Þrautaganga Landspítalans

Jón Snædal segir vanda Landspítalans liggja í skorti á langtímasýn og skýrri áætlun sem byggir á þeirri sýn. Slíkur skortur sé grundvallarmein í íslenskri stjórnsýslu og gildi um mörg önnur svið.

Auglýsing

Mál­efni Land­spít­al­ans komu enn og aftur til umræðu í Silfr­inu 14. Nóv­em­ber og spurt var hvar ábyrgðin liggur á slæmri stöðu hans. Stein­unn Þórð­ar­dóttir öldr­un­ar­læknir og for­maður Lækna­ráðs var til svara og beindi ábyrgð­inni einkum að stjórn­völdum en í stuttum þætti er ekki hægt að gera svo flóknu máli nákvæm skil. Það er rétt að stjórn­völd fremur en stjórn spít­al­ans bera hér mesta ábyrgð en fara þarf mörg ár aftur í tím­ann til að skilja sam­heng­ið.

Sam­ein­ing spít­al­anna

Þegar rætt var um að sam­eina spít­al­ana í Reykja­vík í einn í lok síð­ustu aldar tók stjórn Lækna­fé­lags Íslands (LÍ) afstöðu til máls­ins eftir tölu­verðar umræð­ur. Þar vóg­ust á tvö sjón­ar­mið. Annað var sjón­ar­mið lækna sem höfðu getað valið um starfs­vett­vang við komu til lands­ins úr sér­námi eða skipt um vett­vang ef þeim lík­aði ekki aðstaðan en þeir myndu ekki hafa það val lengur og menn höfðu því áhyggjur af nýlið­un. Hitt var sam­fé­lags­lega sjón­ar­mið­ið; að nútíma­spít­ali væri svo dýr í rekstri að ekki væri rétt að skipta tak­mörk­uðum fjár­mun­um. Síð­ar­nefnda sjón­ar­miðið varð ofan á og LÍ studdi sam­ein­ingu að því til­skyldu að byggður yrði nýr spít­ali og var í þessu sam­stíga heil­brigð­is­yf­ir­völd­um. 

Auglýsing
Svo hófst sam­ein­ing­in. Spít­al­anum var gert ljóst að kostn­aður við sam­ein­ingu yrði að koma úr rekstri og því tók sam­ein­ingin mörg ár svo hægt væri að dreifa kostn­að­inum yfir tíma. Önnur starf­semi þurfti að líða fyrir þetta.

Undir lok sam­ein­gar­fer­ils­ins árið 2007 mætti nýr heil­brigð­is­ráð­herra á fund lækna­ráðs spít­al­ans en ráðið sem nú hefur misst sinn sess í stjórn­skipan spít­al­ans starfað þá sam­kvæmt lögum og ráð­herrar mættu venju­lega á fund ráðs­ins einu sinni á ári. Hann lýsti því yfir að spít­al­inn væri of stór. Þetta er auð­vitað gilt sjón­ar­mið sem gott hefði verið að ræða til hlít­ar. Í sam­ræmi við þessa sýn voru fjár­fram­lög til spít­al­ans lækkuð í fjár­lögum sem sam­þykkt voru í lok þess árs sem í sög­unni hefur verið lýst sem árinu þegar landið var á hæsta tindi og allt virt­ist mögu­legt. Því miður var ekki skil­greint hvaða þjón­usta ætti að fara af spít­al­anum né hvert.

Hrunið og eft­ir­köst þess

Svo kom hrun­ið. Starfs­fólk spít­al­ans var beðið um að koma með sparn­að­ar­til­lögur og bár­ust yfir 1200 til­lög­ur. Þær hjálp­uðu þannig að Land­spít­al­inn varð sú rík­is­stofnun sem tókst best upp með sparnað á árunum 2009-2010 en það er alveg ljóst að þjón­ustan leið fyrir þetta, m.a. vegna fækk­unar leg­u­rýma.

Allt þetta gerði að verkum að þegar landið tók að rísa á ný var ástandið orðið mjög dap­urt og fréttir af slæmu ástandi á spít­al­anum urðu tíð­ari. Fjár­veit­inga­valdið jók fram­lög á næstu árum og það virt­ist vera mik­ill sam­hljómur í sam­fé­lag­inu um að styrkja bæri heil­brigð­is­kerf­ið. Þetta kom m.a. í ljós í und­ir­skrifta­söfnun sem Kári Stef­áns­son hafði for­göngu um. Þessi aukn­ing varð þó ekki meiri en svo að hún rétt nægði fyrir launa­hækk­unum starfs­fólks eins og fram hefur komið í góðri sam­an­tekt Gylfa Zoega hag­fræð­ings í byrjun þessa árs. Þjón­ustan hefur því ekk­ert getað eflst og eftir að heims­far­aldur hófst (og stendur enn) var ljóst að ekki var borð fyrir báru og inn­lagnir á legu­deildir og gjör­gæslu bitn­uðu á annarri þjón­ustu enda var nýt­ing að jafn­aði um og yfir 100% fyrir far­ald­ur. Einnig mætti færa rök fyrir því að ef spít­al­inn hefði haft eðli­legan legu­rúma­fjölda miðað við íbúa­fjölda og ald­urs­sam­setn­ingu hefði ekki þurft að grípa til jafn víð­tækra aðgerða í sam­fé­lag­inu og raunin varð, einkum í seinni hluta far­ald­urs.

Skortur á lang­tíma­sýn

Vand­inn felst í skorti á lang­tíma­sýn og skýrri áætlun sem byggir á þeirri sýn. Þetta virð­ist vera grund­vall­ar­mein í íslenskri stjórn­sýslu og gildir um mörg önnur svið. Þegar gerður er sam­an­burður við önnur lönd sést sér­staða okkar glöggt. Í Dan­mörku er unnið að stóru verk­efni sem er bygg­ing ganga suður til Þýska­lands. Byggja þarf viða­mikla inn­viði vegna verk­efn­is­ins en nú þegar er búið að ákveða til hvaða verka þeir eiga að nýt­ast við verk­lok árið 2029 eða eftir átta ár. Hér á landi er enn ekki búið að ákveða hver verða næstu skref eftir að nýr með­ferð­ar­kjarni spít­al­ans opnar árið 2026. Ekki hefur verið ákveðið hvað verði um spít­al­ann í Foss­vogi né hvort hugs­an­lega eigi að efla önnur sjúkra­hús í nágranna­sveit­ar­fé­lögum en það gæti verið skyn­sam­legur kost­ur.  Sjúkra­húsið á Akur­eyri, sem alltaf hefur haft góða ímynd ætti einnig að vera inni í þeirri fram­tíð­ar­sýn. Í mörg ár hefur leg­u­rýmum á Land­spít­al­anum fækkað þegar miðað er við íbúa­fjölda og ald­urs­sam­setn­ingu hvort sem miðað er við svæðið eða landið allt að ekki sé talað um aukn­ingu á fjölda ferða­manna. Á ein­hvern hátt verður að snúa þess­ari þróun við og í næstu rík­is­stjórn verður öll stjórnin að standa við bakið á heil­brigð­is­ráð­herra sem aftur verður að bera meg­in­á­byrgð á að leggja stefnu til næstu ára­tuga. 

Höf­undur er fyrrum yfir­læknir á Land­spít­al­anum og er þar enn í hluta­starfi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar