Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli

Örn Bárður Jónsson furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna um rétt kvenna til þungunarrofs og afstöðu sumra kirkjudeilda til sjálfsákvörðunarréttar kvenna um málefni eigin líkama.

Auglýsing

Hvernig stendur á því að Banda­ríkin snúa við gömlu og frægu máli, Roe gegn Wade, um fóst­ur­eyð­ingar eða það sem nú er gjarnan kallað þung­un­ar­rof? Hvað veldur þessu ofríki gegn ákvörð­un­ar­rétti fólks?

Hvers vegna eru sumar kirkju­deild­ir, ég end­ur­tek, sum­ar, á móti því að fólk njóti þeirra sjálf­sögðu mann­rétt­inda að ráða sínum mál­um?

Hvað veldur því að sumar kirkju­deildir hafa gert kyn­líf og allt sem því teng­ist, næstum að glæpi og synd? Í flestum til­fellum er um að ræða banda­ríska söfn­uði úr röðum svo­kall­aðra baptista eða end­ur­skírenda. Þetta eru í flestum til­fellum litlir söfn­uðir eða frí­kirkjur með presta og pré­dik­ara sem ekki hafa lokið akademísku guð­fræði­námi heldur aðeins þjálfun í skólum sem þeir sjálfir reka og þar sem þess er gætt að ekki sé vikið frá bók­stafs­trú og aft­ur­halds­guð­fræði. Það er synd.

En svo eru stóru kirkju­deild­irn­ar, kaþ­ólska kirkjan með páfann í Róm og rét­trún­að­ar­kirkj­urnar með sína patrí­arka í Kon­stantinópel og Moskvu, þær eru ekk­ert betri í þessum efn­um, þrátt fyrir akademíska guð­fræði. Lífið er stundum mót­sagna­kennt.

En lúth­ersku þjóð­kirkj­urnar á Norð­ur­löndum og þar með Íslandi eru búnar að vinna sig í gegnum þetta mál og kom­ast að sann­gjarnri og kær­leiks­ríkri nið­ur­stöðu.

Eigum við að skoða orðið synd í Nýja testa­ment­inu?

Hvað merkri orði synd á grísku sem NT var ritað á?

Orðið synd er á grísku ham­artia, sem merkir að missa marks eða geiga. Þú setur ör á streng og miðar á skot­skíf­una, en þú missir marks. Knatt­spyrnu­mað­ur­inn tekur víta­spyrnu og brennir af. Kylfing­ur­inn slær til vinstri eða hægri, húkkar eða slæs­ar, en slær sjaldan beint.

Þetta er syndin í sinni frum­merk­ingu, okkur mis­tekst svo margt. Hún er geig­un, brota­löm sem er í öllum mönn­um, konum og körlum og við losnum aldrei við.

Auglýsing

Fyrsti bíll­inn sem ég eign­að­ist var af sænskri gerð, en ég gef ekki upp fram­leið­and­ann. Ég keypti hann not­að­an, en þetta var synd­ugur bíll. Syndin kom fram í því að hlaup var í stýri sem gerði það að verkum að bíll­inn leit­aði stöðugt út af veg­in­um. Mitt hlut­verk var að halda bílnum á veg­in­um.

Seinna eftir að ég lærði guð­fræði komst ég að því að í mér sjálfum er sama til­hneig­ing, að fara út af veg­in­um. Mitt hlut­verk er að stýra mínu eigin lífi og halda mig á veg­inum og gæta þess að aka ekki út í skurð.

Hvers vegna er kyn­líf orðið að ein­hvers­konar meg­in­hug­taki um það sem kallað er synd. Kyn­líf er ein feg­ursta gjöf sem Guð hefur gefið sköpun sinni. Allar líf­verur stunda kyn­líf í einni eða annarri mynd. Er það synd? Nei, auð­vitað ekki, svo fremi að ofbeldi ann­ars aðil­ans gegn hinum sé ekki til stað­ar.

Þegar ég vann sem prestur í Nor­egi var ég stundum spurður hvort Íslend­ingar væru ekki fremur fjáls­lyndir þegar kæmi að kyn­lífi og barn­eignum fyrir hjóna­band. Ég svar­aði eitt­hvað á þá leið að við værum ekki mikið að skipta okkur af kær­leik­anum og ást­inni, sem færi sínu fram og rynni eins og læk­ur­inn, sem ætíð finnur sér far­veg. Dr. Björn heit­inn Björns­son, pró­fessor í sið­fræði, skrif­aði dokt­ors­rit­gerð sína í Skotlandi og rann­sak­aði hjóna­bandið á Íslandi. Hann komst m.a. að því að fyrsta barn for­eldra var oftar en ekki fætt utan hjóna­bands en annað barnið inn­an. Þetta var og er kannski enn hið íslenska munst­ur. Fólk kynnist, verður ást­fang­ið, eign­ast barn og giftir sig svo þegar annað barnið er komið und­ir.

Og nú erum við komin að þeim tíma­punkti í sög­unni að eitt af hinum stóru lýð­ræð­is­ríkjum í heim­in­um, Banda­rík­in, bakkar ára­tugi aftur í tím­ann og vill end­ur­vekja að banna konum að gang­ast undir þung­un­ar­rof.

Auð­vitað er fóst­ur­eyð­ing eða þung­un­ar­rof eyð­ing á mögu­legu lífi. Slíkt er ekki létt­væg ákvörðun konu eða for­eldra, en eigi að síður verður að virða vilja kon­unnar um yfir­ráð yfir eigin lík­ama.

Lækn­is­fræð­inni fleygir fram og við munum sem mann­kyn ætíð fara eins langt og vís­indin leyfa, með þekk­ingu sinni og upp­götv­un­um, en þó með ein­hverri hlið­sjón af sið­fræði og rétt­læti.

Að leggj­ast gegn vilja kvenna í þessum efnum er ekki boð­legt. Að ráð­ast gegn fólki sem er sam­kyn­hneigt eða leitar eftir kyn­leið­rétt­ingu er líka óboð­legt. Það er í raun ofríki sem er náskylt orð­inu fas­ismi sem er reyndar ofnotað orð nú um stundir en samt finnst mér að það eigi við í þessu sam­hengi. Hvers vegna viljum svo mörg beita aðra órétti og með for­dómum veit­ast að þeim og sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti þeirra? Er það í lagi?

Er í lagi að banna konum að ráða yfir lík­ama sín­um? Er í lagi að veit­ast að þeim sem finna sig ekki sem hann eða hún?

Nei, það er ofríki eða fas­ismi að neita fólki um sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt í fyrr­greindum til­fell­um.

Gyð­ingar áttu sitt lög­mál á dögum Jesú og komu með hór­seka konu til hans og sögð­ust hafa staðið hana að verki. Lög­mál þeirra sagði að grýta ætti slíka konu. Íslend­ingar drekktu þeim fyrr á öldum og tóku þar með ekki mið af djúpum skiln­ingi Jesú á elsku og mis­kunn í garð náung­ans.

En hvað gerði Jesús? Hvernig svar­aði hann spurn­ingu hat­urs­fullu karl­anna? Hann laut niður og skrif­aði í sand­inn eitt­hvað sem eng­inn veit hvað var en sagði svo: „Sá ykkar sem synd­laus er kasti fyrstur steini á hana.“ Og aftur laut hann niður og skrif­aði á jörð­ina. Þegar þeir heyrðu þetta fóru þeir burt, einn af öðrum, öld­ung­arnir fyrst­ir. Jesús var einn eftir og konan stóð í sömu spor­um. Hann rétti sig upp og sagði við hana: „Kona, hvað varð af þeim? Sak­felldi eng­inn þig?“ En hún sagði: „Eng­inn, Drott­inn.“ Jesús mælti: „Ég sak­felli þig ekki held­ur. Far þú. Syndga ekki fram­ar.“ (Jóh 8)

Hann vísar til syndar og þar átti hann kannski við að hún ætti að virða sjálfa sig og láta eigi lít­il­lækka sig í sam­skiptum við aðra, einkum karla.

Hvers vegna viljum við beita annað fólk ofríki, taka frá því sjálfá­kvörð­un­ar­rétt­inn, beita kúgun og ofbeldi til að næra eigin for­dóma?

For­dómar eru eins og ill­gresi sem skýtur rótum í huga okk­ar. Ill­gresið berst með vind­inum og rætir sig áður en við gerum okkur grein fyrir því. Hlut­verk okkar er að upp­ræta ill­gresið úr beðum hug­ans, alla daga og því starfi lýkur aldrei. For­dóm­arnir eru eins og skóg­ar­kerf­ill­inn sem er að taka yfir gróður víða um land. Synd­in, brota­lömin í lífi okk­ar, veldur því að fræ for­dóma ná að rót­fest­ast og vaxa í huga okkar og hjarta. Það er synd og hana þarf að glíma við alla ævina, upp­ræta ill­gresið úr eigin hug­ar­fylgsnum. Við erum öll með ein­hverja for­dóma, á öllum tím­um.

Verum á verði! Forð­umst for­dóma! Leyfum fólki að lifa á þann hátt sem það telur ríma best við eigin upp­lifun og skiln­ing á sínum hneigð­um.

„Elska skaltu náung­ann eins og sjálfan þig,“ sagði Jesús. Hann sagði „skaltu“ sem merkir að elskan er ekki til­finn­ing, heldur ákvörð­un, gjörð, verkn­að­ur, hún er á okkar valdi. Ef elskan væri til­finn­ing hefði hann aldrei sagt „elska skaltu“ því þá hefði hann þurft að segja: elsk­aðu náung­ann þegar þér líður þannig að þú viljir náung­anum vel.

Það er allt annað en það sem Jesús sagði og meinti.

Elskan er nefni­lega á þínu valdi!

Höf­undur er fyrr­ver­andi sókn­ar­prest­ur.

Hægt er að hlusta á höf­und grein­ar­innar lesa hana hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar