Minn­is­blað til rík­is­stjórnar Íslands 28. jan­úar 2020.
  6. Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands – Hlut­verk og verk­efni. Minn­is­blað til rík­is­stjórnar Íslands 2. febr­úar 2020.
  7. Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands – Hlut­verk og verk­efni. Minn­is­blað til rík­is­stjórnar Íslands 25. febr­úar 2020.

Ráð­herra stóð sig nefni­lega ekki bara illa í að veita upp­lýs­ing­ar. Hún bein­línis setti stein í götu þeirra sem ósk­uðu þeirra. Space Iceland kærði en fjöldi umsagn­ar­að­ila gagn­rýndi einmitt skort á upp­lýs­ing­um. Athygli vekur að meðal gagna sem týnd eru til er frumút­tekt í tengslum við nýja nýsköp­un­ar­stefnu. Vinnu við þá stefnu er lokið og hún birt en skjalið telur ráð­herra sér ekki skylt að birta (og úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál ekki held­ur). Í nýsköp­un­ar­stefnu er ekki gerð til­laga um að loka stofn­un­inni held­ur: „Unnið verði að end­ur­skoðun og stefnu­mótun um starf­semi Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands í þeim til­gangi að skil­greina hlut­verk hennar og áherslur í stuðn­ings­kerfi nýsköp­un­ar.“ Þessi vinna fór ekki fram. Þess í stað til­kynnti ráð­herra lok­un. Grein­ingu á hlut­verkum og verk­efnum er það skjal sem úrskurð­ar­nefnd lét afhenda Space Iceland. Um er að ræða stutta glæru­kynn­ingu þar sem farið er yfir deilda­skipt­ingu Nýsköp­un­ar­mið­stöðv­ar. Grunn­skóla­barn myndi ekki kalla skjalið grein­ingu. Þá eru þrjú minn­is­blöð til rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Við birt­ingu list­ans yfir þau skjöl sem telj­ast til grein­ing­ar­vinnu er ekki annað hægt en að velta fyrir sér hvort nokk­urt þessa skjala geti talist sem grein­ing til svo stórra ákvarð­ana.

Aftur af stöku mót­mælum

Í nefnd­ar­á­liti fyrsta minni­hluta kemur fram að 86 aðilar hafi mætt á fund atvinnu­vega­nefndar vegna máls­ins. „Flestar umsagnir um málið voru nokkuð nei­kvæð­ar, þar komu fram áhyggjur af stöðu frum­kvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref, stuðn­ingi við nýsköpun á lands­byggð­unum og stöðu og fjár­mögnun bygg­ingar­rann­sókna í fram­haldi af nið­ur­lagn­ingu Nýsköp­un­ar­mið­stöðv­ar. Einnig komu fram áhyggjur af rekstr­ar­formi tækni­set­urs, fjár­mögnun og óljósu hlut­verki þess. Þá komu einnig fram áhyggjur af því að með frum­varp­inu væri dregið veru­lega úr stuðn­ingi við nýsköpun í víð­ari skiln­ingi. Eins var gagn­rýnt hversu illa málið væri unnið af hálfu ráðu­neyt­is­ins. Allar inn­sendar umsagnir hafa á sinn hátt gagn­ast við vinnu nefnd­ar­innar og ber að þakka þeim sem sendu þær inn.“

Auglýsing
Annar minni­hluti sagði þetta um frum­varp ráð­herra. „Að mati 2. minni hluta var frá upp­hafi ljóst að frum­varp þetta væri ófull­burða, svo sem sjá má af því að af hálfu meiri hlut­ans eru gerðar umtals­verðar breyt­ing­ar­til­lögur við efni þess. Ber að meta þá við­leitni meiri hlut­ans til að færa málið í betra horf. Við umfjöllun um málið hafa full­trúar meiri hluta og beggja minni hluta lagt sig fram um að leggja til breyt­ingar með það að mark­miði að bæta efni frum­varps­ins.

Þá bendir 2. minni hluti á að ítar­leg og hátimbruð mark­miðs­lýs­ing í 1. gr. frum­varps­ins á sér enga sam­svörun í inni­haldi þess. Á þetta var ítrekað bent í umsögnum og af hálfu gesta á fundum nefnd­ar­inn­ar. Má með hæfi­legri ein­földun segja að virkar efn­is­greinar frum­varps­ins séu aðeins tvær; að leggja niður Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands og að veita ráð­herra heim­ild til að stofna nýtt félag, þ.e. einka­hluta­fé­lag um starf­semi tækni­set­ur­s.“

Meðal ann­arra mót­mæla voru svo bréfa­skrif til þing­manna þar sem biðlað var til þeirra að stimpla ekki hráka­smíð ráð­herra heldur krefj­ast betri vinnu­bragða, grein­inga og fyrst og fremst áætl­ana um hvað tekur við. 

Ráð­herra hlust­aði aldrei og lagði sig allan tím­ann fram við að tala niður þá sem lýstu yfir áhyggjum og ítrekað biðl­uðu til ráð­herra og þings­ins að vinna heima­vinn­una. Allir þessir aðilar spil­uðu eftir settum reglum en fengu þögn, háð og nú hroka­fulla end­ur­skrif á sög­unni.

Hverjir stóðu þá með þessu máli?

Nokkrar umsagnir voru jákvæð­ar. Til dæmis Sam­tök Iðn­að­ar­ins og Sam­tök atvinnu­lífs­ins. Vart er hægt að segja að stuðn­ingur þeirra sé mjög ákafur en vissu­lega fagna þau sam­keppn­is­sjóðum til bygg­inga­rann­sókna. „Taka sam­tökin einnig heils­hugar undir mik­il­vægi þess að koma á og halda uppi öfl­ugum rann­sóknum á sviði bygg­inga- og mann­virkja­gerðar en allt of lítið fjár­magn hefur runnið til slíkra verk­efna á und­an­förnum árum. Það er löngu tíma­bært að fram­lög til bygg­inga­rann­sókna verði aukin og fagna sam­tökin því að komið verði á fót rann­sókna­sjóði bygg­inga­rann­sókna.“ Sam­tök versl­unar og þjón­ustu fagna áformum ráð­herra um að „auka mögu­leika fyr­ir­tækja á einka­mark­aði til að ann­ast mæl­ingar og próf­an­ir.“ 

Í þing­sal tók eng­inn stjórn­ar­liða til máls utan fram­sögu­manns meiri­hluta sem er skylt að kynna nefnd­ar­á­lit. Stjórn­ar­þing­menn vörðu málið aldrei í þing­sal því eng­inn skilur hvað ráð­herra er að fara. Stjórn­ar­and­staðan var­aði ein­dregið við því að frum­varpið yrði að lög­um.

Ein­kenni­leg­ast við þetta mál er svo að ekk­ert gekk að fá Frétta­stofu Rúv til að fjalla um málið fyrr en eftir því var lok­ið. Þá af ein­stakri leti þar sem aðal­at­riði var gert úr því að frum­varpið væri umdeilt en ekki hvers vegna það er umdeilt. Það kemur mér ef til vill mest á óvart í öllu þessu ferli. Að hægt sé að leggja niður heila rík­is­stofnun án þess að frétta­stofa taki við sér - sjái ástæðu til að gera því skil. 

Auglýsing
Reyndar lagði rík­is­stjórnin í raun niður tvær rík­is­stofn­anir á einum klukku­tíma í síð­ustu viku. Fyrst Nýsköp­un­ar­mið­stöð og svo næst skatt­rann­sókn­ar­stjóra en frum­varp þess eðlis lauk annarri umræðu á sama tíma. Þeir sem fylgj­ast með Alþingi vita að þriðja umræða er forms­at­riði. Kannski verður saga Skatt­rann­sókn­ar­stjóra skrifuð á þann veg að öll höfum við verið með­sek með þeirri ákvörð­un. Gögn máls­ins sýna auð­vitað allt ann­að.

Nýsköp­un­ar­ráð­herra hefur tek­ist það ætl­un­ar­verk sitt að rústa stoð­kerfi nýsköp­unar án áætl­unar um hvað tekur við. Mjög hefði komið til greina að leggja niður Nýsköp­un­ar­mið­stöð ef grein­ingar og áætlun fylgdi. Ráð­herra hafði aldrei áhuga á sam­tali. Nú tekur við tóma­rúm enda áætlun um hið glæsi­lega stuðn­ings­kerfi ekk­ert. Mark­mið ráð­herra var alltaf að leggja niður Nýsköp­un­ar­mið­stöð. Þá stofnun á Íslandi sem styður þau okkar til nýsköp­unar sem ekki tengj­ast millj­óna­mær­ingum blóð- eða flokks­bönd­um.

Nú skrifar hún sög­una sem svo að vel hafi verið tekið í hug­mynda­skort hennar og strokar um leið út þá miklu vinnu sem fólk víða úr sam­fé­lag­inu lagði á sig í von um að ráð­herra sæi af sér og legði fram alvöru áætlun um hvernig opin­berum stuðn­ing við nýsköpun verður hátt­að.

Það er óþarfa kurt­eisi við ráð­herra af hálfu fjöl­miðla að leyfa henni án áskor­unnar stroka út öll varn­ar­orð sem henni mættu í her­ferð hennar gegn stuðn­ing við frum­kvöðla. Enn vantar útfærslu.

Höf­undur er verk­efna­stjóri hjá Space Iceland.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar