Tjörnin

Björn Gunnar Ólafsson fjallar um loftslagsvá og aðgerðir gegn henni í aðsendri grein. Hann segir að Íslendingar eigi að fara að ströngustu kröfum um minnkun útblásturs en skynsamlegt sé að búa þjóðina undir verstu sviðmynd hamfarahlýnunar.

Auglýsing

Í bók­inni Endi­mörk hag­vaxtar (e. Limits to Growth) sem kom út árið 1972 er lítil dæmi­saga um liljur sem vaxa á tjörn. Lilj­urnar tvö­fald­ast á hverjum degi og fylla tjörn­ina á 30 dög­um. Fyrstu dag­ana taka lilj­urnar lítið rými og tjörnin er aðeins hálf­full á 29 degi. Þá vakna menn við vondan draum því nú er aðeins einn dagur eftir uns tjörnin fyllist alveg. Ástandið í umhverf­is- og lofts­lags­málum er líkt að því leyti að ennþá virð­ist allt vera í lagi, nægi­legt svig­rúm er fyrir fólks­fjölgun og nýt­ingu nátt­úr­unnar fyrir þarfir mann­kyns. En tím­inn til að grípa til aðgerða og stöðva vöxt útblást­urs á gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um, meng­un, skóg­areyð­ingu og útrým­ingu líf­vera er að renna út með vax­andi hraða.

Rann­sóknir og varn­að­ar­orð sem birt­ast í bók­inni Endi­mörk Hag­vaxtar eru enn að miklu leyti í fullu gildi. Þró­unin hefur þó verið önnur fram að þessu á ýmsum svið­um. Hægt hefur á fólks­fjölgun en á móti kemur vax­andi nei­kvæð áhrif gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Í bók­inni er aðeins stutt­lega fjallað um áhrif gróð­ur­húsa­loft­teg­unda enda hættan af hlýnun ekki ljós á þeim tíma. Þó er rétti­lega fram­reiknað magn CO2 í and­rúms­loft­inu árið 2000 en lengra ná útreikn­ing­arnir ekki. Einn helsti ann­mark­inn á aðferða­fræði höf­und­anna er að geta mark­aðsafl­anna er van­metin einkum til að hindra skort á hrá­efn­um. Ef fram­boð og eft­ir­spurn ráða er ekk­ert sem heitir skortur á hrá­efn­um, aðeins mis­mun­andi verð. Í flestum til­vikum er val um fleiri en eitt hrá­efni í fram­leiðslu­ferli. Hækki verð á einni vöru óhóf­lega nota menn eitt­hvað annað í stað­inn sem verður því hag­kvæmara sem varan verður dýr­ari. Jafn­framt verður end­ur­vinnsla hag­kvæm­ari svo sem í til­viki málma.

Auglýsing

Mark­að­inn þarf að virkja- þeir eiga að borga sem menga

Ytri óhag­kvæmni (eða hag­kvæmni) kemur ekki fram í verð­lagn­ingu einka­að­ila, því verður hið opin­bera að bæta upp mark­aðs­brest­inn með beinni gjald­töku eða upp­boðum á meng­un­ar­kvót­um. Til þess að mark­aðs­öflin vinni gegn meng­andi útblæstri verður kostn­aður af meng­andi starfs­semi að koma fram í mark­aðs­verð­um. Fyr­ir­tæki sem menga sjá þá hækk­aðan fram­leiðslu­kostn­að, við­skipta­vinir þeirra borga hærra verð en þolendur sjá vænt­an­lega minni mengun umhverf­is­ins. Jafn­framt styrk­ist sam­keppn­is­staða fyr­ir­tækja sem ná að draga úr mengun eða kolefn­is­spori. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn (AGS) hefur lagt áherslu á að beita mark­aðs­öfl­unum til að vinna gegn útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda einkum með álagn­ingu kolefn­is­gjalda. Í til­lögum AGS er meðal ann­ars lagt til að stærstu ríki heims leggi á eins konar grunn­kolefn­is­gjald sem yrði síðan leið­bein­andi fyrir önnur lönd. Vanda­málið er að leggi ein­stök lönd á kolefn­is­gjöld án alþjóð­legrar sam­vinnu verður að beita flóknum inn­flutn­ings­gjöldum á vörur frá löndum sem eru ekki með slík gjöld. Að öðrum kosti veik­ist sam­keppn­is­að­staða. Hug­mynd AGS um sam­eig­in­legt grunn­gjald virð­ist skyn­sam­leg. Hversu há slík gjöld eiga að vera er vanda­söm spurn­ing en ráð­stöfun tekna ætti að fara til styrk­ingar á grænni fram­leiðslu sem getur komið í stað meng­andi fram­leiðslu.

Í 50 skrefa áætlun rík­is­stjórn­ar­innar er talað fyrir kolefn­is­gjaldi en ekki gerð til­raun til að beita mark­aðstengdum meng­un­ar­gjöldum og pen­inga­legum hvötum í þeim mæli sem æski­legt er. Þetta þarf að laga; boð og bönn eru bit­laus ef verð­kerfið er ekki nýtt sam­hliða. Lítið dæmi er notkun nagla­dekkja. Hægt er að leggja meng­un­ar­gjald á slík dekk sem mætti nota til að bæta hálku­varn­ir.

Ný orku­stefna

Millj­ónir tonna af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum streyma frá stór­iðju sem stað­sett er hér á landi. Allt frá því að álverið í Straums­vík var byggt hafa stjórn­mála­menn verið haldnir þeirri þrá­hyggju að efna­hags­legar fram­farir hljóti að byggja á nýt­ingu orku­auð­lind­ar­inn­ar. Þessi nýt­ing orku­auð­lind­ar­innar felst í að selja ódýra raf­orku til stór­iðju í eigu útlend­inga. Þannig eru nú um 80% af raf­orku­fram­leiðsl­unni bundin til langs tíma á lág­marks­verði fyrir erlendar meng­un­ar­verk­smiðj­ur. Fjár­fest­ing í orku­fram­kvæmdum fyrir stór­iðju nemur hund­ruðum millj­arða, þrátt fyrir það skilar málm­fram­leiðsla aðeins kringum tvö pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu að jafn­aði. Ákvarð­anir um upp­bygg­ingu stór­iðju hafa verið keyrðar áfram með póli­tískan ávinn­ing í huga en ekk­ert hirt um arð­semi fram­kvæmd­anna fyrir Íslend­inga né umhverf­is­á­hrif. Fjöldi starfa er ekki gæða­stimp­ill á arð­semi fram­kvæmda og útflutn­ings­tekjur enn síður ef afrakst­ur­inn rennur til erlendra eig­enda. Mik­ils­verð­asta fram­lag Íslands til minnk­unar útblást­urs á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum væri að end­ur­nýja ekki orku­samn­inga við erlendar meng­un­ar­verk­smiðjur en nýta raf­ork­una til orku­skipta og fram­leiðslu vetnis og ann­arra efna sem geta komið í stað jarð­efna­elds­neyt­is.

Horfur

Á lofts­lags­rástefn­unni í Glas­gow komu fram vilja­yf­ir­lýs­ingar um aðgerðir gegn lofts­lags­vá. Von­andi verða verkin látin tala. Það er hins vegar við ramman reip að draga að hrinda í fram­kvæmd aðgerðum sem stöðva hlýnun við 1,5 gráð­ur. Til að nálg­ast það mark­mið þarf miklar grænar fjár­fest­ingar í þró­un­ar­lönd­unum svo full­nægja megi eft­ir­spurn eftir orku sem er ein for­senda hag­vaxt­ar. Hins vegar er ekki að sjá að stuðn­ingur við áhrifa­ríkar aðgerðir sé fyrir hendi. Í Banda­ríkj­unum til dæmis er póli­tíst óger­legt að hækka benz­ín­verð með kolefn­is­gjöld­um. Í stað­inn verður að treysta á nýja orku­gjafa svo sem raf­magn eða vetni en langt er í að slíkir orku­gjafar nái að minnka útblástur svo um mun­ar.

Hinn aldni meist­ari James Lovelock, höf­undur Gaia kenn­ing­ar­innar m.m., hefur lengi verið þeirrar skoð­unar að nýt­ing kjarn­orkunnar sé mik­il­væg leið til að anna þörf fyrir raf­orku og draga úr kola­notkun sem fer stöðugt vax­andi. Þessi leið er skyn­sam­leg en bygg­ing kjarn­orku­vera er vanda­söm og ómögu­leg í löndum sem búa við óstöðugt stjórn­ar­far. Í mörgum þró­un­ar­löndum verður að finna aðrar aðferð­ir. Það hjálpar til við orku­öflun að verð á ýmissi „grænni“ orku hefur lækkað hratt og fram­boð auk­ist.

Íslend­ingar eiga að fara að ströng­ustu kröfum um minnkun útblást­urs en skyn­sam­legt er að búa þjóð­ina undir verstu svið­mynd ham­fara­hlýn­unar sem mun m.a. leiða til þess að búsvæði millj­óna manna munu eyði­leggj­ast á næstu ára­tug­um. Mik­ill fjöldi flótta­manna mun þá streyma til vel­meg­andi landa líkt og Íslands. Jafn­framt gætu fiski­mið verið í hættu ef súrnun og hlýnun sjávar heldur áfram með slæmum áhrifum á nytja­stofna. Tjörnin er aðeins hálf­full núna og margt hægt að gera til að tryggja fram­tíð kom­andi kyn­slóða. Tím­ann verður að nota vel til að verj­ast umhverf­iseyð­ingu og lofts­lags­vá.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar