Þrautaganga Landspítalans

Jón Snædal segir vanda Landspítalans liggja í skorti á langtímasýn og skýrri áætlun sem byggir á þeirri sýn. Slíkur skortur sé grundvallarmein í íslenskri stjórnsýslu og gildi um mörg önnur svið.

Auglýsing

Mál­efni Land­spít­al­ans komu enn og aftur til umræðu í Silfr­inu 14. Nóv­em­ber og spurt var hvar ábyrgðin liggur á slæmri stöðu hans. Stein­unn Þórð­ar­dóttir öldr­un­ar­læknir og for­maður Lækna­ráðs var til svara og beindi ábyrgð­inni einkum að stjórn­völdum en í stuttum þætti er ekki hægt að gera svo flóknu máli nákvæm skil. Það er rétt að stjórn­völd fremur en stjórn spít­al­ans bera hér mesta ábyrgð en fara þarf mörg ár aftur í tím­ann til að skilja sam­heng­ið.

Sam­ein­ing spít­al­anna

Þegar rætt var um að sam­eina spít­al­ana í Reykja­vík í einn í lok síð­ustu aldar tók stjórn Lækna­fé­lags Íslands (LÍ) afstöðu til máls­ins eftir tölu­verðar umræð­ur. Þar vóg­ust á tvö sjón­ar­mið. Annað var sjón­ar­mið lækna sem höfðu getað valið um starfs­vett­vang við komu til lands­ins úr sér­námi eða skipt um vett­vang ef þeim lík­aði ekki aðstaðan en þeir myndu ekki hafa það val lengur og menn höfðu því áhyggjur af nýlið­un. Hitt var sam­fé­lags­lega sjón­ar­mið­ið; að nútíma­spít­ali væri svo dýr í rekstri að ekki væri rétt að skipta tak­mörk­uðum fjár­mun­um. Síð­ar­nefnda sjón­ar­miðið varð ofan á og LÍ studdi sam­ein­ingu að því til­skyldu að byggður yrði nýr spít­ali og var í þessu sam­stíga heil­brigð­is­yf­ir­völd­um. 

Auglýsing
Svo hófst sam­ein­ing­in. Spít­al­anum var gert ljóst að kostn­aður við sam­ein­ingu yrði að koma úr rekstri og því tók sam­ein­ingin mörg ár svo hægt væri að dreifa kostn­að­inum yfir tíma. Önnur starf­semi þurfti að líða fyrir þetta.

Undir lok sam­ein­gar­fer­ils­ins árið 2007 mætti nýr heil­brigð­is­ráð­herra á fund lækna­ráðs spít­al­ans en ráðið sem nú hefur misst sinn sess í stjórn­skipan spít­al­ans starfað þá sam­kvæmt lögum og ráð­herrar mættu venju­lega á fund ráðs­ins einu sinni á ári. Hann lýsti því yfir að spít­al­inn væri of stór. Þetta er auð­vitað gilt sjón­ar­mið sem gott hefði verið að ræða til hlít­ar. Í sam­ræmi við þessa sýn voru fjár­fram­lög til spít­al­ans lækkuð í fjár­lögum sem sam­þykkt voru í lok þess árs sem í sög­unni hefur verið lýst sem árinu þegar landið var á hæsta tindi og allt virt­ist mögu­legt. Því miður var ekki skil­greint hvaða þjón­usta ætti að fara af spít­al­anum né hvert.

Hrunið og eft­ir­köst þess

Svo kom hrun­ið. Starfs­fólk spít­al­ans var beðið um að koma með sparn­að­ar­til­lögur og bár­ust yfir 1200 til­lög­ur. Þær hjálp­uðu þannig að Land­spít­al­inn varð sú rík­is­stofnun sem tókst best upp með sparnað á árunum 2009-2010 en það er alveg ljóst að þjón­ustan leið fyrir þetta, m.a. vegna fækk­unar leg­u­rýma.

Allt þetta gerði að verkum að þegar landið tók að rísa á ný var ástandið orðið mjög dap­urt og fréttir af slæmu ástandi á spít­al­anum urðu tíð­ari. Fjár­veit­inga­valdið jók fram­lög á næstu árum og það virt­ist vera mik­ill sam­hljómur í sam­fé­lag­inu um að styrkja bæri heil­brigð­is­kerf­ið. Þetta kom m.a. í ljós í und­ir­skrifta­söfnun sem Kári Stef­áns­son hafði for­göngu um. Þessi aukn­ing varð þó ekki meiri en svo að hún rétt nægði fyrir launa­hækk­unum starfs­fólks eins og fram hefur komið í góðri sam­an­tekt Gylfa Zoega hag­fræð­ings í byrjun þessa árs. Þjón­ustan hefur því ekk­ert getað eflst og eftir að heims­far­aldur hófst (og stendur enn) var ljóst að ekki var borð fyrir báru og inn­lagnir á legu­deildir og gjör­gæslu bitn­uðu á annarri þjón­ustu enda var nýt­ing að jafn­aði um og yfir 100% fyrir far­ald­ur. Einnig mætti færa rök fyrir því að ef spít­al­inn hefði haft eðli­legan legu­rúma­fjölda miðað við íbúa­fjölda og ald­urs­sam­setn­ingu hefði ekki þurft að grípa til jafn víð­tækra aðgerða í sam­fé­lag­inu og raunin varð, einkum í seinni hluta far­ald­urs.

Skortur á lang­tíma­sýn

Vand­inn felst í skorti á lang­tíma­sýn og skýrri áætlun sem byggir á þeirri sýn. Þetta virð­ist vera grund­vall­ar­mein í íslenskri stjórn­sýslu og gildir um mörg önnur svið. Þegar gerður er sam­an­burður við önnur lönd sést sér­staða okkar glöggt. Í Dan­mörku er unnið að stóru verk­efni sem er bygg­ing ganga suður til Þýska­lands. Byggja þarf viða­mikla inn­viði vegna verk­efn­is­ins en nú þegar er búið að ákveða til hvaða verka þeir eiga að nýt­ast við verk­lok árið 2029 eða eftir átta ár. Hér á landi er enn ekki búið að ákveða hver verða næstu skref eftir að nýr með­ferð­ar­kjarni spít­al­ans opnar árið 2026. Ekki hefur verið ákveðið hvað verði um spít­al­ann í Foss­vogi né hvort hugs­an­lega eigi að efla önnur sjúkra­hús í nágranna­sveit­ar­fé­lögum en það gæti verið skyn­sam­legur kost­ur.  Sjúkra­húsið á Akur­eyri, sem alltaf hefur haft góða ímynd ætti einnig að vera inni í þeirri fram­tíð­ar­sýn. Í mörg ár hefur leg­u­rýmum á Land­spít­al­anum fækkað þegar miðað er við íbúa­fjölda og ald­urs­sam­setn­ingu hvort sem miðað er við svæðið eða landið allt að ekki sé talað um aukn­ingu á fjölda ferða­manna. Á ein­hvern hátt verður að snúa þess­ari þróun við og í næstu rík­is­stjórn verður öll stjórnin að standa við bakið á heil­brigð­is­ráð­herra sem aftur verður að bera meg­in­á­byrgð á að leggja stefnu til næstu ára­tuga. 

Höf­undur er fyrrum yfir­læknir á Land­spít­al­anum og er þar enn í hluta­starfi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar